Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1987, Qupperneq 6
■ 28 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1987. Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús Alþýðuleikhúsið frumsýnir: Einskonar Alaska og Kveðjuskál - eftir Harold Pinter Alþýöuleikhúsiö sýnir tvo ein- þáttunga eftir breska skálcíið Harold Pinter í Hlaðvarpanum laugardaginn 7. nóvember kL 16. Nefnast þeir Einskonar Alaska og Kveðjuskál. Kveikjan að leikritinu Einskonar Alaska er bókin í svefnrofunum (Awakenings) eftir lækninn Oliver Sack en hún kom út árið 1973. í byrjun aldarinnar breiddist afar kynleg farsótt út í Evrópu og síðar um allcui heim. Einkenni hennar voru margs konar. Þar á meðal voru dauðadá, svefnleysi, óráð og einkenni Parkinsonsveikinnar. Sjúkdómur þessi var nefndur anc- ephalitis lethariqa eða svefnsýki. Á næstu tiu árum sýktust tæpar fimm milljónir manna af sjúk- dómnum sem varð rúmum þriðj- ungi þeirra að fjörtjóni. Fimmtíu árum síðar, eða um 1969, kom undralyfið L-DOPA til sögunnar og sneru þá margir sjúklinganna til lífsins á ný. Leikritið Einskonar Alaska segir fiá konu sem vaknar af shkum dásvefni fyrir tilstuölan lyfsins eftir hafa verið sambands- laus við umheiminn í 29 ár. Einþáttungurinn Kveðjuskál varö til eftir að höfundurinn Har- old Pinter og rithöfundurinn Arthur Miller heimsóttu Tyrkland Frá æfingu einþáttungsins Einskonar Alaska. á vegum PEN-rithöfundaklúbbs- ins. Þar hittust yfir hundrað rithöf- undar, menntamenn og verkalýðs- leiðtogar sem flestir áttu það sameiginlegt að hafa setið í her- fangelsum og meirihlutinn veriö pyntaður. í yfir 90 þjóðlöndum eru pyntingar, sem eru fylgifiskar fangelsunar, daglegt brauð og jafn- vel viðurkennd aðferð. í Kveðjuskál reynir Harold Pint- er að fá áhorfandann til að horfast í augu við og viðurkenna þessa skelfilegu staðreynd. Bæði leikritin hafa vakið gífur- lega athygli og eru að margra áliti með því besta sem Pinter hefur skrifað en hann hefur samið fjöl- mörg leikrit og nú seinni ár nokkur sjónvarps- og kvikmyndahandrit. Leikarar í sýningunni eru: Amar Jónsson, Margrét Ákadóttir, María Sigurðardóttir, Þór Tuhnius, Þröstur Guðbjartsson og Oddný Amarsdóttir. Leikstjóri er Inga Bjamason, leikmynd gerir Guðrún Svava Svavarsdóttir, lýsingu ann- ast Sveinn Benediktsson og aðstoð- armaður leikstjóra er Ingibjörg Bjömsdóttir. Kvikmyndahús - Kvikmyndahús Stjörnubíó Ritchie Valen var ungur og efni- legur söngvari þegar hann lést í flugslysi 1958. Hann var aðeins sautján ára. Samt hafði honum tek- ist á nokkrum mánuðum að eiga þrjú vinsæl lög, meðal þeirra La Bamba, lag sem er titill kvikmynd- ar um ævi piltsins. Fjahar myndin um stutta ævi piltsins sem var af mexíkönsku bergi brotinn. Mynd þessi hefur vakiö nokkra athygli og hafa lög Ritchie Valen öðlast lif í meðforum hljómsveitarinnar Los Lobos. í flugslysinu létust einnig Buddy Holly, sem var orðin eitt af skærastu goðum vestanhafs, og Big Bopper, fyrrverandi útvarpsmað- ur, er hafði gert eitt lag vinsælL Leikstjóri og handritshöfundur er Luis Valdes. La Bamba er ágæt af- þreying, sérstaklega fyrir þá sem hafa gaman af rokki eins og það var spilað á sjötta áratugnum. Bíóborgin Það er virkilega gott úrval kvik- mynda í Bíóborginni. í aðalsalnum er ný kvikmynd, í kröppum leik (Big Easy). Þetta er rómantísk sakamálamynd um lögreglumann og saksóknara af veikara kyninu sem hittast við rannsókn morð- máls. í kröppum leik er prýðis- afþreying en lítið meira. Bitastæð- ari mynd er Nomirnar frá Eastwick (The Witches of