Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987.
Kommúnistar á útisamkomu 1. maí árið 1934. Jón Baldvinsson, (ormaður Alþýðuflokksins frá 1916 -1938. Núverandi form-
aður Alþýðuflokksins heitir i höfuðið á honum.
En í stefnuskrá flokksins frá 1922
er skýrt kveðið á um það megin-
markmið að koma öllum helstu
framleiðslutækjunum í þjóðareign.
Það kom hins vegar fljótt á daginn
að flokkurinn var ekki nógu róttæk-
ur fyrir þá verkalýðssinna sem sáu
„roðann í austri" og tóku mið af þró-
un mála austur á Volgubökkum.
Byltingin og bolsévikkar
Forvígismenn íslenskrar jafnaðar-
stefnu sóttu flestir hugmyndir sínar
til danskra jafnaðarmanna. En á
sama tíma og jafnaðarstefnan var að
festa rætur hér á landi elduðu jafnað-
armenn og marxistar grátt silfur
saman úti í Evrópu. Byltingin í
Rússlandi árið 1917 átti enn eftir að
skerpa ágreininginn. Hér á landi sem
annars staðar hlaut byltingin að
hafa feikileg áhrif á marga verka-
lýðssinna og strax árið 1922 höfðu
málsvarar byltingarinnar, kommún-
istar, náð undir sig Jafnaðarmanna-
félagi Reykjavíkur með þeim
afleiðingum að félagið klofnaði.
Árið 1926 stofnuðu kommúnista
Jafnaðarmannafélagið Spörtu og
sama ár fengu jafnaðarmenn því
framgengt að Alþýðuflokkurinn
gengi í 2. alþjóðasambandið sem var
alþjóðlegt samband jafnaðarmanna.
Þetta var mikill ósigur fyrir komm-
únista sem vildu að Alþýðuflokkur-
inn gengi í 3. alþjóðasambandið,
Komintern, sem voru alheimssamtök
kommúnista.
Frá árinu 1922 störfuðu kommún-
istar í skipulegum samtökum innan
Alþýðuflokksins og börðust þar við
jafnaðarmenn um völdin innan
flokksins og verkalýðshreyfingar-
innar.
Meginágreiningur jafnaðarmanna
og kommúnista var hugmyndafræði-
legur. Jafnaðarmenn vildu ná sósíal-
iskum markmiðum sínum með
umbótastarfsemi innan ramma þing-
ræðisins en kommúnistar trúðu á
byltingu. Þeir voru ekki einungis
þeirrar skoðunar að þeim bæri að
stuðla að byltingunni með ráðum og
dáð heldur héldu þeir því einnig fram
að byltingin væri söguleg nauðsyn
hvort sem mönnum líkaði betur eða
verr.
Hér að framan hefur verið minnst
á ágreininginn um alþjóðlegt sam-
starf en eftir að kommúnistum varð
ljóst að þeir höfðu beðið lægri hlut
innan Alþýðuflokksins settu þeir
fram þá kröfu að verkalýðshreyfing-
in yrði aðskilin Alýðuflokknum.
Þessu voru jafnaðarmenn að sjálf-
sögðu andvígir og þegar kommúnist-
ar létu loks til skarar skríða og sögðu
skilið við Alþýðuflokkinn var þessi
ágreiningur talinn meginástæða
klofningsins.
Kommúnistar og Komintern
Brynjólfur Bjarnason varð formað-
ur Kommúnistaflokksins en aðrir
áberandi forystumenn voru þeir Ein-
ar Olgeirsson og Stefán Pétursson.
Með skipulagi kommúnistaflokks-
ins var reynt að ná fram furðulegu
samblandi af mjög virkri þátttöku
allra meðlimanna annars vegar og
skilyrðislausri hlýðni þeirra hins
vegar.
kommúnistaflokkurinn var mynd-
aður úr svonefndum „seilum" sem
stofnaðar voru á vinnustöðum og í
íbúðahverfum. Selluforminu var ætl-
að að virkja þátttöku hins almenna
flokksmanns.
En á hinn bóginn ber þess að geta
að kommúnistaflokkurinn var ekki
sjálfstætt stjórnmálaafl heldur deild
í alheimssamtökum kommúnista,
Komintern. Alheimssamtökunum
var stjómað frá Moskvu og þaðan
fengu evrópskir kommúnistaflokkar
línuna senda á fárra ára fresti.
Snemma á þriðja áratugnum höfðu
kommúnistar innan Alþýðuflokksins
gengið til liðs við Komintern svo að
afstaða þeirra gagnvart jafnaðar-
mönnum var fengin beint frá al-
heimssamtökunum. I áraraðir voru
jafnaðarmenn ekki í húsum hæfir að
áliti kommúnista enda boðaði rétt-
línan frá Moskvu að jafnaðarmenn
væru hvori meira né minna en höfuð-
stoð auðvaldsins.
Árið 1935 varð svo róttæk stefnu-
breyting á afstöðu Komintern
gagnvart jafnaðarmönnum. Þar
munaði mestu um óttann við upp-
gang fasismans í Evrópu. Nú var
kommúnistum ætlað að ná samstarfi
við jafnaðarmenn og í samræmi við
þá afstöðu gerðu íslenskir kommún-
istar Alþýðuflokknum mörg tilboð
um samvinnu eftir 1935.
