Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1987, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1987, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1987. 25 Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Pundari Stúlka, sem er nýbyrjuð að vinna í Nesti í Fossvogi, sagð- ist fyrst hafa haldið að piltur- inn í gosbrunninum væri að pissa þessum strók sem stend- ur upp af honum jafnt dag og nótt. En þegar hún gáði alveg kom í ljós að pilturinn heldur á fiski og strókurinn stendur sem sagt upp úr fiskinum. Þetta er svona pundfiskur ef ekki enn stærri. Ogstúlkan hélt að strákurinn væri að pissa. Jæja, og svo var það Þorsteinn j. Vilhjálmsson á hita-Bylgjunni sem hélt því blákalt fram að fiskurinn væri annaðhvort þorskur eða ufsi. Stúlkan hafði enga skoðun á því. Fjölmiðlun Það er ekki ofsögum sagt af fjölmiðlafárinu og nú er orðið svo mikið rót á fjöl- miðlafólki að búið er að stofna sérstakan kontór til þess að henda reiður á þessum tilfær- ingum og helst að hafa einhverja stjóm á þeim. Vissulega var tími til kominn því mikil hætta er á að ein- hverjir séu þegar týndir á milli fjölmiðla eða séu alveg að týn- ast. Nýi kontórinn heitir Vett- vangur sf. og verður sem sé sérhæfður í fjölmiðlafárinu. Og það er ekkert hik á Vett- vangi. Byrjað var á því að bjóða félagsmönnum í Blaða- mannafélagi Islands að skrá sig til þátttöku í fárinu. Þeim fer að vísu fækkandi sem ekki eru þegar komnir á vettvang, helst að það séu nokkrir rit- stjórar eftir. Þrumarinn Ef tekst að berja saman rík- isstjórn í gömlu Rúgbrauðs- gerðinni liggur beint við að hún heiti þruman. Þá verður jafnframt hægt að koma um- ræðum um ríkisstjórnina á nútímamál, sem landsmenn undir fimmtugu skilja betur en fornmál. Það verður ekki ónýtt fyrir Þorstein Pálsson að verða heimsfrægur sem Þorsteinn í Þrumunni. Mismunandi reglur Sala á tóbaki, sælgæti og ýmsum sjoppuvarningi á bens- ínstöðvum lýtur mismunandi lögmálum eftir því hvar stöðv- unum er plantað niður. Þetta fer eftir sveitarfélögum og heilbrigðisnefndum. I Reykja- vík selja bensínstöðvarnar þennan varning átölulaust en það er aftur á móti harð- bannað í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Meira að segja var öllu tó- baki og sælgæti hent út úr OLÍS-stöðinni í Garðabæ en hún er arftaki eldri stöðvar sem var raunar j afnlík sj oppu og bensínstöð. í Kópavogi er áratugagömul sjoppa sem meira að segja selur geymslu- þolin matvæli og er einnig bensínstöð. Þannig hangir heilbrigðið greinilega í reglu- gerðum þótt þær séu ekki beinlínis í takt við heilbrigða skynsemi. Sandkorn Þruman eöa Kviðreisn? Kviðreisn En það eru ekki allir á einu máli í þessu efni frekar en öðrum og miðaldra menn sem rámar í rikisstjómina Við- reisn vilja endilega að nýja ríkisstjórnin sem Þorsteinn Pálsson ætlar að mynda heiti Kviðreisn. Fyrirþessu eru auðvitað gild rök þar sem Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur voru einir saman í Viðreisn og eðli stjórnarinnar hlýtur að breytast með því að Kvennalistinn bætist við. Það eru jú konurnar sem ganga með, ennþá, eins og frægt er orðið. Nýfisk- veiðistefna Aflakóngur Suðurnesja- manna á nýbúinni vertíð vill að tekinn verði upp nýr kvóti. Hann vill að í staðinn fyrir aflamark eða mark á heildar- þyngd afla yfir árið verði farið að telja fiskana og hveiju skipi verði ákveðinn tiltekinn fiskafjöldi. Aflakóngurinn heitir Óskar Þórhallsson og er skipstjóri á Amey, sem landaði næstum 943 lestum frá áramótum. Óskar segir í blaðinu Reykjanesi að annaðhvort hafi fiskurinn verið mjög smár eða mjög stór og árganga vanti hreinlega inn í. Halldór Ibsen, framkvæmdastjóri Út- vegsmannafélags Suðumesja, segir í sama blaði að 5-7 ára þorskurinn hafi verið veiddur í flottroll fyrir þrem árum. Það er því varla von að hann veið- ist núna. Vantar geðlækni Fréttamennskan á Stjörn- unni ætti að verða menntuð og menningarleg í meira lagi eftir að ljóst er hver stefna rikir við val fréttamanna. Fyrst var Eiríkur Jónsson heimspekingur ráðinn frétta- stjóri. Þar næst voru ráðnir með honum þeir Gunnar