Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1987, Blaðsíða 10
28 MÁNUDAGUR 22. JÚNl 1987. íþróttir i Erling hreins- aði borðið hjá Herði Harðarfélagar i Mosfellssveit og nágrenni héldu gæðingakeppni og kappreiðar í síðustu viku. Dómar á gæðingum í A-flokki, B-flokki, bamakeppni og unglingakeppni fóru íram á fimmtudeginum en kappreið- ar, úrslit gæðingakeppna og verð- launaafhendingar á laugardeginum. Harðarfélagar eiga tvo góða keppn- isvelli við Varmárbakka og svo gamla völlinn á Amarhamri. Allir em þessir vellir vel úr garði gerðir frá náttúmnnar hendi fyrir áhorf- endur sem fjölmenntu í góða veðr- inu. Mikið er af góðum hestum í Herði enda vom einkunnir háar. í B-flokki vom einkunnir bæði háar og jafriar. Munur á efsta hesti, Ægi, með 8,38, og Snillingi, sem fékk fimmtu hæstu einkunn, 8,24, var einungis 0,14. I A-flokki var meiri mismunur á Þrym, sem fékk hæstu einkunn, 8,49, og Hvin sem fékk fimmtu hæstu ein- kunn, 8,06. Þar var munurinn 0,43. Dómarar vom þeir Sigurbjöm Bárðarson, Þormar Andrésson, Guðni Jónsson, Viðar Halldórsson, Benedikt Garðarsson og Hallur Jónsson. Þeim var borgað fyrir dóm- störf og er það í fyrsta skipti sem slíkt er gert og stefhumarkandi fyrir dómstörf framtíðarinnar. Sigur- bjöm, Þormar og Guðni dæmdu A-flokk og B-flokk og vom mjög sammála í úrslitaröðun, alveg sam- mála um röðun í B-flokki og sammála um 3., 4. og 5. sæti í A- flokki en skiptar skoðanir voru um 1. og 2. sætið. Úrslit vom þessi: Gæðingakeppnin í A-flokki stóð efstur Þrymur, sem Erling Sigurðsson á og sat, og fékk 8,49 í einkunn sem reyndar var hæsta einkunn gæðings hjá Herði að þessu sinni. Næstur kom Lord, Jóhanns Oddssonar, sem Trausti Þór Guðmundsson sýndi, og fékk 8,38 í einkunn. Freyja, sem Birgir Hólm á og sýndi, fékk 8,10 í einkunn og þriðja sætið. I B flokki stóð efstur Ægir, Hreins Ólafssonar sem Garðar Hreinsson sýndi. Fékk hann 8,38 í einkunn. I öðm sæti var Faxi sem Jón H. Ásbjömsson á og sýndi. Fékk hann 8,311 einkunn. Snillingur, Pét- urs Jökuls Hákonarsonar, var í þriðja sæti með 8,24 í einkunn, en Trausti Þór Guðmundsson sýndi hann. í unglingakeppninni stóð efst- ur Hákon Pétursson með Limbó og 8,15 í einkunn, Hulda Þórðardóttir var önnur með Leist og 7,93 í ein- DV • Garðar Hreinsson og Ægir stóðu efstir í B-flokkskeppninni. DV-mynd ej. kunn og Ólöf Kristjánsdóttir þriðja með Eldingu og 7,94 í einkunn. 1 bamaflokki sigraði Theodóra Mat- hiesen með Baldur og fékk 8,05 í einkunn. Guðmundur Jóhannesson var annar með Grámann og 7,83 í einkunn.Alfreð Mounier var þriðji með Garp og fékk 7,93 í einkunn. í keppni unghrossa í tamningu stóð efstur Darri sem Haraldur Sigvalda- son á og sýndi. Leistur, sem Gísli Ellertsson á en Steinn Gíslason sýndi, var annar og Torfi, sem Hreinn Ólafsson á en Ragnar Ólafs- son sýndi, var þriðji. Hákon Péturs- son var kosinn snyrtilegasti knapi mótsins og Lord var kosinn glæsileg- asti hestur mótsins og glæsilegasti gæðingurinn. Kappreiðar Hvinur þeirra Steindórs Steindórs- sonar og Erlings Sigurðssonar, sem Erling sat, sigraði á 16,4 sek. í 150 metra skeiðinu. Röst, sem Þorgeir Guðlaugsson sat, var önnur á 17,5 sek. og Jörð, sem Jón M. Jónsson á og sat, þriðja á 18,2 sek. Vani sigr- aði í 250 metra skeiðinu. Erling Sigurðsson á hann og sat á 26,1 sek. Þrymur, sem Erling á einnig og sat, var annar á 26,7 sek. og Stóri-Jarp- ur, sem Guðmundur Jónsson á og sat, þriðji á 31,5 sek. Erling á því tvö gull og eitt silfur í skeiðkeppnunum ásamt gulli í A-flokkinum. í 300 metra brokkinu stóð sig best Skuggi, sem Reynir Ö. Pálmason á og sat, á 43.5 sek. Douglas, sem Jón Jónsson á og sat, var annar á 62,6 sek. Nest- or, Hjördísar Bjartmars, sigraði í 350 metra stökki á 27,4 sek. Knapi var Sveinn Hauksson. Léttir, sem Ragn- ar Ólafsson á og sat, var annar á 27.5 sek. og Spóna, sem Ámi Anders- en á en Sigurður N. Birgisson sat, var þriðja á 28,0 sek. -EJ. • Frá fjórðungsmótinu á Melgerðismelum árið 1983. Tólf afkvæmadæmd kyn- bótahross á fjórðungsmóti Fjórðungsmót norðlenskra hesta- manna verður haldið í þessari viku á Melgerðismelum í Eyjafirði. Mótið hefst fimmtudaginn 25. júní klukkan 9 og verða dæmdar kynbótahryssur, B-flokks gæðingamir og gæðingar bama og unglinga þann daginn. Daginn eftir, fóstudaginn 