Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Page 16
16 LÁUGÁRDAGUR 16. MAÍ 1987. Hard Rock Café London Texti: Oðinn Helgi Jónsson — Ljósm.: Hjörtur Hjartarson Við vorum á leið til stórborgarinn- ar London í íþróttalegum erinda- gjörðum. Farseðlarnir voru afhentir hjá Ferðamiðstöðinni hf. og okkur til óblandinnar ánægju fylgdi þeim boðsmiði á Hard Rock Café í frían drykk að eigin vali. Eins og flestir vita er nánast ómögulegt að reikna út skap veður- guðanna í London. Þar getur fljótt skipt úr þoku yfir í rigningu og ef heppnin er með jafnvel í sól. Verst að breskir vísindamenn skyldu ekki vera búnir að uppgvöta og hanna klæðnað er gæti hentað jafnhliða í öllu veðurfari. Ljóst er að slíkur fatn- aður væri einnig vel markaðsfær við íslenskar aðstæður og jafnvel víðar. Þessi hugsun flaug um huga minn er ég leit yfir víðáttulanga röð fólks sem beið eftir inngöngu á Hard Rock Café kl. 11.30 á fimmtudagsmorgni. Það er eiginlega ótrúlegt en þetta var í fyrsta skiptið sem ég hrósaði happi yfir að hafa reynslu af raðar- stemmningu fyrir utan íslenska skemmtistaði. Munurinn er aðeins sá að Bretar eru kurteisir, þeir troð- ast ekki. Það munaði minnstu að ég hefði- lofað veðurguðunum frímiða minum ef þeir aðeins héldu sómasamlegu veðri um óákveðinn tíma. Mér sner- ist þó fljótlega hugur því röðin þokaðist nokkuð hratt nær inngang- inum. Listilegir taktar Mér var vísað kurteislega inn á barinn þar til kunningjar mínir kæmu og borð myndi losna. Ég leit hratt yfir kokkteillistann. Pantaði eitt af þessum skaplegu nöfnum hans án þess að hafa minnstu hugmynd um bragðið, hvað þá litinn. Það var ánægjulegt að fylgjast með barþjóninum beita listi- legum töktum við blöndunina. Greip hinar og þessar víntegundir nánast blindandi fyrir aftan sig og hellti í glasið eftir tilfinningu, hristi og skar út ýmsa ávexti og skreytti glasið. Gjörsovel. Allt þetta tók ekki nema augna- blik. Ég þóttist nokkuð sannfærður um að þessi maður hefði gert svona hluti einhvern tímann áður. Amerísk matargerðarlist til Evrópu Upprunalega Hard Rock Café í London var stofnað 1971 af Isaac Tigrett. Hann hugsaði sér að gefa Evrópu sýnishom af því besta í amer- ískri matargerð á sanngjörnu verði. Hard Rock Café „staðirnir" eru níu talsins. Dreifðir um Bandaríkin og þegar í tveimur Evrópuríkjum: Eng- land/London og Svíþjóð/Stokkhólmi. Brátt bætist tíundi staðurinn við og þriðja Evrópuríkið, Ísland/Reykja- vík. Einnig er mikil áhersla lögð á poppminjar eða rokkminjar. Hard Rock Café hefur á að skipa einu stærsta tónlistarminjasafni veraldar sem skiptist á milli matsölustaðanna. Meðal frægustu minjagripa safns- ins má nefria: Flauelsfot af Elvis Presley, Hard Rock Café London: Virðulegt útlit. fimm strengja gítar Keith Richards, gítarinn „Lucille" er B.B. King not- aði, yfir 200 ekta gullalbúm sem tilheyra Bítlunum, Bech Boys o.fl. Hard Rock Café lætur fylgja hverri máltíð einhver andleg skilaboð eða málshætti. Útlit og innréttingar Hard Rock Café, London, er stað- sett syðst í Mayfair hverfinu, 150 Old Park Lane. Gamalt huggulegt hús með reisn. Staðnum er skipt í fimm hluta, allir örlítið upphækkaðir nema sjálfur miðsalurinn sem er í götuhæð. Þessi hönnun nýtist nokk- uð