Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987.
„Við ætlum okkur að ná árangri
og við munum ná árangri." Það er
forsætisráðherra Noregs, Gro Harl-
em Brundtland, sem svo talar á fundi
með blaðamönnum í Saltsjöbaden
og á því augnabliki, sem orðin eru
sögð, vill maður gjaman trúa þess-
ari glaðbeittu konu. Það er talað um
hana sem eina forsætisráðherra
Norðurlanda sem náð hafi alþjóð-
legri stöðu eftir morðið á Olof Palme.
Og framganga hennar á norrænu
ráðstefnunni um umhverfi og þróun,
sem haldin var 7.-10. mai sl., færði
sönnur á fæmi hennar og smitandi
öryggi í alþjóðlegum samskiptum.
Og erindi hennar við 100 sérfræðinga
og stjómmálamenn af Norðurlönd-
um og frá ýmsum þróunarríkjum og
alþjóðastofnunum var að kynna
skýrsluna „Our Common Future“ -
Okkar sameiginlega framtíð - sem
unnin hefur verið undir hennar
stjóm á síðustu þremur árum.
— Brandt
— Palme —
Brundtland —
Ein af ástæðunum fyrir því að
Gro var falin formennska í þeirri
nefnd 21 fulltrúa frá jafnmörgum
löndum sem vann þetta verkefni á
vegum allsherjarþings Sameinuðu
þjóðanna var sú að hún er fyrsti
umhverfissinninn og umhverfis-
málaráðherrann í heiminum sem
orðið hefur flokksleiðtogi og for-
sætisráðherra. Þetta taldi Peres de
Qucillar, framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna, táknrænt fyrir
það hversu umhverfismálin eru að
verða miðlæg í stjórnmálunum.
Brundtland-skýrslan kemur í
kjölfar þeirra skýrslna sem unnar
hafa verið fyrir tilstilli Sameinuðu
þjóðanna og kenndar eru við
Brandt og Palme. Þær fjölluðu um
norður/suður vandann og um sam-
eiginlegt öryggi. Sú skýrsla, sem
nú liggur fyrir á bók eftir þriggja
ára rannsóknir, yfirheyrslur og
Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, vex að virðingu og áliti viða um heim. Framganga hennar
á norrænu ráðstefnunni um umhverfi og þróun færði sönnur á færni hennar og smitandi öryggi í alþjóðleg-
um samskiptum.
jöfnunar- og mengunarvandamál
heimsbyggðarinnar. Hins vegar
skilgreinir nefndin hagvöxtinn upp
á nýtt og þá þannig að einungis
framfaraleiðir (framþróunar-
leiðir), sem svara þörfum og
væntingum núlifandi kynslóðar
án þess að tefla í tvísýnu mögu-
leikum komandi kynslóða til
þess að fullnægja sínum þörf-
um, séu leyfilegar. Með þessa
viðmiðun í huga verði að endur-
skoða allar efnahagsákvarðanir
heima fyrir og á alþjóðavettvangi.
Á ráðstefnunni á Grand Hotel í
Saltsjöbaden var Brundtland-
nefndin gagnrýnd fyrir að gera lítið
úr nauðsyn þess að ríku þjóðirnar
létu af þeim lífsstíl sem ekki er lífs-
skilyrðum á jörðinni bjóðandi. Gro
Harlem Brundtland sagði að
skýrslutextinn bæri að vísu ákveð-
in merki sambræðslu ólíkra við-
horfa en í honum væri að finna
allar nauðsynlegar röksemdir fyrir
jafnari skiptum á heimsvísu og
nýju efnahagskerfi sem rétti hlut
þróunarríkjanna. Framsetningin
væri hins vegar við það miðuð að
hún lokaði engum eyrum fyrirfram
og hægt væri að ræða röksemda-
færslu hennar við alla. Allir þyrftu
að hlusta, ekki síst áhrifamenn í
fjármála- og viðskiptaheiminum.
Samtvinnun efnahags- og umhverf-
ismála ætti að sannfæra þá eins og
alla aðra um að varanleg fram-
þróun með formerkjum Brundt-
land-nefndarinnar er ekki síður
til hagsbóta fyrir rika heiminn
en þróunarlöndin.
Erfitt
verkeftii
En Shridath S. Ramphal, fram-
kvæmdastjóri Samveldislandanna,
varaði sérstaklega við þeirri til-
hneigingu Alþjóðabankans að gera
kröfur um umhverfisvernd að yfir-
varpi til þess að hliðra sér hjá
lánveitingum. Sveltandi þjóð getur
orðið að ganga nærri útsæðinu og
Hagvöxtur að hætti Gróu
samtöl um allan heim, snýst um
samtvinnun efnahagsþróunar og
umhverfisverndar. í rauninni má
segja að Brundtland-nefndin haldi
áfram röksemdafærslu Brandt- og
Palme-nefndanna og felli niður-
stöður þeirra inn í þá heildarsýn
sem reifuð er í „Okkar sameigin-
legu framtíð“. Við lestur skýrsl-
unnar sveiflast maður milli
örvæntingar og bjartsýni. Hér er
ekki bara málað í svörtu og hvítu,
heldur dregin upp marghliða mynd
af möguleikum og mistökum.
