Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987. Neytendur Grænmetismarkaður Sölufélagsins: Eru einokunariög um græn- metisverslun á næsta leiti? Þetta er nýjasta myndin af grænmeti á haugunum. Það er svo sem engin ný bóla að grænmeti sé hent á haugana. í myndasafni DV eru til myndir frá 1985, 1981 og 1978 af tómötum á haugunum. Tómatamir og gúrkumar á rusla- haugunum í síðustu viku hafa ekki dregið úr deilunum sem staðið hafa um hinn svokallaða grænmetis- markað Sölufélagsins og starfsreglur landbúnaðarráðherra um innflutn- ing á grænmeti. Deilumar, sem nú hafa staðið um breytingar á grænmetisversluninni, ættu ekki að koma neinum á óvart. Fyrir einungis þremur árum var í gildi reglugerð um grænmetisversl- un hér á landi sem virtist fyrst og fremst hafa það markmið að halda grænmetisneyslu þjóðarinnar í lág- marki. Það er reyndar með ólíkind- um hvemig stjómmálamenn í lýðfrjálsu landi komust upp með þá fomeskju, allt til ársins 1985. Forneskjuleg grænmetisviö- skipti Fram til ársins 1984 vom grænmetis- viðskiptin ekki í neinu samræmi við almenna nútíma viðskiptahætti hér á landi. íslendingar urðu að sætta sig við niðurlægjandi og oft heilsu- spillandi neysluskömmtun sem helst verður borin saman við skömmtun- arstjómun í alræðisríkjum, eða þá einokunarverslun sem var afnumin hér á landi fyrir sléttum tvö hundmð árum. Um langt árabil hafði hér verið nánast algjör einokun á allri græn- metisverslun en tvö fyrirtæki sáu þá um heildsöluna og dreifinguna, Grænmetisverslun landbúnaðarins og Sölufélag garðyrkjumanna. Grænmetisverslun landbúnaðar- ins hafði einokunarrétt á öllum innílutningi grænmetis en hafði svo einnig með höndum heildsölu, dreif- ingu og verðmyndun á útiræktuðu, íslensku grænmeti. Sölufélagið sá um heildsölu og dreifingu á mestum hluta af ylræktuðu, íslensku græn- meti og nokkrum hluta af íslensku garðagrænmeti á sumrin og haustin. Þáttaskil 1984 með finnsku kartöflunum í apríl árið 1984 urðu svo þáttaskil í þessum efnum. Grænmetisverslun- in hafði þá fest kaup á tveimur þúsundum lesta af finnskum kartöfl- um, sem reyndust stórskemmdar, ef ekki óætar með öllu. Þegar betur var að gáð hafði Samband íslenskra samvinnufélaga flutt þetta svínafóð- ur til landsins og þegið umboðslaun fyrir. Þessi „vörugæði" voru engin ný- lunda fyrir íslenska neytendur en nú var mælirinn hins vegar fullur hjá kaupmönnum, neytendum og samtökum þeirra. Forsvarsmenn Grænmetisverslun- arinnar höfðu hins vegar ekkert lært og engu gleymt og svöruðu í fyrstu allri gagnrýni með skætingi. Forsætisráðherra gaf þá vilyrði fynr því að heildsalar fengju að leysa úr tolli kartóflur sem þeir myndu festa kaup á erlendis. Heildverslun Eggerts Kristjánssonar og Hagkaup pöntuðu þá kartöflur erlendis frá og fóru þess á leit að fá að leysa þær úr tolli. Leyfið var veitt, enda ekki á öðru stætt, ekki einu sinni fyrir Jón Helgason. Hér hafði því opnast glufa fyrir frjálsari viðskiptahætti enda var gert ráð fyrir því að heildsalar fengju að flytja inn grænmeti á meðan ís- lensk framleiðsla væri ekki á boð- stólum. Haustið 1984 tóku svo heildsalar að semja beint við íslenska græn- metisbændur sem urðu yfirleitt mjög ánægðir með viðskiptin. Nú var út- séð um hag Grænmetisverslunar landbúnaðarins enda var því fyrir- tæki flest betur gefið en að standa í heiðarlegri samkeppni. Sölufélagið hélt hins vegar áfram heildsölu og dreifingu á íslensku grænmeti en hafði þó misst spón úr aski sínum . Árið 1985 var svo samþykkt ný reglugerð um innflutning og sölu á grænmeti en sú reglugerð staðfesti þá þróun í frjálsræðisátt sem hér hafði átt sér stað. Þó hafa allir aðil- ar málsins verið sammála um það að vemda íslenska grænmetisrækt- un fyrir ótakmörkuðum innflutningi erlends grænmetis. Ágreiningurinn hefur hins vegar staðið um hitt hversu langt skuli ganga