Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1987, Page 23
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1987.
23
Fréttir
AJþjoðlegt framtak:
Boðhlaup i þágu friðarins
Nú stendur yfir alþjóðlegt friðar-
hlaup. Hlaupið, sem er lengsta boð-
hlaup sem hefúr verið hlaupið, hófst
við Frelsisstyttuna í New York 27.
apríl sl. með þvi að kveikt var á kyndli.
Með þennan kyndil eiga síðan hlaup-
arar frá 55 þjóðlöndum eftir að hlaupa
43.000 kílómetra en það er rúmlega
ummál hnattarins.
Reiknað er með að kyndillinn gangi
á milli manna oftar en 20 þúsund sinn-
um. Áætlað er að hlaupinu ljúki í New
York 7. ágúst í sumar.
Hér á landi verður hringvegurinn
hlaupinn og hefst hlaupið hér 12. júní.
Áætlað er að það taki 8 til 10 daga
að hlaupa þá 1.411 kílómetra sem
hringvegurinn er. Það getur hver sem
vill tekið þátt í þessu hlaupi því það
er öllum opið. Fengnir verða vanir
hlauparar til að hlaupa lengstu og
erfiðustu kafla leiðarinnar.
fþróttasamband íslands sér um fram-
kvæmd hlaupsins hér á landi.svo og
Olympíunefnd fslands, Maraþonliðið
og Ungmennafélag íslands. í frétt um
hlaupið segir: „Með fundi Reagan og
Gorbatsjov síðastliðið haust varð fs-
land sjálfkjörinn boðberi friðar í
vitund manna um allan heim og er
þetta hlaup því jákvæður liður i að
halda þeirri hugmynd á lofti.“
-sme
Söluskáli
opnaðurá
Hofn
Júlía Imsland, DV, Hofn
Söluskáli Olís á Höfn var opnaður
um síðustu helgi en hann hefur lengi
verið lokaður og aðeins verið rekin
smur- og dekkjaþjónusta í húsakynn-
um Olís. Steinar Guðmundsson hefur
haft veg og vanda af rekstri smur-
stöðvarinnar og fær nú til liðs við sig
Hannes Halldórsson sem sjá mun um
söluskálann. Verið er að byggja sölu-
skála við Essóbensínsöluna við
Vesturbraut og verður þar, auk venju-
legs sjoppuvamings, hægt að fá kaffi
og brauð, heitar samlokur, pylsur, ís
og fleiri smárétti. Segja má að sjoppu-
rekstur á Höfn hafi verið í algeru
lágmarki undanfarið, aðeins tvær
sjoppur á staðnum, og mun þessi
aukna þjónusta koma sé vel, bæði fyr-
ir heimamenn og ferðafólk.
Elli- og
örorkulíf-
eyrir hækkar
Ákveðið hefúr verið að hækka elli-
og örorkulífeyri. Hækkunin tók gildi
1. maí sl. og kemur því til útborgunar
um næstu mánaðamót. Hækkunin nær
til þeirra sem litlar eða engar tekjur
hafa aðrar en lífeyri almannatrygg-
inga.
Lífeyrisþegi, sem nýtur fullrar tekju-
tryggingar, hækkar um kr. 2.000,
hlutfallsleg hækkun verður til hjóna
sem bæði njóta lífeyris.
Með þessari hækkun verður lífeyrir
til elli- og örorkulífeyrisþega, sem nýt-
ur fullrar tekjutryggingar og heimilis-
uppbótar, alls kr. 24.523 krónur á
nrínuði.
Kaplahrauni 7 65 19 60
r
Hefurðu oft lítinn tíma en vilt matreiða
hollan og góðan mat handa þér og
þínum? Þá, eins og alltaf, er lambakjöt
kjörið. Vegna þess hve það er meyrt og
safaríkt er auðvelt að matreiða
stórkostlegan rétt á aðeins 30 mínútum.
Ótrúlegt? Prófaðu bara.
Biynjar Eymundsson matreiðslumeistari
á Gullna Hananum hefur valið þennan
rétt - einn af mörgum möguleikum
lambakjötsins í fljótlegum úrvalsréttum.
m/melónu og jurtakryddsósu
f,4.
2 stk. ca. 750gr, Imbainnanlærís-
vöðvarsem eru kryddaðirmeð
eftírfaraadi kryddblöndu:
ltsk.salt.
fátsk.sykur.
tttsk.pipar.
tttsk. timian.
fótsk.oregano.
8MBI
Vöðvamir eru brúnaðir á pönnu á öllum
hliðum og síðan settir í 140°C heitan
ofn í ca. 20 mín. Tími og hiti ræðst þó af
steikingarsmekk.
Rétt fyrir framreiðslu em ræmur af
melónu og rifinn appelsínubörkur
hitað í ofninum.
Kjötið er nú skorið í þunnar sneiðar og
borið fram með melónukjötinu og sósunni,
skreytt með appelsínuberkinum.
Með þessu má einnig bera fram t.d. soðið
blómkál, steinselj ukartöflur og eplasalat.
Sósan:
fátitri vatn.
1 msk. kjötkraftur.
lOstk. einiber.
2stk.lár\iðarlauf.
fé tsk. timian.
fétsk.oregano.
1 tsk. sveskjusulta.
1 msk. sax. blaðlaukur.
SaB úr fá appelsúiu, sósutitur.
Allt sett í pott og soðið niður um !ó og
þá þykkt með 2 tsk. af maísenamjöli
sem er hrært út áður í dálitlu af köldu vatni.
Sósan er síuð og í hana má setja 1 dl. rjóma
ef vill.
MARKAÐSNEFND