Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1987, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 1987.
23
DV
..Draumur
sést hér fagna sigri á US open i
en hann hefur aldrei áður á sinum
ferli sem atvinnumadur unnið alvörumót. Simpson fékk um sex milljónir króna
í verðlaun en Tom Watson sem hafnaði í öðru sæti fékk um þrjár milljónir króna
i sinn hlut. „Mig hefur alltaf dreymt um að verða nægilega góður i golfi til að
geta unnið US open. Þetta var bara draumur sem rættist,“ sagði Scott Simp-
son eftir sigurinn sæta í gærkvöldi. Símamynd/Reuter
Scott Simpson
gærkvöldi. Sigur hans kom mjög á óvart
- ■
eam KpHicf *
9CIII ICC1U91
-sagði Scott Simpson sem sigraði á US open í golfi
„Ég get ekki ímyndað mér nokk-
um hlut betri on að vinna US open.
Mig heftir alltaf dreymt um að verða
nægilcga góður í golfi til að bera
sigur úr býtum á þessu móti. í lokin
var spennan yfirþyrmandi. Ég leit
ekki á töfluna með stöðunni fvrr en
á 17. braut. Þetta var bara draimiur
sem rættist,“ sagði Bandaríkjamað-
urínn, Scott Simpson, 31 árs gamall
frá Kalifomiu. en í gær tr>'ggði hann
sér sigur á US open golfinótinu í
Bandaríkjunum eftir assispennandi
keppni margra snjallra kylfinga.
Spennan var gífurleg í lokin.
Simpsson lauk keppni á undan Tom
Watson sem var hans aðal keppi-
nautur. Þegar Watson byrjaði á
síðustu holunni var Ijóst að hann
þyrfti að leika hana á höggi undir
pari til að jafna metin við Simpson.
Og þt'gar Watson var kominn á grí-
nið varð hann að reka niður um 15
metra pútt. Áhorfendur héldu niður
í sér andanum. Watson púttaaði en
kúlan stöðvaðist þegar hún átti eftir
tvær tommur, um 5 cm að holunni.
Þar með var sigurínn Simpsons og
hann varð 6 milljónum króna ríkari.
Watson fékk um 3 milljónir lcróna í
sinn hlut.
„Púttin“ réðu úrslitum
Fvrir síðasta keppnisdaginn í gær.
hafði Tom Watson eins höggs for-
skot, hafði leikið 54 holur af 72 á 20S
höggum. Jal'nir í öðru sæti voni þeir
Scott Simpson og Keith Clearwater
á 209 höggum en sá síðamefhdi setti
vallarmet á þriðja dt'gi er hann lék
á 64 höggum, sex undir pari vallar-
ins. Hæfni þeima Watsons og
Simpsons á grínunum réði iirslitum
í gær. Simpson púttaði frábærlega
en ekki er sömu sögu að segja af
Watson sem ekki hefur unnið mót á
meðal atvinnumanna í þrjú ár. Wat-
son hefur unnið átta sigra á sta'i-stu
golfmótunum fjómm en þetta var
fvrsti meiriháttar sigur Simpsons.
Ballesteros i þriðja sæti
Spánverjinn, Severiano Balleste-
ros, var álitinn mjög sigurstrangleg-
ur fyrir mótið en hann lenti í þriðja
sæti (sjá úrslit annars staðar á síð-
unni). Hann átti í miklum erííðleik-
um með upphafshöggin. hitti sjaldan
brautirnarogdvaldi jengstum í röffi.
Þrátt fyrir það náði hann oft að
bjarga sér á ótrúlegan hátt. Hann
fékk tæpar 2 milljónir fyrir sinn
snúð.
Þeir gömlu sprungu á limm-
inu
Sigurvegarinn frá í fyn-a, Banda-
ríkjamaðurinn Ravmond Flovd var
í fremstu r<ið þegar keppnin var
hálfhuð en hann gaf verulega eftir
i lokin og hafnaði að lokum í 44.
sa'ti á 290 höggum. Jack Nicklaus
byrjaði sömuleiðis vel en gaf veru-
lega eftir í lokin, endaði í 50. sæti á
291 höggi. Nokkuð kom á óvart hve
neðarlega Greg Norman frá Ástralíu
varð en hann lenti i 56. sæti og lék
á 292 höggum.
