Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1987, Side 6
28 ) FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987. Réttir og smalameimska að hefjast Smalamennskan í sveitunum er að hefjast um þessar mundir og á sunnudag munu fyrstu réttirnar verða í Hrútatungurétt í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Við höf- um fengið upplýsingar um 43 réttir sem verða næstu helgar og birtum við þær hér að neðan. Réttum fylgja víða lífleg réttaböll og má því vænta mikils fjörs í þeim sveitum sem réttað verður í. Einu réttirnar um helgina verða sem fyrr segir í Hrútatungurétt. Föstudagur 11. september: Valdarásrétt í Víðidal, Vestur- Húnavatnssýslu. Auðkúlurétt í Svínadal, Austur- Húnavatnssýslu, réttir einnig á laugardag. Undirfellsrétt í Vatnsdal, Aust- ur-Húnavatnssýslu, réttir einnig á laugardag. Laugardagur 12. september: Hraunsrétt í Aðaldal, Suður- Þingeyjarsýslu. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skaga- fírði. Stafnsrétt í Svartárdal, Austur- Húnavatnssýslu. Sunnudagur 13. september: Kaldárbakkarétt í Kolbeins- staðahreppi í Snæfellsnessýslu. Miðfjarðarrétt í Miðfirði, Vest- ur-Húnavatnssýsl u. Silfrastaðarétt í Akrahreppi, Skagafirði. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skagafirði. Skrapatungurétt í Vindhælis- hreppi, Austur-Húnavatnssýslu. Mánudagur 14. september: Brekkurétt í Norðurárdal, Mýra- sýslu. Fljótstungurétt i Hvítársíðu, Mýrasýslu. Reynistaðarrétt í Staðarhreppi, Skagafjarðarsýslu. Fellsendarétt í Miðdölum, Dala- sýslu. Þriðjudagur 15. september: Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýra- sýslu. Miðvikudagur 16. sept.: Hítardalsrétt í Hraunhreppi, Mýrasýslu. Klausturhólarétt í Grímsnesi, Arnessýslu. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borgarfj arðarsýslu. Svignaskarðsrétt í Borgarhreppi, Mýrasýslu. Tungnaréttir í Biskupstungum, Árnessýslu. Fimmtudagur 17. septemb- er: Grímsstaðarétt i Álftanehreppi, Mýrarsýslu Hrunarétt í Hrunamannahreppi, Árnessýslu. Skaftholtsrétt í Gnúpverja- hreppi, Árnessýslu. Föstudagur 18. september: Rauðsgilsrétt i Hálsasveit, Borg- arfjarðarsýslu. Skeiðaréttir á Skeiðum, Árnes- sýslu. Bíóborgin Tveir á toppnum (Lethal Wepa- on) er að mörgum talin spennu- mynd ársins, ekki að ósekju, því að myndin er frá byrjun spennandi lögreglumynd sem er borin á borð fyrir áhorfendur á faglegan og skemmtilegan máta. Mel Gibson og Danny Glover leika tvo lög- regluþjóna sem starfa saman í Los Angeles. Lenda þeir í máli þar sem er eins gott fyrir þá að hafa taugar og þrek í lagi. Leikstjóri er Richard Donner. Hefur honum tekist að gera mjög góða spennumynd þar sem karaktereinkenni tveggja að- alpersónanna hafa ekki gleymst því að þrátt fyrir alla hörkuna kemur mannlega hliðin á þeim vel í ljós, ólíkt hetjum á borð við Rambo og aðra slíka. Regnboginn Vildðú værir hér (Whish You Were here) hefur fengið góðar við- tökur. Sérstaka athygli hefur vakið ung 17 ára leikkona, Emily Lloyd, er leikur aðalhlutverkið og er henni spáð miklum frama. Leik- stjóri myndarinnar er David Leland er var annar handritshöf- unda myndarinnar Monu Lisu, en Vildðú værir hér er frumraum hans sem leikstjóra. Myndin fjallar um unglingsár þekktrar gleðikonu í Englandi, Chynthiu Payne. 