Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Side 26
38 FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987. Fréttir Listamannaíbúðir í Bjarnaboiginni? „Við höíum boðið menntamála- ráðuneytinu að kaupa íbúð og vinnustofu í húsinu sem notaðar yrðu fyrir erlenda listamenn, til móts við þær íbúðir sem íslendingar geta notað erlendis. Hefur ráðherra tekið vel í þessar hugmyndir okk- ar,“ sagði Hjörtur Aðalsteinsson, einn af eigendum Bjamaborgarinnar við Hverfisgötu. Fyrirtækið Dögun s/f keypti Bjamaborgina, sem var byggð árið 1902, af Reykjarvíkurborg á síðast- liðnu ári og hafa unnið að því að gera það upp. Er stefnan sú að því verki ljúki um mánaðamótin febrú- ar/mars. Hjörtur sagði að þeir vildu gera húsið að menningarhúsi með lista- mannaíbúðunum og vinnustofu, auk þess sem hugsanlega yrði ein íbúð seld undir lista- og menningarmið- stöð. Að auki yrði í húsinu kaffistofa, blómabúð, matsöl'istaður, brauðbúð og arkitektastofa. Bmnnur sem væri miðsvæðis í húsinu yrði endurgerð- ur, en hann er eitt elsta vatnsból í Reykjavík. Yrði þar lítið torg. „Sam- kvæmt skipulagi á að koma torg á Svona mun Bjarnaborgin lita út eftir lagfæringarnar, séð frá Vitastíg. Vinstri og hægri hlutar hússins eru hugsaðir fyrir listamennina. móti húsinu, á Vitastíg, og því væri gaman að gera þetta að eins konar lista og menningartorgi," sagði Hjörtur. Guðný Magnúsdóttir, formaður Sambands listamanna, sagði að myndlistarmenn yrðu mjög ánægðir ef þetta kæmist í framkvæmd. Þeir sæju möguleikana sem þetta byði upp á og styddu eindregið að ríki og borg keyptu þessar íbúðir. Einar Hákonarson, listráðunautur Kjarvalsstaða, sagðist hafa heyrt minnst á hugmyndina og sér litist vel á. „Öll samskipti listamanna em til hins góða og því myndi ég hvetja til þess að af kaupunum yrði,“ sagði Bjarnaborgin við Hverfisgötu, ve- rið er að gera hana upp og á því að Ijúka í byrjun mars. Á að gera húsið að húsi menningar. DV-mynd BG Einar. Hann sagði að talað hefði verið um að setja þar upp einnig list- iðnaðarstöð og slíkt væri þarft verk því stórefla þyrfti listiðnað. Örvun frá hinu opinbera til listalífsins þyrfti að koma til. -JFJ Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 DV Tek að mér háþrýstiþvott.sandblástur, sprunguviðgerðir og sílanhúðun, er með traktorsdælur, 280-300 bar. Uppl. í síma 73929. Ómar. Verktak sf„ sími 7.88.22. Háþrýstiþvott- ur, vinnuþrýstingur að 400 bar. Steypuviðgerðir - sílanhúðun. (Þorgrímur Ó. húsasmíðam.) Húseigendur. Smiður getur bætt við sig margs konar verkefnum. Uppl. í síma 675509 eftir kl. 17. Ferðalög Mallorcaferð til sölu. Vinningsmiði að verðmæti kr. 100.000. Uppl. í síma 666308 eftir kl. 18. M Feröaþjónusta Sumarfri í sveit. Leigjum út litla íbúð fyrir ferðamenn í fallegri sveit á Norð- austurlandi í Sprengisandsleið. Nánari uppl. í síma 96-43286. Sport Golf og stangaveiði. Á Strandarvelli í Rangárvallasýslu, 100 km frá Reykja- vík, er einn besti 18 holu golfvöllur landsins. Vallargjald aðeins kr. 400 á dag. Sumarkort með ótakmarkaðri spilamennsku eru seld á kr. 1200. Völl- urinn er í næsta nágrenni Ytri- og Eystri-Rangár þar sem einnig eru til leigu 2 sumarhús. Sameinið sumar- leyfi og sport í fögru og rólegu umhverfi. Úpplýsingar um golf eru veittar í síma 99-8382 eða 99-8670 (Svavar). Upplýsingar um veiði og sumarhús eru veittar í Hellinum, Hellu, í síma 99-5104 eða í sima 99- 8382. Verslun Sænskar innihurðir. Glæsilegt úrval af innihurðum, nýja, hvíta línan, einnig furuhurðir og spónlagðar hurðir. Verðið er ótrúlega lágt, eða frá kr. 8.560 hurðin. Harðviðarval hf., Krókhálsi 4, sími 671010. Norm-X setlaugar, 3 gerðir og litaúrval. Norm-X, Suðurhrauni 1, Garðabæ, sími 53851 og 53822. OTTO Versand-vörulistinn til afgreiðslu á Tunguvegi 18, Helgalandi 3 og í pósti. Stærsta póstverslun Evrópu, með úrvalsvörur fyrir alla. Vetrar- tískan, gjafavörur o.fl. Uppl. í síma 666375 og 33249. Verslunin Fell. Hjólkoppar, ný sending. 12", 13", 14" og 15", 9 gerðir, einnig krómhringir, 13" og 14" stál og plast. Frábært verð, t.d. 12" kr. 2.500, 13" kr. 2.600. 4 stk. sett. Einnig toppgrindur og burðar- bogar. Sendum í póstkröfu samdæg- urs. G.T. búðin hf„ Síðumúla 17, sími 37140. "Brother" tölvuprentarar. Brother, frá- bærir verðlaunaprentarar á góðu verði. Passa fyrir IBM samhæfðar tölvur, t.d. AMSTRAD, ATLANTIS, COMMODORE, ISLAND, MULT- ITECH, WENDY, ZENITH osfrv. Ritvinnsluforrit fylgir. Arkamatarar fáanlegir. Góð greiðslukjör. Líttu við, það gæti borgað sig. Digital-Vörur hf, Skipholt 9, símar 24255 og 622455. Viimuvelar Hjólaskófla, Michigan Clark 125 B, til sölu, snjótönn getur fylgt, vél í fyrsta flokks ástandi. Uppl. í símum 672173, 34305 og 985-23882. Til sölu Sandkassar, vatnspollar, sláttuvélar, fjarst. bílar, talstöðvar, brúðuvagnar, hjólaskautar, skautabretti, Masters- leikföng. Nýtt: BRAVE STAR karlar. Opið laugard. Pósts. Leikfangahúsið, Skólavörðustíg 10, s. 14806. Garnið í þessa peysu kostar aðeins kr. 290. Ný sending af púðum, klukku- strengjum og veggteppum í grófu góbelíni. Póstsendum. Strammi, Óðinsgötu 1, sími 13130. ■ Bílar til sölu International 1210 74 til sölu, skoðaður ’87, 100 ha. Ford dísil m/mæli, ekinn 17 þús. D60 aftan m/fljótandi öxlum, D44 framan, ný Good Year dekk. U ppl. í síma 651543 á kvöldin og 652065 á daginn. UAZ árg. 1977 til sölu, 11 farþ., bíll í góðu standi. Uppl. í síma 93-81591 eða í bílasíma 985-23115. Alvöru jeppi. Til sölu Willys CJ7, 6 cyl„ árg. ’82. Mjög fallegur og vel með farinn bíll. Teppalagður, fíberhús, ný dekk. Sjón er sögu ríkari. S. 79305. Hanomac Henschel m/disilvél, sumar- hús á hjólum, fullkomið eldhús, tvöfalt gler, einangraður, sjónvarp, ísskápur, eldavél, vatnstankur, 140 lítra, snyrtiklefi og wc, svefnpláss fyr- ir 4, verð 780 þús., góð greiðslukjör. Uppl. í síma 10300. Nú er tækifærið komið. Glæsilega inn- réttaður Chevrolet Van, árg. ’79, með steriogræjum af bestu gerð, ekinn 48. 000 mílur. Uppl. í síma 99-2682. Renault Trafic árg. ’83 til sölu, stöðvarleyfi. Uppl. á bílasölunni Hlíð, símar 17770 og 29977. M. Benz 309 D árg. ’86 til sölu, lengri gerð, með kúlutoppi, ekinn 60.000 km. Sími 72721 eftir kl. 18. Galant GLS ’82 til sölu, ekinn aðeins 58 þús. km. Toppbíll utan sem innan. Verð 290 þús. Úppl. í síma 673172. Toyota Corolla '84 til sölu, sjálfskipt, 1600 vél, grjótgrind, ný dekk og púst- kerfi. Góður bíll. Uppl. í síma 79305. Bátar Þessi bátur, sem er „Viking” plast- bátur, ca 5,7 tonn, dekkaður, er til sölu. Báturinn er nýr, með 65 ha. Sabb-vél og skiptiskrúfu. í bátnum er radar, litadýptarmælir, sjálfstýring, talstöð og ýmis annar búnaður. Nán- ari uppl. í síma 50520 eða 50168. Bátalón h/f„ Hafnarfirði. Ymislegt KOMDU HENNI/HONUM þÆGILEGA Á ÓVART Hjónafólk, pör, konur, karlar, ath: Verið óhrædd að hleypa tilbreytingu inn í kynlíf ykkar. Hjálpartæki ástarlífsins ér ein stórkostlegasta uppgötvun við björgun hjónabanda, sjálfstæði í kyn- lífi, einmanaleika og andlegri streitu Einnig úrval af sexý nær- og nátt- fatnaði sem alltaf stendur fyrir sínu. Vertu ófeimin(n) að koma á staðinn. Ath., ómerktar póstkröfur. Opið frá 10-18 mán.-fös. Erum í Brautarholti 4, 2. hæð, sími 29559 - 14448, pósthólf 1779, 101 Rvk. Þjónusta Við þvoum og bónum bílinn á aðeins 10 mínútum, þá tökum við bíla í hand- bón og alþrif, djúphreinsum sæti og teppi, vélaþvottur og nýjung á ís- landi, plasthúðum vélina svo hún verður sem ný. Opið alla daga frá kl. 8-19. Sækjum sendum. Bón- og bíla- þvottastöðin, Bíldshöfða 8, v/hliðina á Bifreiðaeftirlitinu, sími 681944. MOÐA MILLI GLERJA? Erum með sérhæfð tæki til að fjar- lægja móðu á milli glerja, varanleg og ódýr aðgerð. Verktak, sími 78822.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.