Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1987, Síða 40
52
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1987.
Jarðarfarir
Útför Jónbjörris Magnússonar,
Gljúfraseli 2, fer fram frá Háteigs-
kirkju miðvikudaginn 25. nóvember
kl. 15.00.
Útfbr Jennýar Magnúsdóttur, Kvist-
um, sem andaðist á heimili sínu 13.
nóvember, fer fram frá Kópavogs-
kirkju þriðjudaginn 24. nóvember kl.
13.30.
Páll S. Þorkelsson, Sogavegi 206,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag, 23. nóvember,
kl. 13.30.,
Jón Björnsson tónskáld, fVá Haf-
steinsstöðum, lést í sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki aðfaranótt miðviku-
dagsins 18. nóvember.
Hafsteinn Ólafsson, Eskihlíð 33, an-
daðist í Borgarspítalanum 19. þessa
mánaðar.
Anna Kristmundsdóttir, Hjarðar-
haga 44, verður jarðsungin frá
Laugarneskirkju þriðjudaginn 24.
nóvember kl. 15.
Útför Bodil Katrínar Örsted, Seilu-
granda 8, Reykjavík, fer fram frá
Litlu kapellunni, Fossvogi, í dag, 23.
nóvember, kl. 15.
Fundir
Kvenfélagið Fjallkonurnar
Jólafundur verður 1. desember kl. 20.30
í Fella- og Hólakirkju. Jólamatur og
skemmtiatriði. Þátttaka tilkynnist fyrir
27. nóvember í síma 72002 eða 74505.
Munið eftir jólapakkanum.
Fræðslunefnd Fáks
■'■stendur fyrir fundi í Félagsheimili Fáks,
Víðivöllum, þriðjudaginn 24. nóvember
kl. 20.30. Á þessum fundi mun Erling Sig-
urðsson flytja erindi um almenna notkun
reiðtygja, kosti þeirra og galla. Tekur
hann m.a. fyrir hnakka, vandamál vegna
méla, höfuðleður, múla, hófhlífar og leð-
urfeiti. Skyggnur verða sýndar. Eftir
erindið mun Erling síðan svara fyrir-
spurnum. Að lokum veröur svo sýnt úr
mynd frá fjórðungsmótinu á Melgerðis-
melum 1987.
Ti3kyimingar
^ Fyrirlestur á vegum Rann-
sóknarstofnunar uppeldis-
mála
Þriðjudaginn 24. nóvember flytur Guð-
björg Vilhjálmsdóttir uppeldisfræöingur
fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnun-
ar uppeldismála er nefnist: Ólík sjónar-
mið á félagslegri blöndun fatlaðra.
Fyrirlesturinn verður haldinn í kennara-
skólahúsinu við Laufásveg og hefst kl.
16.30. Öllum er heimill aðgangur.
Jólamerki „Framtíðarinnar“
Jólamerki kvenfélagsins „Framtíðin" á
Akureyri er komið út. Er það teiknað af
Einari Helgasyni kennara. Merkin eru til
sölu í póststofunni á Akureyri og í Frí-
merkjamistöðinni og Frímerkjahúsinu í
Reykjavik. Allur ágóði rennur í Elliheim-
ilasjóð félagsins.
Nýr fugl í fjöru íslenskrar
>myndlistar
Þriðjudaginn 24. nóvember kl. 16 opnar
Gunnar J. Straumland myndlistarsýn-
ingu í Hafnargalleríi, Hafnarstræti 4
(fyrir ofan Bókaverslun Snæbjarnar).
Þetta er fyrsta einkasýning Gunnars en
áður hefur hann tekið þátt í samsýning-
um. Á sýningunni eru 15 pennateikning-
ar sem allar eru unnar á þessu ári.
Viðfangsefni sækir Gunnar í dýra- og
mannheima. Sýningin stendur til 4. des-
ember nk. og er hún opin á verslunar-
tíma, kl. 9-18, nema á laugardögum kl.
9-12. Öll verkin á sýningunni eru til sölu.
Félagsmiðstöð Geðhjálpar
að Veltusundi 3b, er opin á fimmtudögum
kl. 20-22.30, laugardögum og sunnudög-
jim kl. 14-18. Einnig hefur Geðhjálp opna
skrifstofu alla virka daga kl. 10-14 þar
sem seld eru minningarkort félagsins og
veittar upplýsingar um starfsemina. Sími
25990.
