Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1987, Blaðsíða 1
Xi/ Dansstaðir - Matsölustaðir - Leikhús - Sýningar - Kvikmyndahús - Myndbönd o. fl. ABRACADABRA, Laugavegi 116 Diskótek föstudags- og laugardagkvöld. ÁRTÚN, Vagnhöfða 11, sími 685090 Gömlu dansarnir á föstudagskvöld. Opið kl. 21-3. Nýju og gömlu dansarnir laugar- dagskvöld, opið kl. 22-3. Hljómsveitin Danssporið ásamt söngkonunni Krist- björgu Löve bæði kvöldin. BROADWAY, Álfabakka 8, Reykjavik, sími 77500 Sveitin milli sanda leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Stórsýn- ingin „Allt vitlaust" á laugardagskvöld. DUUS-HÚS, Fischersundi, sími 14446 Diskótek á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum. Opið frá 22 til 3. A sunnudagskvöld verða jasstónleikar í Heita pottinum. EVRÓPA v/Borgartún Hljómsveit hússins, Saga Class, leikur fyrir dansi föstudags- og laugardags- kvöld. Húsið er opið frá kl. 22-3. GLÆSIBÆR, Álfheimum Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld frá 22-3. HOLLYWOOD, Ármúla 5, Reykjavík Tónlist 7. áratugarins verður á föstudags- og laugardagskvöld með „Leitinni að týndu kynslóðinni". Húsið opið 22-3. HOLIDAYINN, Sigtúni 38, Reykjavík í hádeginu á sunnudag og eins um kvöld- ið leikur söngkvartettinn Söngbandið létt dægurlög í Lundi. 1 Háteigi skemmta Jón- as Þórir og Hermann Ingi á sunnudags- kvöld. HÓTEL BORG, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Gömlu dansarnir á sunnudagskvöld. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur. HÓTEL ESJA, SKÁLAFELL, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Dansleikir föstudags- og laugardags- kvöld. Hljómsveitin Kaskó leikur. Tísku- sýning öll fimmtudagskvöld. HÓTELSAGA v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221 . Hljómsveit Grétars örvarssonar leikur fyrir dansi í Súlnasal Hótel Sögu föstu- dags- og laugardagskvöld. Á laugardags- kvöld verður tónlistarveisla ársins i tilefni af tónlistardeginum. Á Mímisbar leikur Stefán Jökulsson. LENNON v/Austurvöll, Reykjavík, sími 11630 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld MIAMI, Skemmuvegi 34, Kópavogi, sími 74240 Diskótek föstudaga og laugardaga. Ald- urstakmark 16 ár. ÚTÓPÍA, Suðurlandsbraut 26 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. ÞÓRSCAFÉ, Brautarholti 2, Reykjavik, simi 23333 Hljómsveit Stefáns P. leikur á efri hæð hússins föstudags- og laugardagskvöld. Lúdósextett og Stefán skemmta gestum bæði kvöldin. Sjallinn, Akureyri „Stjörnur Ingimars Eydal í 25 ár“ um Fyrsti vetrardagur orðinn íslenskur tónlistardaqur Laugardaginn 24. október, sem er. fyrsti vetrardagur, munu ýmis samtök tónlistarmanna standa fyr- ir íslenskum tónlistardegi. Stefnt er að því að fyrsti vetrardagur verði tileinkaður íslenskri tónlist á hverju ári hér eftir. Á þessum ís- lenska tónhstardegi mun margt skemmtilegt gerast í tónlistarlíf- inu, hvort sem um er að ræða sígilda tóniist, popp eða rokk. í því sambandi má fyrst nefna að flestar útvarpsstöðvarnar munu aðeins leika íslenska tónhst. Auk þess mun dagskrá Stöðvar 2 taka mið af tónlistardeginum og fjallað verð- ur um hann. íslenskar plötur verða seldar á afsláttarverði í búðum. Sinfóníuhljómsveit íslands lætur ekki sitt eftir liggja á íslenskum tónhstardegi. Kl. 12.30 á laugardag- inn mun hljómsveitin halda klukkustundarlanga tónleika fyrir gesti og gangandi í Kringlunni. Rokktónleikar verða í Reiðhöll- inni í Víðidal. Þeir hefjast kl. 14.00 J J r TÍ ) 1 J J . ~~ t) r r, i 1 f CJ r Ti r r \=r=n V =*=f Y 1 1 r r=r=f=p t | ~ L#"1 1 1 1 1 | 1 1 r ^ La i- P . [> -n- m p ■ 1 t.. y* (/ •‘l A T|' | K i ••{ n v ~ ^—1—1 * i' l4- J r ■ “ " 11 og munu standa eitthvað fram eftir kvöldi. Þar munu margar stjörnur troða upp. Meðal þeirra sem verða á staðnum eru Valgeir Guðjónsson, Bjartmar Guðlaugsson, Bjarni Tryggvason, Hörðu1" Torfason, Kvintett Rúnars