Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1987, Blaðsíða 12
30 MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 1987. Iþróttir Traustí sá um Þróttara - Víkingar enn á toppi 2. deildar eftir 3-1 sigur gegn Þrótti Heil umferð fór fram í 2. deild ís- landsmótsins í knattspyrnu um helg- ina. Eftir leikina eru Víkingar komnir með örugga forystu en þeir unnu Þrótt nokkuð auðveldlega, 3-1, KS-Selfoss 3-3, ÍBÍ-UBK 0-1, Einherji-ÍBV 0-0 og ÍR-Leiftur 0-0. Ómar skoraöi þrjú Viðureign Þróttar og Víkings var mikill baráttuleikur en að sama skapi ekki vel leikinn. Þróttarar voru ákveðnari í byrjun en eftir því sem lengra leið á fyrri hálfleikinn komust Víkingar meira inn í leikinn og upp- skáru mark rétt fyrir leikhlé. Björn Bjartmarz gaf góða sendingu á félaga sinn Ómar Torfason sem skoraði af stuttu færi. Þróttarar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þann fyrri, mikill kraftur var í leik þeirra. Á 52. mínútu jöfnuðu þeir með marki frá Theódór Jóhanns- syni. Trausti Ómarsson kom Víking- um aftur yfir á 66. mínútu og á 78. mínútu fullkomnaði Ómar þrennu sína í leiknum. Þetta var jafnframt önnur þrenna Ómars á keppnistímabilinu. Siglfirðingar óheppnir KS var mjög óheppið að sigra ekki í leik sínum gegn Selfyssingum á Siglufirði sl. föstudagskvöld. I tvígang björguðu Selfyssingar á marklínu og einu sinni hafnaði knötturinn í slá. Siglfirðingar sóttu grimmt í upphafi en gegn gangi leiksins skoruðu Sel- fyssingar fyrsta markið og gerði það mark Páll Axelsson. Selfyssingar bættu við öðru marki skömmu síðar og var Heimir Bergsson þar á ferð- inni. Hafþór Kolbeinsson minnkaði muninn fyrir KS rétt fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik var því 1-2 í upphafi seinni hálfleiks jafhaði Björn Ingimarsson fyrir KS en skömmu síðar kom Hafþór Kolbeins- son Siglfirðingum yfir, 2-3, og var það hans annað mark í leiknum. Selfyss- ingar voru ekki á því að gefast upp og jöfnuðu með marki frá Heimi Bergssyni og þar við sat. Blikasigur fyrir vestan Breiðablik gerði góða ferð vestur á fsafjörð á laugardag er það sigraði heimamenn, 0-1, í þokkalega leiknum leik. Leikur liðanna var í jafrívægi en ef eitthvað var sóttu ísfirðingar þó öllu meira. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfieik fyrir utan hættulegt marktækifæri ís- firðinga en Breiðabliksmenn björguðu á marklínu. I seinni hálfleik einkennd- ist leikurinn af mikilli baráttu. I skyndisókn rétt fyrir leikslok tókst Blikum að skora eina mark leiksins og var Jón Þórir Jónsson þar að verki. Svo skammur tími var eftir að heima- mönnum gafst varla tími til að hefja leikinn aftur. Breiðablik sneri hví suður aftur þremur stigum ríkara og ekki veitti af því staða liðsins var orðin slæm í deildinni. Tvö markalaus jafntefli Einherji og Vestmannaeyingar gerðu jafntefii, 0-0, á Vopnafirði á laugardag í frekar slökum leik þar sem baráttan var höfð í fyrirrúmi. Á Laugardalsvelli áttust í gær við ÍR-ingar og Leiftur frá Ólafsfirði og þar fór einnig á sama veg, hvorugu liðinu tókst