East- wick) þar sem Jack Nicholson fer á kostum í hlutverki sjálfs kölska og ekki er síðri Seinheppnir sölu- menn (Tin Man), gamanmynd sem hefur aht það til að bera er góðar gamanmyndir eiga að hafa. Og síð- ast en ekki síst ber að nefna hina dulúðugu sakamálamynd, Svörtu ekkjuna (Black Widow), þar sem Theresa Russel og Debra Winger fara á kostum. V Háskólabíó Framtiðarmyndin Riddari göt- unnar (Robo Cop) er gerð af Hol- lendingnum Paul Verhoven og hefur fengið góðar viðtökur vestan- hafs. Þetta er sakamálamynd er gerist i náinni framtíð þegar glæpir era orðnir þjóðarvandamál. Nýj- asta vopnið í baráttu við glæpalýð- inn er vélmennið Robo Cop sem er að hluta mannleg vera en að hluta til er efnið í róbótnum lögregla sem hafði verið skotin í tætlur. Þykir Verhoven hafa gert góða spennu- mynd. Regnboginn í aðalsal Regnbogans er nú sýnd gamanmyndin Þijú hjól undir Bíóhöllin Skothylkið Einn helsti meistari kvikmynd- drengi sem kallaðir era í herinn anna, Stanley Kubrick, hefur nú sent frá sér nýja kvikmynd, Skot- hylkið (Full Metal Jacket), og eins og jafnan áður hafði verið beðið eftir mynd frá Kubrick með eftir- væntingu. Hvort menn setja Skothylkið á pall með Paths of Glory, 2001 Space Odyssey og Clockwork Orange er sjálfsagt mat hvers og eins. En hvað um það, Skothylkið er mögnuð kvikmynd sem hlífir engum og sjálfsagt besta kvikmynd sem gerð hefur verið um stríðið í Víetnam. Skothylkið fjallar um unga þegar Víetnamstríðið stóð yfir, þjálfun þeirra, sem lýst er á eftir- minnilegan hátt í upphafsatriði, og svo reynslu þeirra á vígvellinum sjálfum. Sjálfsagt þykir sumum þjálfunaratriði myndarinnar full- langt og ekki er laust við að um endurtekningar sé að ræða en þetta atriði er réttlætanlegt þegar líða fer á myndina og skyggnst er í huga hinna ungu hermanna. Skothylkiö er kvikmynd sem flestir ættu að sjá - kvikmynd sem lætur engan ó- snortinn. HK Kvikmyndahús vagni (Rita, Sue and Bob too). Fjall- ar hún um Bob sem, þrátt fyrir að vera giftur, getur ekki séð aðrar konur í friði. Koma við sögu tvær bráðhressar barnapíur, Rita og Sue, sem til eru í tuskið. Sú mynd, sem óhætt er að mæla með, er nýj- asta mynd Woody Allen, Útvarps- dagar (Radio Days) - mynd þar sem Allen tekur fyrir þau ár þegar út- varpið var helsta skemmtun almennings. Útvarpsdagar er kannski ekki eins góð kvikmynd og Hanna og systur hennar en virkilega eftirtektarverð þrátt fyrir það. Laugarásbíó Christopher Walken er leikari sem ávallt er vert að fylgjast með. Laugarásbíó hefur nú tekið til sýn- ingar nýjustu kvikmynd hans, Vitni á vígvellinum (War Zone). Leikur Walken fréttamanninn Ste- vens sem sendur er til Beirat. Hann fær tilboð um að hafa viðtal við PLO-leiðtoga en það viðtal sem á eftir að hafa alvarlegar afleiðingar. Af öðram myndum er vert að nefna nýjustu kvikmynd Kens Russell, Særingar (Gothic), mynd sem hef- ur rótað upp í mönnum. Eins og oft áður veltir Russel sér upp úr einkalífi þekktra persóna í mann- kynssögunni. -HK Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn Sýningar Arbæjarsafn Árbæjarsafn er opið eftir samkomulagi. Síini 84412. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Safiiið er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Ásmundarsafn við Sigtún Um þessar mundir stendur yfir sýningin Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Þar gefur að líta 26 höggmyndir og 10 vatns- litamyndir og teikningar. Þá er einnig til sýnis videomynd sem fjallar um konima í list Asmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur, kort, litskyggnur, videomyndir og afsteypur af verkum listamannsins. Safnið er opið daglega kl. 10-16. FÍM-salurinn, Garðastræti 6. . Þar sýnir Guðjón Ketilsson tuttugu mynd- ir, málverk og teikningar. Þetta er fimmta einkasýning Guðjóns en hann hefur tekið þátt í samsýningum í Kanada, Finnlandi, Sviss og á Islandi. Sýningin stendur til 15. nóvember og er opin virka daga kl. 16-19 og um helgar kl 14-19. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 Um þessar mundir eru til sýnis og sölu i Gallerí Borg v/Austurvöll myndir og málverk eftir gamla meistara. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og um helg- ar kl. 14-18. Gallerí Grjót, Skólavörðustig Samsýning í tilefni 4 ára starfsafinælis gallerísins stendur yfir. Á sýningunni eru skúlptúrar, málverk og grafík. Þeir sem að sýningunni standa eru Jónína Guðna- dóttir, Magnús Tómasson, Ófeigur Bjöms- son. Ragnheiður Jónsdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir og Öm Þorsteinsson. Sýningin er opin virká daga frá kl. 12-18. Gallerí Gangskör Hanna Bjartmars Ámadóttir sýnir verk sin í Gallerí Gangskör. Sýningin er opin daglega kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Gallerí íslensk list Einn af þekktustu listmálurum þjóðarinn- ar, Einar G. Baldvinsson, opnar málverka- sýningu í Gallerí íslensk list á morgun. Sýningin verður opin virka daga kl. 9-17 og 14-18 um helgar. Á sýningunni em 30 olíumálverk og er þetta sölusýning. Gallerí List, Skipholti 50, nýr sýningarsalur og listmunaverslun. Sýning á handblásnu gleri frá Nóregi, Finnlandi og Bretlandi. Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-12. Gallerí Langbrók, Bókhlöðustig 2, textílgallerí. Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Glugginn, gallerí, Glerárgötu 34, Akureyri. „Opnun" nefnist samsýning sem verður opnuð í Glugganum á morgum. Þeir sem sýna em: Guðmundur Ármann, Helgi Vil- berg, Margrét Jónsdóttir, Rósa Kristín Júlíusdóttir, Jón Laxdal og Kristinn E. Sýningin stendur til 8. október og er opin daglega kl. 14-20 nema mánudaga. Kjarvalsstaðir við Miklatún Rúna Gísladóttir opnar á morgim sýningu á málverkum og collagemyndum sem hún hefur unnið á undanförnum 3-4 árum. Þetta er fyrsta einkasýning Rúnu en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum á undanfömum árum. Þá opna einnig Lýður Sigurðsson og Bjöm Bimir mál- verkasýningar á morgun. Sýningamar standa til 22. nóvember og eru opnar alla daga kl. 14-22. ' Listasafn ASÍ v/Grensásveg Þar stendur yfir afmælissýning Blaða- mannafélags íslands. Á sýningunni em m.a. sýndar 100 fréttaljósmyndir frá síð- ustu áratugum. Þá gefst gestum kostur á að sjá þróun í útliti dagblaðanna fram eft- ir öldinni og lesa og hlýða á af segulbandi fyrstu fréttir og fréttaskýringar sem fluttar vora í Ríkisútvarpinu. Einnig eru á sýn- ingunni íjölmörg merkileg skjöl sem tengjast sögu félagsins sl. 90 ár. Sýningin er opin á virkum dögum kl. 16-20 og um helgar kl. 14-22. Sýningin stendur til 15. nóvember. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru'til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Listsýning frá Hvíta-Rússlandi í húsakynnum MÍR, Vatnsstíg 10, stendur nú yfir sýning á myndlist og listmunum frá Sovétlýðveldinu Hvíta-Rússlandi. Á sýningunni era 73 grafíkmyndir, nær 200 munir úr tré og basti auk vefnaðar, 40 myndir eftir böm og um 100 bækur og bæklingar. Sýningin er opin virka daga kl. 17-18.30 og um helgar kl. 14-18. Að- gangur er ókeypis. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.