Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1987, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987. Fréttir Tekjuaukníng ríkissjóðs nauðsynleg: Tillogur um skatta- hækkanir á borðinu Skattahækkanir af ýmsu tagi eru ein af þeim tekjuöflunarleiðum sem nú eru ræddar í stjómarmyndunar- viðræðunum. í þeim heíur meðal annars verið til umræðu vinnuþlagg Irá Sjálf- stæðisflökknum sem kallast Val- kostir í skattamálum. Er þar velt upp ýmsum hugmyndum að skattahækk- unum sem mögulegar væru til að brúa ríkissjóðshallann eða mæta auknum útgjöldum að einhverjum hluta. Ef ríkistjómarmyndunin tækist er ljóst að ríkisútgjöld myndu aukast, m.a. vegna skilyrða Kvennalistans, sem áætlað hefur verið að myndu kosta ríkissjóð 5 milljarða á ári. Einnig myndi krafa Alþýðuflokksina um byggingar kaupleiguíbúða taka til sín mikið fjármagn ef hún næði íram að ganga. Meðal hölmargra hugmynda sem ræddar hafa verið eru skylduspara- aður á hátekjur og einnig hefur þeirri hugmynd verið hreyft að tollar á bflum verði hækkaðir á ný með einhveijum hætti. Viðmælendur blaðsins hafa lagt áherslu á að hér á umræðustigi og að hækkaðir akattar yrðu aðeins lítill hluti þeirra aðgerða sem nauðsynlegt verður að grípa til í þeim tilgangi að auka tekj- ur ríkissjóðs. Samt sem áður vekur það athygli að sjálfstæðismenn skuli nú ræða um mögulegar leiðir til skattahækk- ana. Friðrik Sophusson, varafor- maður Sjálfetæðisflokksins, var spurður hvort flokkurinn teldi sér við þá stefnu sem flokkurinn hefur haft í þeim málum. „Við höfum aldrei lokað fyrir það að grípa til einhvers konar skatta- hækkana. Þ ví höfum við ekki útilok- að það nú að líta eitthvað á beina og óbeina skatta. En við viljum líka fa að sjá fyrst hvað menn eru að tala um að gera fyrir þessa peninga. Fyrr er merkingarlaust að vera að velta þessum hlutum fyrir sér. Það er alveg á hreinu að sjálfetæð- ismenn hafa síst áhuga á því að hækka skatta og við munum því reyna aðrar leiðir til þrautar,“ sagði Friðrik. -ES 8é einungis um að ræða hugmyndir fært að leggja á aukna skatta miðað (imTStk. varð hvað eftir annað að hafa afskipti af drukknu fólki í heita læknum varð að loka fyrir vatnið. Nauthólsvík i gær. A endanum DV mynd S Mikil ölvun í læknum Mikil aðsókn af drukknu fólki er í heita lækinn i Nauthólsvík þegar veð- ur er gott. í gær var stöðugur straumur þangað af misdrukknu fólki. Það var strax fyrir hádegi sem lögreglan varð að hafa afekipti af fólki í læknum. Var fólk þá afar frjálslegt til fara og virt- ust evuklæðin njóta mestrar hylli. Þessi mikla aðsókn af frjálslyndu og slompuðu fólki hefur fælt aðra siðsam- ari frá læknum. Fram eftir degi í gær hélt frjálslyndi velli við lækinn og endaði ævintýrið með því að í gærkvöldi neyddist lög- reglan til að stöðva vatnsrennslið í lækinn. -sme Kennari á fiskvinnslunámskeiði: Krafðist launa sinna - var rekinn Pétur Geir Helgason, sem kennt hefur á fískvinnslunámskeiðum sjávarútvegsráðuneytisins, var rek- inn úr starfi í gær. Forsaga málsins er að allt frá því að námskeiðin hó- fust hefur kennurum gengið illa að fá laun sín greidd. I gær var Pétur Geir beðinn um að kenna á námskeiði á Þingeyri sem hefjast á föstudaginn kemur. Pétur Geir neitaði að kenna nema hann fengi fyrst gert upp þau laun sem hann á inni hjá sjávarútvegs- ráðuneytinu. Eftir að Pétur Geir lét þessa skoðun sína uppi var honum tilkynnt að hans væri ekki lengur þörf sem kennara við námskeiðin. Pétur Geir segist eiga inni rúmlega 100 þúsund krónur í ógreiddum launum. Eru það laun allt frá því í janúar. Pétur Geir hafði samband við Gissur Pétursson, starfsmann námskeiðahaldsins, og fór þess á leit við hann að sér yrðu send launin. Gissur sagði Pétri Geir að hann skyldi ekki eiga von á að greiðsla yrði send. Pétur Geir er búinn að kenna við námskeiðin allt frá því að þau hó- fust og hefur kennt á rúmlega 100 námskeiðum. „Ég get þetta ekki lengur. Það getur enginn unnið án þess að fá greidd laun. Það er nú svo komið að ég hef orðið að taka lán til reksturs heimilisins. Af þeim lán- um verð ég að sjálfeögðu að greiða vexti. Þess vegna þykir mér ansi hart að eiga inni vaxtalausar launa- greiðslur. Ég tel að hér sé verið með