Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Qupperneq 19
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987.
31
ri, byrjaður að fagna marki sinu gegn KR i gærkvöldi. Framarar fögnuðu ekki í leikslok.
DV-mynd Brynjar Gauti
Iþróttir
'J"* mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mm|
i Tillaga Alfreðs hjjá íþrótta- og tómstundaráði:
mm m
I TTtg mun
| berjast"
-segirAlfreö Þorsteinsson. „Húsaleigumálinua ekki nærri lokið
aráttan fram-
n hjá okkur“
íasson, þjálfari Fram, eftir 3-2 tap gegn KR
eins og herforingi og markið lá loftinu.
A 19. mínútu einlék Pétur Ormslev upp
að endamörkum, lék á tvo varnarmenn
KR og gaf síðan sendingu á Einar Ás-
bjöm Ólafsson sem ekki var í vandræðum
með að skora. Sóknarþungi Fram hélt
áfram og 26. mínútu háðu Ágúst Már og
Ormarr Örlygsson kapphlaup um knött-
inn og hafði Ormarr betur. Hann gaf síðan
á Guðmund Steinsson sem sneri af sér
vamarmann og skoraði með föstu vinstri
fótar skoti, 0-2.
I seinni hálfleik hrundi ieikur Fram gjör-
samlega niður og KR-ingar gengu á lagið. Á
49. mínútu skoraði Rúnar Kristinsson fallegt
mark með góðu skoti. Stuttu seinna komst
Guðmundur Steinsson í dauðafæri fyrir Fram
en brást bogalistin. Á 55. mínútu var miki]
barátta inni í vítateig Fram sem endaði með
því að Ágúst Már náði að skora með skalla
af stuttu færi og jaiha leikinn.
KR sótti án afláts og Willum Þórsson átti
hörkuskot í stöng og inni á milli átti KR
hættulega sóknir. Tíu mínútum fyrir leikslok
tryggði svo Willum Þórsson KR-ingum sigur-
imi. Hann átti fast skot að markinu, boltinn
fór í vamarmann og yfir Friðrik markvörð.
Rúnar Kristinsson var yfirburðamaður f
KR-liðinu en hjá Fram var Pétur Orsmlev
bestur í fyrri hálfleik. f síðari hálfleik var alit
Fram-liðið úti að aka.
Eysteinn Guðmundsson dæmdi leikinn og
var lélegasti maður vallarins og er vægt til
orða tekið. Dómari verður að geta fleira en
segja ieikmönnum að halda kjafti tímunum
saman. Frammistaða hans réði þó ekki úrslit-
um þessa leiks. -JKS
kk „sprengju“
nn með forystu
ísfirðingur í fýrsta skipti á verðlaunapalli
armet á fyrsta keppnisdeginum í meistara-
flokki kvenna, lék í gær á 84 höggum og
jók forskot sitt, hefur nú notað samtals
163 högg. í öðru sæti er Jóhanna Ingólfs-
dóttir, GR, á 169 höggum og þriðja er
Karen Sævarsdóttir, GS, á 170 höggum.
Þórdís Geirsdóttir, GK, og Ragnhildur
Sigurðardóttir, GR, koma næstar á 171
og 172 höggum.
Fyrsti titillinn til Eskifjarðar
Eskfirðingar eignuðust í gær sinn fyrsta
meistara í golfi. Hjörvar Jensson, GE,
sigraði þá í 3. flokki og kom inn á 350
höggum. í öðru sæti varð Ámi Ketill
Friðriksson, GA, á 362 höggum og þriðji
yarð Þórir Sigurðsson, snjall kylfingur frá
ísaafirði, á 363 höggum. Er þetta í fyrsta
skipti sem ísfirðinguj- kemst á verðlauna-
pall á landsmótinu í golfi.
• Keppni lauk í gær í 2. flokki kvenna
auk 3. flokks karla. Þar sigraði Ámý L.
Ámadóttir, GA, á 358 höggum. Hildur
Þorsteinsdóttir, GK, varð önur á 373
höggum og Rósa Pálsdóttir, GA, þriðja á
376 höggum. Sólveig Birgisdóttir var á
sama höggafjölda en tapaði fyrir Rósu í
bráðabana.
• Þegar leiknar hafa verið 54 holur í
1. flokki karla hefur Viðar Þorsteinsson,
GA, skotist í fyrsta sætið á 235 höggum.
Annar er Ómar Kristjánsson, GR, á 239
höggum og Ólafur Skúlason, GR, er þriðji
á 240 höggum.
• Jónína Pálsdóttir, GR, lék mjög vel
í gær í 1. flokki kvenna og hefur forystm
á 275 höggum. Önnur er Björk Ingvars-
dóttir, GK, á 288 höggum en hún lék á
heilum 107 höggum í gær og Erla Adolfs-
dóttir, GG, er þriðja á 290 höggum.
• Jóhann P. Andersen, GG, hefur for-
ystu í 2. flokki karla og er á 240 höggum.
Tryggvi Þ. Tryggvason, GS, er annar á
246 höggum og Guðmundur Sigurjónsson,
GA, er þriðji á 249 höggum.
• í dag lýkur keppni í öllum fiokkum
nema meistaraflokki karla og kvenna.
Síðustu holumar í meistaraflokkunum
verða leiknar á morgun.
-SK
„í heild hafa borgaryfirvöld ekki
staðið nægilega vel við bakið á
íþróttahreyfingunni í Reykjavík og
það hefur meðal annars komið fram
í „húsaleigumálinu“ svokallaða sem
DV hefur vakið athygli á undanfar-
ið, það er að segja óheyrilegri
gjaldtöku af íþróttafélögunum á
sama tíma og nágrannasveitarfélög-
in hafa algerlega fellt hana niður,“
sagði Alfreð Þorsteinsson í samtali
við DV í gærkvöldi en hann lagði á
dögunum fram mjög athyglisverða
tillögu fyrir borgarráð þess efnis í
stórum dráttum að íþróttafélögin í
Reykjavfk byggju ekki við lakari
kost hvað varðar leigukjör i íþrótta-
mannvirkjum og æfingasölum.
Tillaga þessi hefur vakið mikla at-
hygli og hefur hér verið hreyft við
mjög þýðingarmiklu máli fyrir
íþróttafélögin í Reykjavík.
„ Að mínu mati ættu borgaryfirvöld
að sjá til þess að byggja íþrótta-
mannvirki og sjá sjálf um kostnað-
inn við að reka þau í stað þess að
láta íþróttafélögin að stórum hluta
standa straum af þeim kostnaði.
Borgaryfirvöld hafa ekki staðið í
stykkinu hvað varðar uppbyggingu
íþróttaðstöðu í Reykjavík, til að
mynda í Breiðholtinu, fiölmennasta
hverfi borgarinnar. Félögin þar,
Leiknir og IR, munu aldrei koma til
með að geta reist yfir sig nauðsynleg
íþróttamannvirki. í raun og veru er
þetta alveg skelfilegt að íþróttafólk,
unglingar, böm og aðrir, sem búa í
fiölmennasta hverfi borgarinnar, séu
nánast é götunni. Þetta tengist allt
saman „húsaleigumálinu. A sama
tíma og fiölmargir aðilar eru að
vinna þýðingarmikil störf í æsku-
lýðsmálum i þágu borgarinnar em
fþróttafélögin að greiða borginni gff-
urlega háa húsaleigu. Ég veit ekki
til þess að æskulýðsmiðstöðvar
greiði húsaleigu til borgarinnar.
Hvað varðar íþróttafélögin þá hefúr
þróunin verið sú að iþróttafélögin í
Reykjavík hafa verið að rembast við
að byggja eigin heimavélli, einfald-
lega til þess að flýja okurgreiðslur
til borgarinnar fyrir húsaleigu. Ég
mun beijast fyrir því innan borgar-
kerfisins að knýja á um breytingar
þannig að íþróttastarfsemi verði
metin að verðleikum. Og það er ör-
uggt að þessu máli verður fylgt eftir
þegar borgarstjóm kemur saman í
haust, í lokin langar mig til að segja
að mér finnst í hæsta máta óeðlilegt
að saini maður sé formaður Iþrótta-
bandalags Reykjavíkur og formaður
íþrótta- og tómstundaráðs. í raun og
vem er Júlíus Hafstein alltaf að tala
við sjálfan sig. Hann getur ekki
þjónað tveimur herrum i þessu
máli,“ sagði Allireð Þorsteins-
son.
• DV leitaði álita fulltrúa í
íþrótta- og tómstundaráði á tillögu
Álfreðs Þorsteinssonar og fara við-
tölin hér á eftir:
I____________________________________
Júlíus Hafstein formaður:
„No comment. Það er búið að
senda þessa tillögu Alfreðs til
íþróttaráðs og ég er ekki vanur að
„commentera" fyrirfram áður en við
tökum mél fyrir,“ sagði Júlíus Haf-
stein, formaður íþrótta- og tóm-
stundaráðs, þegar hann var spurður
um umrædda tillögu Alfreðs Þor-
steinssonar varðandi húsaleigumál
iþróttafélagnna í Reykjavík.
- Þú vilt ekki segja mér þína per-
sónulega skoðun á tillögunni?
„Nei. Ég sé ekki ástæðu til þess
fyrr en ég er búinn að afgreiða mál-
ið frá íþrótta- og tómstundaráði.“
Hvenær ætlar ráðið að taka máhð
fyrir?
„Það verður gert á næsta fúndi.
Hann var ráðgerður um miðjan
ágúst en það getur vel verið að ég
haldi aukafimd. Þetta mál kemur
hvort eð er ekki inn fyrr en gagn-
vart fiárhagsáætlun sem er bundin,
bæði fjárhagsáætlun ÍBR og Reykja-
víkurborgar til ái-amóta, Ég geri
allavega ekki ráð fyrir því. Ég sé
ekki að það verði aukafiárveiting í
þessum efhum."
