Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1987, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1987, Qupperneq 33
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1987. 33 DV „Sástu fuglinn?" En Hermann Lundholm hafði ekki kíki og var því fátt um svör að þessu sinni. fyrra og farnar voru um tvö hundruð ferðir. Fólk á öllum aldri kemur í ferðirn- ar - léttari ferðir fyrir íjölskyldufólk en frekar einstaklingar í þær lengri. Flestar eru þó við allra hæfi og það eru ekki nema erfiðari jöklaferðir sem ekki eru nema fyrir þá sem eru vanari. Oftast koma menn svo til að fræðast - meirihlutinn líklega - og því leggjum við mikið upp úr því að hafa góða leiðbeinendur." ræktarinnar að kettir hafi verið þar að verki. Væri því ærin ástæða til þess að hvetja kattaeigendur til þess að hafa kettina sína inni á meðan á varpi stendur." Sá bráðskarpi starri Talið berst að starranum sem á til ýmis skemmtuleg uppátæki. Eitt vor- ið skildi til dæmis einn kvenkyns starfsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar ekkert i því hvar strákahópur gæti mjög góð skilyrði í tengslum við varpstaði í þéttbýli. Leitar uppi gluf- ur eða op í húsum undir þakskeggi og verpir aldrei nema í slíkum holum. Aldrei eins og þrösturinn í opnum trjám. Þeir slást því ekki um varp- stæði.“ Færeyingar byggja starrabúr „Ég er Færeyingur í aðra ættina og var þar sem barn. Þar hefur starr- inn verið frá ómunatíð og það er þess vegna einkennilegt að hann skuli ekki hafa komið upp varpi fyrr á íslandi. Færeyingum þykir gaman að starranum og þótti sjálfsagt að byggja sérstök starrabúr við húsin. Með því móti losna menn algerlega við flóna og geta jafnframt notið hans fjölbreytilega lífsferlis í návígi. Starrinn getur sungið og hermt eftir öllum þeim fuglategundum sem hann elst upp með en starri og kráka eru sömu ættar. Fyrri hluta apríl heyrði ég í útvarp- inu að heyrst hefði í lóu. Það er löngu áður en fyrstu lóurnar komu: Vel kann að vera að lóa hafi heyrst þá en líklegra er að hljóðin hafi komið frá þessari dæmalausu hermikráku sem starrinn er.“ Hundurfátæka mannsins „Konrad Lorenz sem hefur mikið unnið að dýrasálfræði segir að starr- inn sé oft nefndur í Evrópu hundur fátæka mannsins," segir Arni Waag og itrekar að sjálfur hafi hann gaman af starranum. Það er hægt að taka starran ungan og kenna honum að tala og fylgja húsbónda sinum.“ Tíðarandi Fuglaskoðunarferöir eru tilvalin skemmtun fyrir fjölskyldur - hjónin María Hreinsdóttir og Helgi Hjálmarsson mættu með soninn Helga Pál Helgason. Það er því ekki langt að fara fyrir þá sem vilja byrja á fuglaskoðun. Flestir þurfa ekki annað en líta út um gluggann til þess að fylgjast með lifnaðarháttum starrans á næsta húsþaki. Alhörðustu áhugamennirn- ir geta svo leikið sér að því að temja eitt og eitt starrakríli sér til skemmt- unar - í stað þess að kaupa páfa- gauka i næstu gæludýrabúð. Reyndar virðist páfagaukum og störrum koma ágætlega saman - því þar sem páfagaukar búa innan dvra er ekki óalgengt að sjá nokkra starra sitja í grenndinni og ræða við búr- fuglana með háværum köllum á milli. Stundum myndast sterkt vin- áttusamband og þá mega eigendur páfagaukana sætta sig við að vakna um hálfsexleytið á morgni hverjum þvi þá eru starrarnir í essinu sínu. Þeir sem lengra vilja h'ta og kjósa útivist og hreyfingu í bland geta svo lagt leið sína í Elliðavoginn, Grafar- vog, Kópavog eða Alftanesið. Af nógu