Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1987, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1987, Page 39
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1987. 51 Fólk í fréttum Óiafu' Isleifsson Ólafur ísleifsson, efnahagsráðu- nautur ríkisstjórnarinnar, hefur sagt í fréttum DV að veigamikil atriði í tveggja mánaða gamalli þjóðhagsspá séu úrelt. Ólafur er fæddur 10. febrúar 1955 og lauk B.S. prófi í stærðfræði frá H.í. 1978 og M.Sc. prófi í hagfræði frá London School of Economics and Political Science 1980. Hann var hagfræðingur í Þjóðhagsstofn- un 1980-1983 og í alþjóðadeild Seðlabankans 1983-1985. Ólafur var hagfræðingur hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum í Washington , 1985-1987 og hefur verið efnahags- ráðunautur ríkisstjórnarinnar frá því í júní 1987. Ólafur kvæntist 1978 Dögg Pálsdóttur, f. 2. ágúst 1956, - lögfræðingi, deildarstjóra í heil- brigðis- og tryggingaráðuneytinu. Foreldrar hennar eru Páll Sigurðs- son, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- ráöuneytinu, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir geðlæknir. Son- ur Ólafs og Daggar er Páll Ágúst, f. 26. febrúar 1983. Bræður Olafs eru Jóhann, f. 12. mars 1947, for- stöðumaður í Iðnaðarbankanum, og .Örn, f. 7. ágúst 1956, flugmaður og verslunarmaður, giftur Guðr- únu Magnúsdóttur og eiga þau tvo drengi. Foreldrar Ólafs eru ísleifur A. Pálsson, verslunarmaður í Rvík, og Ágústa Jóhannsdóttir. Faðir ísleifs er Páll, kaupmaður í Vest- mannaeyjum Oddgeirsson, prests í Vestmannaeyjum Þórðarsonar, sýslumanns á Litla-Hrauni Guð- mundssonar. Móðir Þóröar var Sigríður Helgadóttir, prests á Eyri Einarssonar og konu hans Guð- rúnar Árnadóttur, prests í Gufudal Ólafssonar, lögsagnara á Eyri Jónssonar. Meðal afkomanda Ólafs lögsagnara á Eyri eru Jón Baldvin Hannibalsson, Geir Hallgrímsson og Guðmundur J. Guðmundsson. Móðir Oddgeirs var Jóhanna Knudsen, dóttir Lauritz Knudsen kaupmanns, forfóöur Knudsen- ættarinnar. Móðir Páls var Anna Guðmundsdóttir, prófasts í Arnar- bæli, bróður Ólafs Johnson, lang- afa Ólafs Ó. Johnson forstjóra. Guðmundur var sonur Einars, verslunarmanns í Rvík, Jónssonar, bróður Sigurðar, föður Jóns forseta og Jens rektors, langafa Jóhannes- ar Nordal. Móðir ísleifs var Matthildur ísleifsdóttir, b. á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum Guðnasonar, og konu hans, Sigur- laugar Guðmundsdóttir b. á Fossi á Síðu Guðmundssonar. Móðir Sig- urlaugar var Guðný, systir Páls, langafa Péturs Sigurgeirssonar biskups. Systir Guðnýar var Ragn- heiður, langamma Lúðvíks Kristj- ánssonar rithöfunds. Bróðir Guðnýar var Páll, langafi Harðar Einarssonar forstjóra. Guðný.var dóttir Páls, prófasts í Hörgsdal, Pálssonar. Ágústa er dóttir Jóhanns Þ. ráð- herra, Jósefssonar, skipstjóra í Vestmannaeyjum Jónssonar, próf- asts í Reykholti, bróður Þorvarðar, afa Sigurgeirs Jónssonar, ráðu- neytisstjóra í fjármáláráðuneytinu. Bróðir Jóns var Hannes, afi Hólm- fríðar, ömmu Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar. Hannes var einnig afi Hannesar, afa Hólmfríð- ar Karlsdóttur. Jón var sonur Þorvarðar, prests á Prestbakka á Síðu Jónssonar, bróður Friðriks, langafa Ólafs Hjartar, afa Ólafs Ragnars Grímssonar. Móðir Ágústu er Magnea Þórðardóttir, sjómanns í Rvík, Þórðarsonar. Móðir Þórðar var Steinunn Stef- ánsdóttir, b. í Vestri-Kirkjubæ á Rangárvöllum