Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Steingrím á þríhjólið Almenningsálitið hér á landi er eindregið fylgjandi, að mynduð verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks og að Steingrímur Hermannsson verði forsætisráðherra. Þetta kom fram í skoðanakönnun DV, sem birtist í blaðinu í gær. Hvorugt kemur á óvart og sízt gengi Steingríms. Undanfarna mánuði hefur hann jafnan borið höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálamenn í könnunum af þessu tagi. Ljóst er því, að ríkisstjórninni, sem nú er verið að mynda, kæmi bezt, að Steingrímur yrði í forsæti. Segja má, að Steingrímur haldi persónulega uppi Framsóknarflokknum. Án hans væri flokkurinn nánast rúinn öllu fylgi á suðvesturhorninu, þar sem tveir þriðju hlutar þjóðarinnar búa. Búast má við, að flokkurinn andist á eðlilegan hátt? þegar Steingrímur hættir. Þorsteini Pálssyni og Jóni Baldvin Hannibalssyni hefur ekki tekizt að vinna sér þjóðarleiðtogatraust. Tölur könnunar DV sýna, svo ekki verður um villzt, að þeim ber að láta Steingrími eftir forsætið. Þannig verður hin annars veika ríkisstjórn sterkari en ella. Hér er hin fyrirhugaða ríkisstjórn kölluð veik, þótt að henni standi þrír stærstu þingflokkarnir, sem hafa óvenju ríflegan meirihluta þjóðarinnar að baki sér. Hún er veik af mörgum ástæðum, til dæmis vegna þess að hún verður tekin með keisaraskurði í fæðingu. Þjóðin hefur í fjórar vikur horft á stjórnarsamninga, sem boða hættur í fyrirhuguðu samstarfi. Flokksleið- togarnir væna hver annan um lygar og fals og keppast um að gefa yfirlýsingar, sem lyfta þeim sjálfum á kostn- að hinna tveggja. Allt innra traust skortir. Ríkisstjórnin er einnig veik, af því að hún er beint framhald fyrri ríkisstjórnar. Alþýðuflokkurinn gerist þriðja hjólið undir stjórnarvagninum og býður fram sem ráðherra helzta efnahagsfræðing fyrri ríkisstjórnar. Engin málefni fylgja þátttöku Alþýðuflokksins. Þríhjólið hefur beinlínis samið um óbreytt ástand á ýmsum sviðum, til dæmis í landbúnaði. Því er ljóst, að næstu árin verður kastað á glæ þeim peningum, sem stjórnin þyrfti að geta notað til að stuðla að framförum í landinu. Hún verður rígbundin á landbúnaðarklafa. Samt er þetta ríkisstjórnin, sem kjósendur vilja fá, samkvæmt könnun DV. Ef til vill stafar stuðningurinn af, að kjósendur telji þriggja flokka stjórn vera ill- skárri en fjögurra flokka stjórn og að þessi þriggja flokka kostur hefur lengi verið einn til umræðu. Þrátt fyrir annmarkana kemur niðurstaða könnunar- innar ekki á óvart. Það stafar af, að gamla ríkisstjórnin hafði ekki bakað sér neina óvild kjósenda og að þetta mynztur gengur að mati kjósenda einna næst hinu fyrra samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hin nýja ríkisstjórn sækir bæði styrk og veikleika til gömlu stjórnarinnar. Styrkurinn felst í, að þjóðin er í stórum dráttum sátt við gömlu stjórnina. Og veikleik- inn felst í, að gamla stjórnin var búin að ljúka því góða, sem hún gat sameinazt um, og átti vandamálin ein eftir. Hin óviðkunnanlega togstreita flokkanna þriggja og ráðherraefna þeirra um stóla virðist ekki hafa spillt almenningsáliti væntanlegrar stjórnar. Líklega skilja kjósendur, að í raun hafa ráðherrastólar meira stjórn- málagildi en orðskrúð og óskhyggja málefnasamninga. Líklega verður nú myndað stjórnarþríhjólið, sem al- menningur hefur óskað eftir í könnun DV. Hitt er vafasamara, að valinn verði réttur stýrimaður hjólsins. Jónas Kristjánsson Stjómarmyndunarviðræður hafa nú staðið sleitulaust vikum saman og ekki sjáanlegt að ríkisstjóm sé í burðarliðnum. Sjálfsagt kemur þetta engum á óvart því að kosningaúrslit- in báru það með sér að torvelt kynni að verða að koma saman stjóm. Sérhver alþingismaður hlýtur að hafa af þessu ástandi áhyggjur og velta fyrir sér hugsanlegri lausn. Og á meðan hinir nýfengnu pappírs- haugar Alþýðuflokksins hrönnuðust upp á borðum viðræðunefndar- manna, svo