Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1987, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1987. Fréttir dv Eyðnismituð kona í stofufangelsi heilbrigðisráðherra leitar að húsnæði „Ef sýktur einstaklingur með hættulegt smit hagar sér þannig að lífi annarra er stefiit í hættu verður að gera einhverjar vaktráðstafanir. Þetta mál er í gangi og við erum að reyna að finna á því lausn,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðis- ráðherra í samtali við DV. Ung kona, sem sýkt er af eyðni, var um síðustu helgi hneppt í stofufang- elsi. Gæta lögreglumenn íbúðar hennar þar sem hún dvelst í einangr- un. Það var borgarlæknir sem lét til skarar skríða gegn konunni eftir að ljóst þótti að hún gætti ekki varkámi í kynlífi. Naut borgarlæknir aðstoðar Rannsóknarlögreglu ríkisins við að fá grun sinn í þeim efhum staðfestan. „Ég gaf á sínum tíma út heimild til að beita farsóttarlögum og það er nú gert í þessu máli. Að sjálfsögðu verð- um við að finna einhverja lausn og er verið að athuga ýmsar leiðir i því sambandi. Líklegast er að einstakling- í nokkurn tíma hefúr verið þungur starfsandi meðal starfsmanna Bif- reiðaeftirlitsins. Starfsmaður, sem DV talaði við, sagði: „Hér hefur alltaf ve- rið slæmur mórall en aldrei sem nú. Ástandið hér er hroðalegt." Sam- komulag starfsmanna virðist vera miserfitt á milli deilda. I einni deild- inni er ástandið orðið svo alvarlegt að stjómendur hafa neyðst til að kalla til sálfræðing og er nú hluti starfs- manna skikkaður til að mæta reglu- lega i viðtal hjá honum. Á sl. hausti var haldið námskeið fyr- ir starfsmenn Bifreiðaeftirlitsins í mannlegum samskiptum. Virðist nám- skeiðið ekki hafa dugað því eins og fyrr sagði er hluti starfsmanna með einkatíma hjá sálfræðingi. Einn þeirra starfsmanna sem rætt var við sagði að nú væru tveir húsbændur sem kepptust um að grafa hvor undan öðr- um. Annar starfsmaður var þessu ekki sammála og sagði að mikill munur væri á húsbændunum tveimur. Sá sem eldri væri í starfi frestaði öllum vanda- málum en hinn tæki á þeim. Hæstiréttur vísaði í gær máli að- standenda „Fréttaútvarpsins“ frá dómi og ómerkti jafnframt dóm undir- réttar þar sem forsvarsmenn útvarps- ins voru sakfelldir. Ástæða frávísunar- innar var skortur á sönnunargögnum og var málinu vísað heim í hérað á ný „til löglegrar ineðferðar og dómsá- lagningar", eins og segir í dómi Hæstaréttar. Hæstiréttur dæmdi hins vegar for- ráðamenn tveggja annarra úrvarps- stöðva, annars vegar á fsafirði og hins vegar í Reykjavík, til greiðslu sekta. í öðru málinu er um að ræða tíu menn á ísafirði sem starfræktu útvarpsstöð í bænum í tvo daga á meðan á verk- falli BSRB stóð og í hinu málinu voru þrír menn dæmdir vegna sambærilegr- Hannes Hlífar Stefánsson er nú í 2. sæti á heimsmeistaramóti unglinga í skák eftir að hann gerði jafhtefli við Rúmenann Moldov í 9. umferð í gær. Hannes er með 7,5 vinninga en Adams fiá Englandi sigraði í 9. umferðinni og er efstur með 8 vinninga. Tvær umferðir eru eftir og teflir um sem þessum verði komið fyrir á vistheimili þar sem engin hætta er á að þeir smiti aðra. Hins vegar verður að brýna það enn og aftur fyrir fólki að það er aðgæsla þess sjálfs sem er besta vömin gegn eyðni," sagði heil- brigðisráðherra. Tveir af þeim starfsmönnum sem rætt var við sögðu að tveir af yfir- mönnum stofriunarinnar hefðu um nokkum tíma rekið sjoppu í húsnæði Bifreiðaeftirlitsins við Dugguvog. Fullyrtu þeir að aldrei hefði verið greidd leiga, raftnagn eða nokkurt gjald fyrir þessa aðstöðu og auk þess hefðu þeir sem ráku sjoppuna verið á launum hjá ríkinu við afgreiðslu í sjoppunni. . Þau em fleiri deilumálin meðal ' starfsmanna. Þeir segja vinnuálag vera mikið, skoðunarmönnum hafi fækkað þrátt fyrir mikla aukningu á bílum. Árlega era umskráðir 40.000 bflar. Syrgja menn það að nýja núm- erakerfið skuli ekki hafa verið afgreitt frá Alþingi. Við umskráningu verður hver viðskiptavinur