Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1987, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 15. MAl 1987. 21 Þjóðsögur hafa gengið manna á milli frá aldaöðli, ekki síst sögur af huldufólki sem verður til um- fjöllunar á rás eitt á laugardags- kvöld. En hvernig það litur út er önnur saga. RÚV, rás 1, laugardag kl. 20.30: Úr heimi þjóðsagn- anna - Margt býr í þokunni Næstu tíu laugardagskvöld kl. 20.30 verður endurflutt á rás 1 þáttaröð sem Ríkisútvarpið lét gera árið 1985 og nefnist „Úr heimi þjóðsagnanna“. Leikkonurnar Anna Einarsdóttir og Sólveig Halldórsdóttir taka fyrir tíu efnisþætti íslenskra þjóðsagna og sækja efnið að mestu í safn Jóns Árnasonar en einnig til Sigurðar Nordals og Einars Ólafs Sveinsson- ar, auk þess sem nokkrar af þulum Theodóru Thoroddsen verða flutt- ar. Lesari með þeim Önnu og Sólveigu er Arnar Jónsson en Knútur R. Magnússon og Sigurður Einarsson völdu tónlistina. Fyrsti þátturinn á laugardaginn kemur nefnist „Margt býr í þokunni" og fjallar um huldufólkssögur. RÚV, rás 1, kl. 14.30: Ungir norrænir einleikarar Sigrún Eðvaldsdóttir lék á tónleik- um sem fulltrúi íslands í þáttaröð- inni Ungir norrænir einleikarar i Helsinki 11. nóvember í fyrra. Hún byrjaði að læra á fiðlu aðeins 5 ára gömul og lauk einleikaraprófi 15 ára frá Tónlistarskólanum í Reykjavík eftir nám hjá Guðnýju Guðmundsdóttur. Sigrún hefur, þrátt fyrir ungan aldur, tekið þátt í mörgum tónlist- arhátíðum og haldið tónleika bæði á Norðurlöndunum og í Bandaríkj- unum. Vorið 1985 lék hún fiðlukonsert Dvoráks með Sinfóníuhljómsveit sænska útvarpsins í Stokkhólmi. Alls staðar hefur hún hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir leik sinn. Hér á landi hefur hún leikið tvívegis með Sinfóniuhljómsveitinni, 1983 og 1986. Verkin, sem Sigrún leikur, ásamt Selmu Guðmundsdóttur, eru Svíta op. 123 eftir Christian Sinding, Teikn eftir Áskel Másson og Poeme op. 25 eftir Ernest Chausson. RÚV, rás 1, kl. 16.20: Dickie Dick Dickens - leikrit í 12 þáttum Sjónvarpið sunnudag kl. 20.50: Vímulaus æska Vikulegur flutningur framhalds- leikrita hefst á sunnudaginn á rás 1 kl. 16.20 eins og verið hefur verið undafarin sumur. Að þessu sinni verður byrjað að flytja gamanleikritið Dickie Dick Dickens eftir Rolf og Alexöndru Becker í þýðingu Lilju Margeirs- dóttur og leikstjórn Flosa ðlafs- sonar. Leikritið, sem er í 12 þáttum, var áður á dagskrá útvarpsins 1970 og naut þá mikilla vinsælda. Sögusviðið er Chigagoborg á þriðja áratug aldarinnar þegar harðskeyttir bófaflokkar réðu þar lögum og lofum. Einn góðan veður- dag berst út sú frétt eins og eldur um sinu að nýr maður sé tekinn til starfa á eigin vegum á umráða- svæði Jim Coopers, foringja stærsta bófaflokks borgarinnar. Jim sárnar að vonum þetta ský- lausa brot á óskráðum lögum um einkarétt og afnot á eigum ann- arra. Hann gefur því mönnum sínum ströng fyrirmæli um að hafa hendur í hári afbrotamannsins. Þetta er byrjunin á langri viður- eign hins snjalla Dicke Dick Dickens og bófaflokks Jim Coo- pers. Leikendur í fyrsta þætti eru: Erl- ingur Gíslason, sem leikur Dickie, og Helgi Skúlason, sem leikur Jim Cooper, Kristbjörg Keld, Klemenz Jónsson, Benedikt Árnason, Ævar R. Kvaran, Bessi Bjarnason, Gunn- ar Eyjólfsson og Flosi Ólafsson. Flosi Ólafsson leikstýrir Dickie Dick Dickens sem gerist á bannárunum i Chicagoborg. Bylgjan föstudag og laugardag: Vímulaus æska Bylgjuvaka fyrir vímulausa æsku nefnist dagskrá sem hófst á Bylgjunni kl. 10 í morgun og stend- ur til miðnættis á laugardagskvöld- ið. Þar