Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1987, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 1987. 21 íþróttir Guðmundur Guðmundsson skoraði tvö mörk gegn Dönum í gærkvöldi. Hér er pilturinn í þann veginn að gera annað þeirra. Erik Veje fylgist með og leggur allt sitt traust á Karsten Holm í markinu. DV-mynd GUN Danskir loksins ____________DV íslendingar okkur fremri sem stendur „Við lékum vel hér á íslandi þrátt fyrir litla sem enga æfingu á undan- fömum vikum,“ sagði Ole Lauridsen sem lék sína fyrstu landsleiki fyrir Danmörku nú um helgina. „Leikgleðin réð því hversu vel okkur gekk gegn Islendingum að þessu sinni. Að mínum dómi dugði hún þó ekki til í síðasta leiknum og sagði þá æfinga- leysið til sín. Þetta hafa verið mjög skemmtilegir leikir og við mættum sterku íslensku liði, mjög líkamlega sterku. Ég fæ því ekki betur séð en það sé til alls líklegt." -JÖG Skorti leikgleði / f t 4 « * < 4 i i 4 i * 1 - 4 t ( i k i * 4 * Í » * í t Í i * ( * * * i i • Siggi Sveins lék vel i gærkvöldi „Ég er nokkuð sáttur við minn hlut,“ sagði Sigurður Sveinsson í spjalli við DV eftir landsleikinn í gærkvöldi. „Ég fann mig sæmilega í kvöld en engu að síður lékum við langt undir getu. Ef við lítum á leikina i heild þá vorum við ótrúlega slakir. Það skorti leikgleðina og kraftinn, - sömuleiðis tel ég að vanmat hafi ráðið ýmsu um úrslitin í fyrri leikjunum. Danimir komu hingað sprækir og frískir, leik- gleðin skein úr andlitum þeirra. Enda möluðu þeir okkur á Ákureyri og Húsavík. Við fáum nú skamma hvíld fyrir Júgóslavíuförina og hún ætti að nýtast okkur vel. Við verðum því reiðubúnir í slaginn þegar á hólminn verður komið.“ -JÖG lagðir að velli - ísland vann Danmorku með 22 mörkum gegn 19 í gærkvöldi Berðu ekki við tímaleysi í umferðinni. Það ert ýtí sem situr undir stýri. wlUMFERÐAR lÍRÁÐ „í sjálfú sér hefur þetta ekki gengið afleitlega gegn Dönum. Leikkerfin gengu upp en mörkin stóðu á sér í fyrri leikjunum tveimur. Nú náðu strákamir loks að nýta færin og sigra. Þeir em útkeyrðir en þessar erfiðu æfingar og leikir koma til með að skila árangri í Júgóslavíu." Þetta sagði Jón Hjaltalín Magnús- son, formaður HSÍ, er íslendingar höfðu lagt Dani að velli í Laugardals- höllinni með 22 mörkum gegn 19 í gærkvöldi. í fyrri viðureignunum tveimur höfðu Islendingar hins vegar beðið lægri hlut, 17-21 á Akureyri en 22-26 á Húsavík. Það verður að segjast sem er að ís- lenska liðið hefur oft gert betur en í gærkvöldi. Að vísu höfðu íslendingar sigur þegar upp var staðið en fyrir honum máttu þeir hafa. Danir vom nefnilega skæðir allan leiktímann og skein leikgleðin úr andlitum þeirra. Að baki danskri vörn stóð markvörð- urinn Karsten Holm sem varði ekki færri en 17 skot og mörg þeirra úr opnum færum. Brá hann sér jafnvel í sóknina þegar sá gállinn var á honum þótt afrekin þar væm helst til rýr. Annars var fyrri hálfleikur lengst af í jámum, liðin skiptust á að leiða og mistökin í vöm og sókn vom nokkm fleiri en fingur beggja handa. Danir höfðu yfir í hálfleik, 9-11. Eftir hléið mættu íslensku piltamir tviefldir til leiks, staðráðnir í að bíða ekki lægri hlut í þriðja sinn á jafn- mörgum dögum. Skomðu þeir þrjú mörk í röð án þess að gestimir næðu að svara fyrir sig á sömu mínútum. Breyttu íslendingar stöðunni úr 9-11 í 12-11. Danir klómðu þó í bakkann er á leið eða allt þar til Sigurður Sveinsson kom til leiks. Fór sá piltur hamförum og var í fylkingarbrjósti íslenska liðs- ins allan síðari hálfleikinn. Skoraði hann fimm mörk á skömm- um tíma og flest af glæsilegra taginu. Má segja að hann hafi lagt drög að sigri íslenska liðsins með stórleik sín- um. Aðrir leikmenn, sem áttu ágætan dag í íslenska liðinu, vom þeir Atli Hilmarsson og Einar Þorvarðarson sem varði vel í síðari hálfleik. Þá vom Kristján og Geir fastir fyrir í vöminni. Áðumefadur markvörður Dana, Karsten Holm, var langbestur þeirra. Þá stjómaði Morten Stig liði sínu sómasamlega þótt hann hafi oft gert betur. Erik Veje Rasmussen olli ekki þeim usla sem af honum mátti vænta. Var fjarri sínu besta. • Mörkin gerðu þessir leikmenn: ísland: Atli 6, Sigurður Sveinsson 5, Kristján 5/4, Guðmundur 2, Páll 2, Geir og Sigurður Gunnarsson 1 mark hvor. Danmörk: Bjame Simonsen 3, Mort- en Stig 3, Fleming Hansen 3, Erik Veje 3/1, Ole Lauridsen 2, Otto Mertz 2/1, Claus Munkedal, Frank Jörgen- sen og Frank Henrik Hattesen 1. Dómarar vom vestur-þýskir og vom þeir ósamstilltir og slakir. -JÖG Erum uppgefnir „Við erum uppgefhir og þreyttir en þrátt fyrir það var leikurinn í kvöld mun skárri en tveir hinir fyrri,“ sagði Páll ólafeson í spjaEi við DV eftir leikinn í gærkvöldi. „1 fyrri leikjunum vorum við á hælunum allan tímann en nú náð- um við okkur betur á strik. Það sem mest er um vert er að æfing- amar eiga að skila árangri í Júgóalavíu." -JÖG fyrir sjónvarp og útvarp á minni báta, hjólhýsi og húsbíla loksins kom- in. Innbyggður magnari, 15 db. Fáanleg 12 eða 24 volt. Verð kr. 10.950. Sjónvarpsmiðstöðin h/f Síðumúla 2 - Ath. Nýtt símanúmer 68-90-90

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.