Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1987, Page 6
6
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1987.
Viðskipti
Jón Ásgeirsson, nu hjá Mannamót-
um, áður hjá Rauða krossinum.
Jón Asgeirs
í Mannamótum
Fyrirtækið Mannamót hf. í eigu
Jóns Ásgeirssonar, fyrrum fram-
kvæmdastjóra Rauða krossins,
opnaði nýlega ráðstefnumiöstöð,
hina fyrstu, og einu sinnar tegundar
hérlendis. Ráðstefnumiöstööin veitir
innlendum aðilum ráðgjöf og þá
vinnur stöðin að því aö fjölga ráð-
stefnum hérlendis. -JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækurób 19-22 Lb
Sparireikningar
3ja man. uppsögn 20-23 Lb.ab
6mán. uppsogn 21-25 Ab
12mán. uppsógn 24-28 Úb
18mán. uppsögn 31 Ib
Tékkareikningar, alm. 6-12 Sp
Sértékkareikningar 10-22 Vb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb. Lb Vb
Innlán með sérkjör- 19-34 Sp vél.
um Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 6-8 Ab
Sterlingspund 7,75-9 AbVb. Sb
Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab
Danskarkrónur 8,75-9 Allir
nema Bbog Sp
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
■ Útlán óverðtryggð
i Almennir vixlar(forv.) 32,5-34 Ib.Úb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 36 eða kaupgengi •
Almennskuldabréf 34-36 Ib
Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(vfirdr.) 34,5-36 Ib
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf 9,5 Allir
Utlántilframleiðslu
Isl. krónur 31-35 Úb
SDR 8-9 Vb
Bandarikjadalir 9-10,5 Vb
Sterlingspund 10,5-11,5 Vb.Úb
Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Vb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 45,6 3.8 á mán.
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. nóv. 87 31,5
Verðtr. nóv. 87 9.1
VlSITÖLUR
Lánskjaravísitala nóv. 1841 stig
Byggmgavísitala nóv. 341 stig
Byggingavísitalanóv. 106,5stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 5% 1 ,okt.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Ávöxtunarbréf 1,3079
Einingabréf 1 2,426
Einingabréf 2 1,421
' Einingabréf3 1,503
Fjölþjóðabréf 1,060
Gengisbréf 1,0295
Kjarabréf 2,420
Lifeyrisbréf 1.220
Markbréf 1,239
Sjóðsbréf 1 1,178
Sjóðsbréf 2 1,135
Tekjubréf 1,268
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennartryggingar 114 kr.
Eimskip 278 kr.
Flugleiðir 196 kr.
Hampiðjan 118 kr.
Hlutabr.sjóðurinn 119 kr. .
Iðnaðarbankinn 143 kr.
Skagstrendingurhf. 182 kr.
Verslunarbankinn 126 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank-
inn, Lb=Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Otvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp =_Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um penlngamarkað-
inn birtast i DV á limmtudögum.
Hrafn Bachmann
„Ekki það að maður sé
með fullar hendur fjár“
- Kjötmiðstöðin kaupir Garðakaup og Verslunina Kópavog
„Það virðast allar matvöruverslan-
ir vera til sölu og menn vilja
greinilega losna út úr þeirri vit-
leysu sem nú ríkir í matvöruvérsl-
un. En ég vil taka áhættuna, vogun
vinnur og vogun tapar, þess vegna
kaupir Kjötmiðstöðin verslanimar
Garðakaup og Verslunina Kópa-
vog. Ég hef 25 ára reynslu í
matvöruverslun og ég er tilbúinn
að auka söluna í báðum þessum
verslunum," segir Hrafn Bach-
mann, aðaleigandi Kjötmiðstöðv-
arinnar.
Hver er galdurinn?
- Nú spyr fólk, Hrafn, hvemig
þú farir eiginlega að því að kaupa
samtímis þessar tvær stórverslan-
ir?