Ekki voru allir meðlimir kommún-
istaflokksins á einu máli um skilyrð-
islausa hlýðni við Komintem og á
timabili var það jafnvel álitamál
hvort hann héldi sig á línunni. En
réttlínumenn náðu yfirtökunum og
andófsmenn voru annaðhvort reknir
úr flokknum eða þvingaðir til hlýðni.
Kommúnistar höfðu brennandi
áhuga á hagsmunamálum verkalýðs-
ins. þeir héldu uppi virku en öguðu
félagsstarfi og höfðu á að skipa
mælskum og ritfærum málsvörum.
Öll þessi atriði urðu til þess að áhrif
kommúnista á stjórnmál og þjóðlíf
fjórða áratugarins voru mun meiri
en kosningatölur gefa til kynna.
Kjörfylgi þeirra var aldrei mikið á
landsvísu en fór þó vaxandi. í sínum
fyrstu kosningum árið 1931 fengu
þeir 3% heildaratkvæði en í sínum
síðustu kosningum fengu þeir 8,4%.
Þessar tölur segja þó ekki alla sög-
una því kommúnistar stóðu fyrst og
fremst í baráttu við Alþýðuflokkinn
um fylgi verkamanna í stærstu bæj-
um landsins.
Kjörfylgi kommúnista í stærstu
bæjum á Islandi var í réttu hlutfalli
við þau itök sem þeir höfðu í verka-
lýðsfélögum viðkomandi bæjarfé-
laga. Þannig höfðu kommúnistar
mikil itök í verkalýðshreyfingu
Norðurlands og þá sér í lagi á Siglu-
firði og á Akureyri. Staða þeirra var
einnig mjög sterk í Vestmannaeyjum
og á Eskifirði. „Þar sem síldin og
þorskurinn var, þar vorum við sterk-
ir,“ er haft eftir Einari Olgeirssyni
en hann átti öðrum fremur heiðurinn
af vinsældum kommúnista á Norður-
landi.
Baráttan fyrir tilverurétti komm-
únistaflokksins var því barátta um
ítök í verkalýðshreyfingunni og þá
baráttu þurfti kommúnistaflokkur-
inn að há við Alþýðuflokkinn á
árunum 1932-1934.
Fyrstu tvö árin eftir stofnun
kommúnistaflokksins störfuðu bæði
kommúnistar og jafnaðarmenn að
verkalýðsmálum innan ASÍ. En árið
1932 létu alþýðuflokksmenn til skar-
ar skríða gegn kommúnistum í
verkalýðsfélögunum. Markmið Al-
þýðuflpkksins virtist vera í því fólgið
að svipta kommúnista því fylgi sem
þeir nutu innan verkalýðshreyfing-
arinnar og einangra þá þannig sem
ójarðbundinn pólitískan sértrúar-
söfnuð.
Herbragð jafnaðarmanna var af
tvennum toga. í fyrsta lagi ætluðu
þeir að útiloka þau verkalýðsfélög
sem kommúnistar réðu yfir frá starfi
í ASÍ en í öðru lagi ætluðu þeir að
kljúfa þessi sömu félög og ná þannig
af þeim samningsréttinum gagnvart
atvinnurekendum.
Því er skemmst frá að segja að fyr-
irætlanir jafnaðarmanna fóru út um
þúfur og eftir harðvítugar vinnudeil-
ur norðanlands gátu kommúnistar
hrósað frækilegum varnarsigri í bar-
áttunni um verkalýðsfélögin. Árið
1940 rofnuðu svo endanlega skipu-
lagstengsl ASÍ og Alþýðuflokksins.
Þar með rættist langþráður draumur
sjálfstæðimanna og kommúnista sem
höfðu með sér bandalag í þessu máli
þótt ólíkir hagsmunir réðu gerðum
þeirra.
Klofningur í þágu sameining-
ar - kommúnistar verða
sósíalistar
Árið 1938 klofnaði Alþýðuflokkur-
inn í annað sinn er nokkrir liðsmenn
hans, með Héðin Valdimarsson í
broddi fylkingar, gengu til liðs við
kommúnista og stofnuðu Sameining-
arflokk alþýðu - Sósíalistaflokkinn.
Héðinn hafði um langt skeið verið
einn helsti forystumaður Alþýðu-
flokksins. Hann var talinn kappsam-
ur og harður í horn að taka ef á
reyndi. Héðinn var kosinn í bæjar-
stjórn Reykjavíkur árið 1922 og hann
varð þingmaður Alþýðuflokksins
árið 1926. Hann var varaforseti ASÍ
og þar með varformaður Alþýðu-
flokksins þar til hann var rekinn úr
flokknum.
I alþingiskosningunum 1934 vann
Alþýðuflokkurinn sigur og fékk tíu
menn kjörna. I kjölfar kosninganna
var svo mynduð samsteypustjórn
Alþýðuflokks og Framsóknarflokks
sem nefnd hefur verið stjórn hinna
vinnandi stétta.