Ný listaverkakort frá
Listasafni íslands
Út eru komin hjá Listasafni Islands ijög-
ur ný litprentuð kort með eftirprentun-
ijm af verkum íslenskra myndlistar-
->manna. Eru þau sem hér segir: Bátur á
heimleið, 1966 eftir Gunnlaug Scheving,
Uppstilling, eftir Jón Sveinsson, Fólk í.
landslagi, 1978, eftir Louisu Matthías-
dóttir, íslandslag, 1944, eftir Svavar
Guðnason. Litprentanirnar eru límdar á
tvöfaldan karton, 16x22 cm að stærð, og
fylgir þeim umslag. Kortin eru mjög vön-
duð og tilvalin sem jólakort. Áður hefur
Listasafnið geflð út um 70 litprentuð kort
í sömu stærð og eru þau fáanleg í safninu.
Menning
i
Um vort óklassíska núta'malíf
íslenskl dansflokkurinn - Flaksandi fald-
ar, Þjóðleikhúsinu,
frumsýning, 22. nóv.
Á undanfbrnum árum hefur ís-
lenski dansflokkurinn búið við
kringumstæður sem nægja mundu
til að setja margan danshópinn út
af laginu, til að mynda stöðuga pen-
ingalega og stjórnunarlega óvissu,
of tíð skipti á gestastjórnendum,
innri ágreining um markmið og
leiðir, vöntun á karldönsurum, fyr-
ir utan landlægt, vonandi tíma-
bundið, áhugaleysi um hstdans.
En það er eins og þessir erfiðleik-
ar hafi beinlínis stælt og þroskað
dansarana í flokknum, gert þær
harðari af sér, útsjónarsamari, fjöl-
hæfari. Samansöfnuð reynsla
þeirra af aðskiljanlegum dansahöf-
undum, af klassískum ballett,
músíkölum, Þórskabarettum og
nútímadansi er nú orðin allnokk-
ur, og hefur skilað sér í rismiklum
nútímadansverkum, sjá Stöðuga
ferðalanga í fyrra, og dramatíska
danssýningu Jochens Ulrich í ár.
Á þessu stigi er spurningin þessi:
Hve lengi tekst þessum flokki að
halda uppi danssýningum í háum
gæðaflokki við núverandi aðstæð-
ur?
Konurnar við þorpsbrunninn
En við skulum vera bjartsýn. Nýr
og valinkunnur dansstjóri, Hlíf
Svavarsdóttir, hefur verið ráðin til
flokksins og í sinni fyrstu sýningu
hefur hún aftur fengið til liðs við
sig einn af þeim hæfileikaríku
dansahöfundum, sem Hollending-
ar virðast eiga nóg af, Angela
Linsen heitir manneskjan.
BaHett
Aðalsteinn Ingólfsson
Til samans hafa þær stöllur búið
til einkar þekkilega danssýningu
fyrir ellefu kvendansara (þar á
meðal Maríu Gísladóttur, ný-
komna frá Bandaríkjunum) sem
frumflutt var í Þjóðleikhúsinu í
gærkvöldi.
Sýningin nefnist Flaksandi fald-
ar, sem er samheiti fyrir tvö
að.kiljanleg verk, Kvennahjal eftir
Angelu Linsen og Á milli þagna
eftir Hlíf sjálfa.
Kvennahjal er margbrotið dans-
verk í póstmódernískum ívitnun-
arstíl, þar sem tvinnað er saman
þjóðdönsum, samkvæmisdönsum,
nútímalegum stílæfingum, lát-
bragðsleik, leikfimi, jafnvel söng
og töluðum texta (eftir Jón úr Vör).
Augnayndi
Þjóðdansaþátturinn er þó mest
áberandi, enda áréttaður af þjóð-
söngvum frá Suður-Ítalíu sem
leiknir eru undir sumum atriðun-
um. í þeim atriðum er brugðið upp
stílfærðum myndum af ýmsum
hvunndagslegum ritúölum kvenna
í Miðjarðarhafslöndunum, kannski
samkomum við þorpsbrunninn,
innilegri samkennd kvennanna,
gáska og samkeppni. Þeir sem sáu
uppsetninguna á Yermu munu
kannast við stemmninguna.
í löngu og ílóknu dansverki er
erfitt að halda uppi dampi allt í
gegn, enda virka sumir þættir
kvennahjals svona soldið eins og
dulmál eða málalengingar, sjá til
dæmis burðaratriði og fremur til-
breytingarlausar ítrekanir á
nokkrum dansmynstrum um mið-
bik verks.
Sem breytir ekki því að í heildina
séð er verkið mikið augnáyndi,
uppfullt með óvæntum og frjóum
uppákomum, bæði í látbragði og
dansi, og á köflum bráðfyndið.