að þeir vissu ekki lengur hvort þeir voru komnir í fulla vinnu hjá Þjóðhagsstofhun eða þeir vom að reyna að berja saman ríkisstjóm, höfum við hin að sjálfsögðu verið að bisa við að láta okkur detta eitt- hvað í hug, sem leyst gæti vandann. Að mínu viti er nú aðeins ein lausn í sjónmáli. Hún er sú að Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur myndi ríkisstjóm og Alþýðubanda- lagið bjóðist til að verja þessa minnihlutastjóm falli. Skilyrði yrðu auðvitað sett um fyrstu aðgerðir í efhahagsmálum sem Alþýðubanda- lagið gæti sætt sig við og miðað yrði við eins árs tímabil. Vantraust félli á jöfiium atkvæðum samkvæmt þessu í efri deild en í neðri deild hefðu þessir flokkar sameiginlega eins atkvæðis meirihluta. Er þá að vísu gert ráð fyrir að Stefán Val- geirsson gangi til liðs við foma vini sína í Framsóknarflokknum. Á mið- stjómarfundi Alþýðubandalagsins nú um helgina flutti ég tillögu um þessa lausn og var henni ekki illa tekið. Nýjar kosningar ekki kostur Sú skylda hvílir á kjömum al- þingismönnum að afloknum kosn- ingum hveiju sinni að mynda starfhæfa ríkisstjóm og skal þar einskis látið ófreistað. Nýjar kosn- ingar em ekki kostur sem velja skal nema í nauðir reki. Helst kysi ég að lög leyfðu ekki kosningar nema á fjögurra ára fresti eins og er í Nor- egi. Þar i landi ætlast menn til þess af þingmönnum sínum að þeir ráði fram úr myndun ríkisstjómar þar til næstu kosningar fara fram. Þetta KjaUarinn Guðrún Helgadóttir alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið stöðu forsætisráðherra, sem hann gerir tilkall til. Engir flokkanna hafa í raun styrk til þess að fara í tveggja flokka ríkisstjóm. Tilraun til myndunar ríkisstjómar þriggja 'átærstu flokkanna virðist hafa mis- tekist og fjórílokkastjórn er tæpast æskilegur kostur. Jón Baldvin Hannibalsson hefur haldið þvi fram að Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur hefðu náð samkomulagi um mikilvægar efnahagsráðstafanir í undangengnum viðræðum og því mikla verki væri lokið. Þjóðin þarfn- ast ríkisstjómar strax og þess vegna er full ástæða til að huga að sam- stjóm þessara flokka. Nauðsyn á agaðri vinnu- brögðum Mesta áherslu lagði ég þó á hversu hollt það gæti verið þinginu og þing- ræðinu í landinu að glíma við „Að mínu viti er nú aðeins ein lausn í sjónmáli. Hún er sú að Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur myndi ríkisstjórn og Alþýðubandalagið bjóðist til að verja þessa minnihlutastjórn falli.“ fyrirkomulag setur kjósendum mun meiri ábyrgð á herðar og menn huga áreiðanlega betur að því hvaða ríkis- stjóm þeir í raun og vem óska eftir þegar þeir neyta atkvæðisréttar síns. Hér er þetta því miður ekki svona, og menn kunna því að fara af meiri léttúð með atkvæði sín. Það liggur a.m.k. ekki í augum uppi að menn hafi haft ákveðið ríkis- stjómarform fyrir sjónum í nýaf- stöðnum kosningum, enda hefúr stjómarmyndun gengið efitir því. Flestum ætti að vera ljóst að Sjálf- stæðisflokkurinn á erfitt um vik um samstarf við Borgaraflokkinn en án hans er hann ekki það afl sem hann áður var. Formaður flokksins á við að stríða þingflokk sem greinir vafa- laust á um fjöldamörg atriði varð- andi stjómarmyndun, ekki síst um minnihlutastjóm nú. Við höfúm nær alltaf búið við meirihlutastjórnir og þar af leiðandi oft á tíðum fremur óábyrga stjómarandstöðu. Minni- hlutastjóm gerði þær kröfur til þingmanna að vinna af fullri ábyrgð um eins árs skeið og eins og þingið er nú samsett kallar nauðsyn á ag- aðri vinnubrögð en við hafa gengist á undanfomum árum. Þegar þetta er skrifað hefur for- maður Alþýðuflokksins skilað umboði sínu. Forseti lýðveldisins mun enn vilja vinna að meirihluta- stjóm en takist það ekki - og Alþýðubandalagið mun að sjálf- sögðu koma þar til ef það verður til þess kallað - bið ég menn hugleiða þann kost sem hér hefúr verið kynnt- ur. Guðrún Helgadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.