Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987. Fréttir Skuttogarinn Tálknfirðingur: Hefurfengið þúsund lestir af grálúðu á einum mánuði Togarinn Tálknfirðingur hefur á einum mánuði veitt 1.000 lestir af grá- lúðu í fimm veiðiferðum og hefur aflinn bæði verið seldur út í gámum og unninn í Hraðfiystihúsi Tálkna- fjarðar. Eins og DV hefur áður skýrt frá hefur verið um grálúðumok að ræða hjá togurunum á Vestfjarðamið- um síðan veiðamar hófust í lok apríl. „Þetta hefur gengið ágætlega en þú gætir eflaust fundið fleiri togara með sama aflamagn og við á þessum tíma,“ sagði Öm Sveinsson, skipstjóri á Tálknfirðingi, í samtali við DV í gær. Hann sagði að í sjálfu sér veiddist ekkert betur af grálúðunni nú en í fyrra, það væm bara svo miklu fleiri togarar sem stunduðu veiðamar nú en í fyrra. Ástæðan er fyrst og fremst gott verð fyrir grálúðuna öfugt við það sem var hér áður fyrr. Öm sagði að grálúðuveiðamar væm mikiil þrældómur fyrir sjómennina því segja mætti að unnið væri allan sólar- hringinn þegar svona vel veiddist. Á grálúðumiðunum væri mjög vondur botn sem skipstjórar kölluðu gjaman „Hampiðjutorgið" sökum þess hve hann slítur veiðarfærunum og færir Hampiðjunni aukin viðskipti. Mikið Öm Sveinsson, skipstjóri á Tálknfirð- ingi: þúsund lestir af grálúðu í fimm veiðiferðum. DV-mynd GVA væri því að gera um borð í veiðarfæra- viðgerðum, auk þess sem mikið verk væri að gera að aflanum og við að ísa hann í kassa. Hann sagðist búast við að veiðunum lyki um næstu mánaða- mót. Þá sagðist hann fara á þorsk- veiðar á Vestfjarðamiðum enda ætti Tálknfirðingur megnið af þorskkvóta sínum eftir. -S.dór Kjaradeila flugumferðarstjóra: Samningafundurinn fór í deilur um lagakróka - flugumférðaistjórar hafha að vísa verkfallsboðuninni til Félagsdóms Kjaradeila flugumferðaretjóra snýst nú meira um það hvort boðað verkfall þeirra 25. maí sé löglegt eða ekki heldur en kjama málsins, nýja kjarasamninga. I gær var boðaður sáttafundur hjá rikissáttasemjara og fór fundartíminn að mestu i deilur um lagakróka. Pulltrúar fjármála- ráðuneytisins vildu að báðir aðilar stæðu að því að vísa verkfkllsboðun- inni til úrskurðar Félagsdóms en þvi höfhuðu flugumferðarstjórar. Nýr sáttafundur hefúr ekki verið boðað- ur. Flugumferðarstjórar bentu á það í verkfallsboðun sinni að þeir myndu þrátt fyrir verkfall annast nauðsyn- lega öryggisgæslu, svo sem gagnvart sjúkra- og neyðarflugi vegna vama landsins og öllu flugi tengdu lög- gæslu. Fjármálaráðuneytið svaraði verkfallsboðuninni með bréfi dag- settu 11. maí þar sem verkfallið er sagt ólöglegt samkvæmt 19. grein laga nr. 94/1986 en samkvæmt 3ja tölulið þeirrar greinar er starfe- mönnum sem starfa við nauðsynleg- ustu öryggisgæslu ekki heimilt að fara i verkfalL ID V í gær vom þess- ir aðilar í samgöngumálum tóldir upp. I gær svöruðu svo fluguxnferðar- stjórar þessu bréfi og mótmæltu lagatúlkun sem þar kemur fram. Þeir benda á að skrá yfir þá sem ekki mega fara í verkfall hafi aldrei veríð birt í B-deild Stjómartíðinda, sem sem lög gera ráð fyrir, og ekki hafi verið haft samráð við flugum- ferðarstjóra þegar listinn var saminn, eins og ber að gera sam- kvæmt lögunum, og því hafi þessi listi enn ekkert gildi. Búist er við að fjármálaráðuneytið muni einhliða vísa verkfallsboðun- inni til Félagsdóms en það verður vart fyrr en eftir helgi. -S.dór Djúpivogur: Heimamenn vilja ffá kaupfélagsverslunina - hafa skipað nefhd til að semja við Sambandið Á borgarafundi á Djúpavogi í fyrra- kvöld var samþykkt einróma að stefna að því að heimamenn tækju við versl- un Kaupfélags Berufjarðar sem er gjaldþrota og greiðslustöðvun, sem það fékk á sínum tíma, rennur út í byrjun næsta mánaðar. Undanfarið hefur kaupfélagið á Höfn rekið versl- unina á Djúpavogi og heimamenn eru ekkert yfir sig hrifnir af því. „Á