Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1987, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1987. 45 ____________________________Meiming Snillingur í stafagerð Adrian Frutiger í heimsókn Elest höggvum viö eftir rithönd á bréfum eöa öðrum skjölum sem okk- ur berast en leggjum sjaldan á minniö útht prentleturs. Er þó prent- letrið jafnfjölbreytt og lýsandi fyrir skapgerð höfundar þess eins og skrif- stafir. Aö baki gerð hvers prentleturs er gríöarlega mikil undirbúnings- vinna eins og sérhver bókahönnuöur getur staðfest. Einhver afkastamesti og virtasti hönnuður prentleturs í nútímanum, Svisslendingurinn Adrian Frutiger, er nú staddur hér á landi í boði ACO hf„ Sambands íslenskra auglýsinga- stofa, Félags bókagerðarmanna og Sambands prentiðnaðarins til skrafs, ráðagerða og fyrirlestrarhalds. Frutiger er höfundur að hvorki fleiri né færri en tuttugu og fimm prentletursgerðum sem allar hafa hlotið almennar vinsældir. Menning Aðalsteinn Ingólfsson Meðal þeirra er steinskriftin Uni- vers sem engin læs manneskja hefur farið á mis við. Frutiger er Svisslendingur, eins og áður er sagt, en hefur aö mestu alið aldur sinn í París. Hann er einn af buröarásum Linotype samstæðunn- ar og vinnur fyrir hana að vah og þróun á prentletri fyrir setningarvél- ar um allan heim. Einnig er líklegt að notendur IBM ritvéla hafi fært sér í nyt handverk Frutigers, að minnsta kosti þeir sem búa austarlega í veröldinni, því hon- um hefur tekist aö færa grískt, arabískt og tailenskt stafróf yfir á skrifkúlur. Allt um það mun Frutiger halda fyrirlestur um „Letur og leturgæði" í Norræna húsinu annað kvöld (þriðjudagskvöld) en einnig munu tveir íslenskir snilhngar í letur- hönnun, þeir Hafsteinn Guðmunds- son og dr. Gunnlaugur S.E. Briem spjalla um sama efni. -ai 3P} Jí Jí JÍ jí LiLxemborg Jólainnkaup í Luxemborg. HELGARPAKKI fyrir aöeins kr. 18.320* og SÚPERPAKKI á aðeins kr. 20.010** Flogið með Flugleiðum og gist á hinu frábæra hóteli ■\^0?uSjCUJ SwvC Nú er upplagt að skella sér til Lu; emborgar og - gera jólainnkaupin. Nánari upplýsingar um » HELGARPAKKA og SÚPERPAKKA færðu hjá söluskrifstofum Flugleiða, umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. *frá 1/10 til 30/1187 ** frá 1/9 til 31/3 88 FLUGLEIDIR TRAUSTIR BÍLAR Á GÓÐUM KJÖRUM O Plakat fyrir ferðamálaráð Túnis, letur „Egyptienne F.“. L JAZZZ \l7l7r7r7 mm mæ i/ i Ja: 7Zi frrrr Plakat fyrir jasshátið í Paris 1983, letur „Breughef'. Hvers vegna þarf ég að koma tvisvar á dag í skólann? Kennarasamband íslands leggur á það höfuðáherslu að allir grunnskólar á landinu verði einsetnir og ítrekar nauðsyn þess að skóladagur nemenda sé samfelldur og lengri en nú er hjá yngstu nemendunum. Úr Skólastefnu Kennarasambands íslands. MENNTerMÁTTDR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.