Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1987, Blaðsíða 6
28 FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987. Tinna Gunnlaugsdóttir í dramatísku hlutverki Yermu í samnefndu leik- riti sem frumsýnt verdur i kvöld. Síðasta frumsýning leikársins: Yerma eftir Federico García Lorca Þjóðleikhúsið frumsýnir í kvöld leikritið Yerma eftir hinn ástsæla spænska leikritahöfund Federico García Lorca og er það í fyrsta sinn sem þetta verk er leikið á íslensku leiksviði en áður hafa íslenskir leikhúsgestir kynnst leikritunum Hús Bernhörðu Alba, Blóðbrul- laupi, Skóarakonunni dæmalausu og Astum Don Perlímppíns til Bel- ísu í garðinum. Karl Guðmundsson þýddi leik- inn, leikstjóri er Þórhildur Þor- leifsdóttir, tónlistina samdi Hjálmar H. Ragnarsson, Sigurjón Jóhannsson hannaði leikmynd og búninga og lýsingin er í höndum Páls Ragnarssonar. Tinna Gunnlaugsdóttir leikur Yermu, Signý Sæmundsdóttir söngkona fer einnig með veigamik- ið hlutverk sem aðalsöngvari sýningarinnar, Arnar Jónsson leikur Jóann, eiginmann Yermu, Pálmi Gestsson er í hlutverki fjár- hirðisins, Viktors, sem laðast að Yermu, Guðný Ragnarsdóttir leik- ur Maríu, vinkonu hennar, og er þetta hlutverk frumraun Guðnýjar á leiksviði. Guðrún Þ. Stephensen leikur þá gömlu guðlausu, Krist- björg Kjeld leikur Dolores grasa- konu, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Anna Kristín Arngrímsdóttir eru í hlutverkum mágkvenna Yermu og Guðlaug María Bjarna- dóttir og Vilborg Halldórsdóttir leika ungu konurnar. Mikill fjöldi annarra leikara, söngvara og dans- ara kemur fram í sýningunni. Lorca kallar þetta leikrit „harm- hljóð“ og benti margoft á skyld- leika þess við hina forngrísku harmleiki þar sem örlög samfélags- ins ráðast af örlögum einnar söguhetju. Verkið var samið skömmu áður en borgarastyrjöldin á Spáni skall á og var í huga Lorca annað verkið í svonefndum al- þýðuþríleik. Yerma er á yfirborðinu afar ein- falt verk, saga þess er skýr og söguþráðurinn óslitinn. Og þó er Lorca þarna að fjalla um allflóknar forsendur fyrir þeim harmi sem aðalpersónan ber og sem vex í verkinu eins og fóstur í móðurkviði uns hann brýst út í mögnuðu loka- atriði. Leikritið fjallar í stuttu máli um óseðjandi þrá Yermu til þess að eignast barn, lýsir þeim ráðum sem hún grípur til og eins þeim sem hún grípur ekki til svo henni verði barns auðið. Til fróðleiks má geta þess að nafn leikritsins og aðalpersónunnar, Yerma, er dregið af spænska nafn- orðinu yermo og mun merkja eyðiland, hrjóstur, ósáinn akur; um ónýtta möguleika. Sem fyrr segir verður frumsýn- ingin í kvöld en önnur sýning verður sunnudaginn 17. maí og þriðja sýningin þann 19. maí. Kvikmyndahús - Kvikmyndahús Regnboginn Nýjasta mynd John Landis nefn- ist Þrír vinir (Three Amigos). Slær hann þar á létta strengi enda með fræga grínara í aðalhlutverkum. Það þarf ekki að kynna Steve Martin og Chevy Chase. Þeir eru í dag meðal allra þekktustu og vin- sælustu gamanleikara vestan hafs. Þriðji vinurinn er aftur á móti Martin Short, alveg óþekktur hér- lendis en þekktur grínari vestan hafs. í öðrum sölum Regnbogans eru sýndar myndir eins og gæðamyndin Herbergi með útsýni, Trúboðsstöð- in og Guð gaf mér eyra að ógleymdri mynd Friðriks Þórs um Skytturnar. Bíóhúsið Sýnir Koss könglulóarkonunnar (Kiss of the Spider Woman), sem beðið hefur verið eftir lengi hér- lendis. Myndin hefur alls staðar hlotið góðar viðtökur og er sér- staklega rómaður leikur aðalleik- aranna, Williams Hurt og Rauls Julia, og fékk sá fyrrnefndi óskars- verðlaunin fyrir leik sinn. Myndin fjallar um tvo fanga sem lenda