Von
og vonleysi
Sé litið á þróun mála frá því á
umhverfismálaráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna, sem haldin var í
Stokkhólmi 1972, hefur miðað í
rétta átt á mörgum sviðum: Barna-
dauði hefur minnkað, ólæsi
minnkar hlutfallslega, stærri hluti
barna hefur skólagöngu en áður
og þeir sem komast á legg geta
vænst þess að lifa lengur. „Græna
byltingin“ hefur að mestu útrýmt
svelti í Indlandi og Kína og fæðu-
framleiðsla eykst nú hraðar en sem
nemur fólksfjölgun í heiminum.
Betri tök hafa náðst í baráttunni
við ýmsar farsóttir heldur en var í
byrjun síðasta áratugar. Og tækni-
legir möguleikar til þess að draga
úr mengun eru meiri en áður.
En sé framantalið fallið til þess
að auka vongleði þá er það sem á
eftir kemur líklegt til þess að fylla
bikarinn vonleysi. Sjöhundruð
milljónir manna lifa við sárustu
fátækt og þeim fjölgar ár frá ári.
Sá fjórðungur jarðarbúa sem býr í
iðnríkjunum notar 80% allrar orku
og málma sem til sölu eru á jörð-
inni, 85% af öllum pappír og yfir
50% allrar fitu o.s.frv. Bilið milli
suðurs og norðurs eykst stöðugt.
Víða í þróunarlöndum hefur efna-
hagsástandi hrakað. Fallandi
hráefnisverði samfara minnkandi
lánveitingum og aðstoð fylgir auk-
in fátækt, gróðureyðing og
umhverfismengun. Oft er það
þrautarlendingin að blóðmjólka
þúfénað, mergsjúga gróðurmoldina
og naga bithaga niður í rót. Eða
slaka á kröfum um mengunarvam-
ir til þess að lokka eiturspúandi
iðnað frá ríku löndunum til þróun-
arlandanna.
Jarðarbúar eru nú um fimm millj-
arðar og fjölgar um 100 milljónir
árlega. Spár gera ráð fyrir því að
á næstu öld muni mannkynið telja
10 til 14 milljarða einstaklinga, og
ekki fjölga mikið úr því. Stærsta
vandamálið er kannski ekki að
framleiða fæðu fyrir allan þennan
fjölda. Það er miklu verra viður-
Norræn útsýn
Einar Karl Haraldsson
eignar að koma mat til þeirra sem
hans þurfa við. Nú er t.a.m. tvöföld
ársframleiðsla í komgeymslum
iðnríkjanna meðan 3-400 milljónir
manna draga fram lífið við hungur-
mörkin. Og það er svo sérstakt
áhyggjuefni að 90% fólksfjölgunar
á sér stað í þróunarlöndunum, og
þar af aftur 90% í yfirfullum stór-
þorgarflæmum.
Uppblástur er eitt helsta um-
hverfisvandamál jarðarbúa. Á
hverju ári eyðast skógar sem ná
yfir álíka stórt landsvæði og ís-
land. Og á hverjum níu mánuðum
læsir eyðimörkin klónum í land-
svæði á stærð við Sviss. Ofan á
þessar ógnvekjandi staðreyndir
bætist koltvísýringurinn, súra
regnið, eyðing ózonlagsins, eitrun
innhafa og útrýming dýra- og jurta-
tegunda sem alvarlegar áminning-
ar um slæma stjórnun og nýtingu
náttúruauðlinda.
Varanleg
þróun
Gro Harlem Brundtland lætur
horfurnar ekki buga sig. Hún segir
að skýrslan „Our Common Fut-
ure“ sé pólitískt verkfæri sem nú
beri að beita í öllum ríkjum heims
og hvarvetna á alþjóðvettvangi.
Hið nýja sem Brundtland-nefndin
kemur með er kannski ekki mikið,
en þó gæti hin nýja skilgreining
hennar á hagvexti náð að skjóta
rótum. Varanleg framþróun er
lykilhugtakið sem nefndin leggur
til grundvallar. Nefndarmennirnir
21, sem hafa ákaflega ólíkan bak-
gunn, eru sammála um að hagvöxt-
ur sé nauðsynlegur ef leysa á
lausnin er ekki fólgin í því að neita
henni um úttekt til þess að bæta
sér missinn fyrir næstu sáningu.
Starfsmenn Alþjóðabankans voru
virkir þátttakendur í ráðstefnu rík-
isstjóma Noðurlanda í Saltsjöbad-
en, sem haldin var í tilefni af
útkomu Brundtland-skýrslunnar,
ábending Ramphals var áminning
um það hversu torleyst þróunar-
og umhverfisverndarverkefni eru.
Sömu sögu sögðu einnig frásagnir
fjórtán blaðamanna frá Asíu og
Afríkulöndum af norrænum sam-
starfsverkefnum í heimalöndum
þeirra. í staðinn fyrir embættis-
mannaskýrslur hafði verið brugðið
á það ráð að gefa út greinar þeirra,
sem margar eru mjög gagnrýnar, í
fjórtán myndskreyttum bækling-
um.
En þrátt fyrir alla erfiðleika ætl-
ar Gro Harlem Brundtland að ná
árangri og m.a. er gert ráð fyrir að
Sameinuðu þjóðirnar geri sérstaka
framkvæmdaáætlun á grundvelli
Brundtland-skýrslunnar, hugsan-
lega með alþjóðasáttmála að
markmiði. Víst er að leitoga nor-
skra jafnaðarmanna bíða ærin
verkefni jafnvel þó að Rolf Prest-
hus, leiðtoga Hægri flokksins,
takist að sameina borgaraflokkana
um að fella stjórn Gro Harlem
Brundtland í sumar.
Einar Karl Haraldsson.