-SK
íþróttir
Úrslit á US Open: hðee Scott Simnson. USA 71 liK 70 liK.- ‘>77
72-65-71-70 = 278
-7rV~KR -71 = 980
BÖÍjby Wadkins, USA 71 71 70 71=283
Bemhard ljanger, BRl) 69 69 73- 72 = 283
Íjíu'n' Mize, USA 71-68-72 72 = 283
Ben Grenshaw, USA Curtis Strange, USA 67-72-72-72 = 283 71 72 69 71 = 283
Dan Pohl, USA 75-71 69 69 = 28!
Tommy Nakajima, Japan 68-70-74-72 = 284
MacOGrady, USA ■lim Thorpe, USA lxmnie CÍements, USA 70-«8-73 73=28,
Isao Aoki, Japan 71-73-70 71 = 285
Boh Eastwood, USA Tim Simpson, USA 76-66 70 -73 = 285
Jodie Mudd, USA 72 75 71 68 = 286
Jim Woodward, USA 71 7*4 72 69 = 286
Mark Calcavecehia, USA 73-68 73-72 = 286
Nick Price, S-Afríka 70-72-71-73 = 286
71-69 72 74 = 286
David Ktxjst, S-Afríka 70-72 71 73 = 286
Kenny Knox, USA 72-71 69 74 = 286
Don Poolcy, USA 74 72-72-69 = 287
71 72 72 72 = 287
Peter Jakobsen, USA 72 71 71 73 = 287
Danny Edwards. USA 72 70 72-73 = 287 *
CraigStadler, USA 72-68-74-63 = 287
John MahaíTev, USA 72 72 67 76 = 287
Ken Groen, USÁ 71 74 75 68 = 288
TonvSills, USA 71 70 75 72 = 288
Hal Sutton, USA
I)a|e Douglass, USA ,.,...:,..,;„....70-73-69-76«288 74 71 64 79 = 288
Scott Hoch, USA 72 70 77 70 = 289
Sandv Lvle, England 70-74-72-73 = 289
73 71 72-73» 28Q
75 -68 72 74 -
Denis Watson, S-Afríka
Barrv Jaeckel, USA 73 70-72-74 = 289
JohnCook.USA 70-68-76-75 = 289 71 71 76 79--990
68 73-76 73 = 290
Wa\me Gradv. Astralía 73-70-74-73 = 290
73- 73-75 70 = 291
72 71 74- 74 = 291
Kred Couples. USA 72 71 73 75 = 291
Tom Kite, USA 76 69 70 76 = 291
Jack N’icklaus, USA 7(V4l8-76-77 = '>91
71 76 72 73=29*>
Joev Sindelai'. USA
Gil Morgan. USA 72 71 76 73 = 292
David Hobbv, USA 77 70-73-72 = 292
73-67 78- 74 = 292
Greg Nonnaji. Ástralía 72-69 74 77 = 292
Mark McCumber. USA 72 72 69 79 = 292
BobUhr.USA 76-67 79-71=293
Duffv Waldorf. USA
liddie Kirbv. USA 73 69 75 76 = 29.3
MikeSmith.USA 73 71 74 -75 = 293
Jack Renner. USA
Míirk Wiebe. USA 70-67 77 79 = 293
BobGilder. USA 72 72 70 79 = 293
Gene Sauers. USA 72-69-73-79=293
Russ Cocltran. USA 71-69-81-73 = 294
Mark McNultv, S-Afríka
Tom Purtzer. ÚSA
Jim Caiter. USA
Donnie Hammond. USA
Garv Hallberg. USA 71 72 69-83 = 297
David Ogtin. ÚSA 74 72-74 78 = 298
Dave Eichelberger. USA
David Rummells. USA 74 73 76 78 = 301
-JKS
• Tom Watson hafnaði i öðru sæti á US open og hér sést hann athuga
púttlinuna. Það voru einmitt púttin sem urðu Watson að falli á lokahringn-
um. Watson hefur ekki unnið mót meðal atvinnumanna i þrjú ár.
Simamynd/Reuter