„Það er ekki það að maður sé
með fullar hendur fjár. En dæmið
á að ganga upp, ég er að hefja inn-
flutning á vörum í gegnum stærsta
dreiíingarfyrirtæki Bretlands, Tar-
get. Þetta fyrirtæki trúir á Kjötmið-
stöðina og við höfum náð
hagstæðum samningum við það,
sem aftur verður mikill styrkur í
rekstri verslananna."
- Á hvað keypti Kjötmiðstöðin
þessar tvær verslanir?
„Ég vil ekki gefa það upp, enda
sé ég ekki hvaða máli það skiptir.“
Borgar þetta sig?
- En borgar þetta sig, er ekki
betra að draga saman seglin á tím-
um erfiðleika í matvöruverslun?
„Það að reka matvöruverslun
hefur alltaf verið erfltt, ég hef ekki
þekkt annað. En ef kjarkurinn,
áræðið og heilsan er fyrir hendi þá
er þetta hægt. Þessi kaup em hug-
suð til að styrkja stöðu okkar á
markaðnum í gífurlega harðri sam-
keppni, við ættum að ná meiri
fótfestu á markaðnum."
Hrafn segir að Kjötmiðstöðin sé
með nokkra sérstöðu á matvæla-
markaðnum þar sem fyrirtækið
reki Veitingamanninn sem afgreiði
þúsund matardiska á dag í fyrir-
tæki. „Þá erum við með mjög
öfluga kjötvinnslu. Sem dæmi get
ég nefnt að við vinnum tonn af
svínakjöti á dag. Með fleiri verslun-
um nýtum við kjötvinnsluna betur,
hún er í rauninni lykillinn að kaup-
unum.“
Stórsala kjöts í Kjötmiðstöð-
inni
Að sögn Hrafns selur Kjötmið-
stöðin við Laugalæk kjöt á við
fimmtán verslanir í Reykjavík.
„Við sendum jafnframt mikið af
kjöti út á land beint inn á heimilin.
Þetta er mikil vinna en hún skilar
sér.“
Kjötmiðstöðin hefur sóst eftir lóð
undir verslun í Reykjavík. Fyrir-
tækinu var úthlutað lóð við
Laugalækinn en upp reis alda mót-
mæla þar sem litið var svo á að um
stórmarkað væri að ræða. Lóðin
var afturkölluð.
Opið alla daga í Kópavogi
„Við leitum því út fyrir Reykjavík
og ég hef mikla trú á að bæði Versl-
unin Kópavogur og Garðakaup í
Garöabæ eigi eftir að ganga vel.
Þegar 1. desember verður Verslun-
in Kópavogur höfö opin frá níu á
morgnanna til átta á kvöldin alla
daga vikunnar, jafnt á laugardög-
um sem sunnudögum,“ segir
Hrafn.
Eigendur Kjötmiöstöðvarinnar
hf. eru Hrafn Bachmann, sem á
helminginn í fyrirtækinu, og Ár-
mann Reynisson, Pétur Bjömsson
og Halldór Kristinsson, svínabóndi
á Akureyri. Þeir Ármann og Pétur
reka fyrirtækið Ávöxtun sf.
Á hausinn með stæl?
Hrafn segir að ekki séu allir jafn-.
bjartsýnir á þessi kaup Kjötmið-
stöðvarinnar á Garðakaupum og
Versluninni Kópavogi. „Kollegarn-
ir hafa veriö að senda mér samúð-
arskeyti. Þeir eru vantrúaðir og
virðast halda að ég fari á hausinn
með stæl. En númer eitt er að menn
hafi trú á sjálfum sér,“ segir Hrafn.
-JGH
Hrafn Bachmann kaupmaður. „Það virðast allar matvöruverslanir vera
til sölu og menn vilja losna út úr þeirri vitleysu sem nú ríkir í matvöru-
verslun. En ég vil taka áhættuna.
Eriend fyrirtæki
á íslandi
-------—--- 'j . Nokkrar umræður eru nú um
hvort leyfa eigi erlendum fyrirtækj-
Tölvufyrirtækið Hewlett Packard er
I þessu stórhýsi íslenskra aðalverk-
taka að Höfðabakka 9. HeWlett
Packard og IBM eru einu fyrirtækin
á íslandi sem rekin eru sem útibú
erlendu móðurfyrirtækjanna.
HörðurR.Ólafsson
hæstaréttarlögmaður
dómtúlkur í ensku
Njálsgötu 87
sími 15627
um eða einstaklingum að eiga fyrir-
tæki á íslandi. Nú eru tvö fyrirtæki
á íslandi rekin sem útibú erlendu
fyrirtækjanna IBM og Hewlett Pack-
ard, bæöi tölvufyrirtæki. Hvorugt
þessara fyrirtækja er þess vegna
skráð í íslensku hlutafélagaskrána.
íslenska álfélagið er að öllu leyti í
eigu erlends fyrirtækis, Alusuisse.
Það er samt skráð sem sérstakt
hlutafélag hérlendis.
Sænski fjármálakóngurinn Peter
Wallenberg á 60 prósent í fjármögn-
unarfyrirtækinu Silfurbergi í
Reykjavík. Þetta fyrirtæki var skráð
á þessu ári.
Erlend fyrirtæki eiga hluti í nokkr-
um laxeldisstöðvum,- eins og isnó,
Silfurlaxi og Dragási. Þá eiga útlend-
ingar í Kísiliðjunni og Járnblendi-
verksmiðjunni.
Nýjasta sviðiö, þar sem útlending-
ar láta til sín taka í íslensku athafna-
lífi, er hjá íjármögnunarleigunum.
Þeir eiga bæði í Lind hf. og Glitni hf.
Útlendingar eiga hluti í fleiri fyrir-
tækjum hérlendis en þessi sem nefnd
hafa verið hér eru þau þekktustu.
Almenna reglan um hlut útlend-
inga í íslenskum fyrirtækjum er að
þeir eigi mest 49 prósent á móti 51
prósenti íslendinga. Þá gilda sérstök
ákvæði ætli útlendingar að eiga fast-
eignir hérlendis.
Erlend fyrirtæki á íslandi eru
spennandi mál sem verður mikið
rætt á næstunni. .jqh
Fólk er byrjað að
kaupa jólagjafimar
„Það er greinilegt að fólk er byijað ar eru byxjaðar.
að kaupa jólagjafirnar, þó enn sé „Ég tel að jólainnkaupin hafi
ekki hægt að tala um neina jóla- sjaldan byriað fyrr hér hjá okkur
traffík,“ segir Grétar Eiríksson, í Liverpool, fólk byriaði óvenju-
verslunarstjóri í leikfangaverslun- snemma. Og það kom aftur greini-
inni Liverpool við Laugaveg. legur kippur þann átjánda þegar
Landsmenn eru þessa dagana að nýtt tímabil hófst í krítarkortun-
verða mjög varir við jólin i sjón- um,“ segir Grétar.
varpi og útvarpi, jólaauglýsingarn- -JGH
Bílamarkaðurinn:
Þokkaleg sala
Þokkalegsalaernúánotuöumbíl- Góður og nýlegur japanskur bíll
um miöaö við árstíma, að sögn staldrar stutt við á bílasölum. Verð
Hreins Hjartarsonar hjá bílasöl- notaðra bfla hefúr ekkert hækkað
unni Bílakaupum. Nóvember, ilangantímaogreyndarhefurverð
desember ogjanúareruóftastléle- bíla í eldri kantinum lækkað að
gustu mánuðimir á bílasölunum. undanfórnu að sögn Hreins Hjart-
Japanskirbílareruvinsælustubfl- arsonar.
arnir á markaðnum sem áður. -JGH
landinn eyðir 200
milljónum í stórborgunum
Félag íslenskra stórkaupmanna ingar fari utan í þessar ferðir í
áætlar aö íslendingar eyði um 200 október og nóvember. Ef hver og
miHjónum íslenskra króna í sér- einnkaupirvörurfyrir 40.000 krón-
stökum innkaupaíeröum til ná- ur eða 600 pund gerir það samtals
lægra stórborga fyrir jólin. Félagið 200 mifljónir króna.
gerir ráö fyrir að 5 þúsund íslend- -JGH