Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1987, Qupperneq 18
18
LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987.
Islensk tunga
Enn um fjölmiðla og málfar
í síðasta pistli fjallaði ég um áhrif
fjölmiöla á málfar og lofaði jafn-
framt að halda því áfram í næstu
greinum. Og loforð eru ýmist gefin
til að halda þau eða svíkja. Ég
hallast að hinu fyrrnefnda.
En oft er erfiðara að standa við
orð sín en að láta það eiga sig.
Líklega lofum við um of. Það er
stundum kallað að lofa upp í erm-
ina sína.
Um það bil sem ég var sestur við
tölvuna og kominn í stellingar sem
hæfðu því að uppfylla loforð mitt,
þá hringdi síminn. Viðmælandinn
var vinur minn og uppspretta at-
hugasemda, Helgi Hóseasson.
Hann vildi vekja athvgli á því
að þulir útvarps töluðu sífellt um
enda fyrir anda. Mér vafðist í fyrstu
tungan um höfuðið eins og oft vill
verða en hún lagðist í samt lag eft-
ir nokkrar útskýringar.
Um var að ræða orð eins og nem-
endum fyrir nemöndum, byrjend-
um fyrir byrjöndum o.s.frv.
Þetta fannst Helga andlaust hjal,
að taka enda og iafnvel endur fram
yfir anda. Og þó eru andar ekki í
neinu sérstöku uppáhaldi hjá hon-
um.
Hann nefndi til vitnis kennara
austan af fjörðum, sem athygli mín
náði ekki nafni á. Hann sagði allt-
af nemöndum sínum til syndanna,
ef með þurfti. Sjálfsagt hefur hann
líka hælt nemöndum sínum.
Þá rifjaðist upp fyrir mér gömul
kennslubók í ensku sem ég lærði í
barnaskóla. Sú var eftir Boga Ól-
afsson og í henni stóð: Handa
byrjöndum.
Helgi dró fram annað vitni, Grím
Thomsen og rímur hans af Búa
Andríðarsyni og Fríði Dofradóttur.
Þar kemur fyrir komöndum.
Loks vitnaði hann um anda- og
draugatrú meistara Þórbergs.
Reyndar eru áhöld um það hvort
sú trú hafi verið einlæg eða leik-
araskapur. En allt um það, Helgi
tók anda framyfir enda.
Þá er það alvara málsins
Öllu gamni fylgir nokkur alvara
og á það ekki síður við um mál-
Eitt vakti strax athygli mína. Það
er að tiltölulega fá þessara orða eru
til í tveimur útgáfum í þágufalli
fleirtölu. Ég kann aðeins þrjú, byrj-
öndum, nemöndum og komöndum.
Þau kunna að finnast fleiri en hin
útgáfan er langtum algengari.
Enginn mundi segja: Verkafólkið
gat skít í tilboðið frá atvinnurek-
öndunum. Eða: Þjóðin hafði um
langa hríð engan frið fyrir fram-
bjóðöndum. (í tilefni þessara
setninga dettur mér í hug ljóð-
línan: Hér á reiki er margur
óhreinn andinn... Það skyldi þó
ekki vera að Grímur heitinn hafi
átt við atvinnurekanda eða fram-
bjóðanda þegar hann setti saman
kvæði sitt.)
Að öðru leyti stóð ég orðlaus
frammi fyrir þessum spurningum.
Næst varð því fyrir mér að leita
upplýsinga. Engar fann ég í bóka-
skápnum mínum og datt þess vegna
í hug að leita til Islenskrar mál-
nefndar. Sú stofnun á að vera
alrtienningi til ráðuneytis um ís-
lenskt mál og ég vissi af reynslu
að þaðan fer maður ekki bónleiður
til búðar.
Öruggar skýringar fengust ekki
enda ekki við því að búast undir-
búningslaust.
Óhætt er þó að fullyrða að e-
beygingin (nemendum) er eldri og
upprunalegri. Hin útgáfan er til-
komin fyrir u-hljóðvarp, þ.e. þegar
a breytist í ö fyrir áhrif frá u; sbr.
barn-börn, land-lönd o.s.frv.