að skora mark. Gott veður og ágætis knattspyrnuaðstæður hjálp- uðu leikmönnum ekki til að gera leikinn skemmtilegan, en hann var lít- ið fyrir augað. Fátt markvert gerðist í leiknum. -JKS • Trausti Omarsson skoraði þrennu fyrir Viking gegn Þrótti og sést hér fagna einu markanna. Leiknir stöðvadi sigurgöngu Fylkis - liðin gerðu jamtefli, 1-1, en Fýlkir er enn efst í a-riðli Leiknismenn stöðvuðu sigurgöngu Fylkis í 3. deildinni á laugardaginn þegar liðin gerðu 1-1 jafhtefli í Breið- holti. Þar með töpuðu Árbæingar sínum fyrstu stigum í sumar en þeir halda samt sem áður toppsætinu í A- riðli. Fylkismenn hófu leikinn mun betur og náðu forystunni rétt fyrir leikhlé. Sigurður Sveinbjörnsson skor- aði þá með hörkuskoti sem small í stönginni og síðan í netinu. Leiknis- menn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu að jafna metin úr vítaspyrnu sem Ragnar Baldursson framkvæmdi af miklu öruggi. Það sem eftir lifði leiksins skiptust liðin á að sækja en jafntefli varð staðreynd og voru það sanngjörn úrslit. Steindór með þrennu í Kópvogi mættust ÍK og Aftureld- ing og lauk leiknum með sigri heima- manna, 3-1. Steindór Elísson var í banastuði og skoraði öll þrjú mörk ÍK í leiknum en Sigurjón Kristinsson minnkaði muninn fyrir Aftureldingu þegar 5 mínútur voru til leiksloka. Stjarnan nálgast toppinn Stjörnumenn höfðu ástæðu til að fagna um helgina því auk þess að Fylkismenn töpuðu sigraði liðið Grindvíkinga, 3-0, og nú munar aðeins einu stigi á Stjörnunni og Fylki. Stjarnan hafði þónokkra yfirburði gegn Suðurnesjamönnum og Ragnar Gíslason skoraði fyrsta mark leiksins. í síðari hálfleik skoraði síðan gamla kempan Árni Sveinsson tvívegis. Fyrst skoraði hann úr vítaspyrnu og síðan með hörkuskoti utan úr teig eftir að hafa náð knettinum af bakverði Grind- víkinga. Öruggur sigur Reynis Reynismenn frá Sandgerði unnu sannfærandi sigur á Haukum á laug- ardag. ívar Guðmundsson skoraði fyrst og síðan bætti Kjartan Einarsson tveimur mörkum við fyrir hlé. í síðari hálfleik tókst hvorugu liðinu að koma knettinum í netið og úrslitin urðu því 3-0. Naumt hjá Njarðvík Njarðvíkingar voru . sannarlega heppnir að sigra botnlið Skallagríms um helgina. Skallagrímsmenn náðu forystunni með marki Snæbjöms Ótt- arssonar en Njarðvíkingar jöfnuðu fyrir hlé. Borgnesingar komust aftur yfir þegar Bjarni Sigurðsson skoraði laglegt mark en Njarðvíkingar skor- uðu tvívegis undir lok leiksins og tryggðu sér sigur, Staðan í A riðli: Fylkir......................5 4 1 0 13-2 13 Stjarnan.................5 4 0 1 12-4 12 ReynirS.................5 3 0 2 11-7 9 ÍK............................5 3 0 2 IItS 9 Afturelding............5 3 0 2 12-7 9 Njarðvík................5 2 2 16-48 Grindavík..............5 2 1 2 7-7 7 Leiknir...................5 1 2 2 6-8 5 Haukar...................5 0 0 5 1-11 0 Skallagrímur.........5 0 0 5 2-23 0 Enn sigrar Tindastóll Sigurganga Tindastóls heldur áfram í B-riðli og á laugardag vann liðið Reyni frá Árskógsströnd, 5-1. Guð- brandur Guðbrandsson og Jón Gunnar skoruðu