Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1987, Blaðsíða 12
30
MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 1987.
Iþróttir
Trausti sá um Þróttara
- Víkingar enn á toppi 2. deildar eftir 3-1 sigur gegn Þrótti
Heil umferð fór fram í 2. deild Is-
landsmótsins í knattspymu um helg-
ina. Eftir leikina em Víkingar komnir
með ömgga forystu en þeir unnu Þrótt
nokkuð auðveldlega, 3-1, KS-Selfoss
3-3, ÍBÍ-UBK 0-1, Einheiji-ÍBV 0-0
og ÍR-Leiftur 0-0.
Ómar skoraði þrjú
Viðureign Þróttar og Víkings var
mikill baráttuleikur en að sama skapi
ekki vel leikinn. Þróttarar vom
ákveðnari í byrjun en eftir því sem
lengra leið á fyrri hálfleikinn komust
Víkingar meira inn í leikinn og upp-
skám mark rétt fyrir leikhlé. Bjöm
Bjartmarz gaf góða sendingu á félaga
sinn Ómar Torfason sem skoraði af
stuttu færi.
Þróttarar byrjuðu seinni hálfleikinn
eins og þann fyrri, mikill kraftur var
í leik þeirra. Á 52. mínútu jöfnuðu
þeir með marki frá Theódór Jóhanns-
syni. Trausti Ómarsson kom Víking-
um aftur yfir á 66. mínútu og á 78.
mínútu fullkomnaði Ómar þrennu sína
í leiknum. Þetta var jafnframt önnur
þrenna Ómars á keppnistímabilinu.
Siglfirðingar óheppnir
KS var mjög óheppið að sigra ekki
í leik sínum gegn Selfyssingum á
Siglufirði sl. föstudagskvöld. í tvígang
björguðu Selfyssingar á marklínu og
einu sinni haínaði knötturinn í slá.
Siglfirðingar sóttu grimmt í upphafi
en gegn gangi leiksins skomðu Sel-
fyssingar fyrsta markið og gerði það
mark Páll Axelsson. Selfyssingar
bættu við öðm marki skömmu síðar
og var Heimir Bergsson þar á ferð-
inni. Hafþór Kolbeinsson minnkaði
muninn fyrir KS rétt fyrir leikhlé.
Staðan í hálfleik var því 1-2
I upphafi seinni hálfleiks jafnaði
Bjöm Ingimarsson fyrir KS en
skömmu síðar kom Hafþór Kolbeins-
son Siglfirðingum yfir, 2-3, og var það
hans annað mark í leiknum. Selfyss-
ingar vom ekki á því að gefast upp
og jöfhuðu með marki frá Heimi
Bergssyni og þar við sat.
Blikasigur fyrir vestan
Breiðablik gerði góða ferð vestur á
ísafjörð á laugardag er það sigraði
heimamenn, 0-1, í þokkalega leiknum
leik. Leikur liðanna var í jafrfvægi en
ef eitthvað var sóttu ísfirðingar þó
öllu meira.
Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik
fyrir utan hættulegt marktækifæri ís-
firðinga en Breiðabliksmenn björguðu
á marklínu. í seinni hálfleik einkennd-
ist leikurinn af mikilli baráttu. í
skyndisókn rétt fyrir leikslok tókst
Blikum að skora eina mark leiksins
og var Jón Þórir Jónsson þar að verki.
Svo skammur timi var eftir að heima-
mönnum gafst varla tími til að hefja
leikinn aftur.
Breiðablik sneri því suður aftur
þremur stigum ríkara og ekki veitti
af því staða liðsins var orðin slæm í
deildinni.
Tvö markalaus jafntefli
Einherji og Vestmannaeyingar
gerðu jafntefli, 0-0, á Vopnafirði á
laugardag í frekar slökum leik þar sem
baráttan var höfð í fyrirrúmi.
Á Laugardalsvelli áttust í gær við
ÍR-ingar og Leiftur frá Ólafsfirði og
þar fór einnig á sama veg, hvorugu
liðinu tókst að skora mark. Gott veður
og ágætis knattspymuaðstæður hjálp-
uðu leikmönnum ekki til að gera
leikinn skemmtilegan, en hann var lít-
ið fyrir augað. Fátt markvert gerðist
í leiknum.