Kvennahjal er umfram allt hóp-
verk svo ekki væri sanngjarnt að
taka einstaka dansara út úr til
umgetningar. Þó dansar Birgitta
Heide þar fallega apassjónötu sem
ekki hður úr-huga þess sem þetta
skrifar.
Sem hópur er dansflokkurinn
yfirleitt samstilltur, burtséð frá
nokkrum frávikum í stærri hópat-
riðum, og sérstaklega er hann vel
með á nótunum í leikrænni atriö-
um.
.........fléttaðir saman af
þögninni
Verk Hlífar, Á milli þagna, sem
raunar var flutt á undan, er annars
eðlis/heilsteypt danssvíta með til-
brigðum um tilltölulega fá stef.
Sjálf lýsir höfundur verki sínu fall-
ega, kallar það „Nútímavalsar
fléttaðir saman af þögninni". Vals-
arnir eru eftir átta nútínlahöfunda.
Það hefur fyrir löngu komið í ljós
að Hlíf er afar ljóðrænn dansahöf-
undur, byggir verk sína á fíngerð-
um blæbrigðum tilfinninga sem
tengdar eru saman með háttbundn-
um hætti hins klassíska dans.
En klassíkin í verkum Hlífar seg-
ir henni ekki fyrir verkum, heldur
virkar hún eins og burðarás sem
hún getur hengt á ýmis tilbrigði
um vort óklassíska nútímalíf,
snögg geðbrigði, sársauka og ótta.
Á milli þagna er stílhreint og
þokkafullt verk þar sem skarast
hópdansar og tví- og þrídansar.
Allt var verkið vel dansað, sérstak-
lega var þáttur Maríu Gísladóttur
glæsilegur.
Sviðsmynd var ekki fyrir að fara,
en lýsing Sveins Benediktssonar
var smekkleg og búningar Sig-
rúnar Úlfarsdóttur í verki Hlífar
eru „smart“.
Því miður verður Flaksandi fald-
ar ekki sýnt nema tvisvar sinnum
í viðbót sem segir sína sögu um
vægi listdansins í musteri leiklist-
anna. AI
Tsjékhov var hér
Leikhúsrými gerist æ minna í
Reykjavík. Þessi þróun hófst er
Alþýðuleikhúsið þurfti að setja upp
Beisk tár Petru von Kant í bak-
herbergi á Kjarvalsstöðum. Síðan
hefur leikhús verið að flytjast inn
í smáherbergi hér og þar um bæ-
inn. Þetta kemur náttúrlega stór-
kostlega niður á gæðum leikhúss,
leikarar eru ekki þess megnugir að
túlka sín hlutverk standandi nán-
ast á herðum áhorfenda.
Það hefði maður að minnsta kosti
haldið. En hið undursamlega er að
leikhópar virðast ekki láta þetta á
sig fá og sýna ótrauðir. í gær frum-
sýndi eih-leikhúsið tvo einþáttunga
eftir Anton Tsjékhov, Um skaðsemi
tóbaks og Bónorðið.
Eintalið Um skaðsemi tóbaks
flaUar minnst um skaðsemi tóbaks.
Ivan Ivanovitsj Njúkin (Hjálmar
Hjálmarsson) er roskinn vísinda-
maður sem tekur að sér að flytja
fyrirlesturinn að beiðni konu
sinnar. Honum er það þvert um geð
en lætur þó undan konu sinni.
Hann mætir vel hreifur til leiks og
byrjar að rekja raunir sínar fyrir
áhorfendum. Textinn býður upp á
stórkostlega túlkunarmöguleika og
leitast Hjálmar við að sinna þeim
sem best. Hann skortir þó tækni til
að halda athygh áhorfenda vakandi
sem skyldi og missir .verkið því
að einhverju leyti marks. Þetta er
ekki hvað síst litlu sviðsrými að
kenna. -
Hinn einþáttungurinn, Bónorðið,
er bráðskemmtilegt verk, líklega
eins dæmigert fyrir Tsjékhov og
Leiklist
Pétur L. Pétursson
það getur orðið. Bóndi nokkur,
Ivan Vassilijavitsj Lomolov (Guð-
jón Sigvaldason), heimsækir
nágranna sinn, Stepan Stepano-
vitsj (Jón Símon Gunnarsson), og
biður um hönd dóttur hans, Na-
taleju Stepanoinu (Bryndís Petra
Bragadóttir). Stepan bregst glaður
ivið og sækir dóttur sína. Dóttirin
kemur og taka þau Ivan tal sanian.
