Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Side 11
LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987. 11 Laglaus maðurinn Þótt mér sé ýmislegt til lista lagt og kvarti ekki undan guðsgjöfunum þá verður því ekki neitað að i sumu er mér ábótavant. Til að mynda get ég ekki smíðað, ekki eldað, þvegið eða gert við. Þaðan af síður get ég sett upp gluggagardínur, saumað eða haldið heimilisbókhald. Ef bíll- inn bilar er ég ráðalaus, ef ég reiðist á ég erfitt með að stilla skap mitt og mér er lífsins ómögulegt að þola brennivín öðruvísi en að verða veik- ur. Að öðru leyti eru mér flestir vegir færir eins og fyrr segir. Ég get til að mynda ryksugað, farið út með ruslið, kveikt og slökkt á sjónvarp- inu og ég er alltaf tilbúinn til að fara út í sjoppu fyrir aðra til að kaupa eitthvað handa sjálfum mér. Tvennt er það þó sem vafist hefur fyrir mér og valdið mér andvökum fram eftir allri ævi. Fyrir utan þá almennu annmarka, sem að framan eru taldir og bitna aðallega á öðrum og koma því ekki að sök, uppgötvaði ég mér til skelfingar fyrir langa löngu að mér var ekki gefin sú náð- argáfa að geta dansað eða sungið. Nú er mér auðvitað ljóst að það er ekki hægt að fara fram á það við skaparann að maður sé fullkominn og ég get þess vegna vel fellt mig við að vera handlama þegar kemur að hinum daglegu húsverkum, enda af þeirri kynslóðinni sem kemst upp með að láta aðra um það sem er sjálf- sagt að þeir geri. Menn af minni kynslóð njóta nefhilega þeirra for- réttinda að hafa alist upp á undan jafnréttinu og áttu ekki við þau vandamál að stríða að veikara kynið gerði kröfur til að maður eldaði og þvoði þvottinn. í þá daga var gerður skýr greinarmunur á karlmanns- verkum og kvenmannsverkum og engar refjar. Ég get því vel sætt mig vjð þær takmarkanir mínar sem aðrir geta bætt úr. En ég hef aldrei getað fyrir- gefið þá óbærilegu yfirsjón örlag- anna að gefa mér ekki þá vöggugjöf sem felst í því að geta náð laginu og dansað eftir hljómfallinu. Allt frá því ég man fyrst eftir mér í skemmt- analífinu hefúr þetta verið mér fjötur um fót. Ungur var ég sendur í dans- skóla til að bæta úr dansmenntun- inni og ég fór til Rigmor Hansen niður í Gúttó þar sem stelpumar sátu í röðum meðfram veggjum og strákamir áttu síðan að renna sér fótskriðu og bjóða upp þegar dans- inn hófst. Hvort sem það var feimni eða innbyggð vissa um getuleysi mitt tókst mér oftast að verða síðast- ur úr startholunum, með þeim afleið- ingum að dömunum hafði öllum verið boðið upp þegar ég kom mér af stað. Þannig slapp ég jafnan við að taka dansspor, sem ég réð hvort sem er ekki við, og danskennslan endaði með því að ég kunni ekki annað en þetta klassíska, tvö skref til hægri, eitt skref til vinstri. Þetta var kallaður vals og þekkist ekki lengur á diskótekum. Tvö skreftil vinstri Þessi kunnátta dugði þó skammt því hljómsveitimar höfðu þrjú lög í syrpu, eitt af rólegra taginu og tvö með tjútti. Og þar með var girt fyrir það að ég vogaði mér út á dans- gólfið upp á þau býti að verða mér til skammar í öðru og þriðja hverju lagi. Þess vegna varð maður að bíða eftir síðustu syrpunni, vangalögun- um, þar sem maður gat verið óhultur og pottþéttur með tvö skref til hægri og eitt skref til vinstri. Gallinn var bara sá að þá vom þær stelpumar löngu ,gengnar út sem efstar vom á óskalistanum og þannig fóru mörg ástarævintýrin forgörðum og maður hætti smám saman að eyða tímanum í tilgangslaus böll. Böllin og dansinn höfðu, í trúnaði sagt, ekki annan tilgang en þann að ná sér í stelpu, sögðu strákamir og skildu ekki hvers vegna ég fór alltaf einn heim. Þeir skildu ekki að mað- ur, sem ekki kann að dansa nema tvö skref til hægri og eitt skref til vinstri, var ekki samkeppnishæfur á þessum markaði. Þar að auki var ég svo óheppinn að á mínum tán- ingsaldri gekk yfir bæði rokkæði og bítlaæði og hvort tveggja krafðist óhemju dansmenntunar sem ekki var á mínu færi. Ég get hins vegar ekki neitað því núna að mikið öfund- aði ég félaga mína sem gátu tjúttað um dansgólfið og sveiflað dömunum yfir sig og undir sig og nutu þess í kvenhylli og óbilandi sjálfstrausti. Seinna lærði ég að visu önnur spor fyrir hreina tilviljun en það var ný- móðins dans sem hét cha, cha, cha og var fólginn í því að steppa hálf- partinn þrjú skref fram á við og svo aftur sams konar þrjú skref aftur á bak og snúa sér í hring. Ég var óskaplega upp með mér af þessu dansspori, sem ég kunni, og náði að minnsta kosti fjórum sinnum á öllum mínum sokkabandsárum að Ijúka heilli syrpu án þess að til vandræða Ellert B. Schram kæmi. Ekki dugði það þó til að komast á séns, enda erfitt að vanga þegar maður þarf að vera á flevgi- ferð, f>Tst fram og svo aftur og snúa sér síðan í hring. Nú til dags eru komnir nýir dans- siðir sem eru aðallega í því fólgnir að standa í sömu spomnum og skaka sig og skekja eftir hljóðfallinu. Ég hef reynt að temja mér þessar sér- kennilegu hreyfingai' með því að gera eins og hinir en í stónmi drátt- um verð ég að lýsa mig gjaldþrota á þessu sviði eftir að þeir hættu að spila cha, cha, cha. Falskur tónn En svo er það söngurinn. Einhvem tímann í fymdinni í bamaskóla tók ég þátt í leikriti sem þótti svo vel heppnað að ákveðið var að taka það upp fyrir útvarp og leikhópurinn var sendur niður í Skúlagötu til upp- töku. I lokaatriðinu sameinuðust leikendumir í söng og undirspili. Gekk þar allt slysalaust þangað til þeir fóm að spila spóluna og heyrist þá ekki í miðjum söngnum þessi háa og hvella rödd syngja hástöfum með svo hroðalega fölskum tón að ekki þótti annað fært en taka leikritið allt upp að nýju. Einhver ómeðvituð eðlisávísun sagði mér að þetta hefði verið mín rödd. Enginn lét þó á neinu bera en gmnsamlegt augnaráð benti til að ég hefði rétt fyrir mér og þegar kom að söngatriðinu aftur tók ég það til bragðs að hreyfa að- eins varimar án þess að minnsta tíst heyrðist. Og nú var enginn falskui' tónn lengui' he\Tanlegur í upptö- kunni og er þetta í fyrsta og eina skiptið sem ég hef sungið í útvarp með þvi að svngja án þess að syngja og telst áreiðanlega afrek sem aðrir hafa ekki leikið eftir. Þetta var líka í síðasta skiptið sem ég hef gert til- raun til að syngja ófullur. Þó verður að segja það eins og er að ég hef gaman af tónlist og á góðri og glaðri stundu tek ég stundum undfr i hópsöng þegar ég er nokkum veginn viss um að söngurinn er ekki tekinn upp á band og falskur tónn- inn hverfur á bak við forsöngvarana sem eru uppteknir við að láta hevra til sín og svngja þar af leiðandi allt- af hærra en allir hinir. Á hátiðar- stundum raula ég líka þjóðsönginn með öðrum