Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Qupperneq 1
Dansstaðir - Matsölustaðir - Leikhus - Sýningar - Kvikmyndahús - Myndbönd o. fl.
ABRACADABRA,
Laugavegi 116
Diskótek föstudags- og laugardagskvöld.
ÁRTÚN,
Vagnhöfða 11, sími 685090
Gömlu dansarnir á föstudagskvöld. Opið
kl. 21-03. Nýju og gömlu dansamir laugar-
dagskvöld. Opið kl. 22-03. Hljómsveitin
Danssporið ásamt söngkonunni Krist-
björgu Löve bæði kvöldin.
BROADWAY,
Álfabakka 8, Reykjavík, simi 77500
Sveitin milli sanda leikur fyrir dansi föstu-
dags- og laugardagskvöld. Stórsýningin
„Allt vitlaust" á laugardagskvöld.
CASABLANCA,
Skúlagötu 30
Diskótek föstudags- og laugardagskvöld
frá kl. 22-03.
DUUS-HÚS,
Fischersundi, simi 14446
Diskótek föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld. Opið frá 22 til 03. A
sunnudagskvöld verða jasstónleikar í
Heita pottinum og fram koma Kristján
Magnússon og félagar.
EVRÓPA
v/Borgartún
Hljómsveit hússins, Saga Class, leikur fyr-
ir dansi föstudags- og laugardagskvöld.
Húsið er opið frá kl. 22-03.
GLÆSIBÆR,
Alfheimum
Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi
föstudags- og laugardagskvöld frá 22-03.
HOLLYWOOD,
Ármúla 5, Reykjavík
Tónlist 7. áratugarins verður á föstudags-
og laugardagskvöld með „Leitinni að
týndu kynslóðinni". Húsið opið 22-03.
HÓTEL BORG,
Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440
Diskótek föstudags- og laugardagskvöld.
Gömlu dansarnir á sunnudagskvöld.
Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur.
HÓTEL ESJA, SKÁLAFELL,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími
82200
Dansleikir föstudags- og laugardagskvöld.
Hljómsveitin Kaskó leikur. Tískusýning
öll fimmtudagskvöld.
HÓTELSAGA
v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221
Hljómsveit Grétars Örvarssonar leikur
fyrir dansi i Súlnasal Hótel Sögu föstu-
dags- og laugardagskvöld. „The Wiz“
Glæsileg söng- og danssýning á miðnætti.
Á Mímisbar leikur Stefán Jökulsson.
LENNON
v/Austurvöll, Reykjavík, sími 11630
Diskótek föstudags- og laugardagskvöld
MIAMI,
Skemmuvegi 34, Kópavogi, sími 74240
Diskótek föstudaga og laugardaga. Ald-
urstakmark 16 ár.
ÚTÓPÍA,
Suðurlandsbraut 26
Diskótek föstudags- og laugardagskvöld.
Bubbi Morthens mætir með kassagítarinn
í kvöld.
ÞÓRSKAFFI,
Brautarholti 2, Reykjavík, sími 23333
Hljómsveit Stefáns P. leikur á efri hæð
hússins föstudags- og laugardagskvöld.
Lúdósextett og Stefán skemmta gestum
bæði kvöldin, svo og Bill Frederick.
gróðureyðingu töfojlMf
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að gróður landsins er á hröðu
undanhaldi og hefur verið þaö
lengi. Vegna þess er ástand gróðurs
þessa lands orðið mjög alvarlegt. Á
nýliðnu sumri skapaðist lífleg um-
ræða um gróðureyðingu bæði í
fjölmiðlum og manna á meðal. En
betur má ef duga skal.
Umhverfissamtökin Líf og land
standa fyrir ráðstefnu um gróður-
eyðingu og landgræðslu undir
ofangreindu heiti. Landskunnir
fræðimenn og leikmenn munu
íjalla um efnið í stuttum erindum.
Erindi flytja Sveinn Runólfsson
landgræðslustjóri, Ingvi Þorsteins-
son náttúrufræðingur, Hákon
Sigurgrímsson framkvæmdastjóri,
Sigurður Arngrímsson fram-
kvæmdastjóri, Olafur Dýrmunds-
Gróðureyðing landsins er alvarlegur hlutur sem ógnar allri byggð. Þrátt
fyrir mikið starf á undanförnum árum eyðist meira svæði en grætt er
enn þann dag í dag
son ráðunautur, Birgir Þorgilsson
ferðamálastjóri, Huida Valtýsdótt-
ir, formaður Skógræktarfélags
íslands, Steingrímur J. Sigfússon
alþingismaður, Tryggvi Felixson
hagfræðingur og Jón Baldvin
Hannibalsson fjármálaráðherra.
Fundarstjóri er Guðlaugur Þor-
valdsson ríkissáttasemjari.
Stjóm Lífs og lands vonast til að
ráðstefnan og umræður um það
alvarlega vandamál, sem gróðu-
reyðingin er, veki áhuga almenn-
ings og hvetji ráðamenn til aðgerða
sem dugi til aö snúa vörn í sókn.
Við viljum öll skila betra landi til
komandi kynslóða.
Ráðstefnan verður haldin sunnu-
daginn 27. september kl. 13 til 17 í
Odda, hugvísindahúsi Háskólans,
og aðgangur er ókeypis.
Skóladagur í Tívolí
Um helgina er fyrirhugaður skóladagur í Tívolí fyrir alla íjölbrauta-
og menntaskóla á Suðurlandi. Það er Fjölbrautaskólinn á Selfossi sem
stendur fyrir hátíðinni sem hefst kl. 15 á laugardaginn. Mikill fjöldi
skemmtikrafta kemur fram á hátíðinni sem mun standa fram eftir nóttu.
Má þar sem dæmi nefna Bjartmar Guðlaugsson, Ladda, Júlíus og Eddu,
Bubba, Megas, Sykurmolana og Gildruna. Þá má nefna að kraftakarlarn-
ir Jón Páll og Hjalti Úrsus standa fyrir kraftauppákomum. Hljómsveitin
Greifamir mun leika fyrir dansi fram á rauðanótt.
Hátíðin verður hin veglegasta og öll leiktæki yerða í gangi til að auka
á stemmninguna.
Nokkrir af aðstandendum skóladagsins í Tivolí.
Kvik-
mynda-
hátíð
lýkur
Það hefur væntanlega ekki farið
framhjá neinum að kvikmyndahá-
tíð hstahátíðar stendur nú yfir í
Laugarásbíói. Þar hefur verið boð-
ið upp á mikinn fjölda kvikmynda,
eða um 30 talsins frá 17 löndum.
Sem vonlegt er þá hafa þær notið
mismunandi vinsælda en mikil að-
sókn hefur verið á hátíðina frá
upphafi og yfirleitt fuht út úr dvr-
um. Sýningar standa yfir alla daga
frá klukkan 15 til 23.
Hægt er að kaupa miða eins og
venjulega í miðasölu í Laugarás-
bíói en auk þess verður sú nýjung
tekin upp að miðar verða seldir á
Lækjartorgi til kl. 13 dag hvern.
Einn af gestum kvikmyndahátíðar var ítalski leikstjórinn Ettore Scola sem hér sést við opnun hátíðarinnar.
DV-mynd S