26. júní, verða dæmdir stóðhestar, hryssur með afkvæmum og A-flokks gæðing- ar. Einnig verður þá kynning á öllum gæðingum og sýning söluhrossa. Kappreiðar em fyrstar á dagskrá á laugardeginum og hefjast klukkan 9.30. Því næst verða fimm ræktun- arbú kynnt og úrslit í bama- og unglingaflokki fara fram. Kynbóta- hross verða einnig kynnt og dómum lýst. Víðavangshlaup fer fram á laugardeginum. Á síðasta degi móts- ins, sunnudeginum, hefst dagskráin klukkan 10 með úrslitum í kappreið- um og því næst verður hópreið og helgistund. Einnig verða sýnd úrvals kynbótahross og úrslit í A-flokki og B-flokki fara fram. Búist er við miklum fjölda hrossa og manna. Eyfirðingar ættu að geta haldið gott mót, til þess fengu þeir næga æfingu fyrir fjórum árum er fjórðungsmót var haldið á Melgerð- ismelum. í gæðingakeppninni munu taka þátt 74 hross, í gæðingakeppni bama og unglinga 35 hross og í kappreiðum 69 hross, þar af 42 í skeiðkeppni. Búist er við mikilli spennu í kringum kappreiðar því peningaverðlaun em 180.000 krónur. Veðbanki verður starfræktur og munu veðmálin eflaust hleypa spennu í áhorfendur. Flestöll sterk- ustu keppnishross landsins munu mæta. Geysilegur fjöldi kynbótahrossa verða sýndur og meðal annars fjórir afkvæmasýndir stóðhestar, þeir Her- var frá Sauðárkróki, Fáfnir frá Fagranesi, Freyr frá Akureyri og Fengur frá Bringu. Nokkrar hryssur verða afkvæmasýndar og má nefna þær Nös frá Stokkhólma og Snældu frá Árgerði. Alls verða sýndir fjórir stóðhestar með afkvæmum og ellefu einir sér. Átta hryssur verða sýndar með afkvæmum og fimmtíu einar. Dansleikir verða flestöll kvöldin og kvöldvaka á laugardagskvöldið. Erling glimdi við dauðann - hjálmurinn bjargaði Irfi hans Hinn knái knapi, Erling Sigurðs- son, hefur oft lent í kröppum dansi á skeiðvellinum og ekki síður á dómpöllum en fyrir rúmri viku kast- aði fyrst tólfunum er hann lenti í glimu við dauðann og sigraði auðvit- að. Erling sigraði í skeiðkeppninni á Hvin eftir mikla baráttu við Sigurð Vigni Matthíasson, 10 ára, sem keppti á Dagfara og lenti í 2. sæti. En þegar Erling og Hvinur voru komnir í gegnum markið hnaut Hvinur með þeim afleiðingum að hann endastakkst og Erling með. Höfúðið á Ella lenti í sverðinum þar sem fyrir var urð og grjót. Hann stóð upp en steinlá síðan rotaður. Hann raknaði brátt við og mætti hress í keppnina hjá Herði nokkrum dögum síðar og gekk vel. Erling telur ekki nokkum vafa leika á því að hjálmur- inn, sem hann hefur alltaf á höfðinu i keppni, hafi bjargað lífi sínu. Já það er ekki tryggt eftirá. • Það uppgötvaðist á sveitakeppn- ismótinu, sem haldið var í Víðidaln- um fyrir rúmri viku, að deilitafla, sem notuð er fyrir töltkeppnina, er röng á tveimur stöðum. Reglan er sú að deilt er með tölunni fjórum í heildarútkomu hvers dómara. Þá tölu sýna dómarar á spjöldum sínum. En á deilitöflunni fyrir töltkeppnina er útkoman 10,1 þegar deilt er með fjórum í heildarútkomuna 41. Sú útkoma er röng. Útkoman á að vera 10,25 en sú tala er hækkuð upp í 10,3. Það sama má segja um töluna 17 sem verður 4,2 í deilitöflunni en á að vera 4,3 - man reyndar ekki eftir að hafa séð þá tölu í íþrótta- keppni. Þar sem stutt er síðan þessi vitleysa uppgötvaðist hefur ekki ver- ið kannað hvort vitleysur séu víðar í deilitöflum eða hvort þessi tala, 10,1, hefur haft einhver áhrif á út- komu á íþróttamótum. Þó liggur ljóst fyrir að á sveitakeppnismótinu fékk knapinn Örn Karlsson, sem keppti fyrir Andvara, töluna 10,1 hjá þremur dómurum. Sú tala hefði auð- vitað átt að vera 10,3 og hefði það hækkað hann upp. • Mánudaginn 15. júní síðastliðinn sagði ég frá því að félagar í íþrótta- deild Harðar væru óánægðir með að hafa ekki fengið að vera með í sveita- keppninni i' Víðidalnum. Valdimar Kristinsson, formaður íþróttadeildar Harðar, vill koma því á framfæri að hann viti ekki til þess að íþrótta- deild Harðar hafi verið boðið form- lega að vera með. Samtöl við einstaklinga í íþróttadeildum þeirra félaga sem stóðu að mótinu hafi bent til þess að enginn væri mótfallinn þátttöku Harðar, og flestir því vel- viljaðir. Harðarfélögum hafi verið bent á að sækja um skriflega og gefið í skyn að sú umsókn væri ein- ungis formsatriði. Annað hefði komið á daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.