Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1987, Síða 10
10
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1987.
Utlönd
Styrjöldinni mllli
íran og írak að Ijúka?
Styrjöldin milli íran og írak hefur kostaö mikinn fjölda mannslifa á báða bóga og í henni hefur ómældum
verðmætum verið fórnað, án þess að striðsaðilar geti stært sig af nokkrum árangri.
Fahd, konungur Saudi-Arabíu,
hefur nú bæst í hóp þeirra leiðtoga
sem telja að hugsanlega sjái fyrir
endann á styrjöldinni milli Iran og
írak. Haft var eftir konunginum fyrr
í vikunni að hann teldi styttast í
endalok stríðsins, en Saudi-Arabar
hafa að undanförn reynt að beita
áhrifum sínum í fran til þess að þoka
þarlendum stjómvöldum í átt til
samninga við fraka.
Þá var haft eftir Ronald Reagan
Bandaríkjaforseta að Bandaríkin
reyndu nú, ásamt fleiri ríkjum, að
fá styrjaldaraðilana að samninga-
borðinu þótt óvíst sé enn um árangur
af þeirri viðleitni.
Mikið mannfall
Styrjöldin milli írana og íraka, sem
nú hefur staðið hátt á sjöunda ár,
hefúr verið ákaflega mannskæð á
báða bóga. Þótt tölur þær, sem ber-
ast um mannfall frá írönum og
frökum sjálfum, séu oft taldar óá-
reiðanlegar má telja fullvíst að
tugþúsundir hermanna og þúsundir
almennra borgara hafi orðið styrj-
öldinni að bráð.
Þá hafa ríkin tvö, sem bæði búa
yfir töluverðum auðæfum, lagt svo
mikil verðmæti undir í baráttunni
að efhahagur þeirra er orðinn mjög
erfiður og þvi stríðsreksturinn orð-
inn þungur.
Árangur af átökum þessum hefur
svo verið nákvæmlega enginn. Hvor-
ugur aðilinn hefur náð landvinning-
um, hvorugur hefur í dag styrkari
stöðu, stjómmálalega eða á annan
hátt, og hvorugur hefur náð að eyði-
leggja að marki meira fyrir hinum
en hann hefur orðið að þola sjálfur.
Meira að segja uppihald stríðs-
fanga er nú orðið að vandamáli, að
minnsta kosti fyrir íraka. Einkum
eru það þúsundir ungra drengja úr
herjum írana, sem frakar hafa tekið
höndum, sem vefjast fyrir stjóm-
völdum í Bagdad. Þótt írakar vildu
ef til vill sleppa þeim úr haldi til að
þurfa ekki að fæða þá og klæða geta
drengimir ekki snúið heim. íranar
em að heyja heilagt stríð og sá sem
gefet upp fyrir óvininum, lætur taka
sig höndum, á sér ekki lengur til-
verurétt innan ramma kenninga
Kóransins.
Hafa írakar meðal annars reynt
að fá Evrópuþjóðir til að taka við
drengjunum en án merkjanlegs ár-
angurs fram til þessa.
Teygir angana
Stríð þetta hefur svo teygt anga
sína út fyrir lönd stríðsaðila, einkum
og sér í lagi út á Persaflóann, þar
sem átökin hafa bitnað mikið á aðil-
um sem málið er lítt eða ekkert skylt.
Ráðist hefur verið á mikinn fjölda
skipa á flóanum, einkum olíuskipa,
með þeim afleiðingum að mörg hafa
verið stórskemmd, þeim jafhvel
sökkt, og í sumum tilvikum orðið
manntjón.
Árásir þessar hafa verið gerðar án
nokkurs tillits til hverrar þjóðar
skipin eru og áhafhir þeirra. Nú síð-
ast var það bandarísk freigáta sem
varð fyrir eldflaug frá íraskri orustu-
þotu. Hátt á fjórða tug bandarískra
sjóliða létu lífið í árásinni.
Stórveldin stikkfrí
Stórveldin, Bandaríkin og Sovét-
ríkin, hafa gætt þess vandlega að
blandast ekki inn í átökin milli fran
og írak. Svo mikil er sú ákveðni að
bandarísk stjómvöld láta sér nú
nægja einfalda afsökunarbeiðni frá
Bagdad vegna árásarinnar á freigátu
þeirra. Við aðrar aðstæður mætti
ætla að Bandaríkjamenn tækju
harðar á slíku, en nú er þeim meir
í mun að kveða átökin niður.
Vegna þessa afskiptaleysis hefur
stríðsaðilum jafnframt gengið treg-
lega að endumýja og endurbæta
vopnabúnað sinn. Hafa þeir þurft
að leita fanga á ólíklegustu stöðum
til þess að geta haldið stríðsrekstri
áfram. Nú síðast bámst fregnir um
að íranar hefðu fest kaup á gömlum
vopnum, skotfærum og öðnnn bún-
aði frá Eþíópíu. Mun þetta vera
gamalt drasl sem Eþíópíumenn em
búnir að leggja til hliðar og sjá sér
nú færi á að koma í verðmæti.
Hugsanlega hafa þeir því rétt fyrir
sér sem nú telja endalok stríðsins
framundan. Þótt þeir vilji ekkert um
það fullyrða hvort endalokin verða
við samningaborðið eða á vígvelli
hlýtur samningaleiðin að teljast lík-
legri eins og staðan er í dag.
