Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987. 21 Sjónvaip sunnudag kl. 18.00: Stundinokkar Fyrsta Stundin okkar á þessum vetri verður send út á sunnudaginn. Þátturinn er hálítímalangur og er þar einungis sýnt innlent bamaefni sem ætlað er yngstu börmmum. í fyrstu Stundinni eru m.a. þeir Hektor og Lúlb kynntir. Farið verður í heimsókn til Gests sem býr í Bolungar- vík og einnig verður farið í beijamó með tveimur kátum leikbrúðufélög- um. Það eru þau Helga Steffensen og Andrés Guðmundsson sem eru umsjónarmenn Stvmdarinnar okkar í vetur. Þátturinn er endursýndur á fimmtudögum. Andrés og Helga með félögum sinum. Stöð 2 sunnudag kl. 21.55: Vísitölu- fjölskyldan Sem endranær kemur visitölu- fjölskyldan á skjáinn á sunnudags- kvöld. Efni þessa þáttar er á þá leið að Steve og Marcy, sem eru ná- grannar og kunningjar Bundy- hjónanna, ákveða aö byggja aukaherbergi við hús sitt. Þá kem- ur upp ágreiningur um það hvemig eigi að nýta herbergið og verður Aðalpersónurnar í framhaldsþætt- áreiðanlega mikill handagangur í inum um visitölufjölskylduna. öskjunni vegna þessa. RÚV, rás 1, laugard. kl. 16.30: Þrjár konur Aðstandendur laugardagsleikrits Rikisútvarpsins. (Frá vinstri) Friðrik Stefánsson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Guðrún Gisladóttir og Árni Blandon. Laugardagsleikrit Ríkisútvarpsins heitir Þrjár konur og er eftir bresku skáldkonuna Sylvíu Plath. Leikritið segir frá þremur konum sem liggja á fæðingardeild og bíða þess að verða léttari. Verkið lýsir á ljóðrænan hátt tilfinningum þeirra gagnvart umhverfinu og því sem er að gerast í lífi þeirra. Konumar þijár leika þær Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Guðrún Gísla- dóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir. Leikstjóri er Ami Blandon en hann mun flytja formálsorð að leikritinu þar sem rakin er ævi höfundar og lesin nokkur Ijóð eftir hana í þýðingu Hallbergs Hallmundarsonar. Tækni- maður er Friðrik Stefánsson. Guðbergur Bergsson rithöfundur. Stöð 2 á sunnu- dag kl. 22.50: Guðbergur Bergsson í Nærmyndum í þætti sínum Nærmyndum á sunnudag ræðir Jón Óttar Ragn- arsson við Guðberg Bergsson rithöfund. Guðbergur hefur skrifað margar vinsælar bækur, s.s. Tóm- as Jónsson, metsölubók og Ástir samlyndra hjóna. Hann vakti mikla athygli á bókmenntahátíð- inni sem hér var haldin vegna skondinna og fremur harkalegra ummæla sinna um hátíðina og styrkti það þá skoðun sumra að Guðbergur váeri skemmtilegasti maður á íslandi. Það er ótrúlegt að fyrir þúsundum ára hafi óiðnvætt samfélag getað reist mannvirki á borð við þessi. Sjónvarp sunnu- dag kl. 15.20: Voru guðimir geimfarar - óvenjulegar kenningar um uppruna mannsins Erich von Dániken heitir maður sem fæddist í Sviss árið 1935. Á sín- um tíma setti hann fram nýstárleg- ar kenningar um uppruna mannsins sem byggjast á því að mennirnir séu komnir af geim- verum en ekki af öpum eins og Charles Darwin hélt fram. í mynd- inni er ferðast á milli heimsálfa og reynt að færa sönnur á þessar kenningar. Erich von Dániken hefur skrifað fjölda bóka þar sem kenningar hans koma fram. Hann segir að sumir forfeðra mannkynsins hafi verið eins konar guðir þar sem þeir hafi upphaílega komið af himnum ofan og sýnt af sér ótrú- lega hæfileika sem aðrir jarðarbú- ar gátu ekki leikið eftir. Hann segir þessar verur hafa verið gesti utan úr geimnum sem komið hafi frá samfélögum í órafjarlægð. Sam- félögin voru miklu þróaðri en jarðnesk samfélög og segir Erich enga nema guðina hafa getað gert mennina að þeim vitsmunaverum sem þeir eru í dag. Máli sínu til stuðnings bendir hann á fomminj- ar um allan heim, s.s. í Indlandi, Tíbet, Egyptalandi, Mexíkó og Ástralíu. Myndin er gerð af dr. Harald Reinl og ferðaðist hann í eitt ár um allan heim til að sýna fram á að kenningar Erichs von Dániken hefðu við rök að styðjast. Stöð 2, laugardag, kl. 00.20: Nýleg endurgerð afHitchcockmynd - Konan sem hvarf Farþegarnir í hinni örlagaríku ferð. Fyrri bíómynd Stöðvar 2 á laugardagskvöldið ber heitið Konan sem hvarf og er nýleg endurgerð af samnefndri Hitchcockmynd. Sagan hefst í ágúst- mánuði árið 1939 í smábæ í Bæjaralandi og er heimsstyrjöldin síðari u.þ.b. að heíjast. Á bráutarstöðinni er hópur fólks að koma sér fyrir í lest sem er á leið úr bænum. Meðal farþeganna eru ljósmyndari frá tíma- ritinu Life, marggift bandarísk ljóska og fegurðardis, góðleg bresk bamfóstra á miðjum aldri auk ýmissa ósköp venjulegra lestarfarþega. Fljótlega eftir að lagt er af stað hverfur frk. Froy, bamfóstran, spor- laust. Fegurðardísin bandaríska reynir að komast að því hvað orðið hefur um konuna en fær mörg loðin og einkennileg svör. Meðal leikara í myndinni em tvær leikkonur sem era tíðir gestir inni á heimilum áhorfenda Stöðvar 2. Það era þær Angela Lansbury úr Morð- gátu og Cybill Shepard úr Hasarleik. Sjónvarp laugardag kl. 00.15: Hundalíf Paula Prentiss og Robert Foxworth leika skötuhjúin sem kynnast sem samstarfsfélagar vió morðrannsókn en verða svo ástfangin. Seinni laugardagsmynd sjónvarpsins er frá árinu 1980 og ber heitið Hundalíf. Myndin segir frá lögreglumanni sem hefur starfað við morð- rannsóknir í 20 ár og er orðinn mjög illa farinn vegna álags í starfinu. Hann á við ýmiss konar vandamál að stríöa og hallar hann sér því held- ur mikið að flöskunni. Það segir sína sögu um hvemig ástandið er að síðasti samstarfsmaður hans framdi sjálfsmorð. En nýr vinnufélagi, sem er kona, kemur í staðinn og breytir hún mörgu í lífi hins útbnmna lög- reglumanns. Þau vinna vel saman en með tímanum skapast með þeim vinátta. í miðri morðrannsókn vakna þau svo skyndilega upp við aö vera orðin ástfangin og verða málin þá eilítið flókin. Aðalhlutverk leika Robert Foxworth, Paula Prentiss, Harry Dean Stan- ton og Barbara Babcock. Leikstjóri er Harold Becker.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.