að hafa samband við fjóra starfsmenn en þurfti til skamms tíma að hafa tal af fimm til að umskrá bíl. Einnig era starfsmenn óánægðir með hvernig ætlað er að sumarafleysingum verði háttað. ar starfsemi í sama verkfalli. Vora ísfirðingamir dæmdir í 3.000 til 5.000 króna sekt en þremenningamir, þeir Kjartan Gunnarsson, Eiríkur Ingólfs- son og Hannes H. Gissurarson, vora dæmdir í 20.000 króna sekt. Hæstiréttur staðfesti hins vegar sý- knudóm undirréttar yfir tíu starfs- mönnum ríkisútvarpsins sem ákærðir vora fyrir að hafa haft forgöngu um að starfsmenn RÚV stöðvuðu með ólögmætum hætti útsendingar hljóð- varps og sjónvarps. f sératkvæði tveggja dómara af fimm í þessu máli kemur fram að þeir telja háttsemi starfsmanna RÚV varða við 176. grein hegningarlaganna en rétt sé þó að fresta refsingu og fella hana niður að tveimur árum liðnum. -ój Hannes sennilega við Gurevic frá Bandaríkjunum í 10. umferð en sá er stigahæsti keppandi mótsins og hefúr 6,5 vinninga. Guðfríður Lilja sigraði Halvorsen frá Noregi í 9. umferð og er komin í 4. til 9. sæti á mótinu með 5,5 vinninga. Mótinu lýkur á laugardag. -S.dór Sæbjörgin siglir á undanþágu Sæbjörg, skip Slysavamafélags- ins siglir nú umhverfis landið til námskeiðahalds fyrir sjómenn. Skipið siglir á undanþágu, vegna þcss að ekki vannst tími til að Ijúka nokkrum minniháttar lag- færingum í þvi svo það fengi undanþágulaust haffærisskírteini. Páll Guðmundsson hjá skipaeft- irliti Siglingamálastofiiunar sagði að þau atriði sem undanþága væri gefin fyrir væra öll minniháttar. Sæbjörginni, sem áður var varð- skipið Þór, hefúr verið breytt nokkuð og eitt af þvf sem enn vant- ar er kort af svonefndu öryggis- plani um borð en það á að hanga uppi á vegg. Gamla planið er til en vegna breytinganna verður að gera nýtt. Þá eru tvær vélar í skipinu og er stýrið á milli skrúfanna. Önnur véfin er ónýt og er það því keyrt á annarri vélinni. Þetta breytir stjómunareiginleikum skipains þar eð skrúfan er til hliðar við stýr- iö. Páll sagði þetta smávægilegt. En fyrir bragðið er skipið með tak- markað farsvið og má ekki sigla því nema við strendur landsins og inni á flörðum. Undanþágan gildir til 1. júlí, þá á að vera búið að kippa þessum hlutum í lag. ___________________-S.dór Úr Olís í jógúrt Þórður Ásgeirsson, fyrram for- stjóri Olís, hefur ekki setið áuðum höndum eftir að hann fór frá fyrir- tækinu. Ásamt nokkrum félögum sínum hefur hann unnið að því að koma á fót verksmiðju sem fram- leiðir jógúrt. í viðtafi við Vikuna, sem kemur út í dag, segir hann meðal annars: „Við erum komnir vel á veg, búnir að kaupa allar vélar, keypt- um vélasamstæðu frá Alfa Laval í Svíþjóð. Þetta era fúllkomnustu og bestu vélar sem hægt er að fa. Við erum búnir að taka nýtt hús- næði á leigu suður í Bæjarhrauni í Hafiiarfirði og þessa dagana er unnið að því að innrétta það. Vél- amar verða afhentar í júlí. Það tekur um það bil mánuð að setja þær upp svo að um miðjan ágúst ættum við að geta hafið tilrauna- framleiðslu." Jógúrtfyrirtæki Þórðar Ásgeirs- sonar heitir Baula og meðeigendur hans era Öm Vigfússon, Jón Ás- geirsson og brasðumir Jón og Vilhjálmur Ingvarssynir. -EIR Játa á sig tölu- vertsmygl Hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins hafa tuttugu skipverjar á m/s Ála- fossi játað að hafa smyglað til landsins 1400 til 1500 Döskum af áfengi á sl. ári og 1 einni ferð skips- ins í þessum mánuði. í þeirri ferð smygluðu þeir 90 flöskum. Tollgæslan hafði unnið að mál- inu undanfama mánuði. Tollgæsl- una hefúr grunað um tíma að töluverðu af áfengi væri smyglað með Álafossi. Þegar umbeðnar upplýsingai' erlendis frá um áfeng- iskaup áhafiiarinnar lágu fyrir var málið sent rannsóknarlögreglu. Nú hafa tuttugu áhafiiarmeðlimir játað að hafa selt áfengið hér á landi fyrir utan hluta af því sem þeir neyttu sjálfir. Annað skip Eimskipafélagsins er einnig til meðferðar hjá rannsókn- arlögreglunni. Er það Eyrarfoss. -sme