borgarafundinum var skipuð nefnd til að fara í viðræður við Sam- bandið um að heimamenn, sem vilja taka að sér verslunina, fái húsnæði það sem kaupfélagsverslunin er í en Sambandið er stæreti kröfuhafinn í þrotabúið. Og við trúum ekki öðru en að Sambandið bregðist vel við þessu,“ sagði Ólafur Ragnareson, sveitarstjóri á Djúpavogi, í samtali við DV. Ólafur sagði ennfremur að það væri trú heimamanna að þeir gætu rekið þessa verslun ekki síður en kaupfélag- ið á Höfn enda eðlilegra að verslunin á staðnum sé rekin af heimamönnum en ekki úr öðru plássi. -S.dór Verjendur bankastjóra Utvegsbankans: Kreflast frávísunar málsins Veijendur ákærðra í máli ákæru- valdsins gegn sjö fyrrverandi bankastjórum Útvegsbanka íslands kvöfðust frávísunar málsins við þingfestingu þess í gær og lögðu fram skriflega greinargerð máli sínu til stuðnings. Þetta eru veijendur þeirra Hall- dórs Guðbjamasonar, Ólafe Helga- sonar, Lánisar Jónssonar, Axels Kristjánssonar, Ármanns Jakobs- sonar, Jónasar G. Rafiiar og Bjama Guðbjömssonar. Þegar veijendur höfðu lagt fram kröfu um frávísun málsins lýsti Bragi Steinarsson saksóknari ákæmatriðum og lagði fram máls- skjöl. Því næst lét hann bóka afstöðu embættis ríkissaksóknara til fram- kominnar frávísunarkröfu og kom þar meðal annars fram að við rann- sókn málsins hefðu engin þau efni eða atriði komið fram sem þentu til refeiábyrgðar eða veittu gmndvöll til saksóknar gegn bankaráðsmönn- um Útvegsbanka íslands. Því breytti það engu þó Jóhann Einvarðsson, bróðir Hallvarðs Einvarðssonar rík- issaksóknara, hefði átt sæti í bankaráðinu en til þess var hann kjörinn af Alþingi. Pétur Guðgeirsson sakadómari tók frávísunarkröfuna til úrskurðar og sagði hann í samtali við DV að bú- ast mætti við niðurstöðu eftir helgi. -ój „Við verðum að passa að vel fari um þau,“ hafa þeir Þorsteinn Páisson og Friðrik Sophusson hugsað þegar þeir hagræddu bollum og diskum fyrir viðræðufund þeirra og fulltrúa Alþýðuflokksins í Borgartúni 6 í gær. DV-mynd GVA Fundur Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks: Viðræðumar lofa góðu - segir Jón Baldvin Nú er ljóst að raunvemleg vinna við myndun ríkisstjómar er komin í gang fyrir alvöm. Fulltrúar Alþýðu- flokks og Sjálfetæðisflokks áttu í gær ítarlegar könnunarviðræður sem stóðu seinni hluta dags og fram á kvöld. Jón Baldvin Hannibalsson og Jó- hanna Sigurðardóttir, fulltrúar Alþýðuflokksins, sögðu að loknum fundinum að málefnalegri vinnu milli flokkanna væri að sjálfeögðu ekki lok- ið en hins vegar lofuðu viðræðumar góðu. Fulltrúar Sjálfctæðisflokksins, þeir Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophus- son, vildu ekki fullyrða hvort ljóst væri að samstarfegmndvöllur væri milli flokkanna. Nú segjast sjálfstæð- ismenn þurfa að taka ákvörðun um það hvaða stjómarmynstur verður fyr- ir valinu og hefja viðræður samkvæmt því mynstri. Að sögn fulltrúa flokkanna var ekk- ert rætt um hver hugsanlegur væri- sem þriðji flokkur í samstjóm Al- þýðuflokks og Sjálfctæðisflokks. Fyret hefði verið nauðsynlegt að kanna málefnalegan gmndvöll samstarfeins. Eins og kunnugt er koma Kvenna- listi og Alþýðubandalag helst til greina sem þriðji flokkur. Alþýðu- bandalagið er þó úr leik um stundar- sakir vegna innbyrðis uppgjörs sem m.a. fer fram á miðstjómarfúndi flokksins nú um helgina. Því er eins líklegt að byijað verði á að ræða við Kvennalistann þó vitað sé að áhugi á samstarfi við hann hafi mjög dofnað, bæði í röðum alþýðu- flokksmanna og þó sérstaklega í Sjálfstæðisflokknum. -ES Þorsfeinn Pálsson og Friðrik Sophusson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, bjóða þau Jón Baldvin Hannibalsson og Jóhönnu Sigurðardóttur, fulltrúa Alþýðu- flokksins, velkomin til könnunarviðræðna vegna stjórnarmyndunar. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.