Það fylgdi sögu að um væri að
ræða áhrifsbreytingu, af því að
sama breyting verði í orðum þar
sem svipað stendur á, til dæmis
félagi-félögum.
Nú sé ég að ég hef svikið eitt lof-
orð í dag, nefnilega það að ræða
frekar um fjölmiðla og málfar. Tit-
ill greinarinnar er þess vegna
algert ómark en það tekur því ekki
að breyta honum úr því sem komið
er.
Að svo mæltu vona ég að allir
eigi andríka helgi og velji sér anda
eftir smag og behag, eins og dansk-
urinn segir.
nafnorðum með tilheyrandi fall-
beygingu o.s.frv.
Þá er komið að kjarna málsins,
nefnilega beygingu nafnorða sem
enda á -andi. Tökum byrjandi. Það
beygist svona:
Eintala
byrjandi
byrjanda
byrjanda
byrjanda
Fleirtala
byrjendur
byrjendur
byrjendum/byrj-
öndum
byrjenda.
Ýmsar spurningar vakna. Hver
er merking viðskeytisins -andi?
Hvers vegna eru til tvær útgáfur
af þágufalli fleirtölu, byrjendum/
byrjöndum?
Eins og fyrri daginn er auðveld-
ara að spyrja en svara.
Þao ruglast margir á endum og öndum, nemendum og nemöndum.
fræði en önnur svið mannlífsins.
Þetta ,.enda og anda“ hjal greip
athygli mína og ýmsar spurningar
vöknuðu.
Umrædd orð eru þau sem enda á
-andi í íslensku. Og ekki öll, heldur
aðeins hluti þeirra.
Sagnir sem standa í lýsingar-
hætti nútíðar hafa þessa endingu,
-andi: sbr. syngjandi, skrifandi, tal-
andi. hoppandi, fljúgandi, étandi
og sofandi.
Stundum taka þessar sagnir upp
á þeim ósköpum að beygjast og
bæta við sig greini. Það er nokkuð
sem einungis nafnorðum leyfist,
samkvæmt lögum málfræðinnar.
Tökum sem dæmi orðin eigandi
og leigjandi í setningunni Eigand-
inn trylltist þegar hann sá hvernig
leigjandinn hafði leikið íbúðina.
Sagnirnar eru þar með orðnar að
íslensk tunga
Eiríkur Brynjólfsson
Vísnaþáttur
Blunda vil
Tvö athyglisverð átök hafa verið
gerð á síðustu mánuðum til þess
að hlúa að minningu og virðingu
Kristjáns Fjallaskálds sem sjálf-
sagt er að fara um nokkrum orðum
í vísnaþætti. Fluttur hefur verið
fróðlegur og smekklegur sjón-
varpsþáttur um skáldið, frumsýnd-
ur í vetur og endurfluttur á þessu
vori. Ennfremur var í vetur gefin
út, með fyllri ævisögu en áður,
aukin útgáfa allra tiltækilegra
ljóða hans. Fyrir þessu hefur staðið
og stjórnað ungur bókmenntafræð-
ingur, Matthías Viðar Sæmunds-
son, sem nýlega hefur verið settur
til virðulegs embættis við Háskóla
íslands.
Kristján Jónsson, auknefndur
Fjallaskáld, 1842-1869, er einstæð-
ur maður í íslenskri bókmennta-
sögu. Ég segi ekki ævintýramaður
í sögunni en það heiti hefði verið
eðlilegt að gefa flestum öðrum
mönnum en einmitt þessu skáldi.
Hann var eitt af harmabörnum
okkar þjóðmenningar, eins og Jón-
as, Breiðfjörð og Bólu-Hjálmar. Sá
síðastnefndi var ódrepandi, Krist-
ján og hinir, sem ég nefni, féllu
fyrir aldur fram, án þess að venju-
legum sjúkdómum eða slysum væri
um að kenna. Með vissum hætti
urðu öll þessi skáld óskabörn þjóð-
arinnar, ljóðskáld, eins og slíkir
menn áttu helst að vera, og kross-
menn skáldskaparins á íslandi. Við
getum talið upp fjölda slíkra á öll-
um okkar öldum og jafnvel enn
myndu gáfumenn fást í þessi hlut-
verk með brennivín, eitur og
óhamingjusamar ástir sem sjálf-
sögð hjálpargögn.