Formaður og varaformaður Al-
þýðuflokksins gáfu hvorugur kost á
sér sem ráðherraefni í hina nýju rík-
isstjórn. Þegar stjórnarsamstarfið
var svo u.þ.b. hálfnað tók Héðinn að
gagnrýna það og krefjast þess að
Alþýðuflokkurinn sliti stjórnarsam-
starfinu.
I kosningunum 1937 tapaði svo
Alþýðuflokkurinn þremur þingsæt-
um en framsóknarmenn bættu við sig
fjórum þingsætum og kommúnistar
fengu þrjá þingmenn. Héðinn varð
fyrir sárum vonbrigðum með kosn-
ingaúrslitin og taldi nú einsýnt að
jafnaðarmenn og kommúnistar ættu
■ nú að slíðra sverðin og sameinast í
einum stórum jafnaðarmannaflokki.
Hann kom því til leiðar að hafnar
voru samningaviðræður um samein-
ingu flokkanna. En eftir að kommún-
istar höfðu krafist þess að hinn nýi
flokkur tæki skilyrðislausa afstöðu
með Sovétríkjunum og Komintern
og eftir að kommúnistar höfðu hafn-
að þingræðisleið jafnaðarmanna
slitnaði upp úr viðræðunum.
Héðinn sætti sig hins vegar ekki
við þær lyktir en stefndi sjálfur að
sameiningu flokkanna. Eftir nokkurt
þóf var honum svo vikið úr Alþýðu-
flokknum snemma árs 1938. Á
haustdögum sama ár var svo Komm-
únistaflokkurinn lagður niður en
Héðinn og félagar stofnuðu ásamt
kommúnistum nýjan flokk, Samein-
ingarflokk alþýðu - Sósíalistaflokk-
inn.
Þessi klofningur var mikið áfall
fyrir Alþýðuflokkinn. Flokkurinn
tapaði þá að verulegu leyti forræði
sínu í verkalýðsfélögum Reykjavíkur
og eftir þennan klofning hefur Sós-
íalistaflokkurinn og Alþýðubanda-
lagið alltaf fengið meira fylgi í
alþingiskosningum þangað til nú í
nýafstöðnum kosningum.
Sósíalistaflokkurinn tók eins og
fyrri daginn afstöðu með Sovétríkj-
unum þegar Stalín gerði griðasátt-
mála við Hitler og þegar Rússar
réðust á Finna. En Héðinn Valdi-
marsson var ekki vanur því að láta
segja sér fyrir verkum og sagði sig
því úr Sósíalistaflokknum rúmu ári
eftir að flokkurinn var stofnaður.
Aftur klofið í þágu sameining-
ar - sósíalistar verða allaball-
ar
Aftur klofnaði Alþýðuflokkurinn
árið 1956 en þá var það Hannibal
Valdimarsson sem lék aðalhlutverk-
ið. Hann hafði lengi verið i forystu-
sveit hinna svonefndu ísafjarðar-
krata.
Stefán Jóhann Stefánsson tók við
formennsku í Alþýðuflokknum eftir
fráfall Jóns Baldvinssonar árið 1938
og hann gegndi formennskunni
næstu fjórtán árin. Á þessu tímabili
urðu óánægjuraddir innan Alþýðu-
flokksins æ háværari. Þetta andóf
náði hámarki á flokksþingi Alþýðu-
flokksins árið 1952 þegar Hannibal
sigraði Stefán í formannskosningum.
Samstaðan um Hannibal var þó
ekki meiri en svo að hann var felldur
í næsta formannskjöri og síðan rek-
inn úr flokknum.
Hannibal sneri sér þá að verkalýðs-
hreyfingunni og varð forseti ASl,
m.a. með stuðningi sósíalista.
I alþingiskosningunum 1956 bauð
hann svo fram með sósíalistum í
kosningabandalagi sem nefnt var
Alþýðubandalag. Hannibal varð
formaður Alþýðubandalagsins og
gegndi því embætti til ársins 1967
þegar hann og sósíalistar slitu sam-
vistum. Þá var Sósíalistaflokkurinn
formlega lagður niður en Alþýðu-
bandalagið gert að skipulögðum
stjórnmálaflokki. Hannibal var hins
vegar ekki af baki dottinn heldur
stofnaði Samtök frjálslyndra og
vinstrimanna.
Hvað nú?
Sonur Hannibals er Jón Baldvin,
núverandi formaður Alþýðuflokks-
ins, en hann fylgdi föður sínum inn
og út úr Alþýðubandalaginu. Um
tíma var Jón Baldvin baráttufélagi
margra núverandi forystumanna Al-
þýðubandalagsins. Jón Baldvin
hefur sagt það markmið sitt að
mynda stóran kratískan stjórnmála-
flokk.
Svavar Gestson, formaður Alþýðu-
bandalagsins, segir bandalagið
samfylkingu og býður krötum faðm-
inn.
Næstu vikur munu skera úr um
hvort hinir svokölluðu A-flokkar ná
saman. Fari svo er hafinn nýr kapí-
tuli í íslenskri stjómmálasögu.
1 -KGK