Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Qupperneq 32
44 FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987. Urval Við allra hæfí Sviðsljós Falleg og vin- sæl Bondpía Kjörinn ferðafélagi, fer vel í vasa, vel í hendi, úrvalsefni af öllu tagi. Ágústheftíð á öllum helstu blaðsölustöðum. Hin gullfallega franska stúlka Maryam D’Abo er nú orðin heims- fræg eftir leik sinn í James Bond myndinni The living daylight eða Logandi hræddir eins og hún hefur verið nefnd hér á landi. Maryam, sem er fyrrum fyrirsæta, hafði ekki fengið mörg leiktækifæri áður en hún lék í þessari mynd. Hún lék þó í sjónvarpsþáttunum Master of the game sem nýlega voru sýndir hér á Islandi við góðar undirtektir. Nú, eftir Bondmyndina, fær Maryam hins vegar fjöldann allan af kvik- myndatilboðum og vinsældir hennar eru með ólíkindum. Bondmyndirnar hafa líka löngum verið þekktar fyrir fallegar stúlkur og jafnan verið stökkpallur þeirra leikkvenna, sem þar hafa leikið, upp metorðastigann. A meðfylgjandi Reutersmynd má sjá Maryam D’Abo þegar hún kom fram í þættinum Góðan daginn Am- eríka sem eru óhemjuvinsælt efni þar vestra. Maryam talaði um hlutverk sitt í Logandi hræddir og framtíðará- form sín. Verðið hjá okkur er lágt venjulega. Nú er það þremur stöðum Smiðjuvegi 2b, byrjar í dag. Hringbraut 119 v/JL, byrjar á morgun, laugardag. Skólavörðustíg 19, byrjar á morgun, laugardag. Opið laugardaga 10-16. VtSA Smiöjuvegi 2b 79866 Skóiavöröustíg 19 623266 Hringbraut 119 611102 Hlýlegur sebra- klæðn- aður Nú hellist vetrartískan í stórum stíl yfir heiminn og í fyrradag sýndi Ameríkaninn Patrick Kelly nýju hátísku-vetrarlínuna sína í París. Samsetningin hjá honum er frekar óvenjuleg eins og sést á myndinni. Minipils úr gervi-sebraskinni og doppóttur bolur við. Rendur og dopp- ur saman í sæng. Yfir allt saman notar hann hárauðan aðskorinn jakka, svarta hanska og toppurinn á klæðnaðinum er hvít loðhúfa sem er góð í vetrarkuldunum. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.