Gunnarsson, bókmenntafræð- ingur og rithöfundur, og Jón Arsæll Þórðarson sálfræðing- ur. En það er ein staða laus ennþá og nú leita þeir Stjörnumenn að geðlækni ell- egar presti og best væri ef viðkomandi væri hvort tveggja. Umsjón: Herbert Guömundsson Ameríska glerbrynjan a bilinn £sso) stöðvarnar. KERTAÞRÆÐIR ípassandi settum. Leióari úr stáiblöndu. Sterkur og þolir að teggjaat í kröppum beygjum. Vió nám aöeins 1/10 af viðnámi kolþráða. Margföld noistageoði. SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91 -8 47 88 Vinningstölurnar 23. maí 1987. Heildarvinningsupphæð: 5.115.088,- 1. vinningur var kr. 2.562.658,- og skiptist á milli« vinningshafa, kr. 427.109,- á mann. 2. vinningur var kr. 735.729,- og skiptist hann á 374 vinningshafa, kr. 2.047,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.786.701,- og skiptist á 9.813 vinningshafa, sem fá 182 krónur hver. Upplýsingasími: 685111. _________________________________________Kvikmyndir Bíóborgin - Morguninn eftir ★★★ og timburmenn Morð Morguninn eftir (The Morning After). Leikstjóri: Sidney Lumet. Handrit: James Hicks. Kvikmyndataka: Andrzei Bartkowiak. Aðalleikarar: Jane Fonda. Jeff Bridges og Raul Julia. Á einu elsta og virðulegasta kvik- myndahúsi höfuðborgarinnar hafa nú orðið eigendaskipti og hefur bíóið fengið nýtt nafn og nefnist hér eftir Bíóborgin. Um leið hefur það fengið andlitslyftingu og er nú hið glæsileg- asta innan dyra. Sem vígslumynd fáum við svo ný- justu kvikmynd Sidney Lumet, þrillerinn Morguninn eftir. Eins og við var að búast frá hendi jafnágæts leikstjóra og Lumet, nær „Morgun- inn eftir“ tilgangi sínum að skemmta áhorfendum í tæpar tvær klukku- stundir þótt ekki geti myndin talist með hans bestu myndum. Um leið og Morguninn eftir er þriller, þá lýsir myndin ömurlegri tilveru leikkonu sem er á hraðri nið- urleið andlega sem líkamlega vegna áfengisdrykkju. Morgun einri vaknar hún eftir svallnótt í ókunnu svefnherbergi í ókunnu húsi og við hliðina á henni er dauður karlmaður sem greinilega hefur verið myrtur. Leikkonan veit ekki neitt, man ekki neitt og í ör- væntingu sinni hringir hún í fyrrver- andi eiginmann sem ráðleggur henni að kalla á lögregluna. Ekki fer hún eftir þeim ráðum, fær sér í glas og flýr af hólmi. Reynir að komast á brott út út borginni en tekst ekki. Á vegi hennar verður fyrrverandi lög- regluþjónn. Hún fær hann til að keyra sig aftur á morðstaðinn. Þar hreinsar hún allt sem getur bendlað hana við morðið. Hún hefur samt á tilfinningunni að hún sé ekki ein i íbúðinni, flýr út og þá beint í fangið á lögregluþjóninum fyrrverandi, sem hún nú býður heim til sín, drekkm' sig enn einu sinni fulla, vaknar morguninn eftir og martröðin heldur áfram... Því verður ekki neitað að Jane Fonda fer vel með hlutverk leikkon- unnar. Hún nær vel að lýsa drykkju- konunni sem er búin að missa alla fótfestu í lífinu án þess þó að viður- kenna fyrir sjálfri sér að hún sé sjúklingur. Og örvænting hennar og öryggisleysi er ósvikið. Hún trúir hverju sem er, bara ef það getur bjargað henni. Ekki fær Jeff Bridges eins mikið svigrúm og Jane Fonda. er svona hálfgerð uppfylling til að Jane Fonda fái að njóta sín sem best. Er samt öruggur i leik sínum. Látlaus að vanda. Raul Julia gerir einnig litlu en góðu hlutverki virkilega góð skil. Morguninn eftir er fyrst og fremst þriller, þótt ekki fari áhorfandinn varhluta af vandamálum aðalper- sónunnar. Eins og svo oft vill verða þegar lausn morðmálsins er loks komin á j'firborðið má kannski finna nokkur smáatriði sem standast illa nánari rannsókn. Hvernig sem því líður er Morguninn eftir hin besta skemmtun. Hilmar Karlsson. sina. ★★★★ Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit Blaðberar - Grindavík Blaðberar óskast strax. Upplýsingar í síma 8342. GERPLA GERPLA SUMARNÁMSKEIÐ Tveggja vikna byrjendanámskeið 1.-12. júní kl. 14.00- 15.00 og 15.00-16.00, 15.-25. júní kl. 14.00-15.00 og 15.00-16.00. Kennt verður 1x8 tima á hverju nám- skeiði. Innritun i síma 74925 og í íþróttahúsi Gerplu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.