-JKS
• Trausti Ómarsson skoraði þrennu
fyrir Viking gegn Þrótti og sést hér
fagna einu markanna.
Leiknir stöðvaði sigurgöngu Fylkis
- liðin gerðu jafntefli, 1-1, en Fýlkir er enn efst í a-riðli
Leiknismenn stöðvuðu sigurgöngu
Fylkis í 3. deildinni á laugardaginn
þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í Breið-
holti. Þar með töpuðu Árbæingar
sínum fyrstu stigum í sumar en þeir
halda samt sem áður toppsætinu í A-
riðli. Fylkismenn hófu leikinn mun
betur og náðu forystunni rétt fyrir
leikhlé. Sigurður Sveinbjömsson skor-
aði þá með hörkuskoti sem small í
stönginni og síðan í netinu. Leiknis-
menn komu ákveðnir til leiks í síðari
hálfleik og náðu að jafha metin úr
vítaspymu sem Ragnar Baldursson
framkvæmdi af miklu ömggi. Það sem
eftir lifði leiksins skiptust liðin á að
sækja en jafntefli varð staðreynd og
vom það sanngjöm úrslit.
Steindór með þrennu
I Kópvogi mættust ÍK og Aftureld-
ing og lauk leiknum með sigri heima-
manna, 3-1. Steindór Elísson var í
banastuði og skoraði öll þijú mörk ÍK
í leiknum en Sigurjón Kristinsson
minnkaði muninn fyrir Aftureldingu
þegar 5 mínútur vom til leiksloka.
Stjarnan nálgast toppinn
Stjömumenn höfðu ástæðu til að
fagna um helgina því auk þess að
Fylkismenn töpuðu sigraði liðið
Grindvíkinga, 3—0, og nú munar aðeins
einu stigi á Stjömunni og Fylki.
Stjaman hafði þónokkra yfirburði
gegn Suðumesjamönnum og Ragnar
Gíslason skoraði fyrsta mark leiksins.
í síðari hálfleik skoraði síðan gamla
kempan Ámi Sveinsson tvívegis. Fyrst
skoraði hann úr vitaspymu og síðan
með hörkuskoti utan úr teig eftir að
hafa náð knettinum af bakverði Grind-
víkinga.
Öruggur sigur Reynis
Reynismenn frá Sandgerði unnu
sannfærandi sigur á Haukum á laug-
ardag. ívar Guðmundsson skoraði
fyrst og síðan bætti Kjartan Einarsson
tveimur mörkum við fyrir hlé. I síðari
hálfleik tókst hvomgu liðinu að koma
knettinum í netið og úrslitin urðu því
3-0.
Naumt hjá Njarðvík
Njarðvíkingar vom . sannarlega
heppnir að sigra botnlið Skallagríms
um helgina. Skallagrímsmenn náðu
forystunni með marki Snæbjöms Ótt-
arssonar en Njarðvíkingar jöfnuðu
fyrir hlé. Borgnesingar komust aftur
yfir þegar Bjami Sigurðsson skoraði
laglegt mark en Njarðvíkingar skor-
uðu tvívegis undir lok leiksins og
tryggðu sér sigur.
Staðan í A riðli:
Fylkir...........5 4 1 0 13-2 13
Stjaman..........5 4 0 1 12-4 12
ReynirS..........5 3 0 2 11-7 9
ÍK...............5 3 0' 2 11-0 9
Afturelding......5 3 0 2 12-7 9
Njarðvík.........5 2 2 1 6-4 8
Grindavík........5 2 1 2 7-7 7
Leiknir..........5 1 2 2 6-8 5
Haukar...........5 0 0 5 1-11 0
Skallagrímur.....5 0 0 5 2-23 0
Enn sigrar Tindastóil
Sigurganga Tindastóls heldur áfram
i B-riðli og á laugardag vann liðið
Reyni frá Árskógsströnd, 5-1. Guð-
brandur Guðbrandsson og Jón
Gunnar skomðu tvö mörk hvor og
Eyjólfur Sverrisson bætti þvi fimmta
við.
