Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 8
30 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987. I Over The Top leikur Sylvester Stallone vörubílstjóra og heimsmeistara í sjómanni. Vörubflstjórim Staflone OVER THE TOP Leikstjóri: Menehem Golan. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Robert Loggia og David Menddenhall. Útgefandi: Háskólabíó. - Sýnlngartimi: 91 mín. Sylvester Stallone hefur gengiö best í ofurmannahlutverkum á borð við Rambo og Rocky. í Over the Top kemst hann nokkuð ná- lægt þessum persónum, þótt ekki sé neitt vopnaglamur. I viðtölum lét Stallone að því liggja að Over the Top væri allt öðruvisi en síð- ustu myndir hans, niðurstaða sem erfitt er að koma auga á. Því verður samt ekki neitað að Over the Top hefði getað verið öðruvísi en með að láta vörubíl- stjórann Hawk verða heimsmeist- ara í sjómanni erum við aftur komnir með þá hetjudýrkun sem einkennir hlutverk StaUones. í byrjun kynnumst við Hawk á gömlum vörubíl þar sem hann er sækja son sinn sem hefur ekki séð fóður sinn í mörg ár. Sonurinn er í fyrstu ekki tUbúinn að taka föður sinn í sátt en vegna tilmæla déyj- andi móður fylgir Hawk honum tU síns heima hjá afa drengsins er fyr- irlítur Hawk. Móðirin deyr og hefst mikU bar- átta um forræði yfir drengnum. Hawk, sem kann lítið annað en að láta Hkamsburði ráða ferðinni, endar í fangelsi og sleppur ekki þaðan fyrr en hann er búinn að undirrita að hann muni ekki gera tilkaU til sonarins. Leið hans liggur nú til Las Vegas þar sem heimsmeistarakeppnin í sjómanni fer fram. Sonurinn, sem orðinn er hrifmn af fóður sínum, eltir hann og afinn eltir barnabarn- ið... Hreint út sagt á það ekki við Syl- vester Stallone að túlka mikinn tilfmningahita. Framsögn hans á texta hefur aldrei verið trúverðug- ur og svo er ekki hér. Því verður Over the Top blanda dramatískra og líkamlegra átaka sem ekki geng- ur upp. Skemmtanagildi myndar- innar er sámt nokkurt og aðdáendum sínum veldur Stallona varla vonbrigðum. HK. Löggur á hlaupum RUNNING SCARED Útgefandi: JB myndbönd. Leikstjóri: Peter Hyams. Handrit: Gary Devore og Jimmy Houston. Aðalhlut- verk: Gregory Hines og Billy Crystal. Bandarisk 1986. 93 min. Bönnuð yngri en 16 ára. Amerískar löggumyndir lifa enn- þá góðu lffi, það sannar þessi mynd um þá kappa Danny og Ray. Þeir eru fremur villtir þjónar réttvís- innar í Chicago og þrátt fyrir ungan aldur eigá þeir aðeins fjögur ár eft- ir þar til þeir komast á eftirlaun. Þá lenda þeir allt í einu í miklu eiturlyíjamáli... Götumyndir eru ávallt taldar góð söluvara. Hér er teflt fram á sjónar- sviðið tveimur frískum kjaftösk- um, þeim Gregory Hines (White Nights og Cotton Club) og Billy Crystal (Löður). Samspil þeirra er gert að miðpunkti myndarinnar og þeir eru ágætlega skemmtilegir og fá oft þokkalega brandara út úr handritinu þótt klisjukenndir séu. Samlíkingin við Eddy Murphy er þó augljós. Þeir félagar eru ekki mjög sannfærandi í hetjuhlutverki en hröð átakaatriði eiga að bjarga því. Sum eru ágæt, önnur ekki. Eltingarleikurinn við aöalglæpon- inn er þó alltof gloppóttur og langdreginn. Spennan nær því ekki tilskildu hámarki og myndin líður út af í lokin. -SMJ Fonda á fyfliiii THE MORNING AFTER Útgefandi: JB myndbönd Leikstjóri: Sidney Lumet. Framleiðandi: Bruce Gilbert. Handrit: James Hicks. Kvikmyndataka: Andrzej Bartkowiak. Aðalhlutverk: Jane Fonda, Jeff Bridges og Raul Julia. Ðandarísk 1986. 105 mín. Grúttimbruð vaknar Jane Fonda upp með lík við hliðina á sér. Hún veit ekki hvað hefur gerst en óttast að hún hafi haldið á hnífnum þegar maðurinn dó. Einhverjum virðist vera í mun að skella skuldinni á hana og enginn vill hjálpa nema skrítin náungi (Jeff Bridges) sem er ekki allur þar sem hann er séð- ur. Það sama má segja um fyrrum eiginmann hennar, Raul Juha. Það er með ólíkindum hve langur aðdragandi er í þessari drykkju- mynd Jane Fonda. Því miður reynist það líklega vera banabiti myndarinnar enda plottið heldur veikt þegar upp er staðið og varla þess virði að bíða eftir þvi. Leikinn er hins vegar ekki eins auðvelt að afgreiða. Fonda er hér í sviðsljós- inu og sópar vissulega að henni þó að vel sé hægt að skilja þá sem finnst nóg um hennar hlut í mynd- inni. Það er eins og hún vilji koma því á framfæri að hún geti leikið drukkna kvensu út heila mynd. Fonda verður hálfþreyttandi í ein- hæfni sinni þó að því sé ekki hægt að neita að persónuleika skortir hana ekki. Bridges er hér til upp- fyllingar og sama má segja um Raul Julia. Myndataka er fremur sljóvgandi og gerir lítið til að skerpa myndina. Sem sagt: ekki framtak hjá Lumet og Co sem munað verður eftir. -SMJ Mísskfldar hetjur THE A-TEAM - THE COURT MARTIAL Leikstjórar: Tony Mordente, Les Sara- don og Michael O’Herlihy. Aðalhlutverk: George Peppard, Robert Vaughn og Mr. T. Útgefandi: Laugarásbíó - Sýningartimi: 131 mín. The A Team er vinsæl sjón- varpssería vestanhafs. Fjallar hún um nokkra hermenn er féllu í ónáð í Víetnamstríðinu og ævintýri þeirra. The Court Martial er nokk- uð löng kvikmynd og fjallar að meginefni til um það þegar hópur- inn er dreginn fyrir herrétt og ákærður fyrir morð á yfirmanni sínum í Víetnam. Þrátt fyrir nokkuð spennandi söguþráð eru stórar gloppur víðast hvar og er lítill raunveruleiki að baki handritsgerðinni. Eins og með flestar sjónvarps- myndir, er byggja á spennu, er atburðarásin hröð en hér er lopinn teygður of mikið, enda er myndin á þriðja klukktíma. Samræmi er lítið og rokið er úr einu í annað án nokkurra skýringa. Aðalhlutverkið er í höndum George Pepperd sem á sjöunda ára- tugnum þótti einhver efnilegasti leikarinn í Hollywood en sukksamt lífemi fór næstum með feril hans. Hann fer létt með hlutverk foringj- ans sem hefur ráð undir hverju rffi. Aðrir leikarar eru lítt áber- andi, að undanskildu vöðvafjallinu Mr. T sem fer betur að láta vöðvana tala fyrir sig en að opna munninn. Sukksamur draugur BLACKBEARD’S GHOST Aðalhlutverk: Peter Ustinov, Dean Jon- es og Suzanne Pleshette. Útgefandi: Bergvik. - Sýningartími: 84 min. Peter Ustinov á einstaklega auð- velt með að fá fólk til að hlæja. Hann þarf ekki annað en rétt að hreyfa andlitsvöðvana til að bros komi á áhorfendur. Og í ævintýra- mynd á borð við Blackbeard’s Ghost fer hann á kostum í hlut- verki sjóræningja sem ekki hefur fengið frið í gröf sinni og er vakinn upp óvart af íþróttakennara nokkr- um. Aumingja íþróttakennaranum er ekkert sérstaklega vel við þessa sendingu að handan og sérstaklega á hann erfitt með að skýra öðram frá fyrirbærinu, því það er aðeins hann sem sér sjóræningjann. Sjóræninginn er drykkfelldur og kvensamur og er ekki sáttur við nútímann. Til að fá frið verður hann að gera að minnsta kosti eitt góðverk en það er hlutur sem hann hefur aldrei gert áður... Blackbeard’s Ghost er dæmigerð gamanmynd frá Walt Disney og sem slík er hún hin besta skemmt- un og á Peter Ustinov nær allan heiðurinn af skemmtuninni. Mynd fyrir alla fjölskylduna. HK Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Karlsson Stöðugleiki einkennir listann öðru fremur nú og er það ekki óeðlilegt miðað við þau miklu upp- hlaup sem þar hafa verið að undanfornu. Engar breytingar eru á toppnum en tvær efstu myndirn- ar skera sig dálítið úr. Stallone skríður inn á listann með sjó- mannsmynd sína. Það er greinilegt að Stallone trekkir þótt umdeildur sé._ Ýmsar forvitnilegar útgáfur eru fram undan eins og vanalega. Eiga sjálfsagt margir eftir að gleðjast yfir endurútgáfu á James Bond myndunum sem nú koma í sam- stæðum pakka, alveg frá upphafi. Einnig er forvitnileg útgáfa á nokkrum myndum með Gary Grant sem án efa kætir marga. DV-LISTINN 1 (1) Krókódíla-Dundee 2 (2) Top Gun 3 (3) The Morning after 4 (5) Running Scared 5 (4) Big Trouble in Little China 6 (6) Stand by Me 7 (9) Ruthless People 7 (3) The Mission 8 (-) Over the Top 9 (8) Legal Eagles 10 (-) Nothing in Common ★★

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.