verða þeir Hörður Arnarson og Haraldur Gíslason á vakt og ætla sér að standa hana í 38 klukkustundir. Dagskráin verður á þá leið að hlustendur. sem vilja styrkja sam- tökin Vímulaus æska, velja sér lag til spilunar og fyrir það borga þeir 300 krónur. Einnig geta þeir kevpt sér lag. sem spilað verður á klukku- stundar fresti. á 2000 krónur en hægt verður að kaupa út lagið með því að borga hærri fjárhæð fvrir það. Peningarnir verða notaðir til að gefa út bók. foreldrahandbók. með upplýsingum og fræðslu um vímuefni. Greiðslur má inna af hendi á gíróreikninga. kreditkorta- þjónustu má einnig nota og svo er fólki frjálst að koma á Snorra- brautina og staðgreiða. Starfshópurinn tónlistarmenn fyrir vímulausa æsku gefur einnig út mjög áhugaverða plötu í dag til styrktar starfi samtakanna. Margir islenskir tónlistarmenn koma við sögu á plötunni en þeir sem starfað hafa einna mest eru þeir Jón Gú- stafsson og Herbert Guðmundsson. í dag kl. 15 mætir í útvarpssal Bylgjunnar Arnar Jensson lög- regluvarðstjóri sem hefur mikið látið sig þessi mál varða og svarar fyrirspurnum hlustenda um ein- kenni vímuefnaneyslu og fleiri mál. einnig 1 sjónvarp- inu Sjónvarpið tekur einnig í taumana varðandi vímulausa æsku með þætti sem Jón Gústafsson tekur að sér að stjórna á sunnudagskvöld. I þættinum, sem er klukkustundar langur, verður fjallað um starfsemi samtakanna og hverju þau hafa fengið áorkað til þessa, svo og um bæklinginn sem gefinn verður út sem foreldrahandbók. Einnig verð- ur rætt við fólk sem fengist hefur á einn eða annan hátt við þessi brýnu mál. Stöð 2 sunnudag kl. 21.00: íslendingar erlendis - Systa og Óli Flestir íslenskir ferðamenn, sem hafa lagt leið sína til New York. kannast við Svstu og Óla. Þau hafa búið i Bandaríkjunum síðastliðin 25 ár og rekið þar gistiheimili fvrir íslendinga um árabil. Mörg hundr- uð íslendinga hafa notið gestrisni Svstu og Óla. sem heita fullu nafni Gerður Thorberg og Ólafur Jóns- son. á heimili þeirra hjóna nálægt Kennedvflugvelli. Hans Kristján Árnason heimsótti þau hjónin í apríl síðastliðnum og spjallaði við þau um líf þeirra og störf. Eldri sonur Systu. Steinar - kall- aður Þór- rekur þjónustufyrirtæki á Manhattan og skipuleggur meðal annars skemmtiferðir á helsu di- skótek og næturklúbba borgarinn- ar. Hann er um þessar mundir að undirbúa hópferðir um New York í samvinnu við sölustjóra Flug- leiða. Einar Gústavsson. Yngri sonurinn. Jóhannes. starfar hjá Flugleiðum á Kennedvflugvelli. Hans Kristján röltir með þeim bræðrum að næturlagi um New York og líta þeir inn á diskótek og næturklúbba. RÚV, rás 2, kl. 15.00: Tónlistarkrossgátan Jón Gröndal leggur tónlistarkrossgátuna, sem að þessu sinni er sú sjötugasta og áttunda i röðinni, fyrir hlustendur rásarinnar á sunnudag- inn. Lausnir sendist til Rikisútvarpsins, rásar 2, Efstaleiti 1, 108 Reykjavík, merkt Tónlistarkrossgátan. Þær Hedda Hooper og Louella Parsons settu svip á Hollywood hér á árum áður með góðum slúðurfréttum af fræga fólkinu. Sjónvarpiö laugardag kl. 21.10: Óhræsi í Undralandi - um slúðurdálkahöfunda Bandaríska sjónvarpsmyndin með Elísabetu Tavlor, Jane Alex- ander og Richard Dysart, sem nefnist Óhræsi í Undralandi, verð- ur á sjónvarpsskjánum á laugar- dagskvöldið. Myndin er um slúðurdálkahöf- undana Louellu Parsons og Heddu Hooper sem settu svip á Hollywood hér á árum áður. Þessar æskuvin- konur, sem áttu oft í erjum um ævina, mæla sér mót og rifja upp liðin ár en það verður aðeins til að ýfa upp sárin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.