Fyrsti sigurinn í 7 ár
Sindri frá Höfn í Homafirði sigraði
Austra, 2-0, og var það fyrsti sigur
Homfirðinga á Eskfirðingum í 7 ár svo
það var sannarlega kominn tími til.
Valur Sveinsson kom Sindra á bragðið
og Hermann Stefánsson bætti síðan
öðm marki við með glæsilegum skalla.
Róbert brenndi af víti
í Neskaupstað léku Þróttur og
HSÞ-b og sigmðu Þróttarar, 2-1, í
spennandi leik. Agnar Amþórsson
skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Þrótt
en síðan jafhaði HSÞ-b metin. Ólafur
Viggósson bætti síðan öðm markinu
við fyrir Þrótt úr vítaspyrnu en
skömmu fyrir leikslok fengu leikmenn
HSÞ einnig vítaspymu. Róbert Agn-
arsson, fyrrum leikmaður Víkings, tók
vítið en brenndi af og Þróttarar sluppu
þar með fyrir horn.
Staðan í B riðli:
Tindastóll 3 3 0 0 8-1 9
Þróttur N. 4 3 0 1 9-3 9
Sindri 3 2 0 1 3-2 6
Magni 2 1 1 0 3-1 4
Austri 3 0 1 2 1-6 1
HSÞ-b 2 0 0 2 1-4 0
Reynir Á... 3 0 0 3 2-10 0
-RR
Grundfirðingar í kennslustund á gervi-
grasinu í Laugardal -Ármann vann 6-0
- Smári Jósafatsson skoraði fjögur markanna og Ármenningar eru efstir í a-riðli 4. deildar
Ármenningar unnu stóran sigur
gegn Grundfirðingum þegar liðin
mættust á gervigrasinu í Laugardal í
gær. Ármenningar skomðu sex mörk
gegn engu marki Grundarfjarðar. ívar
Jósafatsson skoraði fjögur mörk og
Bryngeir Torfason gerði tvö.
I sama riðli gerðu Augnablik og
Árvakur jafhtefli, 2-2. Ólafur Haukur
Ólafsson kom Árvakri yfir með marki
strax á 1. mínútu. Helgi Helgason jafh-
aði úr vítaspymu og Viðar Gunnars-
son kom Augnabliki síðan yfir en
Árvakursmönnum tókst að jafna und-
ir lokin.
Staðan í A-riðli:
Árvakur.......4 2 2 0 8-3 8
Ármann..........4 2 11 12-5 7
Grundarfj.......4 12 13-85
Stokkseyri......4 112 3-84
Augnablik ......4 0 2 2 7-9 2
Grótta enn efst
Gróttumenn halda enn ömggri for-
ystu í B-riðli og nú um helgina vann
liðið Víking, Ólafsvík, 5-1. Sverrir
Sverrisson skoraði 2 mörk og þeir
Valur Sveinbjömsson og Jón Stein-
grímsson gerðu eitt hvor.
Þá gerðu Reynir frá Hellissandi og
Skotfélagið jafntefli, 2-2. Viðar Gylfa-
son skoraði bæði mörk Sandara í
leiknum.
Staðan í B-riðli:
Grótta.........4 4 0 0 17-5 12
Hvatberar........4 2 11 9-5 9
SR...............4 12 18-75
Víkingur.........4 1 0 3 6-41 3
ReynirH..........4 0 1 3 3-15 1
Hvergerðingar skoruðu sex
Leikmenn Hveragerðis hafa verið á
skotskónum í sumar og á laugardag skor-
aði liðið sex mörk gegn Snæfelli sem þó
hefur átt velgengni að fagna þar til í þess-
um leik. Guðmundur Gunnarsson skoraði
tvivegis og Kristján Theodórsson, Svein-
bjöm Ásgeirsson, Ólafur Jósefsson og Jón
Hreiðarsson gerðu eitt hver.
Þá sigruðu Hafnir lið Léttis, 3-2, í
hörkuleik. Þórður Þorbjömsson, Guð-
mundur Jónasson og Amgrímur Guð-
mundsson skomðu fyrir Hafnir.
