Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 6
28 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987. Stjörnubíó La Bamba Ritchie Valen var ungur og efni- legur söngvari þegar hann lést í flugslysi 1958. Hann var aðeins sautján ára. Saxnt hafði hann náð á nokkrum mánuðum að eiga þrjú vinsæl lög, meðal þeirra La Bamba, lag sem er titill kvikmyndar um ævi piltsins. Fjallar myndin um stutta ævi piltsins sem var af mexíkönsku bergi brotinn. Mynd þessi hefur vakið nokkra athygli og hafa lög Ritchie Valen öðlast líf í meöfórum hljómsveitar- innar Los Lopos. í flugslysinu lést einnig Buddy Holly sem var orðinn eitt af skærustu goðum vestan hafs og Big Bopper, fyrrverandi út- varpsmaður er hafði gert eitt lag vinsælt. Aðalhlutverkið Valens leikur Esai Morales, áður óþekktur leik- ari. Leikstjóri og handritshöfundur er Luis Valdes. La Bamba er ágæt- is afþreying og þeir sem hafa gaman af rokki eins og það var spilað á síðari hluta sjötta áratug- arins fá nóg af tónlist í La Bamba. Nýtt leikrit eftir Guðmund Stemsson: Brúdaimyndin frumsýnd í Þjóðleikhúsinu Brúðarmyndin, nýtt íslenskt leikrit eftir Guðmund Steinsson, verður frumsýnd á stóra sviði Þjóð- leikhússins í kvöld, föstudags- kvöld. Þetta er tíunda verk höfundar sem sýnt er á fjölum ís- lensks leikhúss. Það þykir jafnan tíðindum sæta þegar Guðmundur Steinsson lætur frá sér nýtt leikrit en erlendis er hann er einn þekkt- asti núlifandi leikritahöfundur okkar íslendinga. Flestir þekkja Stundarfrið, eitt þekktasta verk hans, sem Þjóðleikhúsið frumsýndi fyrir tæpum áratug. Stundarfriður hefur verið þýddur yfir á tólf tungumál og hefur veriö leikinn víða um heim. Svo eitthvað sé nefnt má geta þess að Þjóðleikhúsið sýndi verkið í Danmörku, Finn- landi og Svíþjóð og einnig í Júgó- slavíu og Þýskalandi. Leikritið hefur nú gengið í hálft ár í Varsjá í Póllandi en m.a. hefur það verið þýtt yfir á pólsku og frumsýningar eru á döfinni í Bandaríkjunum og París. Sögusviðið Sagan gerist inni á tiltölulega venjulegu íslensku nútímaheimili. Hins vegar telst óvenjuiegt að inni á heimilinu er kvikmyndaleikstjóri sem er að gera sjónvarpskvikmynd um fjölskylduna. í upphafi leikrits- ins eru hjónin að halda upp á 24 ára brúðkaupsafmæli sitt og allt virðist leika í lyndi. Síðan fylgist áhorfandinn með því hvaða áhrif kvikmyndatakan hefur á heimilis- lífið og samlíf hjónanna ásamt þeim áhrifum sem kvikmyndaleik- stjórinn verður sjálfur fyrir í starfi sínu en abyrgö listamannsins er einmitt kveikjan að verkinu hjá Guðmundi. Aðstandendur sýningarinnar Leikstjóri Brúðarmyndarinnar er Stefán Baldursson, leikmyndar- hönnuður Þórunn Sigríður Þor- grímsdóttir, höfundur tónlistar Gunnar Reynir Sveinsson og ljósa- hönnuður Ásmundur Karlsson. Þau stóðu einmitt öll að frumflutn- ingi Stundarfriðar í Þjóðleikhúsinu fyrir tæpum áratug. Þau Kristbjörg Kjeld og Erlingur Gíslason fara með hlutverk hjón- Guðrún Gísladóttir í hlutverki kvikmyndaleikstjórans og Kristbjörg Kjeld sem húsmóðirin á heimilinu. anna sem eru miðdepill leiksins. Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Amfinnsson leika foreldra frúar- innar. Guðný Ragnarsdóttir leikur dótturina á heimilinu og nýútskrif- aður leikari, Halidór Bjömsson, leikur vin hennar. Guðrún Gísla- dóttir leikur kvikmyndaleikstjór- ann, Arnór Benónýsson aðstoðar- mann hennar og Sigurður Skúlason fer með hlutverk prests. Frumsýningin verður í kvöld, föstudag 23. október, kl. 20.00 en næsta sýning verður á sunnudag. KvikmyndaliLis - Kvikmyndahús Kvikmyndahús Bíóborgin Nomimar frá Eastwick (The Witches of Eastwick) er gaman- mynd sem byggð er á þekktri og meinfyndinni skáldsögu eftir John Updike. Nomirnar eru þrjá konur sem búa í smábænum Eastwick. Þær kunna ofurlítið fyrir sér í kukli og það nýta þær sér þegar þær fara að þjást af karlmanns- leysi. Jack Nicholson fer á kostum í hlutverki þess sem nornimar töfra til sín. Hlutverkið er eins og sniðið fyrir hann og eiga þeir sem hafa fylgst með honum auðvelt með að þekkja í túlkun hans einstaka persónur sem hann hefur áöur túlkað meistaralega. Nornimar leika þrjár þokkagyðjur, Cher, Sus- an Sarandon og Michelle Pfeiffer. Nomimar frá Eastwick er ágæt skemmtun en skilur samt lítiö eftir. Háskólabíó Þá er hin einstaka lögga, Axel Foley, aftur komin á kreik í Lögg- unni í Beverly Hills II. Eins og í fyrri myndinni gerast atburðimir í hveríi ríkra í Los Angeles. Nú á Axel Foley í höggi við alþjóðlegan glæpaflokk og þrátt fyrir tilburði, sem ekki em löggulegir, hefur hetj- an okkar betur í viðureigmnni. Meöleikarar Murphys eru þeir sömu og í fyrri myndinni, að við- bættri þokkadísinni Brigitte Niel- sen, og sjálfur Eddie Murphy svíkur engan sem á annað borð hefur gaman af farsakenndum gamanmyndum Regnboginn Nýjasta kvikmynd Woddys Ailen, Á öldum ljósvakans (Radio Days), hefur nú