Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1987, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1987, Side 35
MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1987. 47 Ásmundur Stefánsson: Stjómmál Niðurstaðan mikil vonbrigði „Mér líst illa á stöðuna og það er augljóst að ég er ekki inni á þingi miðað við þessar tölur,“ sagði Ás- mundui- Stefánsson, forseti ASÍ og þriðji maður á lista Alþýðubandalags- ins í Reykjavík, í samtali við DV aðfaranótt sunnudags þegar talsvert var liðið á talningu atkvæða. „Það er ljóst að flokkurinn hefur misst fylgi um land allt og það eru mikil vonbrigði og ljóst að málflutn- ingur okkar hefur ekki komist til skila. Mér sýnist að stjómarílokkamir haldi sínum hlut og mér finnst það óverðskuldað miðað við frammistöðu þeirra síðastliðin §ögur ár. Þetta er greinilega niðurstaðan og hún er mér mikil vonbngði," sagði Ásmundur. „Það er augljóst að fylgi Alþýðu- bandalagsins hefúr minnkað og viðbrögð okkar hljóta að verða þau að við þurfum að styrkja starfið og efla málflutninginn," sagði Ásmundur Stefánsson. -ój Ásmundur Stefánsson ásamt Guörúnu, konu sinni, í kosningamiðstöð Aiþýðubandalagsins þegar beðiö var úrslitanna. Kosningamiðstöð Alþýðubandalags: Dauflegt andrúmsloft Það var frekar fámennur hópur manna sem var í kosningamiðstöð Alþýðubandalagsins í húsnæði flokks- ins við Hverfisgötu þegar DV kom þangað um það leyti sem fyrstu tölur bámst á laugardagskvöld. í salnum var Ásmundur Stefánsson, þriðji maður á lista flokksins í Reykja- vík, og grúfði sig yfir tölurnar. Smám saman fjölgaði í liðinu enda þótt fyrstu gestimir fæm að tínast út um klukkan hálftólf. Þegar fyrstu tölur úr Reykja- vík bámst vom lítil viðbrögð í salnum þó að vonbrigðastuna heyrðist frá ein- staka manni. „Þetta er alls ekki nógu gott hjá okkur,“ sagði einn í salnum og virtust fleiri sammála um það. Barinn á staðnum var opinn og þeg- ar tekið var að fjölga við hann hnippti maður við næsta borð í sessunaut sinn og sagði: „Heyrðu, þeir em með bar héma!“ Aðallega virtust gestimir vera að væta kverkamar í gosi og léttum vín- um og ekki var farið að sjá á nokkrum manni og virtist samkoman öll hin skikkanlegasta. Ekki var um nein afgerandi viðbrögð að ræða í salnum fyrr en söngkvartett tróð upp og söng létt lög. Var kvartett- inn klappaður upp og ekki var annað að sjá en að hann nyti ívið meiri vin- sælda en tölurnar sem stöðugt birtust á stórum sjónvarpsskjá á veggnum. -ój Monroe gas- og vökvahöggdeyfar. Sjálfvirk stilling eftir álagi. 2ja ára ábyrgö! Straumur bíleigenda liggur í Borgartún 26. Þar er úrvalið mest í bílinn! Láttu sjá þig sem fyrst. Þú og bíllinn þinn njótið góðs af heimsókninni. naust ara BORGARTÚNI 26, SÍMI 62 22 62 DÚNMJÚKIR DEMPARAR! Stórmarkaður bíleigenda ! 3 | Áður en þú gerir upp hug þinn varðandi hugsanleg bílakaup getur borgaö sig fyrir þig að kynna þér kosti KADETT bílanna, ss. rými, hönnun, aksturseiginleika og lágan eldsneytiskostnað. OPEL KADET hessi glæsilegi vusúur-þýski bíll var kosinn bíll ársins af dómharðri nefnd bílagagnrýnenda þegar hann var fyrst kynntur fyrirtveimurárum. Þessi stórkostlega viðurkenning var upphafið að miklum vinsældum OPEL KADETT. -©■Igm mmr( yand^ðuvalið! BíLVANGURsf VGluU KADETT! HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.