Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987.
9
Ferðamál
GoldStcir
GoldStar
GÆDI - GOTT VERÐ
LsLJI
Frá einni af sýningum Skoska ballettsins.
Hvað vill fólk gera við frítíma sinn í
Glasgow?
Skemmtigarðar og kastalar
Ungviðið ratar víst fljótt á diskótek-
in og um þau hef ég ekkert að segja
en heimildarmenn DV mæltu með
„Henry Afrikas" (York St.) og er þeim
meðmælum hér með komið á fram-
færi, án ábyrgðar.
Ef veður er gott er sjálfsagt að rölta
bara um og góna á sérkennilegar
byggingar en af þeim er yfrið nóg í
Glasgow, allt frá ráðhúsinu í George
Sq. (sem er eins og ríkulega skreytt
rómverskt baðhús að innan) til mosk-
unnar miklu, nútímabyggingar sem
múhameðstrúarmenn hafa reist sér í
horginrji.
Ef veður heldrn- áfram að vera gott
má taka leigubíl út í Pollok Park þar
sem finna má hið stórglæsilega Burr-
ell safri, Pollok óðalsetrið og nokkur
stykki af hinum sjaldgæfu og síðhærðu
hálandanautgripum.
Ef bömin em með í ferðinni er ekki
langt í Haggs Castle, kastalahyggingu
sem hefur verið endurbyggð sem safri-
bygging fyrir litlar manneskjur.
Það er líka alveg óhætt að taka
bömin með sér í Glasgow Art Museum
í Kelvingrove því á jarðhæð þess safns
er ógrynni af vopnabúnaði frá fyrri
öldum auk náttúmgripasafns sem
ungviðið skoðar fúslega.
.. .að fara að hlakka til
í Glasgow er mikil leikhús- og tón-
listarmenning sem sjálfsagt er að
kanna. I City Hall (Candleriggs) spilar
The Scottish National Orchestra und-
ir stjóm Naeme Jervi og spili hljóm-
sveitin að staðaldri, eins og hún gerði
þegar ég var viðstaddur og hlustaði á
Dvorák, Prokofiev og Rimsky-Kor-
sakov, geta menn farið að hlakka til.
Þótt sjálft tónlistarhúsið sé ekki eft-
Stöðumælasekt í Glasgow.
ir nýjustu tísku er hljómburðurinn í
því stókostlegur.
Skoska óperan er víðfræg en hún
hefur aðsetur sitt í Theatre Royal,
yndislegu 19. aldar húsi. Þar heldur
Skoski ballettinn, sem er í mikilli upp-
sveiflu, einnig sýningar sínar.
Að lokum skal þess getið að maí-
mánuður er yfirleitt sérstaklega
viðburðaríkur í Glasgow því þá fer
fram árleg listahátíð, Mayfest, vítt og
breitt um borgina.
Það væri því synd að fara til Glas-
gow á þessum árstíma til að verða
innlyksa í einhverju vömhúsinu.
M
S umarbústaðaeigendur
við höfum úrvals sjónvarpstæki í sumarbústaðinn,
hvort sem er fyrir 12volt eða 220volt,
svart/hvít sjónvörp, eða litatæki
með eða án fjarstýringar.
• ■■■«■■■■■
:y:£:.v£
%,í
as!
GoldStar BBR-2156
svart / hvítt ferðasjónvarp
með 12" skjá, innbyggðu
loftneti og gengur bæði á
220volt / 12volt
Verð: 9.590 ,-kr.s.tgr.
GoldStar CBT-4342
Litasjónvarp, 14"skjár, þráð-
laus farstyring, 16 stöðvar,
videotenging, sjálfvirk
spennujöfnun 180-270 volt.
Verð: 25.630, -kr.stgr.
GoldStar CBS-4341
litasjónvarp, 14"skjár, átta
stöðvar, vídeotengi, sjálfvirk
spennujöfnun 180-270 volt.
Verð: 22.980,-kr.stgr.
■ ■"■■
■■■■•■•■■■
S-.S--.-V
-■•-Jy .■-■
SKIPHOLTI 19
SÍMI 29800
Spennandi getraun
Sjá nánar bls. 54.