- Það gæti sem sagt eitthvað gerst
í þessu máli á næstunni?
„Ég get ekki „commenterað" á það
hvað gerist eða hvort eitthvað ger-
ist Einfaldlega að mór finnst eðli
málsins samkvæmt að þegar borgar-
ráð felur íþrótta- og tómstundaráði
að fialla um mál þá eigi formaðurinn
ekki að móta tillögumar í fiölmiðl-
um fyrr en hann hefúr haft saraband
við sfna samstarfsmenn,“ sagði Júl-
ius Hafetein.
Hilmar Guðlaugsson:
„Ég held að það sé best að tjá sig
ekkert um þetta fyrr en við í fþrótta-
og tómstundaráði sendum frá okkur
okkar umsögn um þessa tillögu.
Þessi mál eru miklu flóknari hjá
okkur en í öðrum sveitarfélögum,“
sagði Hilmar Guðlaugsson, en hann
á sæti i íþrótta- og tómstundaráði
og er fyrrverandi formaður knatt-
spymufélagsins Fram i Reykjavík,
þegar undir hann var horið eftú til-
lögu Alfreðs Þorsteinssonar.
Þegar Hilmar var spurður um hans
persónulegu afetöðu til tillögunnar
sagði hann: „Ja, það má auðvitað
alltaf ægja að maður vilji iþróttafé-
lögunum allt það besta. En maður
verður líka aðeins að hugsa um fiár-
hag Reykjavíkurborgar og hvemig
best sé að standa að þessu til að það
komi sera best út fyrir fþróttafélögin
í heild. Húsaleigan kemur mjög mis-
munandi niður á deildum einstakra
félaga, það er alveg rétt. Inniíþrótt-
imar þurfa að greiða miklu mun
lægri leigu en útifþróttfrnar.“
- Er það eðlilegt að þínu mati að
íþróttafélög í Reykjavík greiði háa
húsaleigu á meðan félög í nágranna-
sveitarfélögunum greiða ekki neitt?
„Við megum ekkieinskorða okkur
alfarið við húsaleiguna. Það er svo
margt annað sem kemur þama inn
í. Við erum að skoða þetta mál í
heild og síðan kemui- frá okkur
umsögn um málið,“ sagði Hilmar
Guðlaugsson.
Kristín Blöndal:
„Ég hef verið í fríi undanfarið
þannig að ég hef ekki getað fylgst
með þessu máli sem skyldl Það er
þó ljóst að það verður að skoða þetta
í víðu samhengi, hvaða Qármagn
félögin fá og hvemig því er háttað
til dæmis í nágrannasveitarfélögun-
um þannig að ég er ekki alveg tilbúin
að svara með jái eða neii,“ sagði
Kristín Blöndal, einn fulltrúa í
íþrótta- og tómstundaráði um tillögu
Alfreðs Þorsteins8onar.“
- Ert þú tilbúin til að styðja það
að íþróttafélögin í Reykjavík sitji við
sama borð og íþróttafélög í nágrenni
Reykjavíkur?
„Ég treysti mér ekki til að segja
neitt ákveðið um það.“
- Kemur það þér spánskt fyrir
sjónir að íþróttafélög í Reykjavík
skuh þurfa að greiða mjög háa húsa-
leigu á sama tima og nágrannamir
þurfa ekki að greiða eina einustu
krónu?
„Mér finnst það auðvitað í fljótu
bragði mjög undarlegt, ég verð að
segja það alveg hreinskilnislega,“
sagði Kristín Blöndal.
Amór Pétursson:
„Mér líst vel á þessa tillögu. Þetta
er hlutur sem þarf að fara vel ofan
í saumana á og í raun og veru alla
húsaleigu íþróttafélaganna í Reykj a-
vfk. Það er víða pottur brotinn þar,“
sagði Amór Pétursson, einn fúlltrúa
í íþrótta- og tómstundaráði Reykja-
víkurborgar í samtali við DV.
„Sum Reykjavíkurfélaganna eiga
sín stóm íþróttahús og leigja út
tímana í sínum eigin húsum. Ég
held að það verði að taka þetta mál
fyrir í einum heildarpakka. Það er
fúll þörf á að taka þetta mál fyrir
-og þá ekki sist mál þeirra félaga sem
ekki eiga sín eigin íþróttahús. Þau
standa verst að vígi.“
- Finnst þér ekki skjóta skökku
við sá mismunur sem er á leigukjör-
um íþróttafélaganna f Reykjavík
annare vegar og félaganna utan
Reykjavíkur hins vegar?
„Nú hef ég ekki beinan samanburð
þama á milli en hins vegar hefur
maður heyrt um þetta og reyndar
þekki ég þetta mál. Vissulega þykir
raér þetta skjóta skökku við. “
- Munt þú styðja tillögu Alfreðs
þegar hún kemur til afgreiðslu á
næsta fúndi íþrótta- og tómstunda-
ráðs?
„Þetta eru svo sannarlega orð í
tíma töluð og ég mun örugglega
styðja þessa tillögu," sagði Amór
Pétureson.
-SK