vel því lofthæð er mikil. Þrátt fyrir upphækkanir og niður- hólfun er útsýni um allan staðinn enda verður svo að vera til að rock- minjagripirnir fái notið sín. Innréttingarnar eru úr viði, svört- um og dökkbrúnum. Á lágum milli- veggjunum er skipta staðnum eru nett handrið úr gylltum málmi. Sæt- isáklæði eru litskrúðug, beinröndótt. Gólf eru viðarklædd. Veggir og loft eru í beis-lituðum tón. Rimlaglugga- tjöld prýða stóra gluggana. Niður úr háu loftinu hanga margir grænir Ijósaskermar, einkennilegir að lög- un, - svokallaðir kjarnorkusveppir sem minna á lögun sprengjunnar miklu (í sprengingu). Heildaryfirmynd er frekar þung en jafnframt frjálsleg og er það að þakka hinum stórglæsilegu „rock- minjum" er þekja nánast alla veggi og draga athyglina frá því sem miður hefur farið við hönnunina. Matseðill Láta má nærri að Hard Rock Café hafi tekist þokkalega að nálgast Ég hrósaði happi yfir að hafa reynslu af raðar-stemmningu fyrir utan ís- tenska skemmtistaði markmið sitt með að bjóða sýnishorn af því besta er gerist í amerískri matargerðarlist. Þeir bjóða upp á nokkuð fjölbreyttan matseðil er skiptist í sex hluta: Forréttir: (dæmi) Súpa dagsins, ostrur, chili-réttur, korn- stangir. Aðalréttir: (Specialites of the Ho- use) - Hinar frægu bandarísku risasteikur sem eru allt að 370 g. (Til gamans má geta þess að fullnægjandi skammtur fyrir vinnandi fullorðinn mann er talinn 200-220 g af kjöti eða fiski). Einmitt þessar steikur eru Banda- ríkin hvað þekktust fyrir og eru þær bornar fram með bakaðri kartöflu eða frönskum og grænu salati. -Bar-b-que réttir (svína og kjúklinga) og reyktar kjúklingabringur. Einnig er boðið upp á tvo fisk- rétti, grillaðan kola og áhersla lögð á grillaðan sverðfisk borinn fram með sinnepssósu, bakaðri kartöflu eða frönskum og grænu salati. Samlokur: Eins og þær gerast ein- göngu í Ameríku. Of langt mál væri að telja upp allt það úrval sem er í þessum samlokum. Vægt til orða tekið þá eru þær mjög þykkar og girnilegar. Salöt: (3 teg.) - Blandað grænmetissalat með osti, kjúklingi, reyktu svínakjöti og val um dressing. - Kjúklingasalat. -Ávaxta og avocadosalat. Hamborgarar: Sérgrein Banda- ríkjanna, hamborgarar af stærri gerðinni, einfaldir, tvöfaldir, osta- og beikon- ostborgarar með öllu mögulegu. (Ljósmyndari greinar- höfundar er veraldarvan- ur og hefur bragðað þessa fæðutegund víða. Hann telur þetta með bestu hamborgurum heimsins). Ég leyfi mér að láta vaxta- lag Ameríkubúa vitna um bragðgæði þessara ham- borgara. Eftirréttir: Hér er boðið upp á um 10 teg. af ýmiss konar ís- réttum af öllum möguleg- um og ómögulegum gerðum. Sökum gæða og fjölbreytileika er best að nota ugla sat á kvisti - aðferðina við val á eftir- réttinum. Aukinn hárvöxtur. . . Kokteillistinn er einna líkastur reyfara því nöfnin á drykkj unum eru með ólíkindum og hreint frábærar lýsingar á einkennum og áhrifum hvers drykkjar. Óhjákvæmlega gat ég ekki annað en lesið allan listann. En varhugavert gæti reynst að bragða á öllu úrvalinu því varla er hægt að ábyrgjast útlit þess aðila eftir á. Mér varð ekki um sel þegar ég sá nafnið og áhrifalýsingarnar á drykknum er ég hafði bragðað með- an ég beið eftir kunningjum mínum. Hann hét „stóri