Hvomgur stríðsaðila hefur í raun
bolmagn til þess að vinna sigur á
hinum með vopnavaldi.
Eftir kosningamar í Suður-Afríku:
Frjálslyndir eiga að yfirgefa þingið
í Suður-Afríku eftir hrakfarimar í
kosningunum þann 6. maí síðastlið-
inn.
Þeir sem krefjast þess gerast nú æ
háværari og em það bæði leiðtogar
svartra og hvítra.
Mynduð hafa verið ný samtök sem
berjast fyrir lýðræði í Suður-Afríku.
Forsvarsmaður samtakanna er fyrr-
um formaður Framfarasinnaða
sambandsflokksins, Frederick van
Zyl Slabbert. Það var í fyrra sem
hann sagði af sér formannsembætt-
inu með látum og hætti þing-
mennsku. Fullyrti hann að ef
frjálslyndir héldu áfram störfum á
þingi, sem aðhylltist aðskilnað kyn-
þáttanna, veittu þeir einræðisstjóm
Botha óbeinan stuðning þrátt fyrir
að þeir væm í stjómarandstöðu.
Stuðningur stúdenta
Síðastliðið ár hefur hann óspart
látið þessa skoðun sína í ljós og
naut hann fyrst og fremst stuðnings
samtaka hvítra og svartra háskóla-
stúdenta. Eitt dæmi um það vom
kröfúgöngur stúdenta. Annað dæmi
vom hvatningar stúdenta til hvítra
um að taka ekki þátt í kosningunum.
Meðal þeirra sem hvatt hafa fijáls-
lynda til að yfirgefa þingið er
Desmond Tutu biskup. En sá þing-
maður þeirra sem þar hefúr setið
lengst, Helen Suzman, segir það ekki
koma til greina. Kennir hún þeim
hvítu, sem hvöttu fólk til að sitja
heima á kosningadaginn, um hrak-
farir flokksins.
Það virðist óhugsandi að Fram-
farasinnaði sambandsflokkurinn
yfirgefi þingið. Aftur á móti er lík-
Helen Suzman úr Framfarasinnaða sambandsflokknum
segir það ekki koma til greina að frjálslyndir hætti þing-
mennsku.
Frederick van Zyl Siabbert er forsvarsmaður nýrra
frjálslyndra baráttusamtaka.
legt að minni flokkur ffjálslyndra
hverfi en hann er með aðeins eitt
þingsæti eftir að hafa tapað fjómm,
öllum í Natalhéraðinu.
Grafið í kyrrþey
Það var einmitt í Natal sem Fram-
farasinnaði sambandsflokkurinn
beið stærstan ósigur. Það þýðir í
almennum kosningum þar sem öll-
um yrði heimil þátttaka.
Afríska þjóðarráðið hafhaði þess-
ari ráðagerð, meðal annars vegna
þátttöku Buthelezis. í kosningabar-
áttunni réðust frambjóðendur Botha
harkalega á ráðagerðina og frjáls-
lyndir töpuðu mörgum þingsætum.
Margir hafa bent á að tilraunin hafi
raun að tilraun flokksins og aðalá-
róðursefni verður grafið í kyrrþey.
Um er að ræða uppkast að stjórn-
arskrá fyrir héraðið sem fijálslyndir
gerðu að mestu leyti í samráði við
Buthelezi, höfðingja Kwa Zulu
lands. Gert var ráð fyrir þingi með
tveimur deildum. f annarri þeirra
áttu þeir að sitja sem kosnir vom í
verið vonlaus frá byrjun. Að finna
lausnir fyrir ákveðin svæði sameini
ekki Suður-Afríku undir stjóm
svartra.
Frederick van Zyl Slabbert leggur
áherslu á að nú þurfi að finna nýjar
leiðir fyrir baráttuna utan þingsins
og fyrst og fremst þurfi að fá ungt
hvítt fólk til þess að taka þátt í
umræðum fjarri valdasviði hvítra.
Iðnrekendur svartsýnir
Talið er víst að fjárhagsleg öfl
standi einnig að baki þessari nýju
hreyfingu. Því hefur verið fleygt að
ekki nægi að afnema kynþáttaað-
skilnaðinn. Það sem um er að ræða
er að ná völdum á stjómmálasviðinu
áður en sprenging verður. Stórfyrir-
tæki, undir stjóm afkomenda
Búanna, reyna nú á örvæntingar-
fullan hátt að finna leið út úr
ógöngunum. Þau hafa lengi verið
gmndvallarstoð veldis Botha en í
kosningabaráttunni studdu þau hina
óháðu, uppreisnarmennina gegn
Botha.
í iðnvæddum löndum má nú
merkja svartsýni þrátt fyrir hækk-
andi gullverð. Framundan virðist
langdregin barátta sem að lokum
getur lagt efnahagskerfi hvítra í
rúst. Til merkis um það er aukinn
máttur verkalýðsfélaga blökku-
manna og flótti menntaðra hvítra
manna frá Suður-Afríku. Ög auðvit-
að boðskapur kosningaúrslitanna,
óskert vald hvitra.
Gámngamir segja að það séu að-
eins þrír hópar hvítra sem eru
bjartsýnir í Suður-Afríku: vopnasal-
amir, öiyggisþjónustufyrirtækin og
flutningafyrirtækin.