Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Blaðsíða 28
40
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987.
Tarðarfarir
Árni Gíslason framkvæmdastjóri
lést 24. júlí sl. Hann var fæddur á
Bíldudal 15. nóvember 1920. sonur
hjónanna Kristínar Kristjánsdóttur
og Gísla Ásgeirssonar. Hann fluttist
með foreldrum sínum til Hafnar-
fjarðar um 1930 og bjó þar æ síðan..
Árni lauk vélvirkjanámi. Hann var
verksmiðjustjóri Lýsis og mjöls hf.
um árabil og síðan forstjóri þess í
um ártug. Einnig starfaði hann hjá
Sölumiðstöð hraðfrvstihúsanna. Síð-
ustu árin rak hann eigið fyrirtæki.
Vörubretti sf. Eftirlifandi eiginkona
hans er Ester Kláusdóttir. Þau hjón-
in eignuðust sex börn og eru fimm á
lífi. Útför Árna verður gerð frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag kl. 15.
Pétur Georgsson lést 24. júlí sl.
Hann var fæddur á Melstað á Akra-
nesi þann 5. júní 1931. Foreldrar
hans voru hjónin Georg Sigurðsson
og Vilborg Ólafsdóttir. Pétur lærði
ungur netagerð og um langt árabil
veitti hann forstöðu Nótastöðinni hf.
á Akranesi. Eftirlifandi eiginkona
hans er Emilía Jónsdóttir. Þau hjón-
in eignuðust fjórar dætur. Útför
Péturs var gerð frá Akraneskirkju í
morgun kl. 11.30.
Sveinn H. Þórðarson. fvrrv’. skatt-
stjóri. lést 22. júlí sl. Hann fæddist á
Hvammstanga 21. febrúar 1916. son-
ur Þórðar Sæmundssonar og Guð-
rúnar Karólínu Sveinsdóttur. Sveinn
lauk prófi í viðskiptafræðum frá
Háskóla Islands 1943. Að því loknu
hófst starfsferill Sveins. fyrst sem
verðlagsstjóra á Vestfjörðum.
1943-44. þá sem fulltrúa hjá tollstjór-
anum í Reykjavík. 1944^60. Næstu
sjö ár var hann svo aðalendurskoð-
andi Pósts og síma. Sveinn tók við
embætti skattstjóra í Revkjanesum-
dæmi 1967 og gegndi því uns hann
lét í fvrra af störfum fvrir aldurs sak-
ir. Eftirlifandi eiginkona hans er
Þórunn Kristín Helgadóttir. Þau
hjónin eignuðust tvær dætur. Útför
Sveins verður gerð frá Hafnarfjarð-
arkirkju í dag kl. 13.30.
Sverrir Arason andaðist í Landa-
kotsspítala 20. júlí. Útför hans hefur
farið fram.
Jórunn Sigurðardóttir Njarðvík,
Skarði. Skarðshreppi. Skagafjarðar-
sýslu. sem lést á heimili sínu 25. júlí
sl.. verður jarðsungin frá Sauðár-
krókskirkju laugardaginn 1. ágúst
kl. 16.
Magnús Ingi Sigurðsson við-
skiptafræðingur. er lést af slvsförum
23. júlí. verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju í dag. 31. júlí. kl. 13.30.
Nauðungaruppboð
Opinbert nauðungaruppboð, sem auglýst var í 146. tbl. Lögbirtingablaðsins
1986 og 3. og 10. tbl. þess 1987 á eigninni Arnarhrauni 4-6, 2.h.v„ Hafn-
arf., talinn eigandi Sigurður Jóhannsson, fer fram á skrifstofu minni að
Strandgötu 31 þriðjudaginn 4. ágúst nk. kl. 14.30 og verður þvi síðan fram
haldið eftir nánari ákvörðun uppboðsréttarins.
Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Hafnarfirði, Landsbanki íslands og
Hlöðver Kjartansson hdl.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði
Nauðungaruppboð
Opinbert nauðungaruppboð, sem auglýst var í 146. tbl. Lögbirtingablaðsins
1986 og 3. og 10. tbl. þess 1987 á eigninni Álfaskeiði 82, 2.h.h„ Hafnarf.,
þinglesinn eigandi Fjóla V. Reynisdóttir, fer fram á skrifstofu minni að Strand-
götu 31 þriðjudaginn 4. ágúst nk. kl. 14.00 og verður því síðan fram haldið
eftir nánari ákvörðun uppboðsréttarins. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan
í Hafnarfirði og Guðjón Steingrímsson hrl.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta á eigninni Álfaskeiði 76, 3,h.th„ Hafnarfirði, þingl. eign
stjórnar Verkamannabústaða en talin eign Hafsteins Péturssonar, fer fram á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. ágúst 1987 kl. 15.30.
_____________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði
Nauðungaruppboð
annað og síðara á fasteigninni Vestun/ör 27, hluta, þingl. eigandi Samþand
eggjaframleiðanda, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópa-
vogi, miðvikudaginn 5. ágúst kl. 10.00.
Uppboðsbeiðendur eru Útvegsbanki (slands, Kristinn Sigurjónsson hrl„ Ing-
var Björnsson hdl„ Gjaldheimtan í Reykjavík, Steingrímur Eiríksson hdl.,
Bæjarsjóður Kópavogs, Sveinn H. Valdimarsson hrl. og Iðnlánasjóður.
Bæjarfógetinn I Kópavogi
Nauðungaruppboð
annað og síðara á fasteigninni Hraunbraut 3, hluta, talinn eigandi Þjóðólfur
Gunnarsson, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi,
miðvikud. 5. ágúst kl. 10.30.
Uppboðsbeiðendur eru Landsbandi íslands, Bæjarsjóður Kópavogs, Tómas
Þorvaldsson hdl., Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Jón Ólafsson hrl.
_________________________Baejarfógetinn i Kópavogi
I gærkvöldi
Hreinn Halldórsson frá Kópaskeri:
Af „íslensku" sjónvarpi
og bíósnarii Kobba frænda
Ég er þessi dæmigerði nútíma-
neytandi á sjónvarp og útvarp.
Þegar klukkan slær hálf átta hendi
ég frá mér Mogganum eða DV til
að hækka í sjónvarpinu sem stillt
hefur verið á Stöð 2. Ég hækka
hljóðstyrkinn þar til hann er í fu.ll-
komnu jafhvægi við Bylgjuna, FM
98,9 og þannig get ég meðtekið báða
þessa íjölmiðla í einu. Að sjálfsögðu
tek ég í blaðið um leið. Klukkan
átta stundvíslega er stillt á ríkissjón-
varpið eða „íslenska" sjónvarpið
eins og ég kalla það. Það verð ég
að viðurkenna þó óljúft sé að það
„íslenska" stendur sig mun betur.
Ástæðan er einfaldlega sú að Stöð 2
er einkum frásagnarmiðill á meðan
það „íslenska" revmir að kafa dýpra
í fréttina; útskýra aðdraganda og
jafrivel að spá í framvindu málsins.
Auk þess sem það hefur liprara mál-
far og framsetningu.
Lengra nær mitt sjónvarpsgláp
ekki. Kemur þar margt til; á ekki
„ruglara" og hef ekki áhuga á þeim
bíómvndum sem Stöð 2 býður uppá,
þar sem ég hef einfaldlega séð þær
allar. (Ég er ekki að skrökva, Jón
Óttar!) auk þess sem ég hef önnur
áhugamál.
Eitt af mínum áhugamálum, - sem
snertir þessa umfjöllun - eru bíóferð-
ir. Á þvi sviði er ég sjúklingur.
Upplifun í kvikmyndahúsi er marg-
falt sterkari á allan hátt en 26 tommu
skermur í stofuhomi. Ég mæli því
eindregið með bíóferðum og vil í því
sambandi láta fljóta með uppskrift
að bíósnarli frá Kobba frænda: 1
popp, 1 hrískúlupoki. Blandist á
staðnum.
Besta myndin í bænum um þessar
mundir er án efa Betty Blue. Ég hef
farið tvisvar á hana og stefni á þriðju
ferðina innan tíðar. James Bond er
hins vegar mynd upp á tvær ferðir.
Seinni ferðin er til að reyna að
hanka framleiðendur á blöffi í
áhættuatriðum.
Eftir bíóferð er gott að slappa af
og hlusta á næturútvarp Bylgjunn-
ar. Þvi miður sofha ég oftast út frá
útvarpinu svo ég get ekki dæmt um
alla dagskrána. Þið ættuð kannski
að spyrja stelpumar sem leigja á
neðri hæðinni!
Ásgeir Blöndal Magnússon verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 4. ágúst kl. 10.30.
Antonía Erlendsdóttir frá Siglu-
nesi verður jarðsett frá Akureyrar-
kirkju í dag, 31. júlí, kl. 13.30.
Þórunn Björg Jakobsdóttir, sem
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu
Neskaupstað, laugardaginn 25. júlí,
verður jarðsungin frá Norðfjarðar-
kirkju í dag, 31. júlí, kl. 14.
Árni Sigurður Gunnarsson, Sund-
laugavegi 10, lést af slysförum 26.
júlí sl. Hann var fæddur í Borgar-
nesi 25. nóvember 1968 og ólst þar
upp. Hann var sonur hjónanna Jó-
hönnu Sigurðardóttur og Gunnars
Jóns Árnasonar rafvirkja. Árni
Gunnar var mikill áhugamaður um
íþróttir og lék bæði með Ungmenna-
félaginu Skallagrími í Borgarnesi og
körfuknattleiksdeild ÍR. Hann starf-
aði hjá Loftorku hf. í Borgarnesi.
Ámi Gunnar verður jarðsunginn frá
Bústaðakirkju miðvikudaginn 5.
ágúst kl. 13.30.
Messur
Þingvallakirkja
Guðsþjónusta á sunnudag kl. 14.
Organleikari Einar Sigurðsson.
Sóknarprestur.
Tapað - Fundið
Kola er týnd
Kola er svört og gulbrún yrjótt læða. Hún
á heima í Hlíðunum og hefur ekki sést
síðan fimmtudaginn 23. júlí. Hún gæti
hafa lokast inni í bílskúr eða geymslu.
Þeir sem hafa orðið hennar varir eru beðn-
ir að hringja í Guðmundu, s. 621525, eða
í Dýraspítalann, Víðidal, s. 76620.
Myndavél tapaöist
Premier myndavél tapaðist í Glaðheimum
sl. sunnudag. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 22655 eða 24774. Fundariaun.
Tímarit
Sjónmál, nýtt tímarit
Hjá útgáfufélaginu Stöku er komið út 1.
tbl. tímaritsins Sjónmáls sem er tímarit
um kvikmyndir og video. Ritstjórn er í
höndum þeirra Gunnars Hersveins Sigur-
steinssonar og Jóns Egils Bergþórssonar.
Framkvæmdastjóri er Bjarni Þór Sigurðs-
son. Tímaritið er 84 síður að stærð með
fjölbreyttu efni og mikið myndskreytt.
Utlitshönnuðir þess eru Björgvin Ólafsson
og Einar Garibaldi. I blaðinu eru m.a.
greinar um James Bond. Foxtrott. Plato-
on. Orson Wells. Ran. Miu Farrow og
David Linch. Þá má nefna viðtöl við Karl
Júlíusson. Eddie Murphy. Kim Basinger
o.fl. Fjölmargar. mvndir sem nýlega eru
komnar út á videospólum, fá umsögn og
sagt er frá því nýjasta sem er að gerast í
kvikmyndaheiminum bæði hér heima og
erlendis. Tímaritið kemur út á tveggja
mánaða fresti og kostar 289 í lausasölu.
Áskrift (6 tölublöð) kosta kr. 1.400 og hafa
aðstendendur Sjónmáls ákveðið að draga
úr nöfnum allra þeirra sem gerast áskrif-
endur fyrir 1. okt. nk. Eitt nafn og fær sá
heppni videomyndavél að verðmæti 72.000
kr. Sjónmál og útgáfufélagið Staka hf. eru
til húsa að Laugavegi 18a og er skrifstofu-
sími þeirra 624070.
Tilkyimingax
Prestur kosinn
í Hjallaprestakalli
Á kjörmannafundi í Hjallaprestakalli, sem
haldinn var í safnaðarheimili Digranes-
safnaðar 29. júlí, var séra Kristján Einar
Þorvarðsson kjörinn f>Tsti prestur þessar-
ar nýju sóknar sem stofnuð var í vor. Á
kjörmannafundinum mættu 16 af 18 kjör-
mönnum en þeir eru aðal- og varamenn í
sóknarnefndinni. Er þetta í fyrsta skipti
sem prestur er valinn með þessum hætti
eftir nýjum lögum um prestkosningar irá
því í vetur. Umsækendur um Hjallapresta-
kall voru fjórir.
Háls-, nef- og eyrna-
læknir áferð
um Austfirði og Suðurland
Einar Sindrason háls-, nef- og eymalæknir
ásamt öðrum sérfræðingum Heymar- og
talmeinastöðvar íslands verða á ferð um
Austfirði og Suðurland dagana 8. ág. til
14. ág. nk. Rannsökuð verður heyrn og tal
og útveguð heyrnartæki. Farið verður á
eftirtalda staði: Fáskrúðsfjörður 8. ágúst,
Breiðdalsvík 9. ágúst, Djúpivogur 10.
ágúst, Höfn í Hornafirði 11. og 12. ágúst,
Kirkjubæjarklaustur 13. ágúst og Vík 14.
ágúst. Tekið á móti tímapöntunum á við-
komandi heilsugæslustöð og er fólki bent
á að panta tíma sem fyrst.
Aktu
ÖKUM EINS OG MENN!
eins og þú vilt
að aorir aki!
||U^IFERÐAR
Loftbru - Vestmannaeyjar -
Hella
Sem undanfarin ár mun Leiguflug Sverris
Þóroddssonar halda uppi loftbrú um versl-
unarmannahelgina. Reglulegum ferðum
verður haldið uppi og það verður farið að
minnsta kosti á klukkutíma fresti, eins
lengi og þátttaka levfir. frá Rvík til Vest-
mannaeyja og frá Hellu til Vestmanna-
evja. Fargjöld eru á mjög viðráðanlegu
verði kr. 1300 frá Hellu til Vestmannaeyja
og kr. 2000 frá Rvík til Vestmannaeyja.
Farpantanir á Hellu í síma 99 5165 og
28011 hjá Leiguflugi Sverris. Trvggið ykk-
ur tímanlega ferð með LÞS.
Byggtnganefnd Reykjavfkun
Sviptir húsa-
smíðameist-
araviður-
kenningu
í Reykjavík
Ólafur Bjömsson húsasmíðameistari
hefur verið sviptur viðurkenningu til
að starfa sem húsasmíðameistari í
Reykjavík. Bygginganefhd Reykjavík-
ur ákvað þetta á fundi sínum í vikunni.
Ólafur mun hafa brotið bygginga-
reglugerð við framkvæmdir í Hamars-
húsinu við Tryggvagötu.
Bygginganefnd krefst þess að nýir
iðnmeistarar skrái sig fyrir þeim verk-
þáttum sem ólokið er við. Einnig er
iðnmeisturunum gert að ljúka við
ólokna verkþætti fyrir 26. ágúst að
viðlögðum dagsektum sem eru 10.000
krónur á dag.
-sme
Innbrot á
Hvammstanga
Brotist var inn í Kaupfélagið á
Hvammstanga og stolið þar 90 þúsund
krónum í peningum. Innbrotið var fra-
mið aðfaranótt fimmtudags. Þjófurinn
eða þjófamir unnu litlar sem engar
skemmdir. Málið er enn í rannsókn
og biður lögreglan í Húnavatnssýslu
þá sem geta gefið upplýsingar um
mannaferðir við Hvammstanga á þess-
um tíma að láta sig vita.
-sme