valdnýðslu í minn garð ,“ sagði Pét- ur Geir að lokum. -sme Flugumferðarstjórar: Framhaldið ákveðið á félagsfundi „Við munum hlíta þessum dómi, en framhaldið hjá okkur er óráðið," sagði Ámi Þorgrímsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, í gær. „Við vitum ekki hver staðan er í raun og hvort það er í höndum ríkis- sáttasemjara að hlutast til um lausn deilunnar," sagði Magnús. „Við erum dæmdir menn og okkar stétt dæmd öryggisstétt og þvi hljótum við að gæta fyllsta öryggis, en við sjáum til hvað við gerum,“ sagði Magnús, þegar hann var spurður að því hvort flugumferðarstjórar myndu grípa til einhverra aðgerða nú, þegar ljóst væri að þeir hefðu ekki heimild til að fara í verkfall, samkvæmt dómi Félagsdóms. Bjóst Magnús við því að stjórnar- fundur í Félagi flugumferðarstjóra yrði haldinn í dag og félagsfundur í kjölfar hans og þar yrðu lagðar línum- ar um áframhaldið. -ój Burðarþolsskýrslan: Grunaði að bygg- ingar væru ekki nógu öruggar - segir Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavama í kjölfar skýrslu félagsmálaráðherra um burðarþol húsa hafa vaknað marg- ar spurningar. Ein þeirra er hvað Ahnannavamir ríkisins hyggist gera. Hvort eigendur þeirra húsa sem ekki hafa nægilegt burðarþol verði aðvar- aðir. Til að fá svar við því og fleiri spumingum var haft tal af Guðjóni Petersen, framkvæmdastjóra Al- mannavama. „Þetta mál hefur ekki verið tekið fyrir hjá Almannavamaráði en það verður gert á næsta fundi. En fundur- inn verður um miðja næstu viku. Því er ekki að neita að þetta er hlutur sem við höfum lengi haft grun um, að bygg- ingar væm ekki nógu ömggar héma. Við höfum í mörg ár farið þess á leit við Alþingi að það verði gert sérstakt átak í að kanna hús á Suðurlandsund- irlendinu. Sérstaklega byggingar sem hið opinbera rekur, eins og skóla, sjúkrahús og þar sem fólk er í stómm stíl. Það hefur ekki fengist gert, ég vona að þetta verði til þess að menn vakni.“ - Þið fagnið þá þessari skýrslu? „Já, þetta varð að koma fram. Þetta kennir okkur þá væntanlega að standa betur að þessu í framtíðinni." - Þar sem burðarþol þeirra húsa, sem gerð var úttekt á, virðist vera langt undir þeim mörkum sem sett em, verða þá eigendur þeirra ekki látnir vita um hvemig ástatt er fyrir húsum þeirra? „Ég get ekki svarað því fyrr en eftir fundinn. Ég hef ekki umboð til að segja hver verður niðurstaða fundar Al- mannavamaráðs.“ -sme Ján G. Hauksstm, DV, Akureyri „Fólk á Húsavík vaknaði almennt við skjálftana í nótt en hlutir hreyfð- ust ekki úr stað,“ sagði Hjörtur Tryggvason jarðskjálftamælinga- maður um jarðskjálftahrinuna á Húsavík í nótt en skjálftamir áttu upptök sín við Flatey. Þeir fundust líka á Akureyri. Tveir skjálftanna vom stærstir, báðir um 4 stig. Þeir komu laust fyrir klukkan þrjú með um einnar mínútu millibili. Síðan kom hrina með smáskjálftum sem stóð tmdir morgun. „Nei, þessir skjálftar tengjast ekki Kröflu,“ sagði Haukur um hvort svo væri. Fiateyjarsvæðið er þekkt jarð- skjálftasvæði. Fundað um fræðslustjóra Jón G. Hauksson, DV, Akuieyxi. Starfsfólk fræðsluskrifetofunnar á Akureyri fundaði í gær um aðgerðir vegna ráðningar Ólafs Guðmundsson- ar í stöðu fræðslustjóra. Engar ákvarðanir vom teknar á fundinum en málin rædd. Eins og fram hefur komið áður í DV íhugar starfsfólk fræðsluskrifstofunnar að segja upp störfum vegna ráðningarinnar. Rafemdavirkjar: Lögðu fram samningsdrög Samningafundur rafeindavirkja og ríkisins var haldinn hjá ríkissátta- semjara í gær og lauk honum eftir liðlega tveggja stunda setu en á fund- inum lögðu rafeindavirkjar fram drög að samningi. Tóku viðsemjendur þeirra við samn- ingsdrögunum og unnu að því í gær að reikna út hvað samkomulag á þess- um gmndvelli þýddi miðað við þarfir stofhananna, að sögn Magnúsar Geirssonar, formanns Rafiðnaðarsam- bandsins. Sagði Magnús að samnings- dróg þau, sem rafeindavirkjar lögðu fram, byggðust á svipuðum gmndvelli og samningar þeir sem aðrir félagar í sambandinu, sem ynnu hjá öðrum op- inberum stofnunum og fyrirtækjum, hefðu gert. Um líkur á samkomulagi vildi Magnús engu spá en nýr fundur hafði verið boðaður klukkan 10 í morgun. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.