Stúlka slasaðist Rétt fyrir klukkan hálftíu í gær- kvöldi varð alvarlegt umferðarslys á Sogavegi. Tólf ára gömul stúlka varð fyrir bifreið sem ekið var í austurátt. Stúlkan var flutt á slysadeild Borgarspítalans. Þar fór hún í aðgerð. Stúlkan er m.a. mik- ið slösuð á höfði. -sme Foldaskóli i Reykjavik. Lýsingin í burðarþolsskýrslu félagsmálaráðuneyt- is virðist eiga við hann, en yfirvöld hafa ekki viljað gefa upp hvaða byggingar voru kannaðar. DV-mynd Brynjar Gauti Burðarþolsskýrsla félagsmálaráðherra: Lýsingin á við Foldaskóla - ekki gefið upp hvaða byggingar voru kannaðar Ómögulegt reyndist að fá gefið inginstenstjarðskjálftaálagskv. ÍST upp hvaða tíu byggingar vora kann- 13 (íslenskur staðall) en fram koma aðar á vegum félagsmálaráðherra í skemmdir á festingum útveggjaein- úttektinni á burðarþoli þygginga. inga.“ Athygli vekur að ekkert íbúðarhús Athugasemdir um niðurstöður var kannað. En hvers vegna? Skýr- könnunarinnar á skólahúsinu era: ingin mun vera sú að íbúðarhúsnæði Athugun á stöðugleika hússins gegn er undantekningalítið byggt á jarðskjálfta sýndi að festingar for- traustari máta en aðrar byggingar. steyptra útveggjaeininga skemmast Munar þar mest um fjölda steyptra og því yfirfærist meira álag á kjama innveggja. hússins. í ÍST 13 er bent á að auka Fram kom í máli Hafsteins Páls- skuli lárétt álag á byggingar sem sonar, verkfræðings hjá Rannsókna- teljast mikilvægar í neyðarástandi. stofnun byggingariðnaðarins, en Eðlilegt er því að auka álagið fyrir hann hafði umsjón með gerð skýrsl- þetta hús þar sem um skólabyggingu unnar, að væntanlega yrði ekki er að ræða og Almannavamir ríkis- langt að bíða þess að sambærileg ins beina fólki í skólabyggingar ef könnun jæði gerð á íbúðarhúsnæði. það þarf að yfirgefa heimili sín í náttúruhamförum. Þetta er gert í Skóli eitt húsanna þessari athugun þar sem ekki er um Athygli vekur að eitt þeirra húsa, skýlausa kröfú að ræða í staðlinum. sem gerð var könnun á, er skólahús. Ekki er hægt að fá gefið upp hvaða Hvar eru teikningarnar? hús er um að ræða í þessu tilfelli í flestum tilfellum vantar teikning- fremur en öðrum. Vitað er að skóla- ar eða önnur gögn yfir þau hús sem húsið er í Reykjavík eins og reyndar könnuð vora. Eitt dæmi úr skýrsl- öll þau hús sem könnunin náði til. unni: „Lýsing: Steinsteypt iðnaðar- Skólahúsinu er þannig lýst í skýrsl- húsnæði. unni: Teikningar: Engar teikningar vora „Tveggja hæða skólabygging sagðar til hjá byggingafulltrúa. byggð úr steinsteyptum einingum. Athugun: Ekkert var gert til að Styrking var gerð á húsinu á bygg- meta ástand hússins vegna skorts á ingatíma með því að steypa kjama gögnum. í húsið. Húsið er 870 fermetrar að Niðurstaða: Engar teikningar og flatarmáli og um 7600 rúmmetrar." því engin athugun a.m.k á þessu Þessi lýsing virðist aðeins eiga við stigi.“ Foldaskóla. Þegar einn þeirra sem Hvemig má þetta vera? Hjá borg- veit um hvaða hús er verið að ræða arverkfræðingi og byggingaíúlltrúa var spurður beint hvort þetta væri Reykjavíkur fengust engin svör. Foldaskóli var svarið á þá leið að „Fyrir neðan allar hellur," sagði viðkomandi hefði alla tíð verið á borgarverkfræðingur. Borgarverk- móti því að skýrslan yrði gerð opin- fræðingur sagði varðandi útreikn- ber. inga nefiidarinnar, sem vann Ef um áðumefnt hús er að ræða skýrsluna, að hann væri búinn að er þá Foldaskóli stórhættulegur? fá Verkfræðistofnun Háskólans til Niðurstöður könnunarinnar era að fara yfir störf nefndarinnar. Á þessar „Teikningar era almennt þessu stigi vildi hann því lítið um greinagóðar en ekki að öllu leyti málið segja. þyggt samkvæmt teikningum. Bygg- -sme -EIR Bifreiðaeftirlítið: Starfsmenn ganga til sálfvæðings - vegna samstarfserfiðleika -sme Hæstiréttur dæmir í útvarpsmáium: Forráðamenn tveggja stöðva sakfelldir - máli Fréttaútvarpsins vísað frá Hannes Hlrfar í 2. sæti eftir jafntefli í gær

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.