Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1987, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987. 29 • Magnús Jónatansson, þjálfari Sel- fyssinga, leggur land undir fót með lið sitt og heldur til Vestmannaeyja og mun liðið etja kappi við ÍBV á sunnudag í 2. deild islandsmótsins i knattspyrnu sem hefst um þessa helgi. Islandsmótið í 2. deild hefst um helgina Knattspyrnuvertíðin hefst fyrir fullri alvöru um helgina en þá hefst keppni í 2. deild Islandsmótsins. Knötturinn í 1. deild byrjar hins vegar að rúlla 21. maí. • Fyrsti leikurinn í 2. deild verður á gervigrasvellinum í Laugardal á morgun og leika þá ÍR og Einherji frá Vopnafirði kl. 18.00. • Á sunnudag verða þrír leikir og hefjast þeir allir kl. 14.00. Víkingur og Leiftur frá Ólafsfirði leika á gervi- grasvellinum í Laugardal. ÍBV og Selfoss leika í Vestmannaeyjum og KS frá Siglufirði fær Isfirðinga í heim- sókn. • Fyrstu umferðinni lýkur á mánu- dagskvöldið og leika þá Þróttur og Breiðablik á gervigrasvellinum í Laugardal kl.20.00. • Á sunnudag leika Fram og ÍA í meistarakeppni KSl og hefst leikur liðanna kl. 18.00. Keppnisstaður er óákveðinn. • Bæjarkeppninni í handknattleik lýkur um þessa helgi en keppnin hefur staðið yfir frá því um miðja vikuna. -JKS FERSK - HRESS VIKA - VIKULEGA Kvennabarátta er pólitík segir Kristín Einarsdóttir, nýkjörin þingkona Reykvíkinga, í Vikuviðtalinu. Ragnheiður Runólfsdóttir, sundkonan frækna, er nafn Vikunnar Reikað um París Kaupóður fjársvikari í Malniö Allt um sól- gleraugu Tilraun um innrás Smásaga eftir Hlin Agnarsdóttur Laxveiðin að hefjast og veiðimenn kætast HELGARBLAÐ PVA morgun Heldur Haraldur höfðinu? Talað við Harald Hannesson, formann Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Gunnar Bjarnason í helgarviðtali. Hard Rock Café safnið í London heimsótt. Lorca i Þjóðleikhúsinu og margt fleira. Misstu ekki af Helgarblaðinu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.