sam- an í fangelsi í Suður-Ameríku. Annar þeirra er kynvillingur, hinn pólitískur fangi. Þeir eyða tíma sínum í að rifja upp gamla nasista- kvikmynd sem annar þeirra sá og flétta efnisþráðinn inn í þann raun- veruleika sem þeir lifa. Háskólabíó Gullni drengurinn (The Golden Child) er fyrsta mynd Eddie Murp- hy eftir stórsigurinn í The Beverly Hills Cop. Þetta er ævintýramynd þar sem slegið er á létta strengi eins og búast má við þegar Eddie Murphy á í hlut. Meðleikari Murp- hys er Charles Dance og leikur hann barnaræningja sem rænir barni með töframátt. Samkvæmt spásögn getur aðeins einn maður fundið barnið og að sjálfsögðu er það persónan sem Eddie Murphy leikur. Tónabíó Tónabíó sýnir spennumyndina Fyrsta apríl (April Fool’s Day) sem fjallar um átta háskólanema sem dvelja eina helgi hjá einum þeirra. Fljótt byrja óvæntir atburðir að gerast og fljótt hverfur einn af átt- menningunum og um leið byrjar sú sem bauð að haga sér heldur betur undarlega... Bíóhöllin/Vitnið í anda Alfreds Hitchcock Þessi mynd í Bíóhöllinni (The Bedroom Window) er að sögn í anda gamla meistarans Alfreds Hitchcock og er spennumynd er segir frá arkitektinum Terry (Steve Guttenberg) sem heldur framhjá konu sinni með yngismær einni, Sylvíu, er leikin er af þeirri fögru frönsku blómarós, Isabelle Hubb- ert. Til að bæta gráu ofan á svart er Sylvía eiginkona yfirmanns Terry. í miðjum ástarleik parsins kvöld eitt verður Sylvía vitni að morði fyrir utan svefnherbergisgluggann. En til að ekki komist allt upp ákveður Terry að bera vitni í stað Sylvíu. Það leiðir að lokum til þess að hann er sjálfur grunaður um morðið. Sem sagt gamalkunnug misskilningsflétta sem kemur þó nokkru sinnum á óvart. Það er reynsluríkt lið sem stend- ur að gerð myndarinnar. Aðal- hlutverkið er í höndum Steve Guttenberg sem hingað til hefur aðallega reynt fyrir sér í gaman- myndum og er þar líklegast fræg- astur fyrir myndirnar um Lögregluskólann. Isabelle Hubbert er fyrir löngu orðin heimsfræg í Frakklandi en hér reynur hún fyrir sér í sinni annarri mynd í Banda- ríkjunum, lék áður í Hevens Gate. Leikstjóri og annar handritshöf- undur er Curtis Hanson sem gerði meðal annars handrit að Silent Partner. Kvikmyndahús Stjörnubió Blóðug hefnd (Armed Response) er nýkomin til sýningar í A-sal Störnubíós. Gerist hún í Kína- hverfi Los Angeles og lýsir þeim heimi ofbeldis og glæpa er þar ríkir. Richard Gere og Kim Bassinger leika aðalhlutverkið í páskamynd Stjörnubíós, No Mercy. Myndin fjallar um Eddie Jullette (Gere), sem er lögregluþjónn sem hyggur á hefndir þegar félagi hans er myrt- ur. Laugarásbíó Aðalhlutverkið í Litaður laga- nemi (Soul Man) leikur C. Thomas Howell. Leikur hann Mark Wakon sem hefur fengið skólavist í laga- deild Harward. Þegar faðir hans neitar að borga skólagjöld er fátt góðra ráða. Tekur hann á það ráð að lita sig svartan vegna þess að eini skólastyrkurinn sem í boði er er fyrir litaðan, fátækan skóla- nema. -SMJ Sýningar Árbæjarsafn Opið samkvæmt samkomulagi. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 Skólasýning Ásgrímssafns hefur verið opnuð. Sýningin er opin almenningi á opnunartíma safnsins: sunnudaga, þriðju- daga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Aðgang- ur er ókeypis. Ásmundarsafn við Sigtún Opnunartími safnsins er á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudög- um frá kl. 14-17. Ásmundarsalur Freyjugötu 9 Sýningin „Frakkland og Bandaríkin - nýir straumar í módemisma" stendur yfir í Ásmundarsal við Freyjugötu og stehdur hún til 24. maí. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18. Gallerí Borg v/Austurvöll Þar stendur yfir sýning á teikningum Gylfa Gíslasonar. Teikningarnar eru unn- ar á árínu og sækir Gylfi myndefnið í umhverfi nútímans og þjóðsögurnar. Sýn- ingin er opin daglega kl. 10-18, nema mánudaga frá kl. 12-18, laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Sýningin stendur til 19. maí. Gallerí Gangskör v/Lækjargötu 1. maí sl. var opnuð sýning á klippimynd- um, silkiþrykki og gvassmyndum eftir Guðrúnu Sigurðardóttur Urup listmálara. Guðrún, sem er búsett í Danmörku, hefur tekið þátt í sýningum þar en ekki sýnt hérlendis fyrr en nú. Sýningin er opin kl. 12-18 virka daga en kl. 14-18 um helgar. Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg Þar stendur yfir sýning á veggmyndum Huldu Hákon. Verkin eru öll unnin í gips og spýtu á sl. vetri. Sýningin stendur til 17. maí og er opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 14-18. Gallerí 119 v/JL húsið Þar eru til sýnis plaköt og verk eftir þekkta listamenn. Opnunartími er mánu- daga til föstudaga kl. 12-19, laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18. Gallerí Langbrók, textíl Bókhlöðustíg 2 Eina textílgalleríið á landinu. Vefnaður, tauþrykk, myndverk, fatnaður og ýmiss konar listmunir. Opið þriðjudaga til föstu- daga kl. 14-18 og laugardaga kl. 11-14. Kjarvalsstaðir við Miklatún Á morgun kl. 14 opna fimm listamenn sýn- ingu á Kjarvalsstöðum. Það eru þeir ívar Valgarðsson og Níels Hafstein sem sýna skúlptúra í Kjarvalssal. I austurforsal sýn- ir Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir 10 veggteppi en hún hefur sjálf litað ullina í teppunum. Þá verður Gunnsteinn Gísla- son myndhöggvari með sýningu á múrrist- um. í vestursal verður svo Einar Hákonarson með sýningu á 77 olíumál- verkum. Opið er daglega kl. 14-22. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 10-17. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Listasafn ASÍ Grensásvegi 16 Nú stendur yfir fréttaljósmyndasýningin World Press Photo ’87 í Listasafni ASÍ. Á sýningunni eru liðlega 200 ljósmyndir sem hlutu verðlaun í 9 efnisflokkum í alþjóð- legri samkeppni blaðaljósmyndara. Auk þess er á sýningunni mynd eftir Ragnar Axelsson, ijósmyndara Morgunblaðsins. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-22. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Norræna húsið v/Hringbraut Hannes Lárusson og Ólafur Lárusson sýna um 300 verk í Norræna húsinu. Eru það málverk, teikningar, skúlptúr og útskurð- ur í tré. Sýningin er opin alla daga kl. 14-22 til 17. maí. I anddyri og á bókasafni stendur yfir sýning á myndum eftir norska listamanninn Karl Erik Harr. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning opin á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14- 16. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b I dag opnar hollenski iistamaðurinn Peter Holstein sýningu á verkum sínum í Ný- listasafninu. Sýningin verður opin virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20 og stendur hún til 17. maí. Þjóðminjasafnið Opið laugardaga, sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8, Hafnarfirði Lokað vegna breytinga fram í júlí. Sædýrasafnið Opið alla daga kl. 10-17. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Lindargata 49 Reynir Sigurðsson opnaði málverkasýn- ingu 26. apríl í húsi Samtakanna ’78 að Lindargötu 49 og stendur hún til 24. maí. Reynir hefur haldið einkasýningar og tek- ið þátt í samsýningum heima og erlendis. Sýningin er opin fimmtud., íostud., laug- ard. og sunnud. frá kl. 17-23.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.