er að taka. Texti: Borghildur Anna DV-myndir: Kristján Ari Kettirnir hamla fuglalífinu Árni Waag hefur haft áhuga á fuglaskoðun frá því hann var barn í sveit. Leiðsögumaður hefur hann svo verið frá 1960 en þá vantaði erlenda aðila leiðsögumann í náttúruskoð- unarferð. „Það er skemmtilegast að komast í tengsl við móður náttúru,“ segir Árni. ,,Á Islandi eru tæpar áttatíu teg- undir varpfugla, nokkrar tegundir auk þess sem hafa orpið en eru ekki orðnar fastar ennþá. Það er sumpart vegna umferðar manna og katta - því flestar þessara tegunda hafa orp- ið í nánd við þéttbýli eins og á höfuðborgarsvæðinu. Af þessum fuglum má nefna fjallafinku, bók- finku, svartþröst og fleiri. Margir eru að nema land en eiga erfitt upp- dráttar af fyrrnefndum ástæðum og það er alveg óhætt að huga nokkuð að köttunum. Ég veit til þess að í Skógræktarstöðinni í Fossvogi hafa nokkrar tegundir byggt sér hreiður. En þegar ungarnir klöktust hafa þeir horfið og telja starfsmenn Skóg- falist - en þeir höfðu þann leiða sið að blístra hástöfum þegar hún mætti í vinnuna. Skýringin kom i ljós þegar tímar liðu. Strákahópurinn reyndist vera nokkrir starrar sem sátu mak- indalega undir þakskeggi DV-húss- ins í Síðumúlanum og flautuðu sem óðir væru þegar hún birtist á gö- tunni í skærlitum sumarfatnaðinum. Skartfugl mikill - starrinn - enda skyldur krákunni. „Starrinn nam hér land sem varp- fugl um 1940 og var það umhverfis Höfn í Hornafirði,“ segir Árni. „Stofninn virtist hafa staðið nokk- uð í stað í fyrstu en upp úr 1950 fer hann að leita vestur á bóginn. Upp úr fimmtíu verður hans vart verp- andi á höfuðborgarsvæðinu. Það sem á eftir kemur þekkja flest- ir. Hann fjölgaði sér mjög ört og virtist hafa hitt á ákaflega hagstæð lífsskilyrði. Fljótlega eftir komu hans í höfuð- borgina fór að bera á kvörtunum vegna starraflóarinnar. Starrinn verpir í holum eða sprungum kletta og svo framvegis. Hann virðist hafa Þorgeir Helgason og Hulda Sveinsdóttir voru með í för þetta vorkvöld á Álftanesi og mundu bæði eftir þvi að taka kiki með í leiðangurinn. AUGLÝSIIMG TIL IMÁMSMAIMIMA Bráöabirgðaákvæði um námsmenn tóku gildi 14. apríl 1987. Ákvæðin varða lög um Húsnæðisstofnun ríkisins. Samkvæmt þessum ákvæðum mun Húsnæðisstofnunin fara eftir neðangreindum reglum við meðferð lánsumsókna frá námsmönnum. B Námsvottorð gilda til jafns við iðgjaldavottorð frá lífeyrissjóðum þegar sótt er um lán, hafi námið verið stundað fyrir 1. september 1986. Eftir 1. september gilda einungis iðgjaldavottorð frá lífeyrissjóðum. 0 Vegna umsókna, sem lagðar voru inn á tímabilinu 1. september 1986 til 13. apríl 1987, þurfa námsvottorð (um nám fyrir 1.9. '86) og/eða lífeyrissjóðsvottorð að spanna 24 sl. mánuði áður en umsóknin var lögð inn. □ Um umsóknir sem lagðar voru inn 14. aprfl og síðar, gildir, að námsvottorð (um nám fyrir 1.9. '86) og iðgjaldavottorð frá lífeyrissjóði verða að gilda fyrir 20 af 24 næstliðnum mánuðum, áður en umsóknin er lögð inn. Námsvottorð gildir því aðeins að umsækjandinn stundi eða hafi stundað lánshæft nám, samkvæmt skilgreiningu Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Leggja verður fram vottorð um námstímann frá hlutaðeigandi skóla. Þeir, sem þegar hafa lagt inn umsóknir, verða að senda Húsnæðisstofnun ríkisins þessi skólavottorð fyrir 1. júnf 1987. # Húsnæðisstofnun ríkisins LAUGAVEGl 77 101 REVKJAVIK 8:28500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.