Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Síða 6
6
LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987.
Utlönd
Ný sending af frábœrum fatnaði.
Jacques Chlrac, forsætisráðherra Frakklands, og Mikhail Gorbatsjov, leið-
togi Sovétríkjanna, takast í hendur fyrir fund sinn í Moskvu í gær.
Símamynd Reuter
Leiðréttu
misskilning
Jacques Chirac, forsætisráðherra
Frakklands, sagði í. gær að fundur
hans með Mikhail Gorbatsjov, ,Ieið-
toga Sovétríkjanna, hefði verið
gagnlegur að því levti að þeim hefði
tekist að leiðrétta ýmiss konar' mis-
skilning sem valdið hefur stirðnandi
sambúð landanna tveggja.
Chirac, sem er staddur í þriggja daga
opinberri heimsókn til Sovétríkjanna,
sagði hins vegar að enginn árangur
hefði náðst í tilraunum þeirra til að
bnía bilið í afstöðu Frakklands og
Sovétríkjanna í afvopnunarmálum.
Frakkar hafa tekið dræmt undir þær
hugmyndir sem Sovétmenn hafa að
undanfömu sett fram um afvopnun.
„Við skiljum afstöðu hvor annars
betur,“ sagði-Chirac við fréttamenn
að afloknum liðlega íjögurra klukku-
stunda íúndi með Gorbatsjov, „en
skoðanir okkar eru enn ólíkar."
Mótmæla manntali
Andstæðingar manntalsins, sem
fara á fram í Vestur-Þýskalandi 25.
maí næstkomandi, réðust á fimmtu-
dagskvöld inn á fótboltavöll í Dort-
mund og máluðu slagorð á völlinn
með hvítri málningu. Hvöttu andstæð-
ingamir almenning til þess að taka
ekki þátt í manntalinu. Atburðúrinn
átti sér stað fáeinum klukkustundum
áður en mikilvægur leikur átti að hefj-
ast.
Græningjar hafa meðal annarra
hvatt fólk til þess að mótmæla mann-
talinu. Fullyrða þeir að yfirvöld komi
til með að fá of miklar upplýsingar
um þegnana með manntalinu.
Krefjast brott-
flutnings allra SS-20
eldflauga
V amarmálaráðherrar ríkj a Atlants-
hafsbandalagsins lögðu í gær ffarn þá
kröfu að Sovétmenn tækju niður allar
SS-20 eldflaugar sínar, sem eru hluti
meðaldrægs kjamorkuvigbúnaðar
þeirra, bæði í Asíu og Evrópu. Sögðu
ráðherramir ákvæði þess efhis verða
að vera hluta samkomufags stórveld-
anna um meðaldrægar eldflaugar í
Evrópu.
Caspar Weinberger, vamarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sem átti upptök-
in að þessari kröfu, vildi ekki tjá sig
um hvort Bandaríkjamenn myndu
breyta í þessa vem samningsuppkasti
því sem nú liggur fyrir fr á þeim í Genf.
Samkvæmt drögum þessum yrði Sov-
étmönnum heimilt að halda eitt
hundrað SS-20 kjamaoddum, sem
beint væri að Asíu, þótt þeir fjarlægðu
þær eldflaugar er beinast gegn Evr-
ópu.
Sovéska fréttastofan Tass birti í gær
viðbrögð við þessari kröfu vamar-
málaráðherranna og sagði að krafa
um að teknar verði niður allar meðal-
drægar eldflaugar, bæði Sovétríkj-
anna og Bandaríkjanna, væri ekki í
samræmi við samkomulag leiðtoga
stórveldanna tveggja á Reykjavíkur-
fúndinum síðastliðið haust.
Vamarmálaráðherrum NATO-ríkj-
anna tókst ekki að ná samkomulagi
um sameiginleg viðbrögð við umdeild-
um áætlunum Sovétmanna um brott-
flútning skammdrægra eldflauga frá
Evrópu.
Helmut Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands, sagði í gær að bann við
skammdrægum eldflaugum myndi
skapa aukna hættu fyrir land sitt, frá
smærri hemaðarkerfum Sovétríkj-
anna. Hvatti hann til þess að stórveld-
in gerðu með sér samkomulag er næði
til allra kjarnorkuvopna sem draga
eitt þúsund kílómetra eða styttra.