Júlíussonar, hljómsveitirnar EX og Tíbet tabú. „Maraþon“söngur mun fara fram í íslensku óperunni. Gamla bíó mun verða opið hluta dagsins og þar munu söngnemar koma fram og syngja. Aögangur er ókeypis' og fólk getur þvi kömið óháð því hvort það vill hlusta í 10 mínútur eða klukkutíma. Tónlist mun líka óma á götum úti í Reykjavík því ýmsar lúðra- sveitir ætla að taka ’sig tU og marsera um götur bæjarins. Tveir tónlistarskólar í Reykjavík verða opnir gestum á tónlistardag- inn. Það eru Söngskólinn í Reykja- vík, Hverfisgötu 45, og Tónmennta- skóli Reykjavíkur, Lindargötu 51, sem munu taka á móti gestum. Þá verður Félagsheimili tónlist- armanna opnað formlega þennan dag og opið almenningi. Félags- heimiUð er til húsa að Vitastíg 3, á þriðju hæð. Öll félagasamtök tón- listarmanna eiga b.Iut í félags-. heimiUnu Að lokum skal nefna kvöld- skemmtun sem verður á Hótel Sögu undir nafninu „Tónlistar- veisla aldarinnar“. Þar verður borinn fram kvöldverður auk þess sem boðið er upp á skemmtiatriði í tengslum við tónlistardaginn. Þar ber hæst að Bjarni Arason mun frumflytja popplag eftir Þorkel Sig- urbjörnsson sem hingað til hefur aðeins samiö sígilda tónlist. Lagið samdi Þorkell við ljóð eftir Stein Steinarr. Ýmsir aðrir tónlistar- menn munu koma fram í Tónlistar- veislu aldarinnar. Dagur Sameinuðu þjóðanna: Friðarbylgjan nærtiiyands Breski dúettinn Kukuyu. Breski dúett- innKukuyu skemmír í Þórscafé Enskur dúett, sem kallar sig Kukuyu, skemmtir í Þórscafé um helgina. Dúettinn skipa þau Julie Ann Sims frá Birmingham og Paul David Heatly frá ShefField. Þau hafa verið á hljómleikaferð um Evrópu og er röðin nú komin að íslandi. Dúettinn mun einnig skemmta í Þórscafé að viku liðinni. Dagur Sameinuðu þjóðanna er næstkomandi laugardag. Þá ætla ýmis friðarsamtök á Islandi að minna á friðarhugsjón Sameinuðu þjóðanna. Að beiðni þessara sam- taka hefur kirkjuráð sent bréf til allra prófasta þar sem mælst ér til að kirkjuklukkum verði hringt í 5 mínútur kl. 12.00 á hádegi í hverju prófastdæmi landsins. Þetta er lið- ur í alþjóðlegri aðgerð, Friðarbylgj- unni, sem hefst í Hírósíma og Nagasakí og gengur í vesturátt yfir hnöttinn og endar síðan þar sem hún hófst. Kl. 17.00 verður þagnarstund í 7 mínútur en slík þögn er á sama tíma um allan heim. Þagnarstund- in hefur verið haldin árlega víða um heim frá árinu 1984 en þetta er í fyrsta skipti sem ísland tekur þátt í henni. Safnast verður saman við Höfða kl. 16.45 og mun séra Gunnar Kristjánsson, prestur að Reynivöllum, ávarpa viðstadda. Meðan á þögninni stendur munu þátttakendur taka höndum saman og mynda friðarmerkið framan við Höfða. Allir sem þess eiga kost eru hvattir til að koma en þeir sem ekki geta komið því viö geta virt þagnarstundina hvar sem þeir eru staddir. Þess má einnig geta að Lions- menn hafa gefið bæjar- og sveitar- stjórnum víða um land fána Sameinuðu þjóðanna og verður hann dreginn að húni á degi sam- takanna. Merki Sameinuðu þjóðanna. Martin Daniel heldur fyrirlestur sinn um kvikmyndagreiningu í Odda. Pyrirlestur um kvikmynda- greúiinguíOdda Martin Dániel, sem heldur um þessar mundir námskeið í gerð kvikmyndahandrita á vegum end- urmenntunarnefndar Háskóla íslands og Kvikmyndasjóðs ís- lands, flytur á laugardag opinberan fyrirlestur á vegum Félagsvísinda- deildar Háskólans. Sýnd verður hin sígilda mynd Johns Huston, The African Queen. Martin mun síðan greina myndina með tilliti til uppbyggingar hennar, þ.e. hvernig efnisþættir handritsins endur- speglast í myndmáhnu. Martin Daniel er Bandaríkjamað- ur af tékkneskum uppruna sem undanfarin ár hefur kennt gerð kvikmyndahandrita við háskóla og kvikmyndastofnanir bæði í Banda- ríkjunum og Vestur-Evrópu. Fyrirlesturinn er öllum opinn og verður haldinn í stofu 101 í Odda, húsi Félagsvísindastofnunar, kl. 14.00 til 17.00 á laugardaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.