en sem betur fer er ég eins og hinn helmingurinn af þjóð- inni. kann bai’a fvTstu hendinguna. og þar að auki hef ég aldrei skilið þá ættjarðarást að svngja sálmalög vfir lifandi þjóð. Að síðustu skal það játað að ég svng stundum í baðinu þegar enginn annar er heima. Það skrítna er að þrátt fyrir þessa fæðingargalla. sem ég get alls ekki ráðið við. hef ég mesta vndi af dansi og söng og öfunda þá jafnan sem kvrjað geta þjóðlög og slagara. hvort heldur i rútubílum eða grísaveislum. hvað þá hina sem stíga dans með elegans. Söngvakeppnin Þessa lifsreynslu tel ég mér skylt að rifja hér upp. Ég hef revnt að sigr- ast á þessum erfiðleikum með þvi að mennta mig og helga mig störfum þar sem þetta kemur ekki að sök. En það er alveg sama hvað maður fer margar krókaleiðir framhjá keld- unum. Alltaf kemur aftur og aftur að því að dansinn og söngurinn er það sem allt snýst um. Öðruvísi er maður ekki maður með mönnum. Islendingar urðu þess áþreifanlega varir um síðustu helgi. Á sama tíma og stjómarmyndunarviðræður hóf- ust og landið rambaði í stjómleysi settist þjóðin niður við sjónvarps- tækið til að fylgjast með söngva- keppni sjónvarpsstöðvanna. Stjórnarmyndunarviðræður komu henni ekki við, enda var ljóst af áhuganum að æra þjóðarinnar og örlög vom undir því komin að landinn fengi góða kosningu í söngvakeppninni. Alþingiskosning- amar komust ekki með tæmar þar sem sönglagakeppnin hafði hælana. hvað þá eftirleikurinn hver fengi mnboð til stjórnarmyndunar. enda verður heldur ekki betur séð en stjómmálamennirnir sjálfir hafi á því jafnlítinn áhuga. Að minnsta kosti liggur þeim ekki á. Og hvað eiga líka mennirnir að vera rembast við að komast í ríkisstjórn þegar öllum er ljóst að atkvæðagreiðsla í sönglagakeppni er miklu mikilvæg- ari en atkvæðagreiðsla í þingkosn- ingum þar sem örlög þjóða standa og falla með fólki sem kann að syngja. Takk fyrir guðsgjöfina Ég varð náttúrlega. laglaus mað- urinn. að líma mig fyrir framan tækið eins og aðrir. setja upp spek- ingssvip og láta sem ég hefði vit á þessari keppni. Um leið varð mér ljóst að ég var algjörlega vamarlaus og vanhæfur til að leggja nokkuð til málanna. Þegar fólk kvað upp úr með það að íslenska lagið væri lang- best þagði ég þunnu hljóði og þegar aðrir sögðu að írska lagið væri lang- best lét ég á engu bera. bærði bara varimar eins og í gamla daga þegar ég söng án þess að syngja. Islendingar urðu fyrir hroðalegu áfalli með úrslitin. Mér er til efs að þjóðin hafi orðið eins vonsvikin og niðurlægð síðan gamli sáttmáli var gerður á þrettándu öld og ekki bætti það úr skák að frændur okkar og vinir á Norðurlöndum hirtu ekki um að standa með okkur og Israels- mennimir ekki heldur og þó var okkar fólk í Belgiu í miklu vinfengi við grallarana frá ísrael sem kunnu bæði að dansa og syngja af list. En meðan þjóðin hefur setið hnuggin og hnípin og sleikt sín sár hefúr þó einn maður fengið uppreisn æm: Eg. Eða hvað er unnið við það að geta sungið í rútubílum og sung- ið í sönglagakeppni þegar öll heimsálfan hafnar manni í beinni útsendingu og þjóðin leggst í þung- lyndi af sorg. Er þá ekki miklu betra að syngja eins og ég: með því að hreyfa varimar án þess að nokkuð heyrist? Já, maður á ekki að van- þakka guðsgjafimar. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.