Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987. 29 íþróttir um helgina: KR feer meistara Njarðvíkur í heimsókn - í úrvalsdeildinni í körfuknattleik Körfuknattleiksmenn veröa á fullri ferö um helgina. Tveir leikir verða í úrvalsdeildinni í kvöld kl. 20. Þórsarar fá Valsmenn í heim- sókn til Akureyrar og nýhðaslagur verður í Digranesi í Kópavogi. Þar leika Blikar gegn Grindvíkingum. Á sunnudaginn kl. 20 ieika svo KR-ingar gegn íslandsmeisturun- um frá Njarðvík í íþróttahúsi Hagaskólans. Leikið verður í 1. deild karla um helgina. UÍ A leikur gegn í A á Egils- stöðum í kvöld kl. 20. Á morgun leika Snæfell og Tindastóll í Borg- amesi kl. 14 og á sama tíma á Selfossi glíma HSK og USAH. Á sunnudaginn leika Skallagrímur pg Tindastóll kl. 14 í Borgarnesi og ÍS og USAH eigast við á sama tíma í íþróttahúsi Hagaskólans í Reykja- vík. Konur verða einnig undir körf- unni um helgina. Stúlkurnar í Keflavíkurliðinu fá ÍS í heimsókn á morgun kl. 14 og á sama tíma leika ÍR og Njarðvík í Seljaskóla. Einn leikur verður á sunnudaginn. KR og Grindavík eigast við kl. 15.30 í Hagaskóla. Handknattleikur Fjórir leikir verða í 2. deildar- keppni karla í kvöld. Þeir heíjast allir kl. 20. Reynir, Sandgerði, fær Hauka í heimsókn, Fylkir leikur gegn Njarðvík í Seljaskóla, Aftur- elding glímir við Gróttu að Varmá og Eyjamenn fá Selfyssinga í heim- sókn. Tveir leikir verða í 3. deild karla í kvöld. Keflavík mætir Ögra kl. 20 og ÍS leikur gegn Völsungi í Selja- skóla kl. 21.15. UFHÖ leikur gegn Völsungi kl. 14 á laugardaginn í Hveragerði. • Yngri flokkar verða á ferðinni. Keppni hefst þá í 4. og 2. deild karla og 4. og 2. flokki kvenna. Öskjuhlíðarhlaup ÍR Fyrsta hlaupið í stigakeppni víða- vangshlaupa yeröur á laugardag- inn. Það er Öskjuhlíðarhlaup IR sem hefst við Hótel Loftleiðir kl. 14. Skráning verður kl. 13-13.30. Unglingar eru sérstaklega hvattir til að mæta til leiks og vera með. Hlaupnir verða 4 og 8 km. • Það verður hart barist í körfuknattleik um helgina. L0TTÓSPILAST0KKURINN 32 númeruð spil þar sem þú getur dregið happa- töluna þina. Fæst á flestum útsölu- stöðum lottósins. Dreifing Prima, heildverslun, simi 651414. Lottóspilastokkurinn á hvert heimili. AUGLYSING Dóms- og kirkjumálaráðuneytið auglýsir eftir hús- næði í Neskaupstað er hentað gæti fyrir lögreglustöð. Þeir sem hyggjast senda tilboð skulu tilgreina verð og greiðsluskilmála auk upplýsinga um húsnæðið, þar á meðal stærð þess og gerð. Þess er óskað að teikningar fylgi. Tilboð skulu hafa borist dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu fyrir kl. 17 þriðjudaginn 3. nóvember nk. í lokuðu umslagi, merkt „Húseign Neskaupstað". Áskilinn er réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. 1 9. október 1 987, Dóms- og kirkjumálaráðuneyiið HAUSTSALAN Á BÍLUM HELDUR ÁFRAM TIL SÖLU: VW Golf árg. 1981, '82, '84, '85. Ópel Kadett 1.3, árg. 1985. Fiat Uno 60 S, árg. 1986. Suzuki Fox (yfirbyggður). AUK ÞESS: Nissan Urvan sendibíll, árg. 1984. MMC L 300 (sendibíll), árg. 1984. MMC L 300 minibus, 4x4, árg. 1985. Volvo F7, dráttarbifreið, 4x2, Intercool, árg. 1980, m/dráttarstól. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Bílarnir eru til sýnis á Bílaleigu Flugleiða við Flugvallarveg. Bílaleiga Flugleiða, sími 690200. HELGARBLAÐ Frjálst.óháð dágblaö A MORGUN „Það var mikið átak fyrir mig að pakka heimili mínu ofan í kassa og senda það í geymslu víðs vegar um bæinn. Ég sem alltaf hef átt heimili,“ segir Ásta Einarsdóttir, sjötug ekkja, sem fyrir nokkrum dögum þurfti að flytja úr eigin íbúð vegna fjársvikamáls sem upp komst árið 1983. Ásta lýsir þessari hörmulegu reynslu í helgarvið- talinu á morgun. „Á undanförnum misserum hefur andað heldur köidu til íslenskra list- fræðinga frá listamönnum,“ segir Kjartan Guðjónsson listmálari og er mikið niðri fyrir í viðtali við helgar- blaðið. Kjartan er opinn, hress og kjaftfor og lætur ýmislegt flakka. „Þessari hröðu fjár- festingu fylgir ákveðin hætta. Við eigum að hægja á,“ segir Ragn- ar Guðmundsson, forstjóri íslenska myndversins, sem er hinn helmingurinn af Stöð 2, í viðtali við helgarblaðið, og segir það töff að standa í þessu. Þrjú athyglisverð við- töl í helgarblaðinu á morgun, auk greinar um sjónvarpsefni, sagt er frá íslenska tónlistardeginum og Jónas heimsækir Kínahofið. Helgarblað DV á morgun er fullt af spennandi efni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.