tvö mörk hvor og Eyjólfur Sverrisson bætti því fimrnta við. Fyrsti sigurinn í 7 ár Sindri frá Höfn í Hornafirði sigraði Austra, 2-0, og var það fyrsti sigur Hornfirðinga á Eskfirðingum í 7 ár svo það var sannarlega kominn tími til. Valur Sveinsson kom Sindra á bragðið og Hermann Stefánsson bætti síðan öðru marki við með glæsilegum skalla. Róbert brenndi af víti í Neskaupstað léku Þróttur og HSÞ-b og sigruðu Þróttarar, 2-1, í spennandi leik. Agnar Arnþórsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Þrótt en síðan jafnaði HSÞ-b metin. Ólafur Viggósson bætti síðan öðru markinu við fyrir Þrótt úr vítaspyrnu en skömmu fyrir leikslok fengu leikmenn HSÞ einnig vítaspyrnu. Róbert Agn- arsson, fyrrum leikmaður Víkings, tók vítið en brenndi af og Þróttarar sluppu þar með fyrir horn. Staðan í B riðli: Tindastóll..............3 3 ÞrótturN...............4 3 Sindri......................3 2 0 Magni.....................2 1 1 Austri.....................3 0 1 HSÞ-b.....................2 0 0 ReynirÁ.................3 0 0 0 0 8-19 0 19-3 9 0 13-2 6 10 3-14 2 1-« 1 2 1-4 0 3 2-10 0 -RR Grundfirðingar í kennslustund á gervi- grasinu í Laugardal - Ármann vann 6-0 - Smári Jósafatsson skoraði fjögur markanna og Ármenningar eru efstír í a-riðli 4. deíldar Ármenningar unnu stóran sigur gegn Grundfirðingum þegar liðin mættust á gervigrasinu í Laugardal í gær. Ármenningar skoruðu sex mörk gegn engu marki Grundarfjarðar. ívar Jósafatsson skoraði fjögur mörk og Biyngeir Torfason gerði tvö. I sama riðli gerðu Augnablik og Árvakur jafntefli, 2-2. Ólafur Haukur Ólafsson kom Árvakri yfir með marki strax á 1. mínútu. Helgi Helgason jafn- aði úr vítaspyrnu og Viðar Gunnars- son kom Augnabliki síðan yfir en Árvakursmönnum tókst að jafha und- ir lokin. Staðan í A-riðli: Árvakur..............4 2 2 0 8-38 Ármann..................4 2 11 12-5 7 Grundarfj...............4 12 13-85 Stokkseyri.............4 112 3-84 Augnablik.............4 0 2 2 7-92 • Bryngeir Torfason sést hér skora eltt fjögurra marka sinna gegn Grund- firöingum en Ármann sigraöi, 6-0. DV-mynd GUN Grótta enn efst Gróttumenn halda enn öruggri for- ystu í B-riðli og nú um helgina vann liðið Víking, Ólafsvík, 5-1. Sverrir Sverrisson skoraði 2 mörk og þeir Valur Sveinbjörnsson og Jón Stein- grímsson gerðu eitt hvor. Þá gerðu Reynir frá Hellissandi og Skotfélagið jafntefli, 2-2. Viðar Gylfa- son skoraði bæði mörk Sandara í leiknum. Staðan í B-riðli: Grótta..................4 4 0 0 17-5 12 Hvatberar..............4 2 119-59 SR............................4 12 18-75 Víkingur................4 10 3 64l 3 ReynirH................4 0 13 3-15 1 Hvergerðingar skoruðu sex Leikmenn Hveragerðis hafa verið á skotskónum í sumar og á laugardag skor- aði liðið sex mörk gegn Snæfelli sem þó hefur átt velgengni að fagna þar til í þess- um leik. Guðmundur Gunnarsson skoraði tvívegis og Kristján Theodórsson, Svein- björn Ásgeirsson, Ólafur Jósefsson og Jón Hreiðarsson gerðu eitt hver. Þá sigruðu Hafnir lið Léttis, 3-2, í hörkuleík. Þórður