Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1987, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1987.
11
Utlönd
Joggingskór í ferðalagið
fást í öllum helstu sportvöruverslunum.
Fimm manns létust í slysinu. Hermenn leituðu í gær í braki vélarinnar að vísbendingum um það hvað olli slysinu.
Simamynd Reuter
C-130 flutningavél
fórst við æfingar
Fimm manns létu lífið í gær þegar
C-130 flutningaflugvél frá bandaríska
flughemum fórst við æfingar í Fort
Bragg í Norður-Karólínafylki. Um
þijú þúsund almennir borgarar fylgd-
ust með æfingunni og horfðu á flutn-
ingavélina hrapa og verða alelda nær
samstundis.
Flutningavélin var notuð við æfing-
ar í að varpa skriðdrekum út í fall-
hlífum sem settar em aftur úr vélinni
á lágflugi og eiga þá að draga drekana
með sér út á jörðina. Við þessa iðju
skall vélin í jörðina, rann síðan út í
skóglendi við flugbraut og varð nær
samstundis alelda. Fjórir áhafnarmeð-
limir og eirrn hermaður á jörðu niðri
létust í slysinu, en þrír úr áhöfn vélar-
innar sluppu með minniháttar meiðsli.
.-r.
Áá:l
heildverslun, sími 68-76-85.
Richard Branson (t.v.) og aðstoðarmaður hans, Per Lindstrand, biða eftir
hagstæðu veðri til að leggja í ferð yfir Atlantshafið. Simamynd Reuter
Loftbelgur til íslands?
Inguim ÓlafedcárJDV, Bimiingiiam;
Ekki er útilokað að sjást muni til
risastórs loftbelgs frá íslandi að nokkr-
um dögum liðnum. Breti nokkur að
nafhi Richard Branson hefur ákveðið
að verða fyrstur til að komast yfir
Atlantshafið í loftbelg sem gengur fyr-
ir heitu lofti. Hann hefur beðið í
næstum tvær vikur i Maine í Banda-
ríkjunum eftir hagstæðu veðri til að
geta lagt upp í þessa fór ásamt aðstoð-
armanni sínum.
Branson er vel þekktur í Bretlandi
fyrir velgengni sína í viðskiptalífinu.
Hann er forstjóri hljómplötufyrirtæk-
isins Virgin sem á skömmum tíma er
orðið eitt það stærsta og arðbærasta
í landinu. Branson byrjaði með lítið
bílskúrsfyrirtæki sem seldi fólki
hljómplötur í gengum póstkröfu. Virg-
in hefur þegar skipað sér sess á meðal
stærstu alþjólegu plötufyrirtækja og á
auk þess þó nokkur dótturfyrirtæki,
meðal annars flugfélagið Virgin.
Branson sem enn er undir fertugu er
mikill ævintýramaður og hefur unnið
það sér til frægðar að sigla yfir Atl-
antshafið í sérsmíðuðum hraðbát á
mettíma.
Branson mun ekki verða einn á ferð
í háloftunum þvi frægasti loftbelgsfari
Breta, Don Cameroon. hefru skorað
hann á hólm og búast menn við harðri
keppni. Cameron mun leggja af stað
frá Nýfundnalandi þegar veður levfir.
Þetta verður í fyrsta skipti sem til-
raun er gerð til að komast vfir
Atlantshafið í loftbelg sem gengur fyr-
ir heitu lofti en áður hafa tveir helíiun-
beglir komist yfir. Belgur Bransons er
tæpir 60 metrar á hæð og sá stærsti
sem gerður hefúr verið. Belgurinn nær
allt að 27.000 feta hæð og er áætlað
að ferðin taki 3-4 daga. Til að geta
lent munu Branson og aðstoðarmaður
hans sleppa loftbelgnum upp í háloftin
og svífa til jarðar i fallhlífum.
Branson sagði nýlega i sjónvarpsvið-
tali að hann vonaðist til að geta lent
í Bretlandi en hann yrði ánægður með
að lenda hvar sem er í Evrópu. ísland
kæmi vel til greina, sagði Branson.
Þegar belgurinn nær hámarkshæð yfir
miðju Atlantshafinu segja sérfræðing-
ar hættu á að háloftavindar beri hann
í átt að íslandi.
ALLT NYIR BILAR
mm
FORD BRONCO IIXL
Framhjóladrifinn, sparneytinn og
hljóðlátur 4 manna smábill sem
hentar vel til styttri ferða i og kringum
Reykjavík.
CHEVROLET MONZA
Rúmgóður 5 manna jeppi sem býður
upp á mikil þægindi fyrir ökumann og
farþega jafnt i akstri innanbæjar svo
og á ógreiðfærari vegum.
LADA SPORT2121I4
Framhjóladrifinn 4-5 manna bíll sem
hentar vel jafnt til lengri og styttri
ferða.
SVZUKl FOX SJ 410
Góður 4-5 manna bill sem býður upp
á meiri þægindi og hentar vel til lengri
ferða.
Lipur 4 manna jeppi sem hentar vel i
blönduðum akstri á þjóðvegum og
ógreiðfærari vegum.
Upur 4 manna jeppi með miklu
farangursrými. Hentar einnig vel sem
sendibill.
ARNARFLUG
BILALEIGA ARNARFLUGS HF.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Keflavik. Sími 92-50305.
Reykjavíkurflugvelli, sími 91-29577.