1 myndinni nefnist hún Lynda. Hún reynir hvað hún getur til að fara í taugarnar á föður sínum sem er siðavandur maður. Þykir Emily Lloyd takast einstaklega vel að lýsa þessari orðljótu stelpu sem er þó óhamingjusöm og saknar lát- innar móður sinnar. Alvaran er í söguþræðinum en í handritinu leynist gamansemi sem léttir myndina. Stjömubíó Nýjasta mynd Blakes Edwards er Óvænt stefnumót (Blind Date). Er hér um að ræða hina skemmti- legustu mynd og þegar Edwards tekst vel upp gerir enginn betri gamanmyndir. Það er nýjasta stirnið, Bruce Willis, er leikur að- alhlutverkið, Walter Davis, sem fær svo aldeilis að kenna á því þeg- ar hann býður Nadiu (Kim Bass- inger), sem hann hefur ekki séð áður, út. Áður en hann veit af er hann meðal annars búinn að missa vinnuna. Sökudólgurinn er að sjálfsögðu Nadia sem um leið og hún bragðar vín breytist úr draumaprinsessu í kvenmann er lætur allt flakka. Óhætt er að lofa þeim sem skreppa í Stjörnubíó þessa dagana góðri skemmtun. Bíóhöliin Það eru nú liðin tuttugu og fimm ár frá því að þá óþekktur, skoskur leikari, Sean Connery, sagði hin fleygu orð „My Name is Bond, James Bond“ og hóf þar með nýjan kafla í kvikmyndasögunni. Hetjur kvikmyndanna hafa horfið en Jam- es Bond hefur ávallt haldið velli og nú er komið að kaflaskiptum. Þriðji leikarinn, sem lék Bond, Roger Moore, sagði upp starfinu og Timothy Dalton, breskur leik- ari, hefur tekið við hlutverkinu og John Huston er allur en eftir hann liggja margar kvikmyndir sem eiga eftir að halda nafni hans á lofti um ókomna framtíð. Ein þeirra er Undir eldfjallinu (Under the Volcano) sem þrátt fyrir nokkra annmarka er geysisterk kvikmynd og ber merki meistarans sem hana gerði. Myndin gerist i Mexíkó og fjallar um konsúl Breta þar sem er að láta af störfum. Hann er drykkjusjúkl- ingur sem haldinn er sjálfseyðing- arhvöt og ekki bætir um fyrir honum sa grunur að eigmkona hans haldi fram hjá honum með bróður hans. Hin geysisterku áhrif, sem kvik- myndin hefur á áhorfandann, eru ekki síst að þakka stórbrotnum leik Alberts Finney í hlutverki konsúls- ins. Þessi ágæti leikari, sem á marga leiksigra að baki, jafnt á sviði sem í kvikmyndum, og er skemmst að minnast leik hans í The Dresser, bætir hér enn einni rós í hnappagat sitt. Bíóhúsið Undir eldfjallinu Laugardagur 19. september: Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árnessýslu. Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Ár- nessýslu. Kaldárrétt við Hafnarfjörð. Nesjavallarétt í Grafningi, Ár- nessýslu. Skaftártungurétt i Skaftártungu, V estur-Skaftafellssýslu. Sunnudagur 20. september: Fossvallarétt við Lækjarbotna. Mánudagur 21. september: Kjósarrétt í Kjósarhreppi, Kjós- arsýslu. Kollafjarðarrétt í Kjalarnes- hreppi, Kjósarsýslu. Selflatarétt í Grafningi, Árnes- sýslu. Selvogsrétt í Selvogi, Árnessýslu. Vogarétt á Vatnsleysuströnd, Gullbringusýslu. Þórkötlustaðarétt v/Grindavik. Þverárrétt í Eyjarhreppi, Snæ- fellsnessýslu. Þriðjudagur 22. september: Ölfusrétt í Ölfusi, Árnessýslu. þar með gert nafn sitt ódauðlegt. Það þarf ekki mikið að fjölyrða um efni nýjustu Bond-myndarinnar. Þeir sem hafa haft gaman af fyrri myndum vita nákvæmlega hverju þeir eiga von á. Ekkert hefur breyst, aðeins nýtt andlit í kunnug- legu hlutverki. Háskólabíó Gínan (Mannequin) fjallar á gamansaman hátt um ungan mann sem bjargar lífi verslunareigand- ans. Verslunareigandinn tekur hann upp á arma sína og leiðin á toppinn er greið hjá unga mannin- um. Ekki er hægt að hrósa Gínunni mikið. Hún er ósköp venjuleg miðl- ungsgamanmynd og Andrew McCarthy, sem verið hefur í nokkr- um unglingamyndum og alltaf verið leiðinlegur, staðfestir það álit. Laugarásbíó Á morgun verður frumsýnd Sjálfsleit (Square Dance). Fjallar myndin um Gemmu sem býr hjá afa sínum í sveit. Hún er þrettán ára og hefur aldrei séð foreldra sína. Dag einn birtist móðir hennar og segist vera komin til að taka hana burt og segir það í hennar þágu. Gemma harðneitar að fara með henni. En vegna rifrildis við afa sinn og flytur að heima og leitar uppi móður sína. Það eru úrvals- leikarar í aðalhlutverkum. Jason Robbards leikur afa stúlkunnar