Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1987, Blaðsíða 33
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Brigitte Bardot
sem nú er 53 ára olli miklum
úlfaþyt í veislu í París fyrir
stuttu. Þegar þessi fyrrum feg-
urðardrottning gekk inn í
salinn sló þögn á mannskap-
inn sem trúði ekki sínum eigin
augum, svo ellileg er Bardot
orðin. Þegar fólkið hafði jafn-
að sig og áttað sig á að þarna
var Bardot á ferð byrjaði það
að klappa fyrir hugrekki
stjörnunnar og á endanum
klappaði og stappaði hver
sem betur gat fyrir Bardot sem
varð bara feimin. „Mínar
hrukkur eru til komnar af erf-
iðu líferni og ofnotkun
sminks," segir Bardot, „en
mér er svo illa við andlitslyft-
ingar að ég get ekki hugsað
mér að gangast undir eina
slíka."
Chevy Chase
er gamanleikari af lífi og sál
og hann er ekki á þeim þuxun-
um að yfirgefa þann þransa.
Nýlega hefur Chase skrifað
undir samning þar sem áfram-
haldandi ferill hans sem
gamanleikara er tryggður.
Hann mun nefnilega leika að-
alhlutverkið í framhaldsmynd
þeirrar þráðskemmtilegu
myndar Fletch. Chase er
heppinn að nú er í tísku að
gera framhaldsmyndir þvl
hann mun fá ógrynni fjár fyrir
vikið.
m
Harrison Ford
er nýbúinn að eignast barn
og er hann mjög stoltur yfir
föðurhlutverkinu. Hann vill
ekki að barnið sitt, sem reynd-
ar er strákur, líði skort og fyrir
stuttu keypti hann föt á
stráksa fyrir rúmlega 500 þús.
Með í þeim fatapakka voru
sérsaumuð barnasmókingföt
frá Christian Dior. Aðeins það
þesta fyrir þarnið hans Harri-
son en Sviðsljósið þorir að
fullyrða að með sama áfram-
haldi verði strákur örugglega
svolítið dekraður.
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987.
J3V
Davið Scheving Thorsteinsson stendur við tölvumyndvarpann og útskýrir fyrir fólki hvernig framleiöslan gengur fyrir sig.
Diskó að hætti Boney M.
Maður fer að halda að ísland sé
að verða eitt vinsælasta tónleikaland
í heimi. Frægar stjörnur birtast
trekk í trekk og maður er varla bú-
inn að melta síðustu hljómsveit fyrr
en ný kemur og stelur athyglinni.
En það er ekkert við það að athuga,
svona á lífið að vera og óskandi er
að áframhald verði.
Gamla, vinsæla diskóhljómsveitin
Boney M. kom eins og kunnugt er
til landsins um síðustu helgi í tilefni
eins árs afmælis skemmtistaðarins
Evrópu. Hljómsveitin tróð upp bæði
föstudags- og laugardagskvöld við
geysigóðar undirtektir.
Hljómsveitin Boney M. var stofnuð
árið 1975 og átti strax mikilli vel-
gengni að fagna enda brautryðjandi
á sviði diskótónlistar. Þau skutust
upp á stjörnuhimininn með ævin-
týralegum hraða og plötur þeirra
seldust í tugmilljónaupplagi.
Árið 1981 ákvað söngvarinn Bobby
Farrel að hætta í hljómsveitinni og
reyna að komast áfram á eigin spýt-
ur. Það fór nú eitthvað út um þúfur
hjá karlanganum og síðan í vor hefur
Boney M. starfað sameinuð á ný.
Það var mikið um dýrðir í Evrópu
á föstudaginn þegar a&nælið var
haldið en auk Boney M. spiluðu
hljómsveitirnar Greifarnir og Maó.
Kynning á Sólgosi
Það var alveg fullt í Evrópu sl. föstudag enda gestirnir ekki af verri endan-
um, siálf stórhljómsveitin Boney M.
Mikið stuð var á mannskapnum og ekki sist hljómsveitinni sem söng og
dansaði oa hélt öllum í formi.
Þau eru alveg einstaklega hárprúð og karlmaöurinn í hópnum minnir svo-
litið á Prince í útliti.
Módelsamtökin sýndu tískufatnað.
DV-myndir Kristján Ari
Eins og alkunna er hefur Davíð þessu tilefni, eru þær fyrstu sinnar
Scheving Thorsteinsson nú hafið tegundar í heiminum. Það verður
framleiðslu gosdrykkja undir nafn- boðið upp á 5 bragðtegundir með eða
inu Sólgos. Uppskriftir gosdrykkj- án sykurs og einn drykkurinn,
anna eru alíslenskar og umbúðavél- Súkkó, drykkur með súkkulaði-
arnar, sem teknar voru í notkun af bragði, mun vera nýr af nálinni hér
á Islandi.
Til að kynna verksmiðjuna og
starfsemi hennar bauð Sól hf. til
kynningar sl. föstudag og mættu þar
um 200 manns. Öllum var boðið upp
á Sóldrykki og Davíð varpaði mynd-
um upp á vegg til að skýra starfsem-
ina út. Eftir á fóru starfsmenn
verksmiðjunnar með 10-15 manna
hópa í skoðunarferðir þar sem fylgst
var með framleiðslunni frá byrjun til
enda.
Hrefna, Þóra og Sigga buðu öllum gestum upp á drykki við hvers hæfi,
sykraða og ósykraða, áfenga og óáfenga.
Edda Guðmundsdóttir og maður hennar, Steingrimur Hermannsson, utanrík-
isráðherra voru meðal hinna 200 gesta sem komu og fræddust um hina
nýju verksmiðju.