Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1987, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1987, Page 22
22 MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1987. Stjómmál Mikil eftirvænting ríkti i Naustinu á kosninganótt enda ekki að furða. veginn að sanna sig sem afi í islenskum stjómmálum. Kvennalistinn var þar með kosningavöku og í þann DV-myndir GVA Konur í kosn- ingaham Það ríkti mikil eftirvænting í her- búðum Kvennalista í Naustinu. Enda ekki að undra, skoðanakannanir höfðu sýnt verulega fylgisaukningu flokksins og fyrstu tölur að berast. Þrátt fyrir mikinn meðbyr voru kon- ur hófsamar í spám, en allt frá því að fyrstu tölur tóku að streyma inn var orðið ljóst að stefhumál listans höfðu fundið hljómgrunn meðal kjósenda. Er fyrstu tölur úr Reykjavík höfðu birst tókum við nokkrar þeirra tali. Kristín Einarsdóttir var bjartsýn. Taldi hún líklegt að listinn fengi 6-7 þingsæti. Það átti eftir að koma á daginn að þessi spá var ekki fjarri lagi. Kvennalistinn hefur sérstöðu meðal stjórnmálaafla að því leyti að enginn er formaður, ekkert er til sem heitir miðstjóm, né er hægt að sjá út nokk- um þann sem hefur áhrif umfram aðra. Við spurðum Sigríði Lillý Baldurs- dóttur nánar út í starfsemi listans og báðum hana að spá íyrir um endanleg úrslit. „Við höfum haft konur í tveimur og hálfri stöðu við störf. Auk þess hefúr mikill fjöldi fólks lagt okkur lið á einn eða annan hátt. Þegar okkur bámst úrslit úr skoð- anakönnun ykkar á DV, sem mældi fylgi okkar í Reykjavík 19,1%, töldum við að þar yæri um prentvillu að ræða og afgreiddum þau sem 9,1%. Síðar kom á daginn að þetta var ekki prent- villa en ég tel samt mun raunhæfara að áætla fylgið um 9%, miðað við að við fengum 5,5% í síðustu kosning- um. Guðrún Agnarsdóttir taldi raunhæft að áætla 5 þingsæti. „Það myndi létta mjög öll störf í þingflokknum ef hann stækkaði upp í fimm. Við gerum okkur varlegar spár en við höfum orðið var- ar við mjög gott viðmót á vinnustaða- fundum. Við höfum háð málefhalega kosningabaráttu og ég held að fólk sé farið að hlusta á okkur og skilja." Frá sjónvarpsstöðvunum voru nú famar að berast tölur úr fleiri kjör- dæmum og virtist Kvennalistinn bæta við sig einum manni við hverja spá. Á tímabili var þeim spáð sjö þingsætum. Við spurðum Sigríði Dúnu Krist- mundsdóttur hvað væri eiginlega að gerast. „Það sem er að gerast er það að málflutningur okkar, stefnumál og vinnubrögð hrífa. Fylgið held ég að sé fyrst og fremst frá konum komið. Það er greinilegt að við tökum bæði ffá Alþýðubandalagi og Sjálfstæðis- flokki. Einnig er mikið um ungar konur sem nú eru að kjósa í fyrsta sinn. Þessar konur eru að byrja lífið og þær hugsjónir sem við byggjum á stefiiu okkar em þeim ákaflega gott veganesti. Einnig er nokkuð um það að karlar á miðjum aldri hafi haft sam- band við okkur og komið.