og Jane Alexander móðurina. Gemmu leikur svo ung, óþekkt leikkona, Wiona Ryder. -HK Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn Sýningar Hafnargallerí, Hafnarstræti Matthew James Dricoll sýnir ljósmyndir í Hafnargalleríi, Hafnarstræti 4 (yfir bóka- verslun Snæbjamar. Á sýningunni eru 55 litmyndir teknar víðs vegar í Evrópu og Bandaríkjunum á sl. 8 árum en flestar þeirra eru frá fslandi. Sýningin eru opin á venjulegum verslunartíma og henni lýk- ur 9. sept. Mokka kaffi v/Skólavörðustíg Michael Gunter frá Bandaríkjunum hefur opnað sýningu á svart/hvítum ljósmynd- um í Mokka kaffi. Á sýningunni er 31 ljósmynd og eru þær allar teknar á íslandi. Myntsafn Seölabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Nýlistasafniö, Vatnsstíg 3 í kvöld verða opnaðar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg tvær myndlistarsýningar. Það eru þau Hjördís Frímann og Hallgrímur Helgason sem sýna olíumálverk og teikn- ingar. Sýningin stendur til sunnudagsins 6. september og er opin 16.00-20.00 daglega en 14.00-20.00 um helgar. Norræna húsið v/Hringbraut TVeir danskir gullsmiðir þeir Henrik Blöndal Bengtson og Ulrik Jungersen sýna verk sín í Norræna húsinu fram til 20. september. Niðri sýnir Vilhjálmur Bergsson 47 myndir. Sýningin stendur til 20. sept. Sýningarnar báðar eru opnar daglega frá 2 til 22, einnig um helgar. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Áma Magnússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14-16 til ágústloka. Þjóðminjasafnið í Bogasal Þjóðminjasafns fslands stendur yfir sýningin Hvað er á seyði? Eldhúsið fram á okkar daga. Þar em til sýnis eld- húsáhöld frá ýmsum tímum. Opið alla daga frá kl. 13.30-16. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfírði í safninu stendur yfir sýning sem byggir á riti Lúðvíks Kristjánssonar, íslenskum sjávarháttum, verki í 5 bindum, sem nú er komið út í heild sinni. Sýningin kallast Árabátaöldin. Teikningar, ljósmyndir og textar em úr fslenskum sjávarháttum en munir eru úr sjóminjadeild Þjóðminja- safnsins og frá ýmsum velunnumm safns- ins. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Málverkasýning í Viðey Jónína Björk Gísladóttir opnar í dag sýn- ingu í Viðey. Á sýningunni verða olíumál- verk: fólk og landslag. Sýningin stendur til 6. september og eru ferðir út í eyjuna alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-19 og virka daga frá kl. 14. Báturinn fer frá Sundahöfn. Sýningar á landsbyggðinni. Byggða-, Ijsta- og dýrasafn Árnesinga, Tryggvagötu 23, Selfossi Opið frá kl. 14-17 virka daga og frá kl. 14—18 um helgar á tímabilinu 17. júní til 13. september. Eden, Hveragerði Sigurpáll Á. fsíjörð heldur myndlistasýn- ingu í Eden í Hveragerði. Sýnir hann þar 36 vatnslita- og olíumyndir sem allar eru til sölu. Sýningin stendur til 7 september. Veitingastofan, Þrastarlundi Unnur Svavarsdóttir sýnir í Þrastariundi 36 vatnslita- og olíumyndir. Þetta er 14. sýning Unnar og stendur hún til 20. sept- ember. Sýningin er opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 9 til 23.30. Sýning í Gamla-Lundi, Akur- eyri. Sýning er í Gamla-Lundi við Eiðsvöll á höggmyndum Hallsteins Sigurðssonar. Forráðamenn Gamla-Lundar standa að þessari sýningu. Tímasetningin var valin m.a. vegna 125 ára afmælis Akureyrarbæj: ar og má líta á þessa sýningu sem framlag Gamla-Lundar til hátiðahaldanna. Sýn- ingin stendur til 30. ágúst og er opin kl. 17-20 daglega en frá kl. 15-22 um helgar. Skíðaskálinn, Hveradölum, Árleg sýning þeirra Bjama Jónssonar og Astrid Ellingsen er hafin í skíðaskálanum í Hverdölum en þar sýna þau málverk og prjónakjóla um hverja helgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.