Ivan er þó í meira lagi feiminn og
fer að tala í kringum efnið. Þá leið-
ist talið áð löndum hans og ýfast
þar upp þrjú hundruð ára gamlar
landamerkjadeilur milli fjöl-
skyldnanna tveggja. Svo rekur
hvert deilumálið annað, mikill.
metingur er á milli fjölskyldnanna.
Leikurum tókst vel að koma hlut-
verkum sínum til skila. Þar spillir
textinn heldur ekki fyrir, alltaf er
nóg á seyði. Ég var hrifinn af túlk-
un Jóns Símonar Gunnarssonar í
hlutverki Stepans, og þá gkki hvað
síst beitingu raddar en Jón hefur
mjög þjálfaða rödd og áhrifamikla.
Jón var ótvírætt maður kvöldsins
(síödegisins).
í hlutverki hins helsjúka Ivans
er Guðjón Sigvaldason. Honum
tókst vel að túlka hina skoplegu
persónu og taugaóstyrku. Styrkur
hans fólst einna mest í útlitsgerv-
inu, en svo skondinn er hann
ásýndum í víðum kjólfótunum að
þar vinnst hálfur leiksigur.
Dótturina leikur Bryndís Petra
Bragadóttir. Nokkurs óstyrks gætti
hjá henni í fyrstu og var ekki gott
að skilja það sem hún sagði. Það
lagaðist þó strax og átti hún góða
spretti sem hin skapmikla Na-
taleja.
Sviðsmynd er nánast engin, það
er ekkert pláss. Hins vegar hefur
verið sett upp róla sem gegnir veig-
amiklu hlutverki í Bónorðinu.
Leikstjóri einþáttunganna er
Þröstur Guðbjartsson. Honum fer
verkið að mestu leyti vel úr hendi
en hefði þó mátt skipuleggja betur
hreyfingar Hjálmars í eintalinu.
Þær eru hins vegar þaulhugsaðar
í Bónorðinu.
Þrátt fyrir fáránlega lítið rými er
þó mikla skemmtún að hafa í Djúp-
inu þar sem þessir tveir éinþát-
tungar eru. Ég vona þó að
eih-leikhúsinu takist að finna sér
betra húsnæði og þakka kærlega
fyrir hlýlegar móttökur og góða
skemmtun.
Fiðlu-ævintýri
Tónlistarfélagið var loks með
aðra tónleika sína á þessum vetri
sl. laugardag. Að þessu sinni hafði
félagið fengið inni í íslensku óper-
unni en eins og kunnugt er hefur
félagið verið á hrakhólum síöan
eigendaskipti urðu á Austurbæj-
arbíói.
Það var fiðluleikarinn Yuval Yar-
en frá ísrael sem stóð þama einn á
sviðinu og lék hveija perluna af
annarri... tvær partitur eftir Bach,
Ballöðu - sónötu eftir Ysaye, Pag-
anini - kaprísur, og verk eftir
Tónlist
Leifur Þórarinsson
Kreisler og Ernst.
Sjaldan hefur maður heyrt hér
jafnsterkan flutning á Bach. Fyrst
var h-moll partitan, sem heyrist
tiltölulega sjaldan, miðaö við þær
í E-dúr og d-moll, og þá heyrði
maður strax að þama var kominn
fiðlumeistari sem hlýtur að teljast
til hinna stóru. Stíllinn er ákaflega’
hreinn og laus við alla tilgerð en
hlýr og manneskjulegur. Fjölrad-
dað spil Yarons er ótrúlega skýrt
en um leið hlaðið dramtík sem náði
hámarki í lokaþætti d-moll partí-
tunnar, sjakkonnunni frægu, sem
allir vilja leika en fáir geta.
Þá var ekki síður spennandi að
heyra sónötu Ysayes, sem var full
af tónrænum ævintýrum. Og Pag-
anini kaprísurnar, nr. 1 og 24, voru
leiknar af slíkri snilld að maður tók
andann á lofti við hverja hendingu.
Lokaverkið, Konsert - tilbrigði
um „The last rose of surnmer", eft-
ir 19du aldar fiðlusnillinginn
Heinrich Ernst, er eitt ótrúlegasta
„virtúsósnúmer" sem maður hefur
heyrt um dagana og það var leikið
af slíkum glæsibrag og með slíkri
stílfestu að minnti á kennara Yar-
ons í Ameríku, hinn óviðjafnanlega
Jascha Heifetz. Það er hápunktur-
inn.
LÞ