Ævilínu Kristjáns má draga með
stuttu striki. Hann missir föður
sinn ungur og móðirin verður að
giftast aftur til þess að reyna að
halda saman heimilinu. Jafnvel
það urðu örlagarík mistök vegna
þess að mannsvalið var ekki heppi-
legt. Gáfaðir synir lenda snemma á
flækingi um fjallakot Austurlands.
Kristján kemst samt til menntunar
og verður á örfáum æviárum at-
hyglisvert skáld en ofurviðkvæmni
og óheppilegur tíðarandi drepur
hann. Það er ekki fyrst og fremst
fátæktin.
Ég horfði á sjónvarpsþáttinn 'í
bæði skiptin. Hann var óvenju vel
heppnaður, þökk sé Matthíasi, per-
sónugervingi skáldsins, óþekktum
manni, Rúnari Guðbrandssyni, og
Þorsteini frá Hamri, að ónefndum
öllum hinum sem að gerð þáttarins
stóðu. Þar var allt vel gert og frá-
bært val.
Um útgáfu á ljóðasafninu og
formálann ætla ég ekki að ræða
hér. Ég er vel kunnugur ljóðum
Kristjáns og bókmenntalegri um-
fjöllun. Ég las ungur æviminningar
Friðriks Guðmundssonar og þekkti
Benjamín Sigvaldason þjóðsagna-
safnara en þeir, ásamt skólabræðr-
um Kristjáns, eru helstu upplýs-
ingamenn um ævi skáldsins og
raunveruleg örlög.
ég í bárum þímim
Vísnaþáttur
Það pláss, sem eftir er, fer til að
birta nokkrar af vísum skáldsins,
og eru bæði yngri og eldri lesendur
hafðir í huga.
Lausavísur
Engan trúan á ég vin,
auðnudagar þverra.
Einn ég harma, einn ég styn,
einn ég tárin þerra.
Einn ég gleðst og einn ég hlæ,
er amastundir linna.
Aðeins notið einn ég fæ
unaðsstunda minna.
Þegar dynur harmahregg
og hylur ljósið bjarta,
þegar sorga eituregg
er þér lagt að hjarta.
Lát þá, vinur, áfengt öl
örva hjartadreyra.
Svo skal maður bæta böl
að bíða annað meira.
Vinakveðjur
Vinur Kristjáns, Jón Ólafsson,
skáld og ritstjóri, orti:
Beiskjugalli blandast æ
bestu unaðsstundir.
Sanna gleði fyrst ég fæ
foldarsverði undir.
Það er eins og svona bölsýnis-
kveðskapur hafi verið í tísku á
þessum árum, enda bætti Kristján
strax við:
Illt er að hreppa auðnurán
illum tældur draumi,
síðan flytjast friðar án
í forlaganna straumi.
Allt er horfið heimsins lán
hvergi gleði nýt ég.
Trúar, vonar, ástar án
einn því flækjast hlýt ég.
Enginn spornar ýta við
örlaga þungum straumi.
Ó, að ég mætti finna frið
fjarri heimsins glaumi.
Þær vísur, sem við birtum hér
eftir Kristján, eru nokkuð ein-
hæfar. Stundum var honum bjart-
ara fyrir augum og fyrirsögnin á
þættinum er úr Dettifosskvæðinu
sem fyrst sýndi þjóðinni að hér fór
enginn meðalhagyrðingur. Fleiri
slík fylgdu á eftir og opnuðu fátæk-
um fjallastrák ýmsar dyr. En samt
fór sem fór.
Svart fyrir augum
Allt þó sýnist blítt og bjart
blysum fyrir hvarma,
innra getur manni margt
megna vakið harma.
Aldrei græt ég gengna stund,
en gleðst af því sem líður.
Ljóst ég veit, að læknuð und
lengur ekki svíður.
Senn í hörðum banablæ
brotnar andarstofa.
Andvökulaust eina ég fæ
eilífa nótt að sofa.
Utanáskrift:
Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi.