Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Page 30
42 FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987. Skák r>v íslendingar sigursælir á Norðurlandamótinu í Þórshöfh: Sigur í fimm flokkum af sex - Sigurskák Jóhanns gegn Marin á millisvæðamotinu Aldrei hafa íslendingar átt jafn- marga sigurvegara á Norðurlanda- mótinu í skák eins og því sem nýlokið er í Þórshöfn í Færeyjum. í öllum flokkum nema einum varð sigurinn íslenskur, þó svo íslensku keppend- umir á mótinu hefðu einungis verið átján af samtals hundrað og einum þátttakanda. Það var aðeins í „al- mennum flokki B“ sem fjölfótluðum Dana, John Petersson, tókst að sigrast á íslensku hakkavélinni og vinna ör- uggan sigur. Mesta athygli beindist vitaskuld að úrvalsflokki þar sem teflt var um sæmdarheitið „skákmeistari Norður- landa". Á endanum tókst Margeiri Péturssyni að tryggja sér titilinn, fyrstum Islendinga í sextán ár, eftir harða baráttu við Helga Ólafsson, sem varð að bíta í það súra epli að tapa síðustu skákinni. Margeir og Helgi sigu fram úr Dönunum Curt Hansen og Erling Mortensen í lokaumferðun- um. Danirnir leiddu mótið lengst af - voru „Norðurlandameistarar" í níu umferðir af ellefu. Næstsíðasta um- ferðin reyndist þeim örlagarík. Margeir vann Mortensen af miklu öryggi, sem þar með missti forystuna, og Curt Hansen, sem stóð jafnframt afar vel að vígi í mótinu, tapaði óvænt fyrir Finnanum Válkesálmi. Vel má vera að vanhugsuð setning, sem hrökk upp úr Helga við matar- borðið þennan dag, hafi ráðið úrslitum á mótinu. Við sátum til borðs með Curt Hansen og rétt í þann mund er við vorum að standa upp sagði Helgi >við Curt: „Jæja, þá ert þú búinn að vinna þínar venjulegu fimm skákir í röð.“ Þessi meinleysislegu orð fengu mjög á Curt, sem vissi upp á sig sök- ina. í a.m.k. þremur mótum hefur honum tekist að vinna fimm skákir í röð en aldrei þá sjöttu. Enda fór svo síðar um daginn að hann lá kylliflatur fyrir Válkesálmi. „Þetta var allt þér að kenna,“ sagði hann vonsvikinn við Helga eftir skákina. Elsti keppandi mótsins var hinn 83ja ára gamli en síungi Erik Lundin frá Svíþjóð, sem tefldi í meistaraflokki. Lundin náði forystunni snemma og lét sig ekki muna um að taka nokkrar léttar skákir á útitaflinu í miðbænum milli umferða. íslendingamir í þessum flokki vom þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og láta öldunginn hlaupa burt með sigurinn. I lok mótsins tókst þeim að síga fram úr. Mestu munaði er Lundin teygði sig of langt í jöfnu hróksendatafli gegn Færeyingnum Rana Nolsöe og tapaði. Þá náði Tóm- as Bjömsson forystunni og með jafn- tefli í síðustu umferð við þennan sama Rana tryggði hann sér sigurinn. Tóm- as hlaut 7 v. af 9 mögulegum, Róbert Harðarson varð einn í 2. sæti með 6 'ó v., síðan Lundin og Nolsöe með 6 v., Jón Ámi Halldórsson, Sigurður Daði Sigfússon og Lars Blomström fengu 5 '/2 v„ í 8. sæti varð Arnar Þorsteins- son með 5 v„ Bogi Pálsson hlaut 4'/2 v„ Páll Leó Jónsson 3 '/2 v. og Magnús Ömólfsson fékk 3 v. í almennum flokki A varð Ægir Páll Friðbertsson efstur með 7 v. og Sæberg Sigurðsson hreppti 2. sæti með 6 Vi v. Norðmaðurinn Ein- ar Lauritzen fékk einnig 6'/2 v. og 3. sæti og 4. sæti með sömu vinningatölu hlaut Páll A. Jónsson. Magnús Sigur- jónsson hlaut 5 v. og Sigurður Ingason 3'/2 v. Guðni Harðarson hreppti 5. sæti og öVz v. í almennum flokki B, Gunnar Svavarsson fékk 5 v. og Kristján Kristjánsson einnig. Kristján náði besta árangri sveina á mótinu, en keppni i sveinaflokki var sameinuð þessum flokki. Kristján hlaut því sæmdarheitið „sveinameistari Norð- urlanda". íslendingar urðu einnig hlutskarp- astir á hraðskákmóti Norðurlanda - af fimm efstu mönnum voru fjórir ís- lendingar. Amar Þorsteinsson varð efstur með 14 v., Róbert Harðarson hlaut 131/2 v„ Tómas Bjömsson 13 v. og Sigurður Daði Sigfússon og Krist- ensen fengu 12 /2 v. Skákstjóri á mótinu var Þorsteinn Þorsteinsson. Margeir taldi skákina við Schneider úr 5.. umferð sina bestu á mótinu. Honum tekst að jafha taflið tiltölulega auðveldlega eftir byrjunina og smám saman nær hann undirtókunum. Það er þó ekki fyrr en Schneider leikur g-peðinu fram í 27. leik, sem Margeir fær vemlegan ávinning. í framhaldi skákarinnar á hvítur í erfiðleikum með að valda veikt kóngspeðið og er það síðan fellur þarf ekki að spyija að leikslokum. Hvítt: Lars Aake Schneider Svart: Margeir Pétursson Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 RfB 5. Rc3 g6 6. Bc4 Bg7 7. h3 (H) 8. 0-0 a6 9. Hel b5 10. Bb3 Bb7 11. Bg5 Rbd7 12. Rd5 e6 13. Rxf6+ Bxf614. BxfB DxfB 15. c3 Hfd8 Hvítur hefur valið fremur bitlaust afbrigði gegn „Drekanum ógurlega“ og nú er taflið að heita má í jafhvægi. 16. Dd2 Rc5 17. Bc2 e5 18. Rb3 Re6 19. Ra5 Hab8 20. De3 Til greina kom 20. Rxb7 Hxb7 21. b4 og síðan a2-a4 og reyna að skapa veilur í peðastöðu svarts á drottning- arvæng. Riddari hvíts á a5 stendur ekki sérlega vel, þvi að svarti biskup- inn tekur af honum reitina. 20. - Ba8 21. b4 h5! 22. Bb3 Rf4 23. Kh2 h4 24. Hadl Ómarkvisst, eins og raunar tafl- mennska hvíts í framhaldinu. Betra er 24. a2-a4. 24. - Kg7 25. a3(?) Hbc8 26. c4 Dg5 27. g3? Hann varð að halda sér fast með 27. Hgl. Eftir óhjákvæmileg uppskipti á g3 fær hvítur slæma peðastöðu, hvort sem hann drepur aftur með peði eða manni. 27. - Re6 28. Hcl hxg3 29. fxg3 Dxe3 30. Hxe3 Rg5 31. Hcel fö! Nú er kóngspeðið dauðans matur (ef 32. exfo, þá 32. - Rf3 + með skiptamun- svinningi) og hvíta staðan fellur með. 32. cxb5 axb5 33. Bd5 Rxe4 34. Bxa8 Hxa8 35. Hcl Hdc8 36. Heel d5 37. Rc6 KfB 38. Hedl Hxa3 39. Hxd5 Ha6! 