Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1987, Page 5
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1987.
5
Kindakjöt:
Birgðirnar
nú 650 tonnn
Kindakjötsbirgðir frá síðasta ári
eru nú um 650 tonn og er það niður-
staða kjöttalningar sem fjármála-
ráðuneytið krafðist að fram færi en
talning þessi var gerð um mánaða-
mótin.
Samkvæmt upplýsingum sem DV
fékk hjá Karli Th. Birgissyni, frétta-
fulltrúa fjármálaráöuneytisins, er
þetta sama magn og við var búist.
Framleiösluráð landbúnaðarins gaf
upp þann 1. september að birgðir
kindakjöts frá árinu 1986 væru 2.200
og samkvæmt því hafa um 1.500 tonn
af þessu kjöti selst í september og
október. Karl sagði það innan eðli-
legra marka en ástæða þessarar
kjöttalningar er sú að talning bank-
anna á sömu kjötbirgðum þótti ekki
trúverðug, að mati fjármálaráðu-
neytisins.
„Fyrstu tölur“ úr þeirri talningu
sögðu birgðirnar vera um 1.850 tonn,
en við nánari eftirgrennslan bættust
við 200 tonn, samkvæmt upplýsing-
um sem DV fékk í Landsbankanum.
Heildarmagnið reyndist því vera um
2.050 tonn en þá vantar 150 tonn sem
talið er að megi skýra sem rýrnun.
þó ekki séu allir sammála um það:
samkvæmt heimildum blaðsins.
Þessi 150 tonn af kindakjöti, sem
horflð hafa í rýrnun, jafngilda um
10.000 dilkaskrokkum. -ói
Bílbeltanotkun:
Segja íslend-
ingarósátta
um notkunina?
Hagvangur gerði könnun fyrir
Umferðarráð á bílbeltanotkun ís-
lendinga. í könnuninni sögðust 60%
aðspurðra nota beltin. 23% sögðusi
nota beltin stundum.
í vettvangskönnun, sem gerð var.
kom í ljós að aðeins 47,7% notuðu
beltin. Þannig virðist sem mun fleiri
segist nota bílbelti en gera það í raun.
-sme
Bamalegt
að nota endur-
skinsmerki
í könnun, sem Hagvangur vann
fyrir Umferðarráð,var meðal annars
spurt hvers vegna fólk notaði ekki
endurskinsmerki.
42% þeirra sem spurð voru sögðu
að það væri af hugsunarleysi. 20%
sögðu það vera barnalegt að nota
endurskinsmerki. 25% fólks á aldrin-
um 18 til 29 ára sögðu barnalegt aö
nota endurskinsmerkin. 21% fólks á
aldrinum 30 til 49 ára sögðust ekki
nota merkin af sömu ástæðu. 10%
fólks, 50 ára og eldra, segist ekki
nota endurskinsmerkin vegna þess
hve barnalegt það sé.
Aðeins 0,3% fólks sögðust nota
endurskinsmerki að staðaldri. Fólk
bar við ýmsum ástasðum fyrir því
að nota ekki merkin. 10,9% sögðu að
áróður væri ekki nógur. Einnig sögð-
ust sumir ekki vita um sölustaði, af
merkin væru óþjál í notkun, af
merkin skemmdu fatnað og að merk-
in gerðu lítið gagn.
-sme
Hávaðamoldrok
á Homafirði
Hávaðamoldrok var á Hornafirði í
norðanáttinni í gær. Mesta moldrok-
ið fór rétt vestan við bæinn. Svo
mikill var mökkurinn að vart sást ti)
sólar. íbúar lokuðu gluggum kirfi-
lega svo að ekki fylltist allt af ryki.
Vindhviður komust allt upp í 8í
hnúta á Hornafirði í gær og varð af
fella niður flug vegna.roks. Þess mi
geta að 12 vindstig eru um 64 hnútar.
-JGK
Fréttir
Davíð hættur við
.„Þetta mál hefurekkiveriðrætt mótmælt kröftuglega af hálfu valdistendur.Fráþvíaðmáliövar áaðstjómaþví,þaðerfarsælast.“
lengi og ekki útlit fyrir aö þaö veröi starfsmanna. Einnig var mikil póli- til umræðu hafa orðiö ríkisstjóm- Það má þ'ví líklegt teljast að þetta
gert í bili,“ sagði Davíð Oddsson tísk andstaöa gegn sölunni. En er arskipti og þaö hefur haft sín áhrif. mál sé úr sögunni því samkvæmt
borgarstjóri þegar hann var spurö- Davíö þá búinn að missa áhugann Ég tel það reyndar skaöa því þessi upplýsingum sem fengust í heil-
ur um hvað liöi hugsanlegri sölu á á þessu máli sem hann óneitanlega eigendaskipti hefðu orðið til bóta.“ brigöisráðuneytinu hafast menn
Borgarspítalanum. sótti fast á sínum tíma? Ðavíð bætti því við aö nú greiddi þar ekkert að í þessu máli, enda
Eins og mönnum er eflaustkunn- „Hvað mig varöar er málið úr ríkiö 100% af rekstri spítalans þótt ekki gert ráö fyrir því á öárlögum,
ugt sköpuðust miklar umræður í sögunni. Eg mun ekki hafa frum- hann væri undir stjórn borgarinn- en á sínum tíma var rætt um að
fyrrahaust vegna hugmynda Dav- kvæði aö því aö taka sölu Borgarsp- ar. Ekki sagðist Davíð vera hrifinn hugsanlegt kaupverð Borgarspítal-
iðs um að selja ríkinu Borgarspítal- ítalans upp aftur enda tel ég mig af því að stjóma annarra fyrirtækj- ans væri 500 miltjónir kr.
ann og var því meðal annars vera búinn að gera þaö sem í mínu um: „Sá sem greiðir til fyrirtækis -SMJ
BBC MASTER COMPACT
MRSTFR SERIES
MICR0C0MPUTER
i mnd produo®rf by Bcof J! ^ joi
for the Britlsh Bro*doi*t in« torpi
Mest notada tölvan í
grunnskólum landsins.
Yfir 1000 BBC tölvur eru
nú þegar I notkun í yfir 70
skólum á íslandi.
Athyglisverð staðreynd
sem þó kemur ekki á óvart
þegar haft er í huga nærri
óteljandi möguleikar BBC
tölvanna og sú staðreynd
að nú þegar hafa verið
gerð yfir 30000 forrit fyrir
BBC tölvur.
Fyrir aðeins 36.650,-
færð þú:
BBC Master Compact tölvu.
3,5" 650 Kb diskettudrif.
Hágæða 12" monochrome
skjá. Fullkomna ritvinnslu.
BBCbasic. Kennslumálið
LOGO. 10 leiki á diskettu.
íslenskar leiðbeiningar.
JAPISS
BRAUTARHOLT 2 • KRINGLAN • SIMI 27133