Þorbjörnsson, Guð- mundur Jónasson og Arngrímur Guð- mundsson skoruðu fyrir Hafnir. Staðan í C-riðli: Hveragerði................4 4 0 0 12-1 12 Víkverji .........................4 3 0 1 11-3 9 Snæfell...........................4 2 0 2 9-11 6 Hafnir.............................4 10 3 5-13 3 Léttir..............................4 0 0 4 3-12 0 Reynismenn óstöðvandi Reynir frá Hnífsdal sigraði enn eina ferðina um helgina þegar liðið lagði Geisl- ann að velli, 3-2. Rúnar Víðisson, Jóhann- es Ólafsson og 01afur Birgisson skoruðu fyrir Reyni en Magnús Hansson skoraði annað mark Geislans úr vitaspyrnu en hann misnotaði annað víti í leiknum. Bolungarvík gerði góða ferð til ísafjarð- ar og sigraði Badmintonfélagið, 2-0. Þá sigraði Höfrungur lið Bíldudals einn- ig, 2-0, og skoraði Birgir Ólafsson bæði mörk Höfrunga. Staðan í D-riðli: ReynirH....................5 5 0 0 21-8 15 Bolungarvík.................5 4 0 1 22-4 12 Geislinn.........................4 112 4-74 Höfrungur.....................3 10 2 2-12 3 Bl....................................4 0 2 2 5-92 Bíldudalur.....................5 0 14 3-17 1 Öm með 4 mörk ¦ Hvöt vann stórsigur gegn Kormáki á Blönduósi á laugardag og urðu lokatölur 7-2. Örn skoraði 4 mörk fyrir Hvöt, Páll Leó Jónsson gerði tvö og Hermann Arason eitt mark. Þá sigraði Neisti lið Árroðans, 2-0, og gerðu þeir Magnús Jóhannesson og Björn Guðbrandsson mörk Neistans. Staðan í E-riðli: Hvöt............................4 4 0 0 17-2 12 UMFS............................4 3 0 1 16-4 9 Kormákur.....................4 112 7-16 4 Neisti..............................4 112 2-84 Árroðinn........................4 .0 0 4 2-14 0 Naumt hjá HSÞ-c Aðeins einn leikur fór fram í F-riðli og áttust þar við HSÞ-c og Vaskur. HSÞ-c sigraði naumlega, 2-1, en staðan í hálfleik var 1-1. Donald Kelly skoraði mark Vasks í leiknum en ekki náðist í markaskorara heimamanna. -Staðan í F-riðli: HSÞ-c.........................2 2 0 0 5-16 Æskan............................2 10 17-43 Vaskur...........................3 10 2 7-8 3 AustriR.........................1 0 0 1 0 5 0 Huginn fór á kostum I G-riðli voru 3 leikir og bar mest á stór- sigri Hugins gegn Súlunni en þar enduðu leikar 8-1 fyrir Hugin. Þórarinn Ólafsson skoraði þrennu og þeir Jóhann Stefánsson, Valdimar Júlíusson, Hilmar Sigurðsson, Sveinbjörn Jóhannsson og Finnbogi Sig- urðsson skoruðu eitt hver. Þá sigruðu Valsmenn frá Reyðarfirði lið Hattar og kom það verulega á óvart. Sindri Bjarnason og Gauti Marinósson komu Val í 2-0 áður en Heimir Þorsteinsson minnk- aði muninn fyrir Hött. I sama riðli sigraði Hrafnkell Freysgoði lið Leiknis frá Fáskrúðsfirði með einu marki gegn engu. Staðan í G-riðli: Huginn.......................4 3 0 Höttur............................3 2 0 ValurR...........................4 2 0 Hrafnkell........................4 2 0 LeiknirF........................2 1 0 Súlan..............................3 0 0 1 18-1 9 1 9-2 6 2 8-10 6 2 8-10 6 1 4-3 3 3 3-19 0 -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.