Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Page 16
16
Spumingin
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987.
Hvað ætlarðu að gera
um verslunarmanna-
helgina?
Margrét Karlsdóttir: Ég ætla í tíu
daga ferð um Landmannalaugar og
hálendið.
Ólöf Huber: Ég ætla í gönguferð um
Svartaskóg ásamt manni mínum, en
við erum búsett í Þýskalandi.
Gunnar Gunnarsson: Ég ætla að
slappa af í Munaðamesi.
Sigrún Gísiadóttir: Eg ætla að eyða
viku í sumarbústað í Svignaskarði.
Kristinn TryggvasonVerð mest
heima við en skrepp kannski upp að
Elliðavatni að veiða
Lesendur
DV
Bílar og stæði
Vegfarandi skrifar:
I sjónvarpinu fyrir skemmstu kom
frétt sem gekk alveg fram af mér. Þar
var rætt við lögreglumann sem var að
viðra sínar einkaskoðanir frammi fyrir
alþjóð.
Þama er ég að sjálfsögðu að tala
um frétt um einhver samtök sem berj-
ast gegn ofnki blikkbeljunnar á götum
borgarinnar.
Samtök þessi munu hafa látið útbúa
límmiða sem á var letrað eitthvað um
að gangstéttir væru ekki bílastæði og
höfðu félagar úr téðum samtökum
gerst svo djarfir að líma miða þessa á
þá bíla, sem svo frekjulega hafði verið
lagt á gangstéttir, að bamavagn komst
ekki leiðar sinnar.
Nú, samkvæmt áðumefridri frétt
höfðu sumir bíleigendur bmgðist
ókvæða við þessari nýbreytni og kært
athæfið til lögreglu.
Fréttamaðurinn tók vakthafandi
lögregluþjón tali og sagði sá að þama
væm samtökin að taka löggæslu úr
höndum réttra aðila en slíkt væri voða
Bréfritari telur að lögreglan standi sig illa í stæðismálum.
R200041
voða Ijótt. Það kom einnig fram að
þetta hefði ekkert verið rætt innan
lögreglunnar.
Því spyr ég. Hvers vegna sinnir ekki
lögreglan þessum skyldustörfúm sín-
um?
Ef allir bílar, sem lagt er ólöglega,
væm sektaðir þá væri t.d. hægt að
halda uppi strætisvagnakerfi sem virk-
aði og myndi það sjálfsagt stuðla að
mihnkandi umferð þegar fram í sækti.
Víða erlendis tíðkast það að í stað
þess að sitja að tafli em lögregluþjón-
ar á stöðugum þönum um götur og
setja þeir sektarmiða á alla bíla sem
lagt er ólöglega. Sektimar þarf ekki
að borga en af og til er lögreglan líka
á ferð með kranabíla og em þá þær
bifreiðar, sem illa er lagt, færðar til
geymslu. Ef eigandi vill svo endur-
heimta bifreið sína þarf hann fyrst að
greiða allar sektir sem á bílnum hvíla
og geta þær skipt hundruðum.
Þetta kerfi er hvetjandi því fólk
hugsar sig um tvisvar áður en það
leggur bílnum „uppi um alla veggi“.
Margir eru reiðir vegna skrefatalningar.
Sú von brást
Eldri kona hringdi:
Ég var lengi búin að vona að hætt
yrði að mæla hvert orð sem talað er
í síma en sú von brást.
Þessir herrar sem ráða virðast víst
aldrei ætla að verða gamlir, einir eða
lasburða. Þegar vond em veður og
ekki hægt að fara út, er síminn eina
sambandið sem maður hefur við um-
heiminn en vegna skrefatalningar
verður maður víst að láta sér nægja
að horfa á hann i stað þess að tala.
Þegar maður er gamall em kunn-
ingjarnir gjaman gamlir líka þannig
að eins er ástatt fyrir þeim.
Ég vona bara að þessir herrar fari
nú að sjá sig um hönd og breyti þessu
fyrirkomulagi því ég hélt að skömmt-
un og höft væm úr sögunni.