“ Er líða tók á nóttina tók fagnaður að gerast almennur. Inn á Naust tók að streyma fólk og var brátt mikil stemning í salnum. Kvennalistakonur sungu úr eigin söngbók, Kerlingarbók, og var stiginn vikivakadans með. -PLP Þegar einsýnt þótti aó mikill sigur var í þann veginn að vinnast var sungið og stiginn vikivaki við undirleik Bergþóm Ámadóttur. DV Kristín Einarsdóttir: „Er orðin vön tilhugsuninni" Við kosningasigur Kvennalistans komust margar nýjar konur á þing. Ein þeirra er Kristín Einarsdóttir en hún var önnur á lista í Reykjavík. Við króuðum hana af á kosningavöku Kvennalistans sem haldin var í Naust- inu en þar var glatt á hjalla. - Kristín, hvemig er að vera komin á þing? „Ja, ég gerði mér grein fyrir því strax í janúar þegar við lukum við að raða á lista að ég ætti nokkuð ömggt þing- sæti þannig að ég er orðin vön til- hugsuninni." - Heldurðu að gömlu flokkamir eigi ef til vill eftir að neita samstarfi við þá nýju og koma þannig á stjómar- kreppu sem gæti leitt til nýrra kosn- inga? „Mér finnst ekkert ólíklegt að sú staða geti komið upp en ég þara trúi ekki að þeir fari að gera það.“ -PLP Þórhildur Þorleifsdóftir og Kristín Einarsdóttir glaðar í bragði á kosninga- nótt. Ekki að undra, þær náðu báðar inn á þing þá um nóttina. Leikstýra Ein af nýjum þingkonum Kvenna- lista er Þórhildur Þorleifsdóttir leik- stjóri. Við náðum tali af henni í Naustinu er hún var að fagna sigri ásamt samstarfskonum sínum. Við spurðum hana hvort hún myndi leik- stýra þingflokknum. „Nei, það ætla ég ekki að gera, það em margir sem líkja stjómmálum við leikhús en í raun em þetta mjög ólík fyrirbæri. Ég þakka þennan sigur okk- ar því að við höfum sett frarn góð á Alþingi málefni og það á málefnalegan hátt en ekki með skrumi og auglýsingum eins og aðrir." Þegar við náðum tali af Þórhildi vom ekki allar tölur komnar og spurð- um við þvi hvort hún byggist við því að Kvennalistinn ætti enn eftir að bæta við sig. „Ég spái engu, það er best að spyrja að leikslokum." -PLP Traust forusta Steingríms - skóp sigurinn að mati Jóhanns Einvarðssonar „Ég er ánægður með hlut okkar ffamsóknarmanna hér í kjördæminu," sagði Jóhann Einvarðsson sem nú tek- ur sæti á Alþingi að nýju. Hann skipaði annað sætið á lista Framsókn- arflokksins í Reykjaneskjördæmi þar sem flokkur hans bætti vemlega stöðu sína frá síðustu kosningum. „Það er tvennt sem hefur ráðið mestu um þessi úrslitsagði Jóhann. „Annars vegar er vel tímasett og vel skipulögð kosningabarátta. Hins veg- ar er það traust fomsta Steingríms Hermannssonar. Við auglýstum mikið og það hefur ömgglega skilað sér en fyrst og ffemst er það markviss vinna og ömgg fomsta sem hefur skapað þennan sigur.“ Jóhann sagði að úrslitin í Reykja- neskjördæmi hefðu ekki komið sér á óvart. „Við fundum það, sérstaklega síðustu vikuna, að fylgi okkar var mjög að vaxa,“ sagði Jóhann. „Á fund- úm okkar í kjördæminu hittum við að máli ólíklegustu menn sem snúist höfðu til fylgis við Framsóknarflokk- inn. Það er augljóst að við höfum tekið mest fylgi af Alþýðuflokki og Al- þýðubandalagi. Fylgi Alþýðuflokksins í sveitarstjómarkosningunum hefur greinilega ekki skilað sér til hans nú í alþingiskosningunum. Að vísu ber að hafa það í huga að Framsóknar- flokkurinn hefur áður náð meira fylgi og það hefúr nú skilað sér aftur,“ sagði Jóhann Einvarðsson. -GK Jóhann Einvarðsson sest nú aftur á þing.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.