Staðan í C-riðli:
Hveragerði.......4 4 0 0 12-1 12
Víkverji..............4 3 0 1 11-3 9
Snæfell...............4 2 0 2 9-11 6
Hafhir................4 1 0 3 5-13 3
Léttir................4 0 0 4 3-12 0
Reynismenn óstöðvandi
Reynir frá Hnífsdal sigraði enn eina
ferðina um helgina þegar liðið lagði Geisl-
ann að velli, 3-2. Itúnar Víðisson, Jóhann-
es Ólafsson og Ólafur Birgisson skomðu
fyrir Reyni en Magnús Hansson skoraði
annað mark Geislans úr vítaspymu en
hann misnotaði annað viti í leiknum.
Bolungarvík gerði góða ferð til ísafjarð-
ar og sigraði Badmintonfélafþð, 2 0.
Þá sigraði Höfrungur lið Bíldudals einn-
ig, 2-0, og skoraði Birgir Ólafsson bæði
mörk Höfrunga.
Staðan í D-riðli:
Reynir H..........5 5 0 0 21-3 15
Bolungarvík ........5 4 0 1 224 12
Geislinn.............4 1 1 2 4 7 4
Höfrungur............3 1 0 2 2-12 3
BÍ...................4 0 2 2 5-9 2
Bíldudalur...........5 0 1 4 3-17 1
Örnmeð4mörk
Hvöt vann stórsigur gegn Kormáki á
Blönduósi á laugardag og urðu lokatölur
7-2. Öm skoraði 4 mörk fyrir Hvöt, Páll
Leó Jónsson gerði tvö og Hermann Arason
eitt mark.
Þá sigraði Neisti lið Árroðans, 2-0, og
gerðu þeir Magnús Jóhannesson og Bjöm
Cíuðbrandsson mörk Neistans.
Staðan í E-riðli:
Hvöt..........4 4 0 0 17-2 12
UMFS............4 3 0 1 164 9
Kormákur........4 112 7-16 4
Neisti...............4 1 1 2 2 8 4
Árroðinn.............4 0 0 4 2-14 0
Naumt hjá HSÞ-c
Aðeins einn leikur fór fram í F-riðli og
áttust þar við HSÞ-c og Vaskur. HSÞ-c
sigraði naumlega, 2-1, en staðan í hálfleik
var 1-1. Donald Kelly skoraði mark Vasks
í leiknum en ekki náðist í markaskorara
heimamanna.
Staðan í K-riðli:
HSÞ-c............2 2 0 0 5 1 6
Æskan.............2 1 0 1 74 3
Vaskur............3 1 0 2 78 3
AustriR...........1 0 0 1 0 5 0
Huginn fór á kostum
í G-riðli vom 3 leikir og bar mest á stór-
sigri Hugins gegn Súlunni en þar enduðu
leikar 8 1 fyrir Hugin. Þórarinn Ólafsson
skoraði þrennu og þeir Jóhann Stefánsson,
Valdimar Júlíusson, Hilmar Sigurðsson,
Sveinbjörn Jóhannsson og Finnbogi Sig-
urðsson skomðu eitt hver.
Þá sigmðu Valsmenn frá Reyðarfirði lið
Hattar og kom það vemlega á óvart. Sindri
Bjamason og Gauti Marinósson komu Val
í 2-0 áður en Heimir Þorsteinsson mimik-
aði muninn fyrir Hött.
I sama riðli sigraði Hrafnkell Kreysgoði
lið Leiknis frá Fáskrúðsfirði með einu
marki gegn engu.
Staðan í G-riðli:
Huginn...........4 3 0 1 18-1 9
Höttur.............3 2 0 1 9-2 6
ValurR.............4 2 0 2 8 10 6
Hrafnkell..........4 2 0 2 8-10 6
LeiknirF..........2 10 1 4-3 3
Súlan..............3 0 0 3 3-19 0
-RR
• Bryngeir Torfason sést hér skora eitt fjögurra marka sinna gegn Grund-
firðingum en Ármann sigraði, &-0. DV-mynd GUN