Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1987, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1987, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987. 19 Dansstaðir - Matsölustaðir - Leikhús - Sýningar - Kvikmyndahús - Myndbönd o. fl Ef þú vilt dansa Ártún, Vagnhöfða 11, sími 685090. Gömlu dansarnir á föstudagskvöld, gömlu og nýju dansarnir laugardagskvöld. Hljómsveitin Danssporið ásamt söng- konunni Kristbjörgu Löve bæði kvöldin. Broadway, Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500 Skemmtidagskráin „Allt vitlaust" föstu- dags- og laugardagskvöld". Evrópa v/Borgartún í kvöld og annað kvöld mun breska söng- konan Jaki Graham skemmta gestum Evrópu. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavík, „Leitin að týndu kynslóðinni", lifandi tón- list áranna fyrir 1975. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavik, simi 82200 Dansleikir á föstudags- og laugardags- kvöld. Tískusýning öll fimmtudagskvöld. Hótel Saga v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221 „Laddi og fjelagar" föstudags- og laug- ardagskvöld. Lennon við/Austurvöll, Reykjavík, sími 11630 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Miami, Skemmuvegi 34, Kópavogi, sími 74240. Diskótek föstudaga og laugardaga. Ald- urstakmark 16 ára. Casablanca við Skúlagötu Diskótek um helgina. Upp og niður, Laugavegi 116, Reykjavik, sími 10312 Opið alla daga vikunnar, lifandi tónlist. Þórskaffi, Brautarholti 2, Reykjavík, sími 23333 Grinveisla ársins, Þórskabarett á föstu- dags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin Santos ásamt söngkonunni Guðrúnu Gunnarsdóttur. TOkynningar Gerbreyttum Samvinnuskóla slitið Samvinnuskólanum á Bifröst var aö venju slitið 1. maí. Krá liðnu skólaári er þess helst að minnast að skóianum var á sl. ári gerbreytt og hann „hækkaður upp“ í skólakerfinu. Mun hann í framtíðinni starfa á lokaáföngum framhaldsskóla- stigsins, að loknu svbnefndu verslunar- prófi úr 2. bekk framhaldsskóla, og útskrifa stúdenta i stað þess að starfa á fyrstu áföngum framhaldsskólans að loknu grunnskólaprófi. Um leið var kennsluskipan og starfsháttum skólans mjög breytt á liðnu starfsári. Þessu sinni útskrifast því síðasti nemendahópurinn með hefðbundið samvinnuskólapróf en að ári mun samvinnuskóiaprófið jafngilda stúdentsprófi. Hæstu einkunn á sam- vinnuskólaprófi að þessu sinni hlaut Guðný Sigurðardóttir frá Hvammstanga. 9,19. Nemendur Samvinnuskólans á liðn- úm vetri voru alls 111 og luku 34 san>- vinnuskólaprófi úr 2. bekk. Megas fer hringinn í kringum landið á næstu dögum með kassa- gítarinn undir handarkrikanum. Megas ferdast um landið Nýlega hóf Magnús Þór Jónsson, öðru nafni Megas, tónleikaför um landið. Á hringferð þessari mun hann halda 26 tónleika á 25 dögum. Hann kemur með kassagítar, eins og venja er, og spilar jafnt gömul sem ný lög úr safni sínu. Einnig mun Bubbi Morthens heimsækja meistara Megas á einstaka stað og taka með honum lagið. Á föstudagskvöldið verður Meg- as staddur í Breiðdalsvík í Djúpa- vogi og á Fáskrúðsfirði á laugardag. Á sunnudaginn verður hann á Stöðvarfirði, mánudag á Eskifirði, þriðjudag á Neskaup- stað, miðvikudag á Seyðisfirði, á Egilsstöðum á fimmtudag og á föstudag að viku liðinni mun hann verða á Vopnafirði. Söngkonan Jaki Graham skemmtir í Evrópu Breska söngkonan Jaki Graham skemmtir gestum veitingahússins Evrópu í kvöld og annað kvöld. Jaki sló fyrst í gegn með laginu Could It Be I’m Falling in Love sem hún söng ásamt David Grant árið 1985. Lagið varð mjög vinsælt um alla Evrópu og þá sérstaklega í Bretlandi. Þar náði lagið einu af fimm efstu sætunum á Gallup-list- anum sem er hinn opinberi breski vinsældalisti. Vinsældunum fylgdi hún eftir með laginu Round and around sem komst inn á topp tíu á breska listanum. Á síðasta ári sendi Jaki Graham frá sér aðra breiðskífu sína, Break- ing away. Hún fékk mjög góðar viðtökur gagnrýnenda sem og tón- listarmanna í Bretlandi. Til að mynda söng hún einn lengsta ein- söngskaflann í laginu Let It Be með Ferry Aid flokknum sem eingöngu er skipaður stórstjörnum breska poppsins. Lagið var gefið út til styrktar fórnarlömbum ferjuslvss- ins í Belgíu og fór á toppinn í Bretlandi og víðar. Söngskemmtanir Jaki Graham í Evrópu heíjast á miðnætti öll þrjú kvöldin. Auk þess að skemmta í Evrópu mun hún koma fram í veit- ingahúsinu Glaumbergi í Keflavík á laugardagskvöldið. Jaki Graham syngur lengsta einsöngskaflann í laginu Let It Be með Ferry Aid flokknum sem er hópi stærstu stjarna Bretlands en lagið var gefið út til styrktar fórnarlömbum ferjuslyssins i Belgiu. Sýndir verða á Hótel Borg batikkjólar hannaðir úr bómull og silki. Kjólasýning á Hótel Borg Hönnuðurnir Katrín H. Ágústs- dóttir og Stefán Halldórsson og verslunin íslenskur heimilisiðnað- ur halda kjólasýningu á Hótel Borg kl. 15.00 á sunnudag. Á sýningunni eru eingöngu sýnd- ir kjólar sem Katrín og Stefán hafa hannað, búnir til úr silki og bóm- ull með batikaðferð. Sýningar- stúlkur frá Módelsamtökunum sýna. Stjórnandi er Unnur Arngríms- dóttir en kynnir er Heiðar Jónsson. J B J-flokkuriim í Hótel Borgarnesi I J B J-flokknum eru þeir Jó- hannes Kristjánsson hermikráka. Baldur Brjánsson galdrakarl og Jóhannes B. Sigurðsson skífusnúð- ur en þessir þrír menn múnu verða staddir á Hótel Borgarnesi um helgina. nánar tiltekið á laugar- dag. Þar leika þeir öll nýjustu lögin ásamt „gullkornunum" frá 1960 til 1975 frá tímum kynslóðarinnar sem týndist. Þeir munu einnig halda uppi sprelli og fjöri eins og þeim er einum lagið. auk þess verður glæsilegt happdrætti og margt ann- að sem skemmtun má veita. Jóhannes Kristjánsson hermikráka, Baldur Brjánsson galdrakarl og Jóhannes B. Sigurðsson skifusnúður skemmta Borgnesingum á laugar- dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.