40. Hxe5 Haxc6 41. Hxc6+ Hxc6 - Og hvítur gafst upp. Skriður á Jóhanni Jóhann Hjartarson stendur sig frá- bærlega vel á millisvæðamótinu i Szirak í Ungverjalandi. Að loknum 9 umferðum hafði hann 6 vinninga ásamt Nunn og Salov en Beljavsky var einn efstur með 6 /2 v. og biðskák við Andersson. Portisch og Ljubojevic höfðu 5 /2 v. og innbyrðis biðskák, þar sem Portisch var að reyna að knýja fram sigur. Jóhann hefur aðeins tapað einni skák til þessa á mótinu, gegn ung- verska stórmeistaranum Adorjan. Að sögn Elvars Guðmundssonar, aðstoð- armanns Jóhanns, höfðu þeir félagar undirbúið afbrigði af drottningarind- verskri vöm fyrir skákina, en er Jóhann var sestur að tafli tók hann skyndilega upp á því að tefla kóngs- indverska vöm. I framhaldi skákar- innar fékk hann þokkalega stöðu en í miðtaflinu valdi hann ranga áætlun og varð að gefast upp eftir rúma fjöm- tíu leiki. I fyrstu umferðum mótsins fór Jó- hann sér að engu óðslega og tefldi af öryggi. Jafntefli við stórmeistarana Portisch, Nunn og Velimirovic komu honum vel í gang. Síðan góður sigur gegn bandaríska stórmeistaranum Larry Christiansen og enn tveir si- grar, gegn Spánverjanum de Villa og Bouaziz frá Túnis. Eftir þetta átti Jó- hann erfiðan kafla. Honum tókst með hörmungum að halda jafntefli gegn Andersson og síðan kom tapið fyrir Adoijan. En nú hefur hann aftur náð upp dampi. Andstæðingur hans í 9. umferðinni, Rúmeninn Marin, lá kyl- liflatur í marineringu, eftir að hafa fengið hartnær tapað tafl eftir aðeins ellefu leiki! Flestir skákmennimir búa steinsnar frá skákstaðnum í Szirak en íslending- amir og fimm aðrir - Salov, Bouaziz, de la Villa, Todorcevic og Marin - verða að láta sér vel líka að þurfa að ferðast 30 km leið til og frá hótelinu, sem er í bænum Asca, að skákstað. Campomanes FIDE-forseti réð því hverjir keppenda fengju ókeypis skoð- unarferð á degi hverjum. Lítum á skák Jóhanns við Marin. Sigurinn er náttúrlega sérlega ánægjulegur fyrir þá sök að Marin þessi átti mesta sök á því að Taflfélag Reykjavíkur skyldi verða slegið út úr Evrópubikarkeppni taflfélaga í Búkar- est á dögunum. Vann Margeir tvöfalt og tefldi þá eins og herforingi. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Mikhai Marin Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e6 5. Rc3 Dc7 6. Be2 a6 7. 0-0 Rxd4 8. Dxd4 b5 9. Be3 Bb7 10. Hfdl Hc8?? Það getur enn gerst að sterkir meist- arar leiki af sér eftir aðeins 10 leiki í svo þekktri byijun sem Sikileyjarvöm- in er. Jóhann er snöggur upp á lagið. 11. Bf4! Biskupinn má vitaskuld ekki drepa: 11. - Dxf4?? 12. Dxd7 mát. Nú lendir svartur í mikilli klemmu með menn sína. Takið eftir að hann hefur van- rækt að koma mönnum sínum kóngs- megin í leikinn. 11. - Dc6 12. a4 bxa4 Ekki 12. - b4? vegna 13. Rb5!með vinningsstöðu. 13. Dxa4 Einfalt og sterkt. Svartur getur ekki varið a-peðið með góðu móti (13. - Ha8 14. Dxcé dxc6 15. Ha4 a5 16. Hdal Bb4 17. Rdl og síðan c2-c3) og verður að sætta sig við hreint peðstap og erfiða stöðu að auki. 13. - RfB 14. Bxa6 Bxa6 15. Dxa6 Dxa6 16. Hxa6 Bb4 17. Rb5! 0-0 Eftir 17. - Rxe4 er 18. Ha4 einfald- ast, með mannsvinningi. 