Maður i nautabanaklæðum kveikir hér í félaga sinum með nautsgrímuna.
Það skal tekið fram að „nautið" var í eldtraustum klæðum. Atburðurinn
átti sér stað fyrir utan spánska konsúlatið í Frankfurt og voru þeir félagar
ásamt öðrum að mótmæla gamalli spánskri hefð. í litlum þorpum á Spáni
skemmta íbúarnir sér á sérstökum hátiðum við að grýta naut, kveikja í
þeim og drepa þau loks. Símamynd Reuter
Placido
Domingo
þakkarfýrir
sig
Snorri Valsson, DV, Vín:
Hér í Vínarborg stendur nú yfir
hin árlega listahátíð „Wiener Fest-
wochen". Þó að alltaf sé mikið um að
vera í listalífinu hér tekur samt út
yfir allan þjófabálk hið mikla framboð
þessar vikui' sem hátíðin stendur.
Hver stórstjaman á fætur annarri
þenur sig í Operunni. Frumsýningar
nýrra leikverka eru daglegir viðburðir
og djassinn iðar á annarri hverri krá.
En allt kostar þetta sitt og þó að miða-
verð sé niðurgreitt af borgaryfirvöld-
um vill veskið þynnast hjá þeim sem
stíft sækja í krásimar.
Þeir vom því ágætis undantekning,
tónleikamir á Ráðhústorginu síðast-
liðinn miðvikudag. Þar komu ffam
margir ágætir skemmtikraftar en rús-
ínan í pylsuendanum var þó Placido
Domingo. Hann söng þama án endur-
gjalds í þakklætisskyni fyrir dyggileg-
an stuðning Vínarborgar við fjársöfn-
un hans til hjálpar fómarlömbum
jarðskjálftanna i Mexíkó á síðastliðnu
ári.
Þrátt fyrir hellirigningu létu fimmt-
án þúsund aðdáendur sig hafa það að
standa og hlýða á söng Domingos.
Hann lét sig síðan ekki muna um að
syngja Othello eftir Verdi sama kvöld-
ið og hafði hann varla tíma til að fara
úr regnkápunni milli tónleikanna.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur 10-12 Lb
óbund. Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 11-15 Sb
6 mán. uppsögn 11-20 Ib
12 mán. uppsögn 14-25,5 Sp.vél.
18 mán. uppsögn 22-24,5 Bb
Ávísanareikningar 4-10 Ab
Hlaupareikningar 4-7 Sp
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5-2 Ab.Bb, Lb.Sb, 0b,Vb
6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 2,5-4 Ab.Úb
10-22
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalur 5,5-6,25 Ib
Sterlingspund 8-10,25 Ab
Vestur-þýsk mörk 2,5-4 Ab
Danskarkrónur 9-10,25 Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vfxlar(forv.) 20-24 Bb.Sb, Úb
Viöskiptavíxlar(forv.)(1) 22,8-26 eða kge
Almenn skuldabréf(2) 21-27 Úb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 21-24,5 Bb.Sb
Utlán verðtryggð Skuldabréf
Aö2.5árum 6-7 Lb
Til lengri tíma 6,5-7 Bb.Lb, Sb.Úb
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 16,25-26 Ib
SDR 7,75-8,25 Bb.Lb, Úb
Bandaríkjadalir 8-8,75 Bb.Sb
Sterlingspund 11,25-13 Bb.Vb
Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Bb.Lb, Úb.Vb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-6,75
Dráttarvextir 30
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala maí 1662 stig
Byggingavísitala 305stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 3% 1. aprll
HLUTABRÉF
Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennartryggingar 110 kr.
Eimskip 246 kr.
Flugleiðir 170 kr.
Hampiðjan 114 kr.
Iðnaðarbankinn 124 kr.
Verslunarbankinn 114 kr. /
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aöila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa
þó viðskiptavlxla gegn 21 % ársvöxtum. (2)
Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil-
alána er 2% bæði á verðtryggð bg óverð-
tryggð lán, nema i Alþýðubanka og
Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýslngar um penlngamarkaðinn
blrtast i DV á fimmtudögum.