og hvaða leið skuli farin í þessu skyni. Framlelðendum gengur illa að aðlaga sig markaðinum í rúm tvö ár virtist grænmetis- verslun í landinu ætla að aðlaga sig nýjum og frjálsari viðskiptaháttum, en sumrin 1985 og 86 lækkaði ís- lenskt grænmeti meira en dæmi voru til áður þegar mest framboð var af þessari vöm. Þar með var þó ekki sagt að íslenskir grænmetisbændur yrðu að selja afurðir sínar á útsölu um aldur og ævi, en islensk fram- leiðsla átti eftir að aðlaga sig nýjum aðstæðum. í byrjun þessa árs tóku svo nokkr- ir grænmetisbændur að funda með félögum sínum úr Sölufélaginu og var yfirlýstur tilgangur fundanna sá að kanna möguleika á grænmetis- markaði fyrir bændur og heildsala. Þegar á fundina leið virtist sá ásetningur verða æ augljósari að nú ætti ekki að stofna grænmetismark- að þar sem dreifingaraðilar gætu boðið í tilteknar sendingar heldur skyldi komið á sölusamlagi sem myndi ákveða verðið á öllu framboð- inu. „Grænmetismarkaður“ setur skilmála Þegar leið fram á vorið kom svo í ljós, að samlagssinnar, með Sölufé- lagið í broddi fylkingar, höfðu tekið málin föstum tökum, enda hefur Sölufélagið nú náð samningi við 90-95% allra íslenskra grænmetis- bænda, og það hlutfall á sennilega enn eftir að hækka. Við þessar aðstæður setti „græn- metismarkaður" Sölufélagsins heild- sölum skilmála sem kváðu á um það að þeir yrðu að segja lausum öllum samningum við bændur, ef heildsal- ar ætluðu að hafa viðskipti við „grænmetismarkaðinn". Þessum kostum vildi heildsalan Mata ekki una, og kærði málsvara „grænmetismarkaðarins" til Verð- lagsstofhunar. Ráðamenn hjá Verðlagsstofnun bentu þá málsvör- um „grænmetismarkaðarins" á að þeir væru með sínum óvenjufega skilmála að brjóta lög um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Ef „grænmetismark- aðurinn“ legði ekki þessa skilmála af, mættu þeir búast við kæru fyrir lögbrot. Nú dró „grænmetismarkaðurinn" skilmála sína til baka enda vart á öðru stætt. Mata fær því að versla við „grænmetismarkaðinn" án þess að segja upp sínum grænmetis- bændum. Hins vegar var hér um skammvinnan vamarsigur að ræða því grænmetisbændur sem selt hafa Mata afurðir sínar munu ekki end- umýja samninga við heildsöluna á komandi hausti. Félagslegar þvinganir Ráðamenn hjá Mata og Hagkaup hafa svo oft lýst því yfir að þeir grænmetisbændur, sem hingað til hafa verslað við þá, hafi verið beittir „félagslegum þvingunum" af sveit- ungum sínum og starfsbræðrum, í því skyni að fá þá til að snúa baki við heildsölufyrirtækjunum. Full- yrðingar sem þessar verða sennilega seint sannaðar en ásakanir af þess- um toga gefa vísbendingu um þá vonsku sem hlaupin er í grænmetis- deiluna. Leynireglur landbúnaðarráð- herra Á sama tíma og Sölufélagið var að ná undir sig allflestum græn- metisbændum varð svo uppvíst um starfsreglur landbúnaðarráðherra en samkvæmt þeim reglum mun Sölufélagið fá einkaleyfi á öllum inn- flutningi grænmetis á hinum svo- nefndu „gráu svæðum", þ.e.a.s. á þeim tíma á vorin og haustin þegar íslenskt grænmeti annar ekki eftir- spum en er þó til að einhveiju marki. Þeir aðilar, sem í rúm tvö ár hafa tekið að sér dreifingu og innflutning á grænmeti en hefur nú verið stjakað út af markaðnum, eru að vonum ekki ánægðir með þessa þróun mál- anna og sumir þeirra halda því fram að umsvif og samningsumleitanir Sölufélagsins séu á góðri leið með að koma viðskiptaháttum um græn- meti í sama horf og þau mál voru fyrir 1984. Framtíðin mun hins vegar leiða í ljós hvort þeir reynast sannspáir í þeim efhum. KGK íslendingar hafa löngum verið frekar sparir á neyslu grænmetis. Eftir að slakaö var á klónni og einokunarverslun meö grænmeti var aflögð jókst neyslan. Nú getur samdráttur verið í augsýn ef skella á höftum aftur á verslun meö grænmeti eins og stefnir í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.