Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1987, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1987, Side 7
MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1987. 7 Utlönd n Jeep EGILL VILHJÁLMSSON h/f ItT™* Nýnasistar vilja Rudolf Hess lausan Sjö nýnasistar voru handteknir við Spandau fangelsið í Vestur-Berlín þar sem þeir efndu til aðgerða til að krefj- ast lausnar nasistaleiðtogans Rudolfs Hess, á níutíu og þriggja ára afmælis- degi hans i gær. Talsmaður lögregl- unnar í Berlín sagði í gær að fimm nýnasistanna hefðu verið handteknir fyrir að vera með ólögleg nasistamerki en tveir voru dregnir á brott, hróp- andi: „Frelsi fyrir Hess“, eftir að hafa reynt að hlekkja sig við fangelsishlið. Þá efndu um fimm hundruð vinstri- sinnar til aðgerða við fangelsið þar sem Hess hefur verið í haldi frá árinu 1947. Báru þeir skilti þar sem hug- myndum um að láta Hess lausan var mótmælt og höfðu uppi kröfur um að hann yrði látinn „rotna í fangelsi". Ekki kom til átaka milli lögreglu og vinstrisinna. Hess, sem dæmdur var í lífstíðar- fangelsi fyrir stríðsglæpi, hefur verið eini fanginn í Spandau fangelsinu síð- an fyrrum leiðtogi Hitlersæskunnar, Baldur Von Schirach, og fyrrum her- málaráðherra Hitlers, Albert Speer, voru látnir lausir árið 1966. Undanfarið hafa borist fregnir af því að Sovétmenn hygðust endurskoða afstöðu sína til þess að láta Hess lausan en hingað til hafa þeir beitt neitunarvaldi gegn öllum hugmyndum um frelsi fyrir þennan fyrrum nána samstarfsmann Adolfs Hitler. Hess fékk engar heimsóknir á af- mælisdaginn. Hann er sagður við nokkuð góða heilsu, miðað við aldur. ri Jeep Tugþúsundir mótmæla stefnu forsetans Talið er að um sjötíu og fimm þús- und manns hafi tekið þátt í miklum mótmælaaðgerðum gegn stefnu Reag- ans Bandaríkjaforseta í málefnum Mið- og Suður-Ameríku við Hvíta húsið í Washington á laugardag. Tugþúsundir mótmælenda söfhuðust saman við Hvíta húsið á laugardags- morgun og gengu þaðan til þinghúss- ins þar sem þúsundir til viðbótar bættust í hópinn. Lögreglan segir um þrjátíu og fimm þúsund manns hafa tekið þátt í upp- haflegu göngunni en að alls hafi um sjötíu og fimm þúsund tekið þátt í aðgerðunum. Eru þetta fjölmennustu mótmælaað- gerðir gegn stefnu forseta sem hafa átt sér stað síðan á tímum Víetnam- stríðsins þegar allt að hálfri milljón manna tók þátt í einstökum mótmæla- aðgerðum í Washington. Mótmælendur kröfðust þess á fundi sínum að Reagan léti af stuðningi sín- um við Contra-skæruliðahreyfinguna sem bei-st gegn vinstrisinnuðum stjómvöldum Nicaragua. Einn fund- armanna, Daniel Ellsberg, fyrrum starfsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem saksóttur var f\T- ir birtingu svonefndrar „Pentagon- skýrslu“, sakaði Reagan um að hafa í undirbúningi styijaldaraðgerðir gegn Nicaragua. Meðal fúndarmanna var einnig Jesse Jackson, klerkurinn þeldökki sem vonast eftir útnefningu sem for- setaefni demókrata. 1 ræðu sinni á fundinum sakaði hann Reagan um stuðning við Botha, forseta Suður- Afríku, og kynþáttamisréttisstefnu hans og sagði meðal annai-s: „Öll okk- ar siðfræði, sem fékk okkur til að segja nei við Hitler og þriðja ríkið, krefst þess að við segjurn nei við Botha og fjórða ríkið.“ Ronald Reagan forseti var ekki heima þegar efnt var til mótmælanna. Lögreglumenn draga einn af aðdáendum Rudolfs Hess á brott frá hliðum Spandau fangelsisins. ....... ..................... ...................... ......................... VINSAMLEGAST ATHUGIÐ Vegna mikilla anna hjá AMC verksmiðjunum hafa þær tilkynnt okkur að staðfesta þurfi pantanir á hinum vinsælu Cherokee og Wagoneer bifreiðum fyrir 1. maí nk. Afgreiðslufresturinn lengist verulega eftir 1. maí. Mótmælendur syngja baráttusöngva við Hvita húsið i Washington DC á laugardag. Þeir mótmæltu stefnu forsetans i málefnum Mið- og Suður-Ameríku. Sigur stjórnar- innar í Indó- nesíu of stór? Jón Oimur HaJldórssan, DV, Lcmdon: Nálega eitt hundrað milljónir manna greiddu atkvæði í þing- kosningum í Indónesíu fyrir fáum dögum og benda fyrstu úrslit til þess að stjómarflokkurinn, Golk- ar, fái tæplega sjötíu og fimm prósent atkvæða. Það mun taka margar vikur að telja atkvæðin frá þrjú hundruð þúsund kjörstöðum í landinu sem telur þrettán þúsund eyjar og hundrað sjötíu og fimm milljónir íbúa. Sá fjórðungur kjósenda sem ekki greiddi stjómarflokknum atkvæði gat þó ekki með því sýnt andstöðu við stjórnina því allir þrír flokkar landsins hafa sömu hugmynda- fræði og gagnrýna ekki nein meginatriði í stjóm Suhartos for- seta sem setið hefur að völdum í meira en tuttugu ár. Þó kosningar í landinu séu sam- keppni milli þriggja flokka í leynilegum kosningum minna þær um fátt á kosningar í vestrænum ríkjum því allir flokkar landsins verða að hlíta leiðsögn ríkisstjóm- arinnar í mörgum mikilvægum atriðum og mega ekki gagnrýna helstu þætti stjórnarfarsins. Engu að síður var talsverð spenna í kosningunum og þá ekki síst vegna aukinna erfiðleika í efnahagsmálum og vaxandi bils milli ríkra og fátækra en megin- hluti þjóðarinnar býr við mikla fátækt þó að beint hungur sé nú nýlega að mestu úr sögunni. Það stóð hins vegar ekki til að kjósendur breyttu einu eða öðm með þessum kosningum sem for- seti landsins kallaði æfingu i lýðræði. En Suharto hefur gefið til kynna að hann vilji halda áfram sem forseti í að minnsta kosti eitt kjörtímabil enn. Indónesía, sem er fimmta fjöl- mennasta ríki heims, hefur notið meiri stöðugleika í stjómmálum í rúma tvo áratugi en flest önnur ríki Asíu og hefur því lítið verið í alþjóðlegum fréttum. Margt bendir samt til aukinnar ókyrrðar í landinu þó kosningar hafi farið fram með friðsamlegum hætti og hefur til að mynda mikill fjöldi ísl- amskra trúmanna og annarra meintra stjómarandstæðinga ve- rið fangelsaður á síðustu mánuð- um og misserum. Rússneskur sigur stómarflokks- ins í þessum kosningum er líklegri til vekja enn frekari athygli á skorti á lýðræði í landinu en til þess að styrkja stjómina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.