18. c3 Bc5 19. Bd6 Hfd8 20. Ra7! Bxa7 21. Hxa7 Ha8 Eða 21. - Rxe4 22. Be7 He8 23. Hlxd7 og vinnur létt. 22. Hxa8 Hxa8 23. e5 Rd5 24. c4 Rb6 25. b3 Hc8 26. Bb4 Hc6 27. Ba5 f6 28. Hd6! Hxd6 29. exd6 Rc8 30. Bc7 e5 31. b4 Kf7 32. b5 Ke6 33. c5 Kd5 34. c6 Ke6 35. b6 - Og þar sem ný hvít drottning er í sjónmáli gafst Marin upp. Hann átti aðeins hálfa mínútu eftir á klukkunni en Jóhann rúma hálfa klukkustund. -JLÁ Bridge EM í Brighton: ísland sendir tvær sveitir Landsliðshópurinn sem spilar i Brighton næstu tvær vikur. Talið frá vinstri: Efri röð: öm Arnþórsson, Jón Baldursson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Ásgeir Ásbjömsson, Hjalti Eliasson, Sigurður Sverrisson, Aðalsteinn Jörg- ensen og forseti BSÍ, Bjöm Theodórsson. Sitjandi frá vinstri: Valgerður Kristjánsdóttir, Halla Bergþórsdóttir, Erla Sigurjónsdóttir, Esther Jakobs- dóttir, Dröfn Guðmundsdóttir og Kristjana Steingrímsdóttir. DV-mynd JAK I dag hefst Evrópumótið og er spilað í Brighton í Englandi. ísland sendir tvö lið til keppni, annað í opna flokkinn og hitt í kvennaflokk. Liðið í opna flokknum er undir stjóm Hjalta Elíassonar bridge- meistara og hefur hann þjálfað liðið vel undanfama þijá mánuði. í liðinu spila Ásgeir Ásbjömsson, Aðal- steinn Jörgensen, Guðlaugur R. Jóhannsson, Öm Amþórsson, Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson. Án efa verður róðurinn þungur fyrir strákana en dýrmæt reynsla Hjalta í gegniim árin gæti hjálpað þeim upp fyrir miðjuna. Fyrirliði kvennalandsliðsins er Guðmundur Sv. Hermannsson en í því spila Halla Bergþórsdóttir, Kristjana Steingrímsdóttir, Esther Jakobsdóttir, Valgerður Kristjáns- dóttir, Dröfri Guðmundsdóttir og Erla Siguijónsdóttir. Eflaust verður róðurinn enn þyngri fyrir þær þrátt fyrir að meirihluti sveitarinnar hafi nokkra reynslu í milliríkjaspila- mennsku. I tilefhi mótsins rifjum við upp spil frá leik Islands við England á Evrópumótinu í Brighton 1975. Is- land vann leikinn 13-7. A/N-S Vntur 4 6 O 87 0 AKD93 4 A8765 Noröur + D92 V AG532 Ö&42 492 # ♦ KG7543 ^ 1064 0 87 4 G3 ♦ A108 V KD9 0 G106 4 KD104 I opna salnum sátu n-s Flint og Rose, en a-v Stefán Guðjohnsen og Símon Símonarson. Ritstjóra móts- blaðsins fannst landinn heppinn: Austur Suður Vestur Norður 2 S 2 G dobl pass pass pass Tveggja spaða opnun austurs var veik í orðsins fyllstu merkingu. Vest- Bridge Stefán Guðjohnsen ur hefur áreiðanlega búist við meiri veislu en hann fékk sex fyrstu slag- ina og síðan tók Rose afganginn. Einn niður og 200 til íslands. Á hinu borðinu sátu n-s Hallur Símonarson og Þórir Sigurðsson, en a-v Priday og Rodrigue. Austur stillti sig um að opna á tveimur tígl- um (multi) og suður fékk að opna á einu grandi. Vestur sagði tvo tígla, norður tvö hjörtu, austur tvo spaða, suður pass, vestur þrjú lauf, norður þrjú hjörtu og allir pass. Vömin hirti fimm slagi og England fékk 100. Það voru 3 impar til íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.