Seljum Póst og síma
3359-5433 skrifar:
Ég vil lýsa velþóknun minni yfir því
að Reykjavíkurborg skuli hafa haft
frumkvæði að því að mótmæla síðustu
hækkun hjá Pósti og síma. Allur þorri
almennings er mjög ánægður með að
viðræður skuli hafhar um að síðasta
hækkun verði dregin til baka. Það er
óvanalegt, en um leið mjög ánægju-
legt, að stjómmálamenn hafi frum-
kvæði að svona viðræðum. Þetta sýnir
að kjömir fúlltrúar fólksins í Reykja-
vík em lifandi í starfi. Eftir þessu
verður munað við næstu kosningar.
Póstur og sími er fyrirtæki sem er
þekktara fyrir dýrar utanlandsferðir
yfirmanna stofnunarinnar en hagræð-
ingu í rekstri. Þessi síðasta hækkun
var mjög ósvífin og öll fyrri loforð
svikin. Ég legg til að farið verði að
fordæmi Breta og Póstur og sími verði
seldur á almennum hlutafjármarkaði.
Einnig langar mig til að sá yfirlýsinga-
glaði ráðherra, Steingrímur Her-
mannsson, komi með enn eina
yfirlýsinguna og núna til að minna á
loforð þau sem hann gaf þegar hann
var samgöngumálaráðherra.
Almenningur er fyrir löngu orðinn
þreyttur á auknum álögum hins opin-
bera. Má minna á skatt sem ýtinn
ráðherra lagði á fasteignir í landinu í
nafni menningar en notaður er til að
útbúa forarpytt kringum svokallaða
Þjóðarbókhlöðu.
Troðið á almenningi
Elísabet Þorsteinsdóttir skrifar:
Nú á að bjarga efnahagsmálum þjóð-
arinnar með því að leggja 10% sölu-
skatt á matvæli (nema að sjálfeögðu
brýnustu nauðsynjar eins og kinda-
kjöt).
Alltaf er hoggið í sama knérunn.
Ríkið heimtar meir og meir og fólkið
borgar. Ekki dettur þeim í hug að
þeir geti sparað þessa milljarða sem
þeir eiga svo auðvelt með að leggja á
í auknum sköttum. Almenningur
hristir hausinn með vanþóknun, en
síðan ekki söguna meir. Hvar eru
mótmælin?
í útlöndum eru höfð uppi hörð mót-
mæli ef stigið er jafn gróflega yfir
neytendur og skattborgara. En hvað
gerist hér?
Við kyngjum öllu óréttlæti sem við
erum beitt, án þess að æmta né
skræmta. Stjórnarandstaðan gefúr út
einhverjar yfirlýsingar sem eru ekkert
nema orðin tóm. Ekkert heyrist í
verkalýðsfélögum. Af hverju eru ekki
mótmælagöngur, undirskriftalistar
eða annað þessháttar? Erlendis hafa
orðið uppreisnir út af minni málum.
Við segjum ekki orð þó grænmeti
sé hent frekar en við fáum að njóta
lágs vöruverðs. Við borgum skattinn
okkar og hreyfum engum mótmælum
þó bróðurparturinn af þeim fari í
kindakjöt ofan í útlendinga eða bara
á haugana.
Fólk kennir svo bara kerfinu um og
finnur til vanmáttar við að reyna að
breyta því. Enda er Jón Helgason
áfram landbúnaðarráðherra svo ekki
þarf að búast við breytingum meðan
hann ræður á þeim bæ.
Stjómmálamenn hafa sko engar
áhyggjur af viðbrögðum neytenda og
skattgreiðenda. Við segjum ekki múkk
og þeir vita það.
Hringið í síma 27022
milli kl. 13 og 15,
eða skrifið
Askrifanda finnst sem vegið sé ómaklega að myndavali Stöðvar 2.
Góðar myndir á Stöð 2
Áskrifandi hringdi:
Ég vil endilega bera á móti allri
þessari gagnrýni sem fram hefur kom-
ið á Stöð 2 að undanfömu.
Mér finnast myndir þar góðar og
þótt eitthvað sé um endursýningar þá
em þær klukkan fimm á daginn og
em sjálfsögð þjónusta þannig að þessi
gagnrýni á sér litla stoð í raunvem-
leikanum.