varúlfurinn í Lon- don, engin ábyrgð tekin á hegðun neytandans og hárvöxtur á ýmsum stöðum myndi aukast til muna“. Mér' leið þó fljótt betur er ég fann fingur- góma mína strjúkast við bera bringu mína. Það er spurning hvort þessi drykkur henti ekki betur eldri mönn- um með staðnaðan hárvöxt á efstu hæðum. Þjónusta Sérstaka athygli manns vekur hin lipra og hraða þjónusta á Hard Rock Café í London. Meðal þeirra sem gegna þjónustuhlutverki á staðnum eru nokkrar eldri konur. Það er þeim að þakka hversu hlý og persónuleg þjónustan er. Þetta gefur staðnum bjart viðhorf sem hefur sterk áhrif á heildarmynd hans. Óhætt er að segja að þessar konur skapi heimilislegt andrúmsloft sem eflaust margir sam- keppnisaðilar vildu með glöðu geði geta skapað á sama hátt og Hard Rock Café gerir. Tónlistarminjasafn Eitt af helstu gullkornum staðarins er hið fjölbreytilega rokkminjasafn sem þekur nær alla veggina. Um 175 rokkminjar eru til sýnis. Hægt er að fá númeraðan lista yfir alla munina með útlistunum um hvern og einn þeirra. Flestir þeir gripir sem þarna eru hafa frægir hljómlistarmenn gef- ið eða lánað Hard Rock Café. Margir munanna eru áritaðir eða þeim fylg- ir orðsending frá listamönnunum sjálfum. Ég nefni hér örfá dæmi um þá hluti sem hægt er að berja augum í London: Little Richard: Leður- og snáka- skinnsstigvél. David Bowie: „Levis 501“ gallabux- ur. Pete Townshed: HvíturGibson gítar. Eric Clapton: „Fender Lead“ gítar. Jimi Hendrix: Silfurbelti. Debbie Harry: Áritaður T-bolur. The Beatles: Ýmsar gullplötur. Ringo Starr: „Ludwig“ tromma. John Lennon: Teikning eftir Lennon, „To Mo“, og flauelsjakki. Elton John: Gullplötur. Rod Steward: Gullplötur. Þetta safn er í fáum orðum sagt ómetanleg heimild i tónlistarsögu mannkynsins. Eins og nafn staðarins gefur til kynna þá er leikin tónlist allan opn- unartimann. Þessi tónlist er þver- skurður af því sem hefur gerst og er að gerast í poppheiminum. Sökum þess hversu hátt stillt tónlistin er þá hefur hún pirrandi áhrif á taugakerf- ið og kemur í veg fyrir samræður i eðlilegum raddstyrk. Staðurinn er því frekar hávær en jafnframt líflegur og hressilegur enda varla hannaður með rólegheit og afslöppun í huga. Það er sannarlega ánægjulegt að jafnfrægur staður og Hard Rock Café skuli nú bráðlega verða opnað- ur hér í Reykjavík. Að vissu leyti er það heiður fyrir Island að vera þriðja Evrópuríkið er Hard Rock Café velur undir starfsemi sína. Ég vona að HR’C undir stjórn Tómasar Á. Tóm- assonar og Isaac Tigrett nái að skapa fjölbreytni í menningarlíf okkar Is- lendinga. Virðingarvert væri ef mannskepnan tæki tillit til margra af stikkorðum Hard Rock Café’s: - Save The Planet (björgum plánet- unni). - Love All - Serve All (elskum alla, þjónum öllum). - AIl is one (allt er eitt/allir eru einn). - Engin eiturlyf eða kjarnorkuvopn leyfð innandyra. Helstu kostir: - Vel heppnaður matseðill. - Sögulegt rokkminjasafn. - Þægileg og persónuleg þjónusta. - Kristilegt verð. Helstu gallar: - Hávær tónlist. - Matsölustaðir með hugsjón ættu að hafa heita máltíð úr jurtaríkinu á matseðli. Óðinn Helgi Jónsson Hluti af rokkminjasafni HRC, gullplötur heimsþekktra hljómlistarmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.