hafið göngu sína í Regn- boganum. Myndin gerist á árdög- um útvarpsins vestan hafs og segir frá samskiptum venjulegs fólks við útvarpsstjömumar. Þótt ekki þyki Á öldum fjósvakans jafngóð og Hanna og systur hennar er hér um athyglisveröa mynd að ræða og þeir sem hafa kynnst myndum Woddys Allen vita að hann er van- ur að koma mönnum á óvart. Af ööram myndum í Regnboganum er helst að nefna ævintýramynd- imar Gullni drengurinn með Eddie Murphy í aðalhlutverki og Super- man IV þar sem Christopher Reeve mætir aftur til leiks í hlutverki of- urmennisins. Bíóhöllin Þá er vöðvafjallið Amold Schwarzenegger mættur í öllu sínu veldi í nýjustu mynd sinni, Rándýr- inu (Predator). Söguþráðurinn er ósköp venjulegur: Víkingasveit er falið að bjarga nokkram mönnum sem era í hættu í Suður-Ameríku. Mest er að sjálfsögöu lagt upp úr átakaatriðum og unnendur slíkra mynda fá svo sannariega nokkuð fyrir pening sinn. Bitastæðari myndir eru franska myndin Bláa Betty sem fjallar um unga stúlku sem smátt og smátt hverfur í eigin heim, Blátt flauel, þar sem sadisma era gerð skil, og Ángel Heart, dul- arfull og mögnuð sakamálamynd. Laugarásbíó Kvikmyndir Kens Russel hafa ávallt verið umdeildar og svo er einnig um nýjustu kvikmynd hans, Særingar (Gothic), sem Laugarás- bíó hefur tekið tú sýningar. Þar etur hann saman þekktum persón- um í mannkynssögunni, Byron, Shelley og Mary Shelley. Myndin gerist í veislu er Byron heldur og að því er látið liggja að í þessari veislu hafi Mary Shelley fengið hugmyndina að frægustu söguper- sónu sinni, Frankenstein. Þetta er forvitnileg kvikmynd þótt ekki sé meira sagt. Eins og viö er að búast fer Ken Russel hamfóram með kvikmyndavélina og era sumar senur sérlega eftirminnilegar.-HK Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn Sýningar Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 f Gallerí Borg, Austurstræti, hafa nú verið hengd upp allmörg olíumálverk. Flestar eru my ndirnar af minni gerðinni og hanga þar undir samheitinu Hitt og þetta og eru eftir ýmsa þekkta lista- menn. Verkin eru öll til sölu og munu hanga uppi fram i næstu viku. Opið er irá kl. 10 á morgnana og eftir það á ai- mennum opnunartíma verslana. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg Samsýning í tilefni 4 ára starfsafinælis gallerísins stendur yfir. Á sýningunni eru skúlptúrar, málverk og grafík. Þeir sem að sýningunni standa eru Jónína Guðna- dóttir, Magnús Tómasson, Ófeigur Bjöms- son. Ragnheiður Jónsdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir og örn Þorsteinsson. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-18. Gallerí Gangskör Hanna Bjartmars Ámadóttir opnar á morgun sýningu á verkum sínum í Gallerí Gangskör. Sýningin verður opin daglega kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Gallerí List, Skipholti 50, nýr sýningarsalur og listmunaverslun. Sýning á handblásnu gleri frá Noregi, Finnlandi og Bretlandi. Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-12. Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17 Síðasta sýningarhelgi á verkum Hafsteins Austmann. Sýningin er opin í dag kl. 9-17 og um helgina kl. 14-18. Gallerí Langbrók, Bókhlöðustíg 2, textílgallerí. Til sýnis vefnaður, tauþrykk, myndverk, módelfatnaður og fleiri list- munir. Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Gallerí Svart á hvítu v/Óðinstorg Þar stendur yfir sýning ó verkum Georgs Guðna. Þetta er önnur einkasýning Ge- orgs Guðna. Á sýningunni eru verk unnin á sl. tveimur árum, olíumálverk og teikn- ingar. Sýningin stendur til 1. nóvember og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Kjarvalsstaðir við Miklatún Um síðustu helgi opnaði Kristján Stein- grímur sýningu í vestursal Kjarvalsstaða. Á sýningunni em 40 verk, olíumálverk og grafík, unnin á þremur sl. árum. Sýningin stendur til 2. nóvember og er opin frá kl. 14-22 alla daga. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar em til sýnis 90 verk í eigu safhsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3 Laugardaginn 24. október kl. 16 opnar Jón Laxdal Halldórsson sýningu á pappírs- myndum. Þetta er fyrsta einkasýning Jóns í Reykjavík. Sýningin verður opin daglega kl. 16-20 nema um helgar. Þá er opið kl. 14- 20. Sýningin stendur til 8. nóvember. Norræna húsið v/Hringbraut Um helgina verður opnuð sýning á grafík- verkum eftir Asger Jom. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Áma Magnússonar er í Árnagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14-16 til ágústloka. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opnunartími í vetur er laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Skólafólk og hópar geta pantað tima í síma 52502 alla daga vikunnar. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15- 18. Aðgangur ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.