Brynjólfssonar, af Víkingslækjarættinni, bróður Guð- mundar á Keldum, langafa Sigurð- ar, afa Þórðar Friðjónssonar, forsfjóra Þjóðhagsstofnunar. Móö- ir Magneu var Verónika Einars- Ólafur ísleifsson. dóttir, systir Katrínar, móður Einars Ásmundssonar í Sindra og amma Gylfa Ásmundssonar sál- fræðings. Móðir Veróniku var Guðrún Jónsdóttir, dóttir Ingi- bjargar Sæmundsdóttur, systur Gróu, langömmu Loga Einarssonar hæstaréttardómara. Afmæli Amgrímur Ingimundarson Arngrímur Ingimundarson kaupmaöur, Grettisgötu 2, Reykja- vík, er sjötíu og fimm ára í dag. Arngrímur fæddist á Höfn í Aust- ur-Fljótum og ólst upp í Fljótunum hjá móðurbróðir sínum og fóður- systur. Hann kom til Siglufjarðar tólf ára að aldri og var þar næstu fimmtán árin. Amgrímur stundaði ýmis störf þessi árin og var þá m.a. á síld og á vertíö í Vestmannaeyj- um. Hann flutti svo til Reykjavíkur og var þá verkstjóri í málningar- verksmiðjunni Hörpu í sautián ár. Arngrímur keypti verslunina Vörðuna við Klapparstíg 1958 en þar hefur hann verslað síðan. Kona Arngríms er Bergþóra, f. 29.10. 1913, dóttir Jóels Sumarliða, trésmiðs í Reykjavík, Þorleifsson- ar, sem er látinn, og Sigríðar Kristjánsdóttur. Arngrímur og Bergþóra eiga fjór- ar dætur. Þær eru: Ingileif verslun- arstjóri, f. 4.9. 1946, gift Sigmari Ægi Björgvinssyni, þau búa á Selt- jamamesi og eiga tvö börn; Jóhanna, skrifstofustjóri í Reykja- vík, f. 6.11.1948, gift Snorra Björg- vini Ingasyni, þau eiga fjögur börn; Sigríður, afgreiðslustúlka í Reykja- vík, f. 30.8. 1950, gift Gretti Kristni Jóhannessyni, þau eiga þrjú börn; Gíslunn afgreiðslustúlka, f. 13.1L 1951, gift Gunnlaugi S. Sigurðssyni, þau búa í Kópavogi og eiga þrjú börn. Foreldrar Arngríms eignuðust tíu börn. Sjö þeirra eru á lífi og búa þau öll í Reykjavík. Þau eru Ein- ara, Sigurbjörg, Sigurlína, Ásta, Kristín og Sigurður Foreldrar Arngríms, sem báðir era látnir, bjuggu um tíma á Illuga- Kristian Laursen 90 ára Sesselja Jónsdóttir, Kleppsvegi, Hrafnistu, er níræö í dag. Guðný Guðnadóttir, Byggöarenda 15, Reykjavík, er níræð í dag. 75 ára Liselotte Gunnarsson, Látraströnd 56, Seltjarnarnesi, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára Páll Sverrir Guðmundsson, Freyju- götu 5, Reykjavík, er sjötugur í dag. 50 ára Magðalena Sigríður Elíasdóttir, Vorsabæ 20, Reykjavík, er fimmtug í dag. Ólafur Jónsson bifreiðarstjóri, Ak- urgerði 9C, Akureyri, er fimmtug- ur í dag. Arngrimur Ingimundarson. stöðum en fluttu til Siglufiarðar 1919. Þau voru Ingimundur Sig- urðsson og kona hans, Jóhanna Arngrímsdóttir. Arngrímur er erlendis á afmælis- daginn. 40 ára Egill Egilsson, Smáragötu 24, Vest- mannaeyjum, er fertugur í dag. Hanna M. Baldvinsdóttir, Fanna- fold 20, Reykjavík, er fertug í dag. Friðrik Axel Þorsteinsson, Mark- arvegi 4, Reykjavík, er fertugur í dag. Kristborg Aðalsteinsdóttir, Hálsas- eli 54, Reykjavík, er fertug í dag. Ásdís Sæmundsdóttir, Brekkut- anga 9, Mosfellsbæ, er fertug í dag. Kristian Laursen, Eyjabakka 14, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Kristian fæddist í smábæ á Jótlandi, sem er á milli Viborg og Skive, og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hann gerðist snemma vinnu- maður á sveitabæjum og var á ýmsum bæjum á Jótlandi. Kristian kom fyrst til íslands 1934 og réð sig þá í vinnumennsku hjá Thor Jens- en á Korpúlfsstöðum en þar var þá stærsta kúabú hér á landi. Hann fór svo til Danmerkur að vitja um veikan fóður sinn 1939 og ætlaði aftur til íslands með vorinu en komst þá ekki úr landi vegna hernámsins. Kristian vann svo í brúnkolanámum á Mið-Jótlándi en kom aftur til íslands 1949. Hann hóf þá fyrri störf á Korpúlfsstöðum Guölaug Jónsdóttir húsmóðir, Miklaholti I, Miklaholtshreppi, er áttræð í dag. Guðlaug fæddist í Stóru-Þúfu í Miklaholtshreppi en flutti kornung með foreldrum sín- um að Hraunsmúla. Hún ólst svo upp hjá móðurbróður sínum í Hausthúsum í Eyjahreppi til tíu ára aldurs en fór þá aö gæta barna á Rauðkollsstööum í Eyjahreppi og þar bjó hún þar til hún gifti sig áriö 1933. Maður Guðlaugar er Valgeir b. í Miklaholti, f. 22. 1. 1906, Elíasson. og starfaði þar til 1958 en þá gifti hann sig, flutti til Reykjavíkur og fór áð vinna í Málmsteypu Þórs Jóhannssonar og starfaði þar til 1984. Kona Kristians er Valgerður, dóttir Ólafs verkamanns í Reykja- vík, Helgasonar og Guðlaugar Sigurðardóttur, en þau eru bæði látin. Kristian og Valgerður eiga tvo syni: Niels Ómar, fiskverkunar- mann, f. 1963^. og Óla Guðlaug, sjómann, f, 1964, hann á einn son. Kristian á eina systur á lífi í Dan- mörku. Hún heitir Anna Laursen og er áttatíu og fimm ára. Foreldrar Laursens eru bæði lát- in. Þau voru Marinus og Nielsina Laursen. Þau Guðlaug bjuggu fyrst að Litlu- Þúfu í fiögur ár áður en þau fluttu að Miklaholti. Guðlaug og Valgeir eiga tvær dætur, Elínu Rósu og Gyðu. Systir Guðlaugar er Ingveldur sem búsett er í Reykjavík. Foreldrar Guðlaugar voru Jón Oddur Albert Jónsson og Bryn- hildur Rósa, dóttir Ingveldar Bjarnadóttur og Þóröar b. í Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi, Einarsson- ar. Guðlaug Jónsdóttir v Andlát Jenný Magnúsdóttir Útfór Jennýjar Magnúsdóttur, sem lést 13. þ.m., fer fram frá Kópa- vogskirkju á morgun, 24.11., og hefst athöfnin klukkan 13:30. Jenný fæddist í Árnagerði í Fljótshlíð 21.2. 1935. Foreldrar hennar voru Magnús Steinsson og Sigríður Jensdóttir. Jenný ólst upp- í Arnagerði en flutti rúmlega tvítug til Reykjavíkur og átti heima þar og í Kópavogi til ársins 1983. Hún vann við ýmis störf, lengst hjá Mjólkursamsölunni og var um skeið forstöðukona mjólkurbúðar- innar við Sólheima. Síðustu fiögur árin bjó hún að Kvistum í Ölfusi ásamt manni sínum, Ragnari Böð- varssyni, en þau eiga einn son, Böövar Jens. Jenný Magnúsdóttir. Guðfinnur Einarsson, Smyrla- Sigurlína S. Einarsdóttirlést á Borg- hrauni 6, Hafnarfirði, andaðist að arspítalanum 20. nóvember. St. Jósefsspítala, Hafnarfiröi, 19. nóvember. Guðfinna Jónsdóttirlést á Landspít- alanum laugardagin 21. nóvember. Hafsteinn Ólafsson, Eskihlíð 33, andaðist að Borgarspítalanum þann 19. þessa mánaöar. Auður Jónsdóttir frá Auðvalds- stööum lést að Hrafnistu, Hafnar- firði, 19. nóvember. Jón Æjörnsson, tónskáld frá Haf- steinsstöðum, lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki aðfaranótt miðviku- dagsins 18. nóvember. Sérverslun með blóm og skreytingar. Jónína Jóelsdóttir,Bolungarvík, lést á sjúkrahúsi Bolungarvikur, 20. nóv- ember. Guðjón Pálsson,Vestmannaeyjum, lést 20. nóvember. Laufey Sigfinnsdóttirlést að Sólvangi laugardaginn 21. nóvember. ()pid dl A/. 21 iill krölJ 0öBlóm wQskrc)'iingar Laugauegi 53, simi 20266 Sendum um land allL Er vegurinn háll? Vertu því viðbúin/n vetrarlagi. UMFERÐAR RÁD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.