Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Page 9
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987.
9
Utlönd
Franska flugmóðurskipið Clemenceau lagði i gær af stað til Indlandshafs frá Toulon á frönsku rivierunni,
Simamynd Reuter
Thatcher tekur
akvörðun í dag
iist. pr virS arS Marcrflrpf ThatrVipr
Búist er við að Margaret Thatcher,
forsætisráðherra Bretlands, taki á-
kvörðun um það í dag hvort Bretar
muni veita Bandan'kjunum aðstoð sér-
fræðinga við tundurduflaleit á Persaf-
lóa og hvort bresk herskip verði send
þangað.
Bandaríkjamönnum er mjög um-
hugað um að bandamenn þeirra í
Evrópu geri meira vart við sig á Pers-
aflóa og hafa þeir leitað til Frakka,
Vestur-Þjóðveija, ítala og Hollend-
inga auk Breta.
Bandarísk þyrla hrapaði í gærkvöldi
er hún reyndi að lenda á La Salle,
flaggskipi bandarísku flotadeildarinn-
ar. Einn maður fórst og þriggja er
saknað. Níu menn voru um borð í
þyrlunni. Tveir þeirra voru lagðir inn
á sjúkrahús og er annar alvarlega slas-
aður.
Floti fjögurra franskra skipa lagði
af stað í gær í áttina að Persaflóa en
frönsk yfirvöld hafa ekki viljað gefa
upp nákvæman áætlunarstað. Um
borð í skipunum eru þrjú þúsund menn
og er hlutverk þeirra sagt vera að
gæta franskra hagsmuna á Miðjarðar-
hafi og Indlandshafi.
Charles Price, sendiherra Bandarikjanna í Bretlandi, kemur frá fundi með utan-
ríkisráðherra Bretlands, Sir Geoffrey Howe. Bandaríkin hafa leitað eftir aðstoð
Breta á Persaflóa.
Símamynd Reuter
Götur Haiti voru auðar í gær nema hvað herbílar óku þar um i eftirlitsferð. Allsherjarverkfall rikir nú i landinu.
Simamynd Reuter
Verkfallið heldur áfram
Tilraunir stjómarandstæðinga á
Haiti, til að fella stjómina með því að
lýsa yfir allsheijarverkfalli, gætu end-
að í blóðbaði að þvi er diplómatar telja.
Aðstandendur verkfallsins hafa lýst
yfir almennum sorgardegi í dag vegn
þeirra tíu er drepnir vom þegar her-
menn skutu á mótmælendur á mið-
vikudaginn. Þá særðust einnig þijátíu
manns.
í höfuðborginni keyrðu herbilar í
gær um auðar götumar. Flestar versl-
anir, veitingastaðir og skrifstofur
höfðu lokað og ferðir með almennings-
vögnum lágu niðri. Örfáir mótmæl-
endur vom á stjái í fátækrahverfunum
en ekki er vitað um meiriháttar átök.
Heryfirvöld hafa lýst því yfir að her-
menn hafi skotið á göngumenn á
miðvikudaginn eftir að skotið hafi
verið að þeim sjálfum.
Skila hatti Napóleons
Japanir hafa samþykkt að skila
frönsku þjóðinni hatti Napóleons.
Talið er að Napóleon, fyrrum Frakk-
landskeisari, hafi borið hatt þennan
sem er talinn afskaplega vel gerður
leðurhattur. Þykir hann því betur
kominn á safrú í Frakklandi heldur
en í Japan og því verður honum
skilað. Tekið er fram að Japanir
muni greiða allan kostnað af flutn-
ingi hattsins.
Hærri tekjur en jafnmikil fátækt
Meðallagstekjur bandarískra fiölskyldna hækkuðu töluvert á síðasta ári,
en fiöldi þeirra sem lifa við eða fyrir neðan fatæktarmörk hélst sá sami.
Manntalsskrifstofa Bandaríkjanna skýrði frá því í gær að miðlimgstekjur
fiölskyldna hefðu verið tæplega þijátíu þúsund dollarar á árinu sem væri
hækkun um tæplega tvö þúsund dollara.
Þrátt fyrir þessa tekjuaukningu segir skrifstofan að fiöldi þeirra sem búa
við fátækt sé óbreyttur, eða liðlega þijátíu og tvær milljónir manna, sem
er um fimmtán prósent af þjóðinni.
Kirkjan gegn stjómlnnl
Rómverskkaþólska kirkjan í Panama tók i gær harða afstöðu gegn ríkis-
stjóm landsins og Noriega hershöfðingja, valdamesta manni stjómarinnar.
Talsmaður kirkjuimar krafðist þess að Roberto Diaz Herrera ofursti, sem
nú sigur í fangelsi fyrir að hafa borið illar sakir á Noriega, verði þegar í
stað látinn laus og dagblöðum stjómarandstæðinga verði heimilað að koma
út að nýju.
Til nokkurra raótmælaaðgerða kom í Panamaborg í gær eftir að liðlega
tvítugur piltur, Eduardo Carrera, var borinn til grafar en hann var skotinn
til bana af lögreglumönnum síðastliðinn sunnudag. Hrópuðu syrgjendurslag-
orð gegn stjóminni en ekki kom til átaka.
Gera Innrás í Sómalíu
Bandarískur flugher og sjóher
munu á næstunni gera innrás í Só-
maliu og er innrásin liður í viðamikl-
um heræfingum sem ríkin efiia til
saman. Æfingamar hefiast á morg-
un, laugardag.
Að sögn talsmaima Bandaríkjahers munu bandarískar hersveitir leika
hlutverk innrásarhers i æfingum þessum en Sómalíuher mun veijast.
Sómalía sleit nánu sambandi sínu við Sovétríkin á síðasta ári og gerði
þá vamarsamning við Bandaríkin. Samningur þessi gefur Bandaríkjamönn-
um rétt til að staðsetja vikingasveitir sínar úi Sómalíu, aðstöðu í flotastöð
í Berbera og afiiot af flugvöllum.
Bíður dóms fýrir morðtilraun
Joseph Markowski, eyðnisjúkling-
ur sem hafði til skamms tíma lifi-
brauð af því að selja kynvilltum
karlmönnum afnot af líkama sinum,
verður nú dreginn fyrir rétt, sakaður
um morðtilraun.
Markowski hélt vændisstarfsemi
sinni áfram eftir að eyðni greindist
í honum þótt hann gerði sér grein
fyrir þeirri hættu sem hann setti við-
skiptavini sina í. Undanfarið hafa
forréttarhöld farið fram i máh hans
til þess að ákvarða hvort hann hafi
andlegt atgervi til þess að standa
fyrir dómi. Dómarinn komst í gær
að þeirri niðurstöðu að þótt
Markowski þarfiiaðist vafalítið sál-
fræðilegrar aðstoðar, hefði hann
verið nægilega skynugur til að bera
ábyrgð á gerðum sinum og því sktdi
hann fyrir rétt
Lögreglan felldi þijátíu fanga
Aðstandendur fanga í betnmarhúsi í Sao Paulo biðu þess í gær að fá
nánari fregnir af afdrifum ættmenna sinna en til mikillla átaka kom i fang-
elsinu í gær og segir lögregla að tuttugu og níu fangar hafi látið lifið í
þeim. Talsmenn fanganna sjálfra segja að lögreglan hafi fellt að minnsta
kosti eitt hundrað fanga.
1 yfirlýsingu lögreglu segir að um fimmtíu fangar hafi orðið fyrir skotum
þegar lögreglan réðst til inngöngu í fangelsið þar sem fangamir höfðu gert
uppreisn og tekið þijátiu